Morgunblaðið - 03.10.1981, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.10.1981, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1981 14 Friðarvilji en ekki uppgjöf - opið bréf til Geirs Haarde, formanns SUS Eftir Jón Orm Halldórsson Nú í sumar fékkst þú fágætt tækifæri uppí hendurnar, til þess að vinna að einingu sjálfstæð- ismanna þegar ungir flokksmenn kusu þig einróma til formennsku samtökum sínum. Heldur þykir mér þú hafa farið illa með þetta tæki- færi enn sem komið er og er það raunar mat sumra, að þú hafir með öllu misst það út úr höndunum. Ég er ekki þeirrar skoðunar sjálfur og því skrifa ég þér þetta bréf. Efni þess hefði ég helst kosið að færi á milli okkar tveggja en eftir grein þína í Morgunblaðinu sl. laugardag tel ég nauðsynlegt, að þetta komi fyrir sjónir áhugamanna um flokksmál Sjálfstæðisflokksins. Að mati margra fjölmiðla, hefur sá atburður orðið merkilegastur í starfi ungra sjálfstæðismanna á síðustu misserum, að ekki kom til illdeilna á þingi þeirra á ísafirði í sumar. Þetta er ef til vill ekki óeðli- legt fréttamat í ljósi þeirrar óaldar, sem nú er í flokki okkar. Raunar hefur það sennilega komið mörgum þingfulltrúum á Isafirði á óvart, hve vel friður hélst á þinginu. Sjálf- ur heyrði ég ekki eitt einasta styggðaryrði úr ræðustól allt þing- ið. Það er því rétt hjá þér, sem þú hefur sagt í blöðum, að óvenju mikil eining hafi ríkt á þinginu. í grein þinni í Morgunblaðinu lagðir þú hins vegar ranglega út af þessari einingu, sem óumdeilanlega skap- aðist á þinginu. Þetta er sýnu verra fyrir það, að grundvöllur einingar- innar á þinginu var sú eining sem mönnum tókst að skapa um þig sjálfan sem næsta formann SUS. Menn vildu einingu í röðum ungra sjálfstæðismanna og voru tilbúnir að leggja mikið á sig til þess að ná henni. Forsenda þess að þetta tæk- ist var auðvitað sú, að ekki kæmi til hatramra átaka um formennsku í sambandinu. Menn voru auðvitað misjafnlega ánægðir með að fá þig sem formann eins og þú hlýtur að vita. Fyrir mig sjálfan var valið auðvelt því ég þekkti þig sem hæfi- leikamann. Því er hins vegar ekki að neita, að ég varð fyrir nokkru aðkasti frá hörðum stjórnarsinnum fyrir þessa afstöðu mína. Um þetta mál var hins vegar að mestu leyti eining meðal okkar, sem vorum í forsvari fyrir siðustu stjórn sambandsins þar eð við gerðum okkur Ijóst að enginn grundvöllur yrði fyrir ein- ingu í röðum ungra sjálfstæð- ismanna é næstunni ef til harðra átaka kæmi um formennsku á þessu þingi. Fyrir utan formennskuna var að- eins eitt annað mál, sem líklegt var til að valda illdeilum á þinginu. Það var afstaðan til ríkisstjórnarinnar. Á fjölmennum fundi skiptast sjálfstæðismenn ekki á skoðunum eða rökum um þetta mál af skyn- semi. Þeir einfaldlega rífast. Það var mat mitt og flestra annarra forystumanna síðustu stjórnar sambandsins að reynt skyldi að forðast umræður um ríkisstjórnina af þessum sökum. Þetta var mat bæði stjórnarsinna og einarðra stjórnarandstæðinga úr síðustu stjórn SUS. Tvennt þurfti að gera til þess að koma í veg fyrir illdeilur um þetta atriði. í fyrsta lagi þurfti að beina umræðum manna inná þau svið þar sem sjálfstæðismenn standa allir sameinaðir og reyna að líta frammávið í stað þess að þrasa um líðandi stund. Hér var af nógu að taka og þetta tókst með vönduð- um málefnaundirbúningi fyrir þingið. I öðru lagi þurftu stjórnar- sinnar, sem eru í verulegum minni- hluta meðal þeirra, sem líklegir eru „Fyrir utan íormennskuna var aðeins eitt annað mál, sem líklegt var til að valda illdcilum á þinginu. Það var afstaðan til ríkisstjórn- arinnar. Á fjölmennum fundi skiptast sjálf- stæðismenn ekki á skoðun- um eða rökum um þetta mál af skynsemi. Þeir ein- faldlega rífast. Það var mat mitt ok flestra annarra for- ystumanna siðustu stjórnar sambandsins að reynt skyldi að forðast umræður um ríkisstjórnina af þess- um sökum.