Morgunblaðið - 12.09.1981, Síða 48

Morgunblaðið - 12.09.1981, Síða 48
Valur Aston Villa eftir 18 daga jKgtmfrlftfeife LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1981 5 krónur eintakið Samið um sölu á 500 t af frystum flökiim: Þetta er í raun- inni ekki neitt „ÞETTA er í rauninni ekki neitt,“ sa)?ði Eyjólfur ísfeld Eyjúlfsson, forstjóri SolumiAstöðvar hraðfrysti- húsanna, í samtali við Mhl.. er hann var inntur álits á nýxerðum við- skiptasamninKÍ íslands ok Sovét- ríkjanna. sem Kerir ráð fyrir sölu 500 tonna af frystum flökum frá Sölumiðstöðinni ok Sambandinu. „Við vorum með samning upp á 14.000 tonn fyrir þetta ár, og höfum gert okkur vonir um að selja a.m.k. 5.000 tonn til viðbótar," sagði Eyjólf- ur ísfeld Eyjólfsson. Hefur þetta ekki í för með sér töluverða birgðasöfnun? „Jú, en hins vegar er hætt allri framleiðsiu fyrir Rússland. Það er að meginhluta karfaframleiðsla og sú framleiðsla var stöðvuð við siðustu mánaðamót. Því er hins vegar ekki að neita, að töluverðar birgðir eru fyrir hendi,“ sagði Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson ennfremur. Aðspurður um aðra markaði, sagði Eyjólfur ísfeld, að karfi hefði verið seldur í nokkru magni til Bandaríkj- anna og á þeim vígstöðvum væri nú unnið. Lesendaþjónusta Morgunblaðsins: Spurt og svarað um Sjálfstæðisflokkinn í gær fór fram vígsla nýs stöðvarhúss við Hrauneyjafossvirkjun og lagði forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, í því tilefni hornstein að stöðvarhúsinu. Þau hjónin Dóra og Jóhannes Nordal tóku í mót forseta, einnig þessi hýra snót, sem færði forsetanum blómvönd. Hún heitir Margrét Valgerður Helgadóttir og er dóttir Helga Bjarnasonar verkfræðings. Sjá frásögn á bls. 20 og 21. LjÓNm. Mbl. Kristján. Verðlækkun á öllum sildarmörkuðum: Sjaldan jafn erfitt að verðleggja síldina - segir Ágúst Einarsson hjá Landssambandi íslenzkra útvegsmanna Geir Hallgrímsson svarar spurningum lesenda blaðsins MÁLEFNI Sjálfstæðisflokksins eru að komast í brcnnidepli á ný. enda landsfundur flokksins framundan í lok októhermánað- ar. Af því tilefni hefur Morgun- blaðið óskað eftir því við Geir Ilallgrímsson. formann Sjálf- stæðisflokksins, að hann svari spurningum. sem lesendur Morgunblaðsins kunna að vilja bera fram við hann um málefni Sjálfstæðisflokksins nú á na stu vikum. Geir Hallgrimsson hef- ur orðið við þeirri ósk. Þeir lesendur Morgunblaðsins, sem hafa áhuga á að bera fram spurningar við Geir Hallgríms- son um málefni Sjálfstæðis- flokksins eru beðnir um að hringja í síma 10100 kl. 10—11 frá og með nk. mánudegi og verða spurningar þeirra þá tekn- NÆR EIN milljón gesta hafa komið í íþróttamiðstöðina í Vest- mannaeyjum, sundlaug og íþróttasal, á þeim fimm árum sem liðin eru síðan húsið var tekið i notkun ári eftir að bygg- ing hófst, en íþróttamiðstöðin heldur upp á 5 ára afmæli sitt i dag. Samkvæmt upplýsingum Vignis Guðnasonar, forstöðumanns Mjög fjölsótt stórmót í sundi hafa verið í íþróttamiðstöðinni. Iþróttamiðstöðvarinnar, hafa ná- kvæmlega 985.343 gestir komið í húsið til dagsins í dag, en milljón- asti gesturinn sem von er á innan tiðar fær glæsileg verðlaun. Sá heppni mun fá ókeypis aðgang að öllum þáttum í starfi íþróttamið- stöðvarinnar í heilt ár, aðgang að sundlaug, gufubaði, sólbaðslömp- ar niður og munu síðan birtast ásarnt svörum Geirs Hallgríms- sonar. Óskað er eftir, að spurn- ingar séu bornar fram undir fullu nafni. Morgunblaðið hvetur lesendur sína til þess að bera fram spurningar við formann Sjálfstæðisflokksins um hvað- eina, sem þeir kunna að hafa áhuga á í sambandi við Sjálf- stæðisflokkinn. I um, pottum, íþróttasölum og lík- I