Morgunblaðið - 03.10.1981, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1981
Sex sóttu um tvö prestaköll:
Fjórir um Þing-
vallaprestakall
Eina prestakallið sem ekki er kosið til
UMSÓKNARFRESTUR um presta-
köllin á l>int(völlum ok SkaKa-
strönd rann út l.október. l>inK-
vallaprestakall er tenKt starfi þjoö-
Karðsvaröar ok veitist af ráðherra.
aó fenKÍnni umsöKn biskups ok
þinKvallanefndar ok er þaö eina
prestakailið sem ekki er kosið til
Sr. Eiríkur J. Eiríksson prófastur
hefur KeKnt þessu embætti undan-
farin 20 ár. en hann lætur af störf-
um veKna aldurs. Umsækjendur
eru fjórir.
Um Höfðakaupstaðarprestakall
sækja tveir, en staðurinn er al-
mennt kallaður Skagaströnd. Hefur
sr. Pétur Ingjaldsson prófastur
þjónað þar í 40 ár, allt frá því hann
vígðist 1941, en hann lætur nú af
störfum vegna aldurs.
Umsækjendur um Þingvalla-
prestakall eru: Sr. Heimir Steins-
son, rektor í Skáiholti, sr. Hörður Þ.
Asbjörnsson, Reykjavík, sr. Krist-
ján Róbertsson, prestur Fríkirkju-
safnaðarins í Reykjavík og sr.
Valdemar Hreiðarsson, prestur að
Reykhólum. Umsækjendur um
Höfðakaupstaðarprestakall eru sr.
Kolbeinn Þorleifsson Reykjavík og
Oddur Einarsson cand. theol., sem
lauk guðfræðiprófi nú í vor.
Ekki er enn ljóst hvenær kosning
fer fram í Höfðakaupstaðarpresta-
kalli, en væntanlega veitir ráðherra
Þingvallaprestakall fljótlega.
Líkamsleit í Keflavík:
U tanríkisráðher r a
biður eftir skýrslu
„ÉG IIEF ekki tekið ncina
ákvörðun um hvernig verður
brugðist við þessu máli.“ sagði
Ólafur Jóhannesson utanríkis-
ráðherra í samtali við Morgun-
hlaðið í gær, er hann var spurður
hvort ráðuneyti hans myndi láta
kæru Hannesar Ilafstein vcgna
líkamsleitar á Keflavikurfiug-
veili. til sin taka.
Færð á veg-
um þokkaleg
„YFIRLEITT er ástand mjöK
þokkaleKt á vegum nú.“ saKÖi Sík-
urður Ilauksson vegaeftirlitsmaður
í viðtali við Mbl. í Kær. „Allir veKÍr
á Vestfjörðum eru færir. A Norður-
landi var yfirleitt kóö fa>rð. Þó var
ófært yfir LáKheiði milli SÍKlufjarð-
ar ok Ólafsfjarðar ok einnÍK var
ófært yfir Óxarfjarðarheiði. Að
öðru leyti var áKæt færð á Norður-
ok Norðausturlandi.
Á Austfjörðum hefur ástandið
verið einna erfiðast, enda mest snjó-
að. í morgun varð að ryðja veginn
um Fagradal og einnig var
Oddsskarð rutt. Þá var Fjarðarheiði
ekki fær nema stórum bílum og
jeppum," sagði Sigurður ennfremur.
Tjargarinn sæti
geðrannsókn
HÆSTIRÉTTUR staðfesti i gær úr-
skurð Sakadóms varðandi gæslu-
varðhaldskröfu yfir manni þeim
sem sletti tjöru á Stjórnarráðshúsið
á dögunum. en úrskurður Saka-
dóms var á þá leið að kröfu um
gæsluvarðhald var hafnað, en
kærða gert skylt að sæta geðrann-
sókn.
Þá vísaði Sakadómur frá dómi
kröfu um að yfirlæknar Kleppsspít-
alans framkvæmdu geðrannsóknina.
Dómsorð Hæstaréttar er svohljóð-
andi: Hinn kærði úrskurður á að
vera óraskaður að því er varðar
geðheilbrigðisrannsókn og synjun á
kröfu um gæsluvarðhald.
Framkvæmdastofnun samþykkti 2ja milljóna lán til Jökuls hf.:
Hressing í innanlandsflugi
MEÐ tilkomu vetraráætlunar í ávaxtasafa. kex, súkkulaði og
innanlandsflugi Flugleiða var smurost.
tekinn upp sá háttuKað bjóða Flugfreyjurnar afhenda pakk-
farþegum í flugvélum félagsins ana, sem seldir eru á sem næst
hressingu meðan á fluginu kostnaðarverði og kosta kr. 15.-.
stcndur. Myndin var tekin í gær, þegar
Hér er um að ræða litla flugfreyja var að bjóða farþeg-
pakka sem innihalda dós af um nýju pakkana.
