Morgunblaðið - 03.10.1981, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1981
ÆSKAN erS6 síður
• •
Markús Orn Antonsson við umræður í borgarstjórn:
Æskan
Nýir áskrífendur fá einn
eldrí érgang í kaupbœti.
Það borgar sig aO gerast
áskrrfandi. Afgreiðsla
Laugavegi 56, sími 17336.
HlLfli.NiiMiE *
415 umsóknir fólks með tæp 400
börn bíða hiá Félagsmálastofnun
„ÞAÐ ER ótrúleg einföldun af
hálfu Kristjáns Benediktssonar
aö halda því fram aö hér sé ekki
um alvarlegan húsnæðisvanda að
ræða. Tilburðir hans i þessum
efnum eru gott dæmi um það þeg-
ar menn stinga höfðinu i sandinn
og vilja ekki viðurkenna
vandann.“ sagði Markús örn Ant-
onsson, borgarfulltrúi Sjálfstæð-
isflokksins við umræður i borgar-
stjórn i gærkvöldi. Markús tók til
máls vegna þeirra ummæla
Kristjáns Benediktssonar, borg-
arfulltrúa Framsóknarflokksins,
að í horginni væri ekki um hús-
næðisvanda að ræða, heldur hefðu
Morgunblaðið og Visir hlaupið
upp i sumar og reynt að sýna
fram á að um algert öngþveiti
væri að ræða f húsnæðismálum,
sem núverandi meirihluti bæri
ábyrgð á, þegar ljóst hefði verið
að mörgum námsmönnum utan af
landi hafði ekki tekist að útvega
sér húsnæði fyrir veturinn, eins
og Kristján komst að orði. Krist-
Dæmi um að
átta manns
búi í einu
herbergi
ján sagði að nú væri búið að koma
námsmönnunum i hús og þvi væri
Ijóst að upphlaup blaðanna hefði
verið vindhögg og vottur um
takmarkaðan skilning á pólitik.
Markús sagði að sýnt hefði verið
fram á að undanförnu hver skort-
urinn á húsnæði almennt væri.
Hann sagði, að hinn 25. ágúst síð-
astliðinn hefðu legið fyrir hjá Fé-
lagsmálastofnun Reykjavíkur-
borgar samtals 415 umsóknir um
húsnæði hjá borginni. Hefði verið
um að ræða 162 einstaklinga, 161
einstæða foreldra með 271 barn, 74
umsóknir frá hjónum eða sambýl-
isfólki með rúmlega eitt hundrað
börn, 12 umsóknir frá fólki þar
sem þrír fullorðnir voru í heimili
og 6 aðrar umsóknir.
Þá sagði Markús að fyrir hefðu
legið í september 77 umsóknir ein-
staklinga, einstæðra foreldra,
hjóna eða sambýlisfólks með sam-
tals 91 barn á sínu framfæri, sem
heyrðu svonefndum forgangslista
til. Aðstæður þessa fólks væru
jafnan mjög slæmar. Þetta fólk
byggi hjá ættingjum, hjá kunn-
ingjum, á gistiheimilum, í leigu-
íbúðum öryrkja, í heilsuspillandi
húsnæði, í lélegum leiguíbúðum
borgarinnar, í óíbúðarhæfum
herbergjum, á stofnunum á vegum
Félagsmálastofnunar Reykjavíkur,
í sumarbústöðum, á hóteli með
börn á kostnað Félagsmálastofn-
unar, á flækingi eða á vistheimili.
Eitt dæmi væri um að átta manns
byggju í einu herbergi, sem Magn-
ús sagði minna á húsnæðiskerfið í
Austantjaldsríkjum. í einu tilviki
væru börn vistuð á vistheimili við
Dalbraut vegna húsnæðisleysis
fjölskyldu og að nokkrir foreldrar
hefðu komið börnum fyrir hjá ætt-
ingjum vegna þess sama.
Snigildælur, henta vel til aö
dæla fiskúrgangi, sem lensi-
dælur fyrir skip og báta o.fl.
Snigill úr ryöfríu stáli. Þessar
dælur eru kjörnar fyrir frysti-
hús og vinnslustöövar. Vest-
ur-þýsk úrvalstæki.
