Morgunblaðið - 03.10.1981, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 03.10.1981, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1981 29 Sjötugur: Sr. Ingólfur Ást- marsson Mosfelli Á sjötugsafmæli hollvinar míns, sr. Ingólfs Ástmarssonar, leita margar þakklátar minningar á hugann. Ein er frá lognfögru haustkvöldi fyrir nær aldarþriðj- ungi síðan, er lítill hnokki tifaði einu sinni sem oftar á þeim árum heim að Mosfelli við hlið sókn- arprestsins þar, sr. Ingólfs. Fellið fagra, sem gnæfir yfir kirkjustað- inn, reis æði mikilúðlegt í svölu húminu. En sá uggur var fjarri, sem stórt myrkur olli drengjunum venjulega, ekki síst sá sorti, sem bjó á haustkvöldum í skörðum og giljum fjallsins sem bera nöfn tengd uggvænlegum atburðum í fornum sögum. Nú ríkti öryggi og friður í huga hans. Það var vegna þess hvað lófinn var stór, sem luktist um hönd hans, og traustur. Og drengurinn þekkti líka, hvað sá lófi var hlýr, enda vart fundið nokkurn mildar strjúka vanga, þerra tár, þegar á bjátaði, né mýkri lagðan við sár, þegar slysin hentu hann. En það var ekki hönd- in ein, sem þessari ró stafaði frá. Henni olli ekki síður rödd hans, sem höndina átti, lág og hlý, sem átti til minnilega dillandi glettni sem brá tíðum fyrir í ella andagt- ugri viðræðu við tölugan hnokka, rödd, sem alltaf andaði skilningi. Raunar furðaði drenginn oft á og velti því fyrir sér, hve auðvelt presturinn átti með að finna á sér hvað í brjósti hans bjó, geta í eyð- ur frásagna, jafnvel í orðvana tjáningu, í einu orði skilja hann, það jafnvel svo, að það gat reynst óþægilegt, ef svo bar til, sem stundum var, að ímyndunaraflið hlypi með drenginn í gönur. En fáum var heldur lagnara en þess- um vini hans að sefa þau óþægindi með þrotlausri góðfýsi. En þetta kvöld hlaut drengurinn skýringu á þessari fádæma getspeki á huga annarra. Vinirnir gengu fram á hrafnaþing í húminu. Og fyrst presturinn reyndist skilja hrafna- mál, þá mátti margur gá að sér í nánd hans. Þess virtist ekki síður þörf þegar síðar kom í ljós, að þessi málakunnátta tók til tján- ingar fleiri málleysingja. Og er drengurinn óx að aldri og árum komst hann að raun um, að það var sannleikur, sem hann hafði áður haft fyrir satt um skyggni sr. Ingólfs á máli þeirra, sem ekkert kváðu eiga, þó þau sannindi misstu ef til vill að einhverju leyti þann ljóma ævintýrisins, sem bernskan hafði léð þeim. En mér varð með árunum æ ljósara og lærðist að meta meir, hve ein- stæðri athyglisgáfu sr. Ingólfur er gæddur, einkum á allt, sem lifir og andar. Og sú gáfa á rætur að rekja til djúprar lotningar fyrir skapara alls lífs og af þeirri lotningu staf- ar næmin á hvernig því líður. Það hefur mörgum reynst það Guðs gjöf og gæfa að fá að njóta vináttu slíks manns og sálufélags. Engir munu fara nær um það en þeir, sem átt hafa sr. Ingólf að sálu- sorgara, sakir þess hve honum er óvenjulega lagið að hlusta og hví- líkt næmi hans er á að tala aðeins í tíma, enda til fárra auðsóttari hlýr skilningur og uppörvun. Raunar gætir þessara eiginda