Morgunblaðið - 03.10.1981, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.10.1981, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1981 Skýrsla til borgarráðs vegna samningaviðræðna um Lifshlaupið: Verð Lífshlaupsins leikur á bilinu 3,1—3,7 milljónir kr. FöstudaKÍnn 18. soptember sl. fól bornarstjóri frkv.stj. fjármála- deildar aó halda áfram vióra-óum. sem hann hafói hafió vió Guð- mund Axelsson listmunakaup- mann um kaup á þeim ve»{(ískreyt- ingum. er áóur prýddu vinnustofu Jóhannesar S. Kjarval. Ganga þær nú undir heitinu „Lífshlaup". en sem kunnugt er voru þa>r j?eröar á fjóra veKKÍ vinnustofu Kjarvals í Austurstræti 12. en Guómundur hefur látið flytja myndirnar úr upphaflegu umhverfi sinu <>k látió Kera þær upp með mikilli fyrir- höfn. þannÍK aó þær mynda nú listra-na heild. Enn hafa þó aóeins myndir af þremur veKKjum komió úr viÓKcrð ytra. I fyrstu var af hálfu frkv.stj. fjármáladeildar rætt við þá aðila innanlands, sem talið var, að hefðu áhuKa á kaupum myndverksins. Kom í ljós, að þeir myndu ekki að svo stöddu keppa við borgarsjóð um kaupin. Á fundi með G.A., þriðjudaginn 22.9. var honum gerð grein fyrir áhuga borgaryfirvalda á kaupum „Lífshlaupsins", ef viðunandi kjör væru í boði og ótvíræð svör fengj- ust um 2 atriði, þ.e. annars vegar um varanleika þeirrar viðgerðar, sem framkvæmd hefur verið, og hins vegar um það, hvort lægsti veggurinn (súðarveggurinn) fylgdi með í kaupunum, en það er sá vegg- ur sem ókominn er úr viðgerð. G.A. taldi sig hafa það frá við- gerðamanninum sjálfum, Steen Bjarnhof, sem er skólastjóri við- gerðaskólans í Kaupmannahöfn og heimsfrægur maður í sinni grein, að hér væri um „langlífa" viðgerð að ræða. Hins vegar lægi ekkert skriflegt fyrir um málið. Þá sagði G.A. að lægsti veggur- inn myndi fylgja með í kaupunum, en þó verði kaupandi að borga við- gerðakostnað af honum, ef viðgerð- in sé ekki innifalin í þeim greiðsl- um, sem hann væri þegar búinn að inna af hendi. Þetta atriði er enn óljóst, þar eð ekki hefur náðst til Steen Bjarnhof. G.A. telur sennilegt, að veggurinn verði tilbúinn til heimflutnings frá Kaupmannahöfn eftir 1—1 xk ár. A framangreindum fundi með Guðmundi var ýtarlega rætt um husanlegt kaupverð eins og hér verður greint frá, en það atriði skýrðist nánar á 6 síðari samninga- fundum. Tók Jón G. Tómasson borgarlögmaður sem staðgengill borgarstjóra þátt í þeim fyrir hönd borgarsjóðs ásamt frkv.stj. fjár- máladeildar, en Tryggvi E. Geirs- son löggiltur endurskoðandi sat tvo fundi ásamt Guðmundi. Á þeim fundi, sem borgarstjóri átti með Guðmundi Axelssyni hinn 12. þ.m. setti Guðmundur fram hugmynd um verð, sem hljóðaði upp á 1,7 milijónir króna auk skatta. Var það í fyrstu skilningur borgarstjóra, að hér væri átt við söluskatt, en sala Guðmundar á málverkinu er söluskattskyld. A þeim fundum, sem undirritað- ir hafa átt með Guðmundi, hefur hins vegar komið i ljós, að hann átti einnig við tekjuskatt, útsvar og sjúkratryggingagjald, en í grófum dráttum þýðir það að