Alþýðubandalagiö:
Miðstjórnarfundur
hófst í gærkvöldi
MIÐSTJÓRN Alþýðubandalagsins
kom saman til fundar i Kærkvöldi. i
húsi Starfsmannafélagsins Sóknar
við FreyjuKötu í Reykjavík. Fundin-
um veður haldið áfram i dag. laug-
ardaK.
Á fundinum mun Svavar Gestsson,
formaður flokksins, flytja ræðu um
stjórnmálaviðhorfið, Baldur Óskars-
son ræðir um flokksstarfið, ákvörðun
verður tekin um flokksráðsfund.
Þjóðviljinn og fjárhagsstaða hans er
til umræðu, svo og önnur mál.
Utanríkisráðherra er í raun yf-
irmaður tollgæslunnar á Keflavík-
urflugvelli, þar sem hún heyrir
undir varnarmáladeild utanríkis-
ráðuneytisins. Tollgæslustjóri,
sem annars er yfirmaður tollgæsl-
unnar í landinu, er því ekki yfir-
maður þeirrar deildar hennar.
Ólafur Jóhannesson kvaðst í gær
eiga von á skýrslu frá varnarmála-
deild um málið, og ákvörðun um
hugsanlegar athuganir eða aðgerð-
ir yrðu teknar að henni kominni.
„Nei, ég er ekki í aðstöðu til að
segja neitt um málið að svo
stöddu,“ sagði ráðherra, er blaða-
maður spurði hvort hann vildi
eitthvað láta eftir sér hafa um
málið á þessu stigi.
Fjallað um loðnu-, síldar-
og fiskverð í yfirnefnd
VERÐLAGSRÁÐ sjávarútvegsins
vísaði ákvörðun um nýtt verð á
loðnu til Yfirnefndar á fimmtudag.
Fundur verður haldinn um loðnu-
verðið fljótleKa eftir helKÍ. Odda-
maður i nefndinni við ákvörðun
loðnuverðs er Bolli Bollason. Yfir-
nefndir fjalla nú um nýtt verð á
síld. bæði tii frystinKar ok söltun-
ar. fiskverð frá 1. október ok svo
loðnuvcrð.
Aðspurður sagði Ólafur Davíðs-
son, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, í
gær, að fundur yrði haldinn um síld-
arverðið á mánudag og í næstu viku
yrði látið á það reyna hvort hægt
verður að ná samkomulagi um síld-
arverðið. Um verð á síld og loðnu
sagði Ólafur, að ákvarðanir um verð
á þessum fisktegundum væru mjög
erfiðar þar sem afurðir hefðu lækk-
að á erlendum mörkuðum.
„Rétt nægir fyrir launum
fólksins, fyrirtækið ekki í
gang með þessum peningum“
„ÞETTA er rétt til þess að láta starfsfólkið hafa launin sín, sem það
hefur ekki fengið vikum saman, en það er ekki hægt a^ koma
fyrirtækinu í gang með þessum peningum,“ sagði Helgi Ölafsson
varaformaður stjórnar Jökuls hf. á Raufarhöfn í samtali við Morg-
unblaðið. Stjórn Framkvæmdastofnunar smþykkti samhljóða á
fundi sínum í gær, að Byggðasjóður gengi í ábyrgð fyrir tveggja
milljóna króna láni Landsbankans til Jökuls hf., enda gangi Rauf-
arhafnarhreppur i sjálfsskuldarábyrgð gagnvart Byggðasjóði
vegna ábyrgðarinnar.
Þá segir ennfremur í samþykkt
Framkvæmdastofnunar, að
greiðsla úr Byggðasjóði vegna
ábyrgðarinnar fari ekki fram fyrr
en á árinu 1982, þótt greiðslufall
verði fyrr hjá Jökli hf. Helgi
ólafsson sagði, að Jökull hf. þyrfti
að minnsta kosti fjórar milljónir
króna til þess að komast í gang,
með því að semja við ýmsa aðiia
um greiðslu skulda. „Þessi upphæð
er langt frá því að vera nægileg,
það fer ekkert hjól að snúast með
þessu, annað en það að fólkið get-
ur farið að greiða sínar skuldir
hingað og þangað. Þessi upphæð
Lítið miðar í viðræðum
Arnarflugs og Iscargó
Áætlunarflugsbeiðni Arnarflugs enn til umfjöllunar
LÍTT IIEFUR miðað í viðræðum
fulltrúa Arnarflugs og íscargó,
sem farið hafa fram að undan-
förnu. um hugsanlega samvinnu
félaganna. eða kaup Arnarflugs
á íscargó. Samkvæmt heimildum
Mbl. mun þ<i vera vilji hjá báðum
aðilum fyrir því, að ná einhvers
konar samkomulagi.