ekki síður í öðrum prestverkum hans og ástæðan sú sama, lotningin fyrir þeim Guði, sem kallaði hann til þjónustu og kærleikur til hans. Öll prestsverk sr. Ingólfs bera þeim lotningarfulla kærleika vitni, sem og hlýju til þeirra, sem njóta. Það einkennir ekki síst pré- dikunarstörf hans og þá alúð, sem þau bera vitni. Nærtækast dæmi þess er mér sú prédikun, sem sr. Ingólfur flutti í Dómkirkjunni í Reykjavík við setningu presta- stefnunnar vorið 1980. Sú ræða mun engum úr minni liðin, sem á hlýddi, enda önnur áhrifameiri vart flutt á landi hér í tíð núlif- andi. Þar fór saman hóglátur flutningur, þar sem orði var hvorki ofaukið né vant, djúpar, orkumiklar gáfur, agaðar mennt- un og mikilli lífsreynslu, þungur skaphiti, beislaður anda Krists, anda kærleikans, og það sem öllu varðar í prédikun, Guðs orð hreint og ómengað, beittara tvíeggjuðu sverði, en mildara hverri móður- hendi. Og jafnframt ber prédikun hans trúareinlægni vitni, sem án vafa er holl heimanfylgja úr garði trúaðra foreldra hans, Rósa- mundu Guðmundsdóttur og Ást- mars Benediktssonar frá Isafirði. Sr. Ingólfur hefur kosið sér að tala lengst af af prédikunarstóli í fámennum sóknum, en hann vígð- ist að Stað í Steingrímsfirði 19. ágúst árið 1942, þar sem hann sat næstu sex árin. Er hann gerðist prestur þar nyrðra, átti hann að baki náms- og kynnisferðir ytra eftir óvenjulega glæsilegan námsferil í Kennaraskólanum og við háskólanám og bjó auk þess yfir verulegri reynslu sem kennari og skólastjóri, á Súðavík fyrst og síðan Hofsósi, en kennslu hefur hann löngum stundað jafnframt prestsstarfi, enda nýtur óvíða bet- ur þolinmæði hans og natni og árvekni í mannlegum samskiptum en í því starfi. Á kennaraskólaárum sínum kvæntist hann Rósu B. Blöndals rithöfundi og eignaðist í þeirri éinstæðu mannkostakonu traust- an og hollan lífsförunaut. Strax að lokinni síðari heimsstyrjöldinni brutust ungu hjónin í því að halda utan, til að sr. Ingólfur fengi sval- að frjóum gáfum sínum við fram- haldsnám og dvöldu þau ásamt einkasyni sínum, Sigurði Erni, í Uppsölum í eitt ár. Árið 1948 hlaut sr. Ingólfur veitingu fyrir Mosfelli í Gríms- nesi. Hann réðist fljótlega í mikl- ar jarðarbætur og hóf töluverð umsvif í búskap af óbilandi kjarki, og þrátt fyrir alvarlegan heilsu- brest á þeim árum, fékk hann miklu áorkað til bóta á því forna höfuðbóli, sem hann sat, og það þótt óhægt væri um vik, sakir rýrrar fyrirgreiðslu, en fremur hins, að köllun hans í þjónustu kirkjunnar gekk fyrir öllu öðru í huga hans. Ekki gat heldur farið hjá því, að maður með slíka hæfi- leika sem hann, væri tíðum kvadd- ur til þjónustu utan þess akurs, sem hann hafði kjörið sér. Þannig gegndi sr. Ingólfur kennslu við guðfræðideild Háskóla íslands ár- ið 1957 og oft um skemmri tíma fyrr og síðar, sem og prófdómara- störfum í guðfræði. Og hann var og kvaddur til margháttaðra trún- aðarstarfa fyrir stétt sína og kirkju og gekkst einnig heilshugar undir köllun til forgöngu um líkn- ar- og mannúðarmál, einkum í þágu barna og unglinga, sem