“ til að sækja þing ungra sjálfstæð- ismanna, að sætta sig við ályktun um andstöðu við ríkisstjórnina. Sjálfur taldi ég það ekki þjóna neinum tilgangi að safna til þings sem flestum stjórnarsinnum, halda þar uppi málþófi, en verða samt undir í atkvæðagreiðslu eins og við blasti. Betra taldi ég að gefa hér eftir í þágu þeirrar einingar, sem unnt virtist að skapa með ung- um sjálfstæðismönnum. Um þetta atriði voru margir stjórnarsinnar mér ákaflega ósammála, og ein- hverjir töldu til lítils að fara til þings við þessar aðstæður og sátu heima. Þegar ályktanir þingsins komu fram, taldi ég mig hafa fengið sönn: ur á réttmæti þessarar stefnu. I löngum ályktunum þingsins var nánast hvergi vikið að ríkisstjórn- inni. Aðeins á síðustu blaðsíðu langrar stjórnmálaályktunar var skorað á sjálfstæðismenn í ríkis- stjórn að binda enda á rikisstjórn- arsamstarfið. Við þessu var ná- kvæmlega ekkert að segja. Þetta var vilji mikils meirihluta þeirra sem þarna voru samankomnir. Ég tók því aðeins einu sinni til máls í þessum umræðum og lýsti þar ánægju minni með meirihluta ályktunarinnar en taldi mér þó ófært að taka þátt í afgreiðslu hennar vegna þeirrar áskorunar, sem þar var um að ríkisstjórnar- samstarfið yrði leyst upp. Ég taldi þetta sanngjarna afstöðu og varð var við á þinginu að margir voru þakklátir fyrir að losna við enn eina rimmuna um afstöðu sjálf- stæðismanna til ríkisstjórnarinnar. Ekki kom mér í hug, að nokkur reyndi að túlka þessa afstöðu sem uppgjöf af minni hálfu. Ég hrökk því illa við, þegar ég sá grein þína í Morgunblaðinu sl. laug- ardag. Þar nánast nýrðu mér því um nasir að hafa ekki haldið uppi vörnum fyrir ríkisstjórnina. Þetta þykir mér dæmalaus ósanngirni í ljósi þess sem aðfframan er rakið. Þó að það hafi sjálfsagt ekki verið tilgangur þinn þá má lesa útúr um- mælum þinum að ég hafi ekki kært mig um að halda uppi vörnum fyrir ríkisstjórnina. Þó þú sért tiltölu- lega nýr í starfi með ungum sjálf- stæðismönnum hlýtur þú að hafa heyrt mig margsinnis tala máli rík- isstjórnarinnar á fundum þeirra. Ég er hins vegar ekki einn þeirra sem berst baráttunnar vegna og taldi þig sama sinnis. í þessari grein þinni segir þú einnig, að fyrst og fremst hafi reynt á afstöðu manna til ríkisstjórnar- innar við afgreiðslu stjórnmála- ályktunar. Þetta er auðvitað hrein firra. Ég hef áður vikið að samsetn- ingu ályktana þingsins en flestar þeirra sneiddu hjá þrasi um líðandi stund. Sú ályktun SUS-þings, sem vafa- laust vakti mesta athygli, var áskorunin til landsfundar Sjálf- stæðisflokksins um breytingu á skipulagsreglum flokksins í átt til aukins flokksræðis. Mörgum brá illa við, að þú skyldir flytja þessa tillögu. Hún gengur þvert á baráttu ungra sjálfstæðismanna í hálfan annan áratug eins og þú eflaust gerir þér grein fyrir. Ég verð að viðurkenna, að mér gekk bölvanlega að útskýra fyrir fólki, að ég hafði stuðlað að kjöri þínu til for- mennsku í SUS í nafni einingar sjálfstæðismanna eftir að ályktun þessi kom fram frá þér. í sjálfu sér var enginn svikinn, því enginn samningur var gerður. Menn töldu hins vegar í grandaleysi sínu, að þú gerðir þér ljóst, að þú varst kosinn einróma í þágu eining- ar og umburðarlyndis. Þessa tveggja, einingar og umburðarlynd- is, hafa menn sárlega saknað í flokki okkar á þessum erfiðu tím- um. Mér þótti því vænt um að sjá Pétur Kr. Hafstein, þann vamm- lausa mann, skrifa í Morgunblaðið gegn umræddri ályktun Þú segir hins vegar í grein þinni í Morgunblaðinu, að þessi skrif Pét- urs veki óneitanlega furðu. Er það þannig furðulegt, að berjast fyrir umburðarlyndi í flokki, sem byggir ekki á trúarsetningum, heldur þeirri skoðun að enginn einn hafi alfarið rétt fyrir sér? Er það furðu- legt af ungum sjálfstæðismanni að skrifa í anda þeirrar baráttu gegn flokksræði, sem