Morgunblaðið - 03.10.1981, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1981
35
Lóðamál í Garðinum
eftir Björn Finnboga-
son, Geröum
í VÍSI þann 25. f.m. má finna
„frétt“ um ímynduð lóðavandamál
í Garði. Hver „fréttin“ á að vera
fæ ég nú ekki skilið, nema ef vera
skyldi að koma eigi höggi á mig
persónulega og hugsanlega þá að-
ila í byggðarlaginu sem að lista
þeim standa sem ég var áður í for-
svari fyrir.
Það verður eigi liðið, en per-
sónulega svíður mig ekki undan
þessari svokölluðu frétt. Verð ég
að rekja að nokkru forsendur.
Þannig háttar til að Gerðahreppur
hefur beint til mín og Sveins
Árnasonar í Gerðum þeirri ósk að
fá keypt landsvæði undir skóla-
mannvirki, sundlaug og íþrótta-
hús, alls um 24.775 fm. Þótt í áður-
nefndri grein standi að Sveinn
Árnason eigi „eitthvað" í nefndu
landi, er hans hlutur meiri en
helmingur landsins. Við Sveinn
lýstum því strax yfir að ekkert
væri þessu til fyrirstöðu, hvort
heldur væri landið keypt eða leigt,
og höfðum enda átt frumkvæði að
viðræðum. í framhaldi af þessu
sendir Gerðahreppur okkur tilboð
í landið er hljóðaði upp á kr.
9.000,- eða 53 aura pr. fermetra.
Forsendur þessa tilboðs voru
sagðar kaupverð Fífuhvamms-
lands. Að vísu mat meirihluti
hreppsnefndar verðmæti lands
hér í Garðinum 85% minna en í
Kópavogi, en ég vil vona að það
mat eigi ekki við um öll gögn og
gæði í byggðarlaginu, t.d. hús, en
víst er að það mat var ekki notað
Björn Finnbogason
„Menn verða að
nenna að sinna því
sem þeir eru kjörnir
tir
þegar hreppurinn keypti hús það
sem nú er áhaldahús hreppsins.
í apríl 1977 keypti Miðneshrepp-
ur land undir íþróttamannvirki á
kr. 235,- pr. fermetra skv. gerðar-
dómi. Framreiknað til apríl sl.
nemur sú upphæð kr. 1186,- pr.
Aðalbrautarrétt-
ur samþykktur
UMFERÐARNEFND Reykjavíkur
heíur samþykkt að nokkrar götur
í Seljahverfi verði aðalbrautir,
einnig vegur meðfram Umferðar-
miðstöð, þó mcð frávikum. Sam-
þykktirnir eru svohljóðandi:
1. Seljaskógar, þó þannig að um-
ferð um þá víki fyrir umferð um
Breiðholtsbraut.
2. Seljabraut, þó þannig að umferð
um hana víki fyir umferð um
Seljaskóga og Jaðarsel.
3. Miðskógar, þó þannig að umferð
um þá víki fyrir umferð um
Seljaskóga og Stekkjarbakka.
4. Stekkjarbakki, þó þannig að um-
ferð um hann víki fyrir umferð
um Breiðholtsbraut, Álfabakka
og tengigötu að Reykjanesbraut.
5. Skógarsel, þó þannig að umferð
um það víki fyrir umferð um
Raufarsel.
Samþykkt var tillaga um að veg-
ur meðfram Umferðarmiðstöð og
Laufásveg í framhaldi hans verði
aðalhraut, þó þannig að umferð um
hann víki fyrir umferð um Hring-
braut og Hafnarfjarðarveg.
Þá var samþykkt að Norðurhólar
verði aðalbraut, þó þannig að um-
ferð um þá víki fyrir umferð um
Vesturhóla. Einnig að umferð um
Hraunberg víki fyrir umferð um
Austurberg með biðskyldu.
fm, eða nkr. 11,86. Ef þetta verð
væri notað hér, liti dæmið þannig
út: 24775 fm á kr. 11,86 — kr.
293.831,-.
í júní 1976 var eignarnámsmat
á hluta Móahverfis í Njarðvík, eða
18436 fm, kr. 230,- á hvern fer-
metra. Framreiknað til apríl 1981
nemur verðið kr. 1492,- pr. fm, eða
kr. 14,92 nýjar. Ef þetta verð væri
notað í Garði liti dæmið þannig
út: 24775 fm á kr. 14,92 — kr.
369.643,-. Svo sem fyrr segir var
tilboð Gerðahrepps kr. 9.000,-.
Ég get sjálfsagt fengið nokkuð
almennan vitnisburð í Gerða-
hreppi um það að ég er ekki tiltak-
anlega ósanngjarn í viðskiptum.
Ég játa hinsvegar að mér fannst
tilboð Gerðahrepps upp á 53 aura
pr. fm ósanngjarnt. Ékki líkaði
mér heldur óbilgjarnt orðagjálfur
ýmissa aðila. Tilboð það sem
Gerðahreppi var gert hljóðaði
uppá kr. 5,65 pr. fm eða alls kr.
140.000,- fyrir 24775 fm, eða rúm-
lega helmingi lægra en verð lands
í Sandgerði t.d.
Tilboð þetta var gert sl. vor.
Ekki hefur heyrst stuna eða hósti
frá Gerðahreppi síðan. Það er því
fráleitt að ásaka mig um það að
vera valdur að framkvæmdaleysi
hreppsnefndar við sundlaugar-
bygginguna. íbúar í Garði verða
að leita annarra orsaka fyrir því
aðgerðarleysi. Menn verða að
nenna að sinna því sem þeir eru
kjörnir til.