eðli, upplag eða aðstæður hafa skákað í skugga. En Mosfell, staður og prestakallið viðlenda, átti dýpst ítök í vitund hans og þeirra hjón- anna og staðinn sátu þau af höfð- inglegri reisn, sem enginn gestur eða gangandi fór varhluta af, hver sem í hlut átti, og er margur sem á þakklátra og mennilegra stunda með þeim hjónum að minnast, góðfýsi þeirra og örlátrar hlýju. Hennar nutu ekki síður þeir, sem langdvölum voru á Mosfelli, við börnin mörgu, sem og þeir eldri, sem þar nutu skjóls og ómetanlegs vinfengis, oft mánuðum og árum lengur. Við biskupaskiptin vorið 1959 tók sr. Ingólfur að sér embætti biskupsritara. Vafalaust hefur aldavinátta og tryggð við Sigur- björn biskup valdið nokkru um þá ákvörðun, en ekki síður sú köllun drengskaparmannsins að reynast kirkju sinni ávallt svo þarfur þjónn, sem mátti. Og af sömu vandvirku alúð og nákvæmu natni, sem einkennir alla þjónustu hans, gegndi hann því kröfuharða embætti næstu átta árin. í þeim margþætta erli var óbrigðul sam- viskusemi hans, hollusta og yfir- veguð trúmennska ómetanleg, enda unni hann sér þess aldrei að skiljast frá vel unnu verki ef hann var þess umkominn að vinna það með ágætum. En Mosfell átti svo sterk ítök í hjarta hans og sóknarbörnin eystra, að hann hvarf aftur að fyrra prestakalli sínu þar, enda hafði hið mikla vinfengi, sem hann átti við sóknarbörn sín, aldr- ei rofnað og þau leitað til hans í ríkum mæli austan að öll árin þeirra hjónanna í Reykjavík. Síð- an haustið 1967 hafa þau frú Rósa og sr. Ingólfur setið að Mosfelli og af einstæðri fórnfýsi og drengskap hlúð að kirkjustaðnum, sem glæsi- leg endurbót kirkjunnar fögru og öidnu er ljós vottur um. Þau hefðu kosið þeim ástfólgna stað sínum meiri reisn en tíðarandi og skiln- ingur ráðamanna leyfir. En í hug- um þeirra, sem best þekkja þau hjónin, ber annað prestssetur ekki hærra en það, sem þau sitja. Og það er vegna þess, sem þau eru og hvert vitni þau bera í orði og verki konungi sínum, Kristi. Það er margur, sem vill taka í hönd þeirra og sonar þeirra og ástvina í dag á þessum tímamót- um í lífi sr. Ingólfs, auðvitað til að óska þeim heilla í bæn um bless- unarríka framtíð, en framar flestu þó að taka í hönd sr. Ingólfs sakir alls þess, sem við eigum honum að þakka fyrir hlýjuna margreyndu og fórnfúsu og hina mildu og traustu tryggð drengskapar- og kennimannsins. Guð blessi honum og öllum hans þennan dag og ókomna daga. Árni Bergur Sigurbjörnsson smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Keflavík Til sölu 2ja herb. íbúö. Tilbúin undir tréverk. Til afhendingar nú þegar. Fast verö. Beöiö eftir lán- um Húsnæöismálastjórnar. Uppl. i sima 2336, Alexander Jó- hannsson. ýmislegt Konur athugið Okkur vantar sjálfboöaliöa í sölubuðir okkar á sjúkrahúsun- um. Upplýsingar í sima 28222. Kvennadeild Reykjavikurdeildar Rauöa kross íslands. Húsnæði óskast Ung stúlka óskar eftir aö taka á leigu herb. meö aögang aö snyrtingu og helst eldunaraö- stööu. Uppl. í sima 81904 (Sól- rún). íslenzkar heimaprjónaðar peysur ásamt sjónvarpssokkum óskast. Birgitte Dóttir, Postbox 67, DK- 2650 Hvidovre, Danmark. Húsmæörafélag Reykjavíkur Fyrsti fundur vetrarins veröur fimmtudaginn 8. október kl. 20.30 í félagsheimilinu aö Bald- ursgötu 9. Dröfn Farestveit, hús- mæörakennari, kynnir mat- reiöslu og meöferö í örbylgjuofn- um. Á tundinum veröur kynnt jólaföndur en námskeiö í þvi byrjar í nóvember. Heimatrúboðið Óðinsgötu 6A Almenn samkoma á morgun kl. 20.30. Allir velkomnir. