Morgunblaðið - 12.09.1981, Qupperneq 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1981
Útför
KRISTBORGAR ELÍSDÓTTUR,
Grandavegi 37,
fer fram frá Fossvogskirkju 14. september kl. 15.
Óskar Jónaaon.
Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför
ÖNNU VIGFUSDÓTTUR
frá Brúnum, Eyjafjöllum.
Vandamenn.
Viö sendum innilegar þakkir öllum þeim sem sýndu okkur samúö
og vinarhug við andlát og jaröarför
GUÐMUNDAR SVEINBJÖRNSSONAR
frá Bjargarstööum.
Jón S. Guömundsson,
Sveinbjörn M. Guómundsson.
Systir okkar,
ANNA SIGURÐARDÓTTIR,
áður að Hellubraut 6, Hafnarfirði,
lést í Cleveland, Ohio, miövikudaginn 9. seþt.
Systkinin.
t
Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma,
SIGRÍÐUR E. ÞORLEIFSDÓTTIR,
veröur jarösungin frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 15. sept. kl.
15.00.
Elín Jörgensen, Guðmundur Bergþórsson,
María Jörgensen, Helgi Jakobsson,
Elísabet Jóhannsdóttir,
Olafur Þórðarson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Elskulegur eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi,
ANDERS STEFÁNSSON,
Blesugróf 32, Reykjavík,
andaöist á heimili sínu aöfaranótt 3. sept. Jaröarförin hefur fariö
fram í kyrrþey aö ósk hins látna.
Þökkum innilega veitta samúö og hlýhug.
Asdís Pálsdóttir,
Bára Anderadóttir, Þór Vígfússon,
Edda Andersdóttir, Bjarni Ásgeirsson,
Anders Þráinsson, Vigfús Þórsson.
Þökkum innilega auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför
eiginmanns míns, fööur okkar. tengdafööur. afa og langafa,
ÞÓRARINS SIGURÐSSONAR,
Litlageröi 14.
Guö blessi ykkur öll.
Guóbjörg Arnadóttir,
Arni Þórarinsson,
Guórún Þórarinsdóttir,
Helga Þórarinsdóttír,
Unnur Þórarinsdóttír,
Gíslína Þórarinsdóttir,
Guðmundur Ingi Þórarinsson,
Ásta Þórarinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Anna Magnúsdóttír,
Björn Berndsen,
Gestur Kristjánsson,
Haraldur Einarsson,
Gunnar Magnússon,
Helga Þóröardóttir,
Bírgir Guöjónsson,
ATHYGLI skal vakin á því, aö afmælis- og
minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í
miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi
á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga.
Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi. Þess skal
einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um
hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum
Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og
með góðu línubili.
Mœðgina minnst:
Jóna Auður Guðmundsdóttir
og Viktor Sigurðsson
Auður:
Fædd 14. júlí 1962.
Dáin 5. september 1981.
Viktur:
Fæddur 19. mars 1980.
Dáinn 5. september 1981.
LauKardaginn 5. september bár-
ust þau voðalegu tíðindi um
Grindavík að Auður Guðmunds-
dóttir og Viktor litli, sonur henn-
ar, hefðu farist í bifreiðaslysi
þennan sama dag. Það varð
skyndilega kalt, og það dimmdi í
kringum okkur. Gat þetta verið
satt? Við vildum ekki trúa þessu.
En þetta var ísköld staðreynd. Og
við spurðum: Hver getur tilgang-
urinn verið, þegar ungu fólki er
kippt burt á augabragði?
Við lítum í hljóðri bæn upp til
Hans sem allt veit. Hann einn veit
svarið, Hann einn veit hver til-
gangurinn er.
Jóna Auður var fædd 14. júlí
1962 í Keflavík, næstyngst af 6
börnum hjónanna Bjarneyjar Jó-
hannesdóttur og Guðmundar Har-
aldssonar.
Eg man fyrst eftir Auði sem
smátelpu, þegar foreldrar hennar
bjuggu í Keflavík. Hún var sér-
staklega fallegt barn, brosmild
með hrokkna lokka. Fyrir u.þ.b. 13
árum fluttist fjölskyldan hingað
til Grindavíkur og hef ég getað
fylgst með Auði á uppvaxtarárum
hennar, séð hana verða að upp-
kominni stúlku. Ég sá hana líka
verða móður sem geislaði af ham-
ingju með barnið sitt í fanginu.