heildar- skattlagning af hagnaði hans nem- ur um % hagnaðarins. Af þessu leiðir, að nauðsynlegt er að nákvæmar upplýsingar liggi fyrir um kostnaðarverð verksins eins og það nú er komið til þess að hægt sé að reikna út kaupverðið. Sé t.d. reiknað með því, að kostnaður- inn sé 1 milljón króna, sem er hæsta tala, sem nefnd hefur verið, þá þarf að bæta við þá tölu 700 þús. x 3 og fæst þá heildarverðið 3,1 milljón króna. Við það bætist svo söluskattur 23,5% og er þá verð verksins rúmlega 3,8 milljónir króna. Sé hins vegar reiknað með því að kostnaðurinn sé 700 þús. krónur, sem einnig hefur verið nefnt, þá verður heildarverð með söluskatti tæplega 4,7 milljónir króna. Ekki liggja enn fyrir nákvæmar tölur um kostnaðinn og var því ekki komizt til botns í málinu, en hins vegar fékkst vilyrði fyrir því, að fjármálaráðuneytið myndi leggja til við Alþingi, að salan yrði undanþegin söluskatti, þannig að væntanlegt verð leikur þá á bilinu 3,1—3,7 milljónir króna eins og það var fram sett. Til þess að komast út úr óviss- unni um kostnaðarverð G.A. var fljótlega lagt til af samninga- mönnum borgarsjóðs, að kaupverð- ið yrði m.a. greitt með því að borg- arsjóður tæki að sér að greiða allan útlagðan kostnað G.A. við öflun og viðgerð myndverksins og síðan bættist einhver upphæð þar við, sem þóknun fyrir framtak og fyrir- höfn, sem vissulega er verulegt. I þessu sambandi kviknaði hugmynd um, að e.t.v. mætti greiða andvirðið að einhverju leyti með makaskiptum, t.d. meö skiptum á málverkum, þ.e. að borgin léti af hendi einhverjar myndir, sem hún á og sem varðveittar eru hjá stofn- unum borgarinnar. í þessu sambandi fékk G.A. heimild til þess að kynna sér mál- verkaeign borgarinnar hjá list- ráðunaut Kjarvalsstaða. Hinn 28.9. gerði G.A. síðan borg- arsjóði það tilboð, að borgarsjóður keypti myndirnar á 1200 þús. krón- ur auk þess sem hann fengi í maka- skiptum 8 nánar tilteknar myndir úr eigu borgarsjóðs. Ræða mætti þó nánar um myndavalið, en aðal- atriðið í sínum huga væri verðmæti myndanna. Eftir að hafa ráðfært okkur við borgarráð hinn 30.9. gerðum við Guðmundi Axelssyni svohljóðandi tilboð: 1. „Borgarsjóður yfirtaki greiðslu alls kostnaðar við kaup mynd- verksins af erfingjum lista- mannsins og viðgerð á því, þ.m.t. kaupverð, vaxtagreiðslur, við- gerðarkostnaður, bæði efni og . vinna, flutningskostnaður, tryKK'ngar og annar kostnaður, sem í eðlilegum tengslum er við öflun og viðgerð myndverksins. Kostnaður þessi verði greidd- ur samkvæmt framvísuðum reikningum eða staðfestu yfirliti endurskoðanda. í viðræðum hafa kostnaðartölur verið nefndar á bilinu 700—1000 þús. kr. 2. Borgarsjóður greiði kr. 400 þús. til viðbótar. Um greiðslukjör verði samið nánar. 3. Innifalið í kaupum og greiðslum skv. 1. og 2. lið er sá hluti mynd- verksins, sem enn er í viðgerð (súðarveggurinn) og kostnaður við viðgerð hans. Afhending þess hluta fer þó ekki fram, fyrr en að viðgerð lokinni og seljandi tekur ekki ábyrgð á því að við- gerðin heppnist. 