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR 11798 og 19533. Dagsferöir sunnudag- inn 4. október: t. kl. 09.00 bjórsárdalur-Hái- foss-Stöng. Verö kr. 100 — 2. kl. 13.00 Kaldársel - Helgafell. Verö kr. 40 — Farið frá Umferðamiöstööinni, austanmegin. Farmiöar við bil. Feröafélag islands. Fimir fætur Dansæfing og aöalfundur í Hreif- ilshúsinu sunnudaginn 4. októ- ber kl. 21.00. Mætum öll. □ Gimli 59811057 — Fjh. I frl. Krossinn Æskulýössamkoma i kvöld kl. 20.30 aö Auöbrekku 34, Kópa- vogi. Allir hjartanlega velkomnir. m | IUTIVISTARFERÐIR Sunnud. 4.10 kl. 13 Dauóadalahellar — Helgafell. „Rósaverk“ náttúrunnar, sem auövelt er aó skoöa. Góö Ijós nauösynleg. Fararstjóri Þorleifur Guómundsson. Verö 40 kr., frítt f. börn m. fullorönum. Fariö frá BSÍ. vestanveröu, (i Hafnarf. v. kirkjugaröinn). Landmannalaugar um næstu helgi. Utivist Knattspyrnudeild Innanhússæfingar i Alftamýr- arskóla i vetur: Sunnud kl. 9.40—11.20; 4. fl. Sunnud. kl. 13.50—15.05; 5. fl. A og B. Sunnud. kl. 15.05—16.20; 6. fl. Miðvikud. kl. 22.30—22.10; Meistarafl. Miövikud. kl. 22.10—23.00; Oldboys Laugard kl. 13.00—14.15; 3. fl. Laugard. kl. 14.15—15.30; 2. fl. raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar ÉFélogsstarf Sjálfstœðisfíokksins] Heimir Félag ungra sjálfstæöismanna í Keflavik boöa til félagsfundar i Sjálfstæöishúsinu Keflavik, laugardaginn 3. okt. kl. 14.00. Kosning landsfundarfulltrúa. Stjómin. Kjördæmisráð Sjálf- stæðisflokksins í Vest- fjarðakjördæmi efnir til ráöstefnu um sveitarstjórnar- og byggöarmál, dagana 10. og 11. október nk. i Bolungarvik. Ráðstefnan veröur sett 10. október kl. 17.00 en siöan framhaldiö eftir hádegi næsta dag. Framsöguræður og ávörp flytja: Matthías Bjarnason, alþingismaöur, Þorvaldur Garöar Kristjánsson, alþingismaöur, Sverrir Hermannsson, alþingismaöur, Guömundur H. Ingólfsson, forseti bæjarstjórnar á isafiröi, Ólafur Kristjánsson, forseti bæjarstjórnar á Bolungavík, Jónas Ótafsson, sveitarstjóri Þingeyri, Ólafur Hannibalsson, oddviti Selárdal og Engilbert Ingvarsson, for- maður kjördæmisráös. Ráöstefnan er opin öllu áhugafólki um sveitarstjórnar- og byggöar- mál. Stjórn Kjördæmisráösins á Vesttjöróum. Fundur veröur haldinn í Baldri, FUS á Seltjarnarnesi, mánudaginn 5. október nk. kl. 18.00 í Félagsheimilinu. Dagskrá: Kjör landsfundarfulltrúa. Önnur mál. Stjórnin Sjálfstæðisfélagið Trausti heldur almennan félagsfund i Þjórsárveri, nk. laugardag kl. 21.00 j. Dagskrá: Kosning fulltrúa á landsfund. Stjórnarfundur verður haldinn fyrir fundinn. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.