Atlas hf
GROFINNI 1 - SÍMI 26755
Jón Sigurðs-
son og sjálf-
stæðisbaráttan
NÁMSGAGNASTOFNUN hefur í
samvinnu við menntamálaráðu-
neytið, skólarannsóknadeild, gefið
út nýtt námsefni í samfélagsfræði:
Jón Sigurðsson og sjálfstæðisbar-
áttan. Höfundur er Lýður Björns-
son sagnfræðingur.
Efnið, sem er gefið út í bráða- ^
birgðaútgáfu og einkum ætlað 8.
bekk grunnskóla, skiptist i átta kafla
og heita þeir: Aðfari, Skyggnst um
heima og heiman, Foringjaefni
kynnir sig, Dagur er upp kominn,
Hugað að atvinnulífi og menntun,
Eigi víkja, Heima hjá forseta og Að
leiðarlokum.
Lögð er rík áhersla á að nemendur
kynnist ýmsum sögulegum heimild-
um um sjálfstæðisbaráttuna, m.a.
eru birtar fjölmargar tilvitnanir í rit
Jóns Sigurðssonar og samtíma-
manna hans auk annarra heimilda
um sjálfstæðisbaráttu og samfélag á
seinni hluta 19. aldar.
Bókin Jón Sigurðsson og sjálf-
stæðisbaráttan er 56 bls. að stærð, 1
prýdd um 60 ljósmyndum. Efninu
fylgja kennsluleiðbeiningar og verk-
efni.
fyrir FIB félaga
Ljósaskoöun fyrir félagsmenn FÍB fer fram laugar-
dagana 3. og 10. október nk. hjá Bifreiöaverkstæö-
inu Topp hf., Auöbrekku 46, Kópavogi, ekið inn frá
Nýbýlavegi. Félagsmenn fá 20% afslátt gegn framvís-
un fullgilds félagsskírteinis.
Félag íslenzkra bifreióaeigenda,
Nóatúni 17.
Dunká í
Hörðudals-
hreppi gaf
góða veiði
NÚ ER lélegu laxveiðisumri lok-
ið, einu hinu lélegasta í áraraðir.
Margar frægar ár hafa gefið afar
litla veiði, miðað við síðustu árin,
og er gleggsta dæmið um það
Laxá i Aðaldal. sem allajafnan
hefur verið ein fengsælasta áin á
landinu. Hins vegar gengu marg-
ar ár i Húnavatnssýslu þokka-
lega og sumar stórvel, einkum
Laxá á Ásum. Þá má einnig nefna
Laxá í Kjós, cn veiðin í henni var
ágæt í sumar.
Upplýsingar um afla í veiðivötn-
um lax og silungs, eru ætíð vel
þegnar, ekki síst ef um lítt þekktar
ár er að ræða, því alltaf er fróðlegt
að fá fréttir af ræktunarstarfi í
veiðiám. Morgunblaðinu hafa bor-
ist upplýsingar um veiðina í frem-
ur lítt þekkrtri veiðiá, Dunká í
Hörðudalshreppi, og birtast þær
hér, þó nú sé veiðitíminn úti.
Dunká í Hörðudalshreppi er lítil
en skemmtileg laxveiðiá og gekk
veiðin í henni óvenjulega vel í
sumar. Gekk laxinn snemma í ána
og veiddust í henní á annað hundr-
að fiskar í sumar. Er það mun
betri veiði en í fyrra, en þá komu
58 fiskar á land. Árið 1979 veidd-
ust í Dunká 142 laxar.
Áin hefur verið ræktuð upp með
seiðasleppingum og alúð hefur
verið lögð í það verk og hófs gætt í
veiðinni. Á meðfylgjandi mynd er
María Gunnarsdóttir með tvo fal-
lega laxa úr ánni, en þessi stærð
laxa er algengust. Hér er að vísu
ekki um Maríulaxa að ræða, því
veiðimaðurinn, faðir Maríu, Gunn-
ar Þorláksson, hefur lengi stundað
lax- og silungsveiði.
-ój
Blaóburðarfólk óskast
Uthverfi
Drekavogur
Nökkvavogur