Morgunblaðið - 03.10.1981, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1981
45
* -
VELVAK ANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 10—12
FRÁ MANUDEGI
TIL FOSTUDAGS
Omurleg kveðja
„Kristinn b«rBari“ skrifar:
„Velvakandi:
Hún var ömurleg kveðjan sem
Reykjavíkurborg eða stjórn
hennar sendi kirkjunni og gest-
um hennar við innsetningu séra
Péturs Sigurgeirssonar í bisk-
upsembættið í Dómkirkjunni á
sunnudaginn var. Austurvöllur,
sem biskupar og prestar, inn-
lendir og erlendir, gengu um, var
morandi í flöskubrotum og rusli,
svo að yfirþyrmandi var, og það
því fremur sem veður var frá-
bærlega gott. Þetta átti og við
næsta nágrenni, svo sem gamla
kirkjugarðinn við Aðalstræti.
Hins vegar stakk Hallærisplanið
í stúf og virtist hafa verið ræst.
Þetta var smánarlegt og hefði
vart þurft að kosta mikið að
senda nokkra menn á sunnu-
dagsmorguninn til að snyrta
þarna til. Mér fannst einhver
vinstri-fnykur af þessu. Kirkjan
á ekki upp á pallborðið í þeim
herbúðum."
Freeport-fundurinn á Hótel Loftleiðum:
Þurfum fleiri fundi
í líkingu við þennan
Ilaildór Kristjánsson skrifar:
„Freeport-klúbburinn boðaði til
opins fundar í Loftleiðahótelinu
24. september.
Fundarefni var æskan og áfeng-
isvarnir. Framsögumenn voru
tveir, Árni Einarsson formaður
ungtemplara og Hrafn Pálsson,
sem er nýkominn frá háskólanámi
í félagsvísindum í Ameríku.
Þarna fóru fram líflegar um-
ræður. Ef til vill má segja, að þær
hafi farið nokkuð á dreif og á snið
við boðað umræðuefni. Sjálfsagt
finnst líka mörgum, sem þarna
voru, að sitthvað hafi þeir heyrt
þar smáskrýtið. Samt voru um-
ræðurnar fróðlegar að heyra og
ýmsa lærdóma má af þeim draga.
Það, sem einkum er ánægjulegt
í sambandi við þennan fund, er í
Kveðja til Ómars
F.K. hafði samband við
Velvakanda og bað hann að
koma á framfæri eftirfarandi
kveðju til Ómars Ragnarsson-
ar:
Heppinn varstu ennþá Ómar,
undraheimur við þér skín.
Heillastjarna og helgir
[dómar
hljóta að marka sporin þín.
Með þér fegin fljúga vildi
fram og út um loftin blá.
Þetta var hin mesta mildi
marki að ná í Lakagjá.
Halldór Kristjánsson
fyrsta lagi, að hann var vel sóttur.
Þar komu um hundrað manns og
helmingur fundarmanna mun
hvorki hafa tilheyrt klúbbnum né
templurum. í öðru lagi bar fund-
urinn því vitni, að mönnum var
ljóst að þeir eiga samleið og þeim
ber þess vegna að tala saman,
enda þótt þeir komi úr ýmsum átt-
um og hafi einkum horft á mis-
munandi hliðar á viðfangsefninu.
Það er þetta, vaknandi áhugi og
skilningur á því að markið er sam-
eiginlegt, þó menn komi úr ýmsum
áttum og hafi því miðað við það
haft mismunandi stefnu. Því finna
menn að þeir eiga að tala saman
og mætast sem samherjar.
Þetta eru sennilega meiri tíð-
indi en ýmsir gera sér grein fyrir.
Og þetta eru góð tíðindi.
Nú þurfum við fleiri fundi í lík-
ingu við þennan og meiri almenn-
ar umræður til glöggvunar og
vakningar um raunhæfar varnir
gegn vimuefnum."
0^ S\GGA V/öGA í AiLVEfcAN
\\mA A\-
w & \ía^i sfv
fiWA A^fáAWNW/
< QÝmtóUtf
\Wi víJ4' WoHu^í
wtm <5fM$i
ÍMuttyóKA'l/
/chA! WAW
fwxlSAWaH. O&VAtíM)
wútv,
Mt'b’bum,
tábA.WAMW
« YlW
WANA \ ÓtiÓTím
WS OG ÖKK'OÍ?
wm wumAmi
OPIÐ TIL
HÁDEGIS
m í DAG
m
Laugalæk 2, sími 86511.
Neista og hitahlíf
fyrir logsuóu
Viö höfum nýlega hafiö innflutning á nýjung
frá V-Þýzka fyrirtækinu SPECHT HITZESTOP.
Hér er um ræöa hitaþolnar mottur
(3o x 30 cm), sem notaöar eru sem neista og
hitahlífar viö logsuöu. Motturnar eru liprar í
meðförum, auövelt aö koma þeim fyrir og
þola allt aö 3000°C. hita.
Einnig bjóóum viö
hitaþolió klístur, eóa
kítti, sem móta má aö
vild og nota aftur og
aftur.
Bæöi þessi efni gera þaö kleift aö logsjóða
nálægt hlutum, sem ekki þola hita, án þess
aö þeir skemmist.
PÍPULAGNINGAMENN, BIFVÉLAVIRKJAR,
BLIKKSMIÐIR, og aörir sem nota logsuöu:
Komið og kynniö ykkur kosti hitaþolnu efn-
anna frá
Síóumúla 32 Sími 38000