Viktor fæddist 19. mars 1980.
Framtíðin var björt í augum
Auðar, enda var hún ung og
hraust. Auður var tígúleg í fasi, en
það sem mér fannst einkenna
hana var kurteisin og hlýjan sem
andaði á móti öllum sem komu á
heimili foreldra hennar. Alltaf
viðbúin að veita manni góðgerðir,
enda ekki langt að sækja gestrisn-
ina, því foreldrar hennar eru
rómaðir fyrir gestrisni og gott
viðmót.
Það var líka yndislegt að sjá
litlu drengina tvo á gólfinu að leik,
en systursonur Auðar, Guðmund-
ur, 2ja ára, átti líka heima hjá
ömmu og afa í Heiðarhrauni 15.
Þar nutu þeir ómældrar ástar
allra á heimilinu og voru sólar-
geislar þeirra. Nú þegar annar
sólargeislinn er farinn til æðri
heima og móðirin líka, þá eru
engin orð til sem megna að lýsa
sorg fjölskyldunnar í Heiðar-
hrauni 15. En dýrmætar minn-
ingar frá þessum ungu mæðginum
bera smám saman smyrsl á sárin,
með Guðs hjálp.
Mig langar að endingu til þess
að þakka elsku Auði og Viktor
litla fyrir óteljandi hlý bros og
gott viðmót og óska þeim gæfu í
æðri heimum.
Einnig vottum við Sigurði, föður
Viktors, og ömmu hans fyrir
vestan innilega samúð.
Ég bið Guð að styrkja og blessa
Bjarneyju og Guðmund, foreldra
Auðar og systkini og alla vanda-
menn.
Blessuð sé minning Auðar og
Viktors litla.
„Stundum verdur vetur
verold hjartans í.
Láttu fra* þín lifa
Ijússins >fud. í því.
(■ef oss þitt sumar
solu þinni frá.
kristur. kom ok sÍKra.
kom þú oft ver oss hjá."
(Frostenson — SÍKurhjorn Einarsson.)
Margrét Sighvatsdóttir
Jóna Auður Guðmundsdóttir og
sonur hennar Viktor Sigurðsson
fórust í bílslysi laugardaginn 5.
september síðastliðinn.
Það snerti okkur starfsfélagana
djúpt að frétta lát þessarar
hugljúfu, kátu og ötulu stúlku og
drengsins hennar, sem við nýlega
höfðum endurnýjað kynni við eftir
starfshlé frá í júní í vor.
Gleðin geislaði af þessari ungu
móður þegar hún sýndi okkur
soninn, sem jiafði dafnað vel í
sumar.
Ekki fór hun varhluta af örðug-
leikum lífsins þó ung væri, nýbyrj-
uð í danskennaranámi varð hún
ófrísk af syninum, missti þó ekki
móðinn en hélt ótrauð áfram
námi, enda naut hún góðs stuðn-
ings foreldra sinna og systkina
sem önnuðust soninn í fjarveru
hennar á veturna. Með henni var
gott að starfa, hún sýndi sérstaka
þolinmæði og hlýhug í kennslu.
Oft var það úti á landsbyggðinni
sem skyldustörfin bundu hana
vikum saman, langt frá syninum
unga. Við geymum minninguna
um Auði, þar sem hún fyrir
fáeinum dögum sýndi okkur stolt
myndir af syninum heima hjá
ömmu í Grindavík og munum við
ávallt minnast hennar sem stúlku,
sem ætlaði að byggja upp framtíð
sína og sonarins með eigin dugn-
aði. Það var eins og hún fyndi á
sér að tíminn væri naumur, slíkan
ofuráhuga er hún sýndi síðustu
vikuna, sem eingöngu var helguð
námi hennar sjálfrar til undirbún-
ings fyrir danskennsluna.
Við þökkum Auði fyrir sam-
fylgdina, sem var gjöful, þó allt of,
stutt og vonum að henni og
syninum kæra farnist vel yfir
móðuna miklu.
Foreldrum og ættingjum færum
við hugheilar samúðarkveðjur.
Starfsfólk Dansskóla
Heiðars Ástvaldssonar.
Hendrikka
ir Finsen -
Kveðja frá Kvcnfélagi Akra-
ness.