4. Aður en frá kaupum verður gengið liggur fyrir álitsgerð sér- fróðs manns, sem aðilar koma sér saman um, þess efnis, að við- gerð sú, sem framkvæmd hefur verið, sé eins varanleg og kostur er á. Kostnaður við þessa álits- gerð fellur undir lið 1 hér að framan. 5. Borgarsjóður tryggir seljanda, að hann þurfi ekki að standa skil á söluskatti vegna þessara viðskipta. Guðmundur Axelsson hafnaöi þessu tilboði umsvifalaust. Sagði hann fyrri tilboð sín gilda, þ.e. að annað hvort greiddi borgarsjóður honum 3,1 milljón króna fyrir myndverkið eða 1,2 milljónir króna auk 8 málverka eins og áður hafi verið rætt um. Við tjáðum Guðmundi, að við hefðum nú boðið honum eins og samningsumboð okkar frekast leyfði og yrði ekki um frekari boð að ræða að sinni. Við óskuðum þó eftir því, að samningaumleitunum yrði ekki alveg slitið, heldur yrðu þær teknar upp að nýju ef eitthvað nýtt gerðist í málinu. í viðræðunum hefur stundum borið á góma, að G.A. hafi fengið tilboð í myndverkið frá Danmörku og kvaðst hann þurfa að svara því fyrir 1. október. Jafnframt kom fram, að tilboðið væri lægra, en það verð, sem G.A. hefur sett fram í viðræðum sínum við okkur, en nánari upplýsingar hefur hann ekki gefið um það. Einnig hefur komið til tals, að e.t.v. sé nýtt tilboð á leiðinni í myndverkið. A fundi þeim, sem við áttum með Guðmundi 30. sept. sl. fórum við þess á leit, að borgarsjóður fengi að fylgjast með, ef tilboð, sem G.A. teldi viðunandi bærust í verkið og yrði borgarsjóði þá gefinn kostur á að ganga inn í slíkt tilboð. Guð- mundur vildi ekki að svo stöddu taka afstöðu til þessarar beiðni. Björn Friðfinnsson, Jún G. Tómasson. Hjartans þakkir til allra sem sendu mér hlýj- ar kveðjur með heillaskeytum, blómum og gjöfum á níutíu ára afmæli mínu. Guð blessi ykkur öll. Sigríður Þórðardóttir frá Hofstöðum. Innilegar þakkir öllum þeim er glöddu mig með hamingjuóskum, blómum, skeytum og hlýju handtaki á 75 ára afmæli mínu 25. sept- ember sl. Kristján Steingrímsson vörubílstjóri Ilafnarfirði. Hef opnað lækningastofu að Hafnarstræti 95, Akureyri. Viðtalsbeiðnum veitt móttaka í síma 96-25064 þriöju- daga og miðvikudaga kl. 13—14. Upplýsingar einnig í síma 96-22100. Halldór Baldursson, dr. med., sérgrein: beina- og líðaskurðlækningar (orthopaedia). Guillaume-hjónin voru dæmd fyrir njósnir 1974. Hún var dæmd til 8 ára fangelsisvistar og var látin laus i mars á þessu ári, en hann var dæmdur i 13 ára fangelsi. Njósnaraskipti milli austurs og vesturs Honn. 2. októhcr. AI* MEIRIHÁTTAR njósnaraskipti fóru fram milli austurs og vest- urs á föstudag. Talsmaður Vest- ur Þýsku stjórnarinnar, Kurt Becker, sagði að þúsundir ætt- ingja flóttamanna og nokkrir njósnarar yrðu látnir lausir í Austur Þýskalandi. Skiptin hóf- ust um 8 leytið á fimmtudags- kvöld þegar a. þýska njósnaran- um Gunther Guillaume, sem varð Willy Brandt kanslara að falli, var ekið yfir landamæri landanna. Guillaume og kona hans, Christel, voru handtekin 1974. Þau settust að rétt fyrir utan Frankfurt snemma á sjöunda áratugnum og þóttust