Morgunblaðið - 03.10.1981, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1981
15
Kona
sjálía
Þjóðleikhúsið, Litla sviðið:
ÁSTARSAGA ALDARINNAR
eftir Miirta Tikkanen.
Flytjandi: Kristín
Rjarnadóttir.
Leikstjórn: Kristhjiiri; Kjeld.
Leikserð: KristbjörK Kjeld
ok Kristín Bjarnadóttir.
Leikmynd og húninjíur:
Guðrún Svava Svavarsdóttir.
Lýsing: David Walters.
Helga Ingólfsdóttir valdi tón-
iistina sem er eftir Erik
Bergman og Per Nörgárd.
Sem betur fer velur Krist-
björg Kjeld Ástarsögu aldar-
innar einfalda umgjörð og ger-
ir hana ekki dramatískari en
efni standa til. Ástarsaga sem
er eftir finnsku skáldkonuna
Márta Tikkanen er ljóðsaga
um konu drykkjusjúks rithöf-
undar, þann vanda sem hóf-
laus drykkja eiginmannsins
veldur. I Finnlandi þykir það
ekki tiltökumál þótt rithöf-
undar skvetti í sig og hafa
sumir orðið frægir fyrir
drykkjusiði sína. Drykkja
Henriks Tikkanens gerði
Mörtu konu hans að kunnu
skáldi um Norðurlönd og vel
að merkja opinská ævisaga
hans. Ástarsaga aldarinnar er
svar við ævisögunni, miskunn-
arlaus afhjúpun eiginmanns-
ins. En vegna þess að Márta
að geta ekki skrifað, fá gagn-
rýni fyrir að vera yfirborðsleg-
ur og ekki í anda tímans. Áð
þessu er vikið á einum stað í
dæminu um aðgangsharðar
kvennabókmenntir og fylgj-
endur þeirra. Oftar en einu
sinni hefur Henrik Tikkanen
rétt fyrir sér þegar hann snýst
gegn ýmsum ofríkiseinkennum
í menningarmálum. Sjálfur er
hann skarpur penni og flínkur
teiknari.
Márta Tikkanen er rökvís í
málflutningi sínum til varnar
konum, einkum þeim sem fást
við að setja hugsanir sínar á
♦
Tikkanen er gott skáld og
skilningsrík manneskja hefur
hún líka til að bera umburð-
arlyndi og óvenjulegan lífs-
skilning. Þessa nýtur bók
hennar og einnig þess að geta
séð hið broslega í eymdinni
sjálfri eins og hún er ægi-
legust.
Kristín Bjarnadóttir flytur
okkur Ástarsögu aldarinnar í
leikgerð sinni og Kristbjargar
Kjeld. Kristín hefur þýtt bók-
ina og kom hún út á íslensku á
þessu ári.
Kristín leitast við í þýðingu
sinni að ná tökum á hvers-
dagslegu orðfæri bókarinnar
og láta hinn opna ljóðstíl njóta
sín. Þetta hefur henni tekist,
en Ijóst er að hún hefur gert
ýmsar lagfæringar frá prent-
uðum texta bókarinnar. Ljóð
sem hún hefur birt eftir sig
eru í raunsæilegum stíl, ekki
ólíkum þeim texta sem Márta
Tikkanen skrifar.
í Ástarsögu aldarinnar er
lýst píslum sem kona verður
að ganga í gegnum til að finna
sjálfa sig. Það er í raun ótrú-
legt hvað hún lætur bjóða sér,
niðurlæging hennar og barn-
anna er algjör. Eiginlega er
maður hissa á að hún skuli
ekki taka byssuna af eigin-
manninum og skjóta hann þeg-
Kristín Bjarna-
dóttir í hlutverki
sínu í Ástarsögu
aldarinnar.
Lelkllst
eftir JÓHANN'
HJÁLMARSSON
ar hann er önnum kafinn við
dauðagælur í því skyni að
skelfa sína nánustu. Eins og
margir notar hann áfengið til
að skýla sér fyrir örvæntingu
sinni og geðrænum truflunum.
Áfengið er að sjálfsögðu ekki
eini bölvaldur hans heldur
innri tómleiki og hræðslan við
finnur
sig
blað og langar til að fá næði til
þess frá heimilisstörfum. Rödd
hennar er hljómmikil og ein-
arðleg er hún, ekki síst þegar
óréttlæti liðins tíma gagnvart
konum er dregið fram. í öllu
þessu er beisk samfélags-
ádeila.
Kristín Bjarnadóttir flytur
söguna eða ljóðið af markviss-
um skilningi á verkinu, stund-
um er hún vægðarlaus í flutn-^
ingi sínum, stundum mildileg,
oft gæðir hún verkið þeirri
dýpt sem þarf til að úr verði
skáldskapur. Framsögn henn-
ar er með afbrigðum skýr. En
Kristín flytur ekki textann
eins og um siðaboðskap sé að
ræða. Henni er að vísu alvara
eins og skáldkonunni finnsku,
en ljóðheimur hversdagsins er
henni köllun og honum vill
hún lýsa.
Það er djarflegt að vera ein
á sviðinu og flytja blaðalaust
vandmeðfarinn og oft við-
kvæman texta. Þótt eflaust
megi finna að flutningi Krist-
ínar og gagnrýna leikstjórn-
arlegu atriðin þykir mér mest
um vert að hér kemst áheyr-
andinn í tengsl við heillandi en
um leið ógnvekjandi veröld.
Hófsamur flutningur Kristín-
ar lætur okkur skilja
merkingu Ástarsögu aldarinn-
ar og hrífast með.
Leikmynd Guðrúnar Svövu
Svavarsdóttur undirstrikar
einangrun konunnar og ein-
semd og það hve læst hún er
inni í hversdagsheimi sínum.
Lýsing David Walters bregður
þó vonarglætu yfir sviðið.
Það er gaman að kynnast
dagskrá af þessu tagi.
STORKOSTLEGT
I Kjörgarði
bjóðum við yð-
ur nýjar vörur
frá Hollandi og
Þýzkalandi á
ÚTSÖLUVERÐI
Ótrúlegt en satt
Hjá okkur fást föt á alla meölimi fjölskyldunnar, t.d.:
Bolir frá
Peysur frá
Buxur frá
Skyrtur frá
Blússur frá
kr. 20,00. Pilsfrá
kr. 40,00. Kjólar frá
kr. 85,00. Kápur frá
kr. 100,00. Jakkarfrá
kr. 45,00. Vinnugallasett frá kr. 350,00.
kr. 110,00. Svuntur á kr. 45,00.
kr. 490,00. Baöföt á kr. 150,00.
kr. 195,00. og m. fl.
kr. 85,00. Kvöldsloppar frá kr. 300,00. Ath. erum einnig meö yfir-
stæröir.
Opið til kl. 4 í dag, gengið inn frá Hverfisgötu eftir kl. 1.
Komið og gerið
ótrúlega góð kaup.
ISULL
Kjörgarði