ungir sjálfstæð- ismenn hafa sameinast um á annan áratug? Þvert á móti hlýtur það að teljast furðulegt, að formaður ungra sjálfstæðismanna, sem kos- inn er á þessum erfiðleikatímum í flokknum með atbeina allra helstu afla meðal ungra sjálfstæðismanna, skuli gerast svo einstrengingslegur í málflutningi sínum. Ég vil svo að lokum láta þá von í ljósi, að þú náir að verða foringi allra ungra sjálfstæðismanna en ekki aðeins hluta þeirra. Til þess varstu kosinn. Jón Ormur Halldórsson Tvö hundruð þúsund naglbítar Eftir Magnús Óskarsson Þegar strásykur var hér skammtaður eftir stríðið, og fatakaup fóru eftir því, hvort menn áttu skömmtunarseðil, sem hét stofnauki nr. 13, eða ekki, gerði frægur stjórnmála- maður og ráðherra viðskipta- samning við Svía um kaup á svo mörgum milljónum rakblaða, að það hefðu þótt myndarleg inn- kaup í Kína. Skýringin var m.a. sú, að verðið væri svo hagstætt. í Atómstöðinni er þessi sanna saga stílfærð þannig, að kaupin snúast um tvö hundruð þúsund naglbíta í staðinn fyrir milljóna- tugi rakblaða og má einu gilda, hvort er. Ætla mætti, að alvörugefnir ráðamenn byðu ekki oft upp á fáránleika af því tagi, sem jafn- vei stórskáld fá ekki ýkt. Því var sem glampa brygði yfir haust- rökkrið eitt kvöldið nú í vikunni, er frétt barst um dýrlegt dæmi af þessum toga spunnið. Mótleikur gegn myndböndum íslenzka sjónvarpið býr við vaxandi áhorfendaskort. Al- menningur, væddur nýrri tækni, skammtar því nú tíma, meðan hann kemur fyrir myndböndum og myndvarpsstöðvum á sem haganlegastan hátt. Bráðum verður sjónvarpið búið með skömmtunarseðlana sína og á ekki einu sinni eftir miða með ólánstölunni 13. Af sjálfu sér leiðir, að ráða- menn sjónvarps geta hvorki ver- ið blindir né heyrnarlausir og því er þeim allt þetta full-ljóst, og einnig það, að eitthvað verður að gera. En hvað? Það er einmitt á þessari örlgastundu, sem þeir komast í æðra veldi hugmynda- flugs og drýgja hetjudáð, sem slær út öll afrek frá Skarphéðni til Helga Hóseassonar. Þeir kaupa 362 sænskar sjón- varpskvikmyndir Hvað ætla myndbandamenn nú að gera? Auðvitað veit sjónvarpið sínu viti. Ráðamenn þess hafa bæði reynslu og þjálfaðan smekk á þessu sviði. Og almenningur veit líka um hvað málið snýst. Svo ekkert fari milli mála, er samt rétt, að rifja upp eitt raunhæft dæmi um næma tilfinningu sjónvarpsmanna fyir skandinav- ísku myndefni og áhugamálum sjónvarpsnotenda. Dæmið er gripið af handahófi úr sjón- varpsdagskrá í dagblaði. ís- lenzka sjónvarpið hefur orðið: „Sagan fjallar um fjöl- skyldu ... fiskimanninn Ant- on Ilumble, Rögnu konu hans Magnús Óskarsson og þrjú börn. Fiskveiðarnar ganga illa. efnahagurinn er bágur og heimilisfaðurinn er geðillur. Yngri sonurinn skrópar í skólanum og sá eldri er i hassvímu á fundinum i kommúnistasamtökum. I>á cr ciginkonan þunguð af fjórða harninu þó hún sé ckkert unglamh lengur. Síðasta þætti lauk með því að Ragna ætlaði að ganga á milli, er feðgarnir, Anton og Tom fóru að slást. — Anton fullur og Tom í hassvímu, Ragna hrasar, er flutt á sjúkrahús og fæðir andvana barn.“ Sænsk mynd 17. júní Einhvern veginn svona verður víst mótleikurinn mikli gegn myndböndunum og verða til að byrja með sýndar 362 sænskar myndir. Eins og með rakblöðin er þess sérstaklega getið að þetta hafi verið einkar hagstæð kaup. Fyrst svo er, af hverju mátti ekki kaupa tvær myndir til viðbótar, svo sýna mætti sænska mynd á hverju kvöldi allt árið, fimmtudagar, 17. júní, júlímánuður og gamlárskvöld meðtalið? Það mega sjónvarpsmenn þó eiga, að þeir hafa ekki haldið því fram að þessi örlög, sem þeir hafa búið áhorfendum sínum, verði þeim beinlínis til skemmt- unar. Ekki frekar en útfarar- stjórinn úti á landi, sem sagði, að þær væru aldrei reglulega skemmtilegar þessar barnajarð- arfarir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.