Við Sveinn Árnason erum einn-
ig eigendur að landi því sem að
höfninni lítur. Beðið hefur verið
um viðræður um frágang þess
máls. Svör eru engin né tilburðir
til viðræðna.
Fram má koma að ekki hefur
verið innheimt lóðarleiga af um-
ræddu landi, hvorki vegna hafnar
né skólamannvirkja sem nú eru.
Ég vænti þess að sveitarstjóri
hreppsins komist að því að íbúar
Gerðahrepps hafa ekki talið vett-
vang siðdegisblaða bestu leið til
samskipta í hreppnum. Það hefur
yfirleitt gengið nokkuð þokkalega
til hér, þótt lágt hafi farið.
Að lokum er frá því að segja að
áðurnefnt tilboð til Gerðahrepps
hefur verið afturkallað.
Skyndihjálpakennarar
Fundur um stofnun kennarafélags veröur haldinn í
ráðstefnusal Hótel Loftleiöa, á morgun, sunnudaginn
4. okt. næstkomandi kl. 14.
Undirbúningsnefnd.
Orðsending frá Hýbýli sf.
vegna „Skrifstofu framtíöarinnar“
Tölvu-símsvari • Ótrúlega ódýr
Símsvari sem hefir fariö sigurför um alla Ameríku, Japan, Noreg, Svíþjóö og víðar
viö ört vaxandi vinsældir. Breyta má skilaboöum símsvarans og hlusta á mótteknar
orösendingar til hans úr hvaöa síma sem er, einnig úr bifreiö eiganda. í símsvaran-
um er sérstakt upptökutæki til úrvinnslu síöar. Framtíðartæki til vinnusparnaöar.
Öryggi í meðferð talna og samningum. Ábyrgö. Nýtt afhent af lager viö bilanir.
Símtæknifræöingur í þjónustu okkar. Afgreiöslumöguleikar nú í október. Ca. 50
tæki þegar seld.
SÍMSVARASÝNISHORN OG UPPLÝSINGAR Á SKRIFSTOFU OKKAR. EINKA-
UMBOÐ Á ÍSLANDI. SÉRGREIN: TÆKNINÝJUNGAR Á SKRISTOFUM.
Hýbýli sf., umb.- & heildverzlun,
Smiðjuvegi D-9, 200 Kópavogi.
Símar: 40170 & 45533. Box 234, Kópavogi.
Þorvaldur Ari Arason, Kópavogi, og
Steingrímur Ari Arason, Svíþjóö.
Vesturbær — timburhús
Til leigu nú þegar 55 fm húsnæöi. Getur hentaö fyrir
léttan iönaö eöa litla heildverslun. Margt kemur til
greina. Tilboð sem tilgreinir tegund starfsemi og
greiðslugetu leggist inn á augiýsingadeild Morgun-
blaösins fyrir þriöjudag 6. október merkt: „Nú þegar
— 7856“.
Tilboð óskast
í eftirtaldar bifreiöar sem skemmst hafa í umferðar- óhöppum:
Crysler Cordoba árg. 1978
Range Rover árg. 1976
Citroen G.S. árg. 1978
Datsun 200 árg. 1978
Mazda 323 árg. 1980
Lada 1600 árg. 1979
Datsun 1200 árg. 1973
Mazda 1000 árg. 1975
Toyota Corona árg. 1970
Austin Mini árg. 1976
Mercury Montego árg. 1971
Toyota Corolla 1200 HT árg. 1977
Ford Cortina árg. 1970
Bifreiöarnar veröa til sýnis aö Skemmuvegi 26,
Kópavogi, mánudaginn 5. okt. kl. 12—17.
Tilboðum sé skilaö til Samvinnutrygginga Ármúla 3, þriöjudaginn 6. okt. fyrir kl. 17.
Myndlistar-
syning
félagsmanna í VR stendur yfir í Listasafni Al-
þýðu á horni Fellsmúla og Grensásvegar.
Sýningunni lýkur 4. október 1981.
Opið frá kl. 14.00—22.00.
Allir velkomnir.
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur.
Til sölu
929 station
323 5-dyra
323 5-dyra
929 hard top 4-dyra
929 sedan 4-dyra
RX-7 Coupé
323 5-dyra
323 3-dyra
626 4-dyra 2.000
626 4-dyra sjsk. 2000
626 2-dyra 2000
626 2-dyra 1600
929 station sjsk./vökvast.
929 sedan 4-dyra
323 3-dyra
626 4-dyra 2000
Athugiö
árgerö ’81 ekinn 10.000
árgerð ’81 ekinn 9.000
árgerö '81 ekinn 6.000
árgerö ’80 ekinn 20.000
árgerö '80 ekinn 26.000
árgerö ’80 ekinn 13.000
árgerö ’80 ekinn 9.000
árgerö '80 ekinn 17.000
árgerö ’80 ekinn 28.000
árgerö ’80 ekinn 17.000
árgerö ’80 ekinn 48.000
árgerð ’80 ekinn 16.000
árgerö '79 ekinn 40.000
árgerö '79 ekinn 41.000
árgerö ’79 ekinn 29.000
árgerö '79 ekinn 34.000
6 mánaða ábyrgö ffylgir öllum ofangreindum
bílum. Opið laugardag 10—4.
BÍLABORG HF.
SMIDSHÖFDA 23 símar. 81264 og 812 99