Sunnudag 28. mars 1926 komu
nokkrar konur saman á fund í
Báruhúsinu á Akranesi samkv.
áður auglýstu fundarboði, í þeim
tilgangi að ræða stofnun kvenfé-
lags er sérstaklega skyldi hafa á
stefnuskrá sinni hjúkrunar- og
uppeidismál og önnur mannúðar-
og menningarmál. Stofnfundur
var síðan haldinn 11. apríl 1926.
Einn af stofnendum og síðar
heiðursfélagi Kvenfélags Akra-
ness, frú Hendrikka Olafsdóttir
Finsen, er nú kvödd hinstu kveðju.
Hún var dóttir hjónanna frú
Ingibjargar og Ólafs Finsen,
fyrrv. héraðslæknis á Akranesi, f.
18.07. 1900 og dáinn 04.09. sl.
Ung hefur hún kynnst á sínu
æskuheimili aðstöðu og aðbúnaði
fólks vegna veikinda og fátæktar
vegna þess hve mörg slík mál
komu oft við sögu hjá héraðslækni
og inn á heimili þeirra. Ef til vill
hefur það hvatt hana og systur
hennar til að standa saman í
félagsskap, er hefði mannúðar- og
menningarmál á sinni stefnuskrá,
enda hafa þær systur verið alia tíð
og eru enn í þeim sterka stofni,
Ólafsdótt-
Minning
sem Kvenfélag Akraness hefur
vaxið af.
Hendrikka var áreiðanlega fé-
lagslynd kona því hún kom víðar
við en í Kvenfélaginu. I mörg ár
var hún ásamt manni sínum í
Kirkjukór Akraness og með eig-
inkonum manna í Karlakórnum
Svönum starfaði hún mikið. Hún
hefur áreiðanlega verið ákveðin og
skoðanaföst kona og gengið ákveð-
in til þeirra verka, sem hún vildi
að næðu fram að ganga. Oft er
talað um að konur hafi sig lítt í
frammi og taki lítinn þátt í gangi
þjóðmála. Það kemur mér alltaf
til að hugsa um hvað sumu fólki
tekst vel að horfa fram hjá
störfum allra þeirra kvenfélags-
kvenna sem starfa í landinu og
þeirra stóru verkum. Stofnendur
þessara félaga töluðu ekki einung-
is um hvað vantaði, heldur stóðu
upp og hófu starf máli sínu til
framdráttar. Þær saumuðu föt og
gáfu á heimili efnalítilla, glöddu
aldraða með gjöfum o.fl. o.fl. Alla
tíð hefur Sjúkrahús Akraness
verið óskabarn félagsins og þessar
konur stóðu fyrir skemmtunum
með veitingasölu og þær hófu
kartöflurækt til fjáröflunar. Síðar
er þjóðfélagshættir breytast og
konur fara að vinna úti, sjá þessar
konur þörf á dagheimili. Þá kjósa
þær nefnd til að vinna að málinu
og koma því í höfn. í öllu þessu og
mörgum öðrum málum vann
Hendrikka að, ásamt öðrum fé-
lagskonum. Er hægt að segja að sú
kona, sem hefur tekið þátt í starfi
kvenfélaga, taki ekki þátt í upp-
byggingu þjóðfélagsins? Hvernig
er hægt að segja að konur séu
kúgaðar og verk þeirra séu ekki
metin af því að þær séu heima-
vinnandi húsmæður og taki ekki
þátt í pólitískum störfum? Hvern-
ig gátu þessar konur og geta enn
unnið svona stórum málum nema
af því að þær eru frjálsar konur,
sem eiga maka og börn, sem meta
þær og verk þeirra og styðja þær í
verki og þeirra málefni.
Frú Hendrikka Ólafsdóttir
Finsen var ein þeirra frjálsu
kvenna sem hafði skoðun og kom
fram af virðuleik og bar ísl.
þjóðbúninginn eins og konur gera
bezt, og hefur tekið þátt í upp-
byggingu síns sveitarfélags á sviði
menningar- og mannúðarmála.
Fyrir hönd Kvenfélags Akra-
ness vil ég þakka henni öll hennar
störf og hlýhug til félagsins alla
tíð. Manni hennar, Jóni Sig-
mundssyni, börnum, tengdabörn-
um og systkinum, votta ég samúð
og bið heimilum þeirra allrar
blessunar.
F.h. Kvenfélags Akraness,
K.G.