hafa flúið A. Þýskaland. Þau gengu í Jafn- aðarmannaflokkinn og unni sig smátt og smátt í álit innan hans. Guillaume var einn helsti ráðgjafi Brandts, þegar hann varð kanslari 1969, og hafði greiðan aðgang að leyniskjölum flokksins og ríkisstjórnarinnar. Brandt sagði af sér þegar hjónin voru handtekin. Becker vildi ekki segja hvaða aðrir a. þýskir njósnarar yrðu látnir lausir í skiptunum. Heim- ildir hermdu að Renate Lutze, fv. ritari í varnarmálaráðu- neytinu sem kom hundruðum hernaðarleyndarmála NATO og V. Þýskalands í hendur komm- únistastjórnar A. Þýskalands, yrði látin laus. Becker sagði að ekki yrðu eins margir og vonast var til látnir lausir fyrir austan tjald. í blaðafréttum hefur verið sagt að 30-60 v. þýskir njósnarar yrðu látnir lausir og um 3000 ættingjar flóttamanna sem þeg- ar eru á Vesturlöndum. P. W. Botha, forsætisráðherra Suður Afríku, sagði í dag að rússneskur njósnari sem hefur verið í haldi í Jóhannesarborg síðan í Janúar yrði ekki látinn laus eins og sagt hefur verið í fréttum. Anker Jörgensen, forsætisráðherra Danmerkur, Kjeld Olesen, utanríkisráð- herra, og Ole Espersen, dóms- málaráðherra, áttu fund um beiðni v. þýsku stjórnarinnar í dag en hún hefur farið fram á að Jörg Meyer njósnari verði leyst- ur úr haldi. Sprenging um borð í spönsku herskipi Santander. Spáni, 2. október. AP. SPÁNSKT herskip skemmdist mikið þegar öflug sprengja sprakk í vélarúmi þess snemma á föstudagsmorgun. Flota- málaráðuneytið í Madrid kenndi hryðjuverka- mönnum um verknaðinn. Ekki urðu nein meiðsli á mönnum. Herskipið er yfirleitt staðsett út af norðurströnd Spánar og fylgist með ferð- um Baska. Það reynir að koma í veg fyrir, að þeir fari sjóleið frá Suður- Frakklandi til Spánar. Sjá mátti tveggja metra stórt gat á hlið skipsins, en vélarúmið gjöreyðilagðist. Þetta er einn djarfasti verknaður hryðjuverka- manna síðan Luis Carrero Blanco, einn æðsti maður hersins, var myrtur í Mad- rid 1973. Sprengja sprakk í lög- reglustöð í San Sebastian skömmu áður en sprengjan sprakk um borð í her- skipinu. Engan sakaði í sprengingunni, en skemmd- ir voru miklar. Reagan fær góða útkomu New York. 2. okt. AP. MEIRIHLUTI Bandaríkjamanna telur enn að Ronald Reagan standi sig vel í starfi sínu þrátt fyrir efasemdir um síðustu tillög ur hans í efnahagsmálum. Alls telja 53 af hundraði að Reagan vinni gott eða ágætt starf í embætti — færri en nokkru sinni síðan hann tók við samkvæmt skoðanakönnun AP og NBC. En samkvæmt könnuninni treysta 58% Reagan til að gera það sem rétt er alltaf eða oftast og 52 af hundraði sögðust sammála því að „Ronald Reagan sýndi að honum væri annt um fólk eins og mig“. Auk þess sögðust 85 af hundraði halda að Reagan hefði orðið meira ágengt fyrstu mánuðina í embætti en fyrri forsetum. Alls kváðust 54% sammála fyrirhuguðum 13 milljarða dala niðurskurði Reagans á ríkisút- gjöldum. í skoðanakönnun AP-NBC í apr- íl studdu rúmlega 60 af hundraði efnahagstillögur Reagans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.