amsrækt. „VH) hofum sjaldan eða aldrei staðið frammi fyrir erfiðari verð- lagningu á síld,“ sagði Ágúst Einarsson hjá Landssambandi is- len/kra útvegsmanna, i samtali við Mbl.. er hann var inntur eftir stöðunni í verðlagningu á síld. „Það var fundur í verðlagsráðinu í gær, sameiginlegur fundur salt- enda og fiskideildarinnar, þ.e. vegna frystu sildarinnar. Það kom mjög giögglega í ljós á þessum fundi, ið þetta er afskaplega erfitt mál. Það »ru ýmis atriði sem koma til, eins og afskaplega veik staða Evr- ópugjaldmiðlanna, sem verka á verðlag á frystu síldinni, aukið framboð á síld. Þá eru það ýmis rekstrarleg atriði. Það voru lögð fram gögn á fundinum um bátsreikninginn, frystingu og söltun. Miðað við þá framlagningu er alveg ljóst, að afurðaverðmætið dugir ekki til þess að borga alla þessa hluti. Þá er i raun búið að ákveða mjög stóran hluta af þessum kostnaði löngu fyrirfram, eins og flutningsgjöld skipafélaganna, söltunarlaunin og tunnuverðið. Það er því ansi lítið eftir til skipta," sagði Ágúst Ein- arsson. Verulcg verðlækkun hefur orðið á Rússlandsmarkaði og Finnlands- markaði og Svíar hafa boðað veru- lega lækkun hjá sér. Þegar hafa verið seldar 150 þúsund tunnur á Rússland og 20 þúsund tunnur á Finnland og þar hefur orðið um 6% lækkun í dollurum talið. Annað hefur ekki verið selt ennþá. Varðandi frystu síldina er ekki óeðlilegt, að ekkert hafi enn verið selt af henni, því hún hefur yfirleitt verið seld jöfnum höndum og þá að langmestu leyti til Þýskalands. Þar er verið að ræða um sama verð og í fyrra í mörkum talið, sem þýðir lækkun í doliurum. Eftir fundinn í gær var verðlagn- ingunni vísað til yfirnefndar. Banaslys við Sundahöfn SEXTÍU og fimm ára gamall maður fórst i umferðarslysi við Sundahöfn laust eftir hádegið í gær. Slysið átti sér stað á nýja svæðinu við höfnina, þar sem svokölluð ekjuskip eru affcrmd. Atvik voru með þeim hætti að stórum vörubíl var ekið aftur á bak eftir hafnarbakkanum og varð maðurinn undir bílnum. Talið er að hann hafi látist samstundis. Maðurinn var starfsmaður Eim- skipafélagsins. Slæmt tíðarfar á Landmannaafrétti: Féð rennur til byggða Kemur hungrað og með blóðugar klaufir af vikursvæðum „ÞAÐ IIEFUR vcrið slæmt tiðar- far hér i viku. norðanrok og iiggur við snjógangi. Alhvítt ei orðið hér fyrir innan. Vegna veðurfarsins hefur fé runnið til byggða og orðið illa úti á vikur- svæðisröndinni neðst i Land- mannaafrétti þar sem ekki er stingandi strá. Ekkert hefur drepist enn þá, en féð er iila farið, hungrað og með slitnar klaufir, svo blæðir úr,“ sagði Guðni bóndi Kristinsson á Skarði í Landsveit, er Mbl. ræddi við hann í gær. „Þetta er eiginlega verra en í fyrra, því þá var aska yfir vikrin- um sem nú er fokin út í veður og vind og gengin niður, svo egghvass vikurinn er ber eftir. Það var eiginlega lán í óláni, að vikurinn er aðeins fremst á afréttinni, en Guðni Kristinsson féð neyðist af þeirri ástæðu til að fara þarna yfir, þegar það leitar til byggða,“ sagði Guðni einnig. „Við förum í smalamennskuna þann 18. þ.m. og réttum þann 24. Við ætlum að rétta inn við Land- mannahelli að þessu sinni, en höfum ætíð réttað í Landréttum, sem eru niðri í byggð. Við verðum að keyra féð heim að þessu sinni." Guðni sagði einnig, að þrátt fyrir mat sérfróðra manna á að eyðilegging afréttarins næmi um 63% teldu bændur að svo mikið væri ekki ónýtt. Þá sagði hann að bændur væru mjög óánægðir með hversu litlu af þeim styrk, sem veittur hefði verið til uppgræðslu á öskusvæðunum, hefði verið varið til Landmannaafréttar. Iþróttamiðstöðin í Eyjum: Milljónasti gesturinn fær allt frítt í ár

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.