Viðræður þessar hófust í byrjun
sumars, en þá sigldu þær í strand
og voru síðan teknar upp að nýju í
haust. Ef samningar um yfirtöku
Arnarflugs tækjust þýddi það, að
félagið fengi sitt fyrsta áætlunar-
leyfi milli Islands og Evrópu, því
íscargó fékk sl. vor áætlunarleyfi
milli íslands og Amsterdam í
Hollandi, og hefur haldið uppi
1—2 ferðum í viku í sumar, með
erlendum leiguflugvélum.
Arnarflug hefur nýverið sótt
um áætlunarleyfi milli íslands og
Zurich í Sviss, Parísar í Frakk-
landi og Frankfurt og Hamborgar
í Vestur-Þýzkalandi. Félagið rek-
ur í dag fjórar þotur af Boeing-
gerð, þrjár, sem eru í leiguflugi
erlendis og eina, sem er í leigu-
flugi út frá íslandi.
Samgönguráðuneytið óskaði eft-
ir nánari greinargerð félagsins um
áætlunarflugið, s.s. hvað flugvélar
væru hugsaðar í það og ferðatíðni.
Greinargerð þessi er nú í athugun
hjá ráðuneytinu og þegar þeirri
athugun er lokið fer málið vænt-
anlega til Flugráðs, sem er ráðgef-
andi umsagnaraðili fyrir sam-
gönguráðherra, sem hefur úrslita-
vald í þessum efnum.
Arnarflugsmenn hafa lagt
mikla áherzlu á skjóta afgreiðslu
málsins, þar sem nauðsynlegt er
að undirbúa slíkt áætlunarflug
með góðum fyrirvara, auk þess
sem söluviðræður fyrir næsta ár
eru þegar hafnar af fullum krafti.
er rétt fyrir ógreiddum launum
starfsfólksins. Sveitarfélagið, sem
Jökull hf. skuldar 1—1,2 milljónir,
kemur ekki til með að fá eina ein-
ustu krónu af þessu," sagði Helgi
Ólafsson.
„Á fundinum lá fyrir tillaga frá
forstjóra um að ganga í ábyrgð
fyrir tveggja milijóna króna láni
og hún var samþykkt samhljóða,"
sagði Eggert Haukdal, formaður
stjórnar Framkvæmdastofnunar í
gær. Þá sagði Eggert að fyrir
fundinum hefði legið bréf frá rík-
isstjórninni þar sem sagt væri að
heimilað væri að veita Fram-
kvæmdasjóði heimild til lántöku
sem ráðstafað verði í samráði við
ríkisstjórnina til að aðstoða þau
fyrirtæki í fiskiðnaði sem eiga við
sérstaka rekstrarerfiðleika að
etja. Hámark lánsupphæðarinnar
verði ákveðið síðar. Þá verði þegar
hafin athugun á rekstrarerfiðleik-
um slíkra fyrirtækja og leiðum til
úrbóta. „Það eru nú víðar erfið-
leikar en á Raufarhöfn og kannski
er þessi samþykkt ríkisstjórnar-
innar í samræmi við það, að víðar
þurfi að veita aðstoð en þar,“ sagði
Eggert. Aðspurður sagði hann að
upphæðin sem iánuð verður Jökli
hf., hefði komið til í viðræðum
Landsbankans m.a. við Fram-
kvæmdastofnun, „og Landsbank-
inn er nú viðskiptabanki Jökuls
hf.,“ sagði Eggert Haukdal.
Á fundi stjórnar Framkvæmda-
stofnunar gerðu þeir Halldór
Blöndal og Steinþór Gestsson
sameiginlega bókun og einnig bók-
uðu þeir Eggert Haukdal, Karl
Steinar Guðnason og Geir Gunn-
arsson á fundinum.
Sjá viðtöl frá Raufarhöfn á
bls. 20-21.
A
Indriði Jónsson
Arangurs-
laus leit
FJÖLDI manns leitaði í gær án
árangurs að Indriða Jónssyni, sem
saknað hefur verið siðan á miðviku-
daK. en Indriði fór frá heimili sinu
að Ilátúni 10 um hádegisbil þann
daK. LögreKlan beinir þeim tilmæl-
um til fólks að það leiti í húsum
sínum ok Körðum. ok á lóðum og i
sumarbústöðum í náKrenni höfuð-
borKarsvæðisins.
Samkvæmt upplýsingum sem
Morgunblaðið fékk hjá lögreglunni í
gær, hafa leitarsveitir Slysavarnar-
félagsins og Hjálparsveita skáta
leitað og einnig voru tveir leitar-
hundar frá Hjálparsveit skáta í
Hafnarfirði með í leitinni. í gær var
unnið að því að stækka leitarsvæðið,
en nú hefur svæði vestan frá Sel-
tjarnarnesi verið leitað og fjörur
gengnar. Einnig hefur verið leitað í
Reykjavík og Kópavogi.
Indriði er Ijóshærður og með há
kollvik. Hann var klæddur brúnum
frakka og í ljósum buxum. Hann var
berhöfðaður og gekk við staf. Lög-
reglan biður alla þá sem einhverjar
upplýsingar geta gefið um ferðir
Indriða, að gefa sig fram.