Morgunblaðið - 03.10.1981, Blaðsíða 32
32 — MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER1981
Skipulag - í»róun
eftir Ágúst Þor-
steinsson, formann
skipul agsnefndar
Garóabœjar
Ég ætla í þessari grein að lýsa
þróun sem orðið hefur í skipu-
lagsmálum á höfuðborgarsvæðinu
seinustu árin. Þetta geri ég til
þess, að reyna að gera almenningi
grein fyrir þeirri stöðu sem nokkr-
ir pólitískir aðilar kalla brot á
skipulagi og skipulagsleysi. Þetta
skipulagsleysi hafa pólitískir aðil-
ar skapað sjálfir og hafa ekki ver-
ið þess megnugir að ráða við.
Þróunin hefur verið örari en fram-
kvæmdir. Þessi vaxtarþróun hefur
stöðvað möguleika eins sveitarfé-
lags til að leggja fram sitt skipu-
lag til staðfestingar eitt og sér.
Sveitarfélögin á höfuðborgar-
svæðinu eru orðin svo samvaxin,
að þau verða að vinna mjög náið
saman í skipulagsmálum og leggja
skipulög sín fram til staðfestingar
á svipuðum tíma.
Sveitarfélögin hafa undanfarin
ár verið að leita fyrir sér um sam-
starfsvettvang á þessu sviði. Fyrir
tveimur árum var stofnuð Skipu-
lagsstofa höfuðborgarsvæðisins og
með sanni má segja að hún komi
10—15 árum of seint. Svona stofn-
un þarf tíma til að skapa sér stöðu
í kerfinu. Nú þegar er hafin mikil
samvinna en þó ber of mikið á tor-
tryggni og gömlum nágrannaríg,
sem oft hefur orðið til af hags-
munum sem þjóna engum tilgangi
í dag.
Áður voru það deilur um landa-
merki, vegna beitar og nytjar
lands til búskapar. En í dag erum
við að ræða um t.d. skólahverfi,
iðnaðarhverfi og samgöngur.
Ég ætla að taka tvö dæmi: Upp
kom á milli Kópavogs og Reykja-
víkur deila um' Fossvogsbraut,
sem óumdeildanlega er nauðsyn
að fá, til að dreifa umferð úr og í
miðborg Reykjavíkur til Kópavogs
og upp í Breiðholt og áfram yfir
nýju brúna í Hraunbæ. Þessi teng-
ing myndi létta umferðarþunga af
Miklubraut, við Elliðaárbrú, á
Hafnarfjarðarvegi og Nýbýlavegi
svo eitthvað sé nefnt.
Svipaðir árekstrar hafa orðið á
milli Garðabæjar og Hafnarfjarð-
ar vegna landamerkja en ég ætla
að benda á eitt dæmi: í mörg ár
sótti skólabíll Garðabæjarnem-
endur úr Setbergslandi og ók þeim
í skóla í Garðabæ. Sömu nemend-
ur hefðu getað gengið 10 mínútna
gang í skóla í Hafnarfirði. Svona
dæmi og ótal fleiri mætti telja.
Bygging stofnbrauta á höfuð-
borgarsvæðinu er langt á eftir
tímanum, t.d. hefði Reykjanes-
braut átt að vera komin fyrir 15
árum og Ofanbyggðavegur fyrir 5
til 10 árum. Ef bara Reykjanes-
braut væri komin þá hefði aldrei
orðið deila um Hafnarfjarðarveg
og Sjávarbraut.
Það sem við almenningur horf-
um aðallega á í skipulagi er það,
sem er að ske í dag og það sem
næst okkur er. Við eigum oft erfitt
með að gera okkur grein fyrir því
hvað framtíðin ber í skauti sér.
Mestu erfiðleikarnir í dag eru, að
hvert sveitarfélag á höfuðborg-
arsvæðinu er að vinna sitt skipu-
lag til staðfestingar. Flestir sem
vinna að þessum málum reka sig á
sama hnútinn, það er að illmögu-
legt er fyrir hvert bæjarfélag, eitt
og sér, að leggja sitt skipulag fram
til staðfestingar. Eins og sjá má á
eftirfarandi samantekt um slæma
stöðu þessara mála, má áreiðan-
lega mikið um kenna, því sem að
framan er talið.
Hér á undan hef ég sett fram
rök fyrir þeim ástæðum, hvers
vegna skipulag Garðabæjar var
ekki staðfest strax fyrir 6 árum
þegar það var fullunnið undir
mjög góðri stjórn og formennsku
Dr. Gunnars Sigurðssonar. Þá
strax var ljóst að ekki var sam-
staða með Hafnfirðingum um
Sjávarbraut, sem átti að vera aðal
vegatengingin á vesturjaðri
Ágúst borsteinsson
byggðar Garðabæjar, Hafnar-
fjarðar og út á Alftanes.
Vegna þessa ágreinings var ekki
hægt að leggja fram skipulagið til
staðfestingar og varð að ná fullu
samkomulagi við nágranna okkar
í suðri. Síðan hefur þessi eina
tenging, sem er eitt aðalhlutverkið
í vegakerfi Garðabæjar og Hafn-
arfjarðar, ásamt Reykjanesbraut,
komið í veg fyrir að hægt sé að
staöfesta aðalskipulag Garðabæj-
ar, þó full samstaða sé um aðra
þætti þess.
Vorið 1980 var haldin sýning á
skipulagi Garðabæjar og sama
haust samþykkti bæjarstjórn
samhljóða skipulagið. Þá hafði
tölulegum upplýsingum verið
breytt og þær færðar til þess tíma
er bæjarstjórn samþykkti tillög-
urnar. Skipulagsstjóri fékk síðan
tillögurnar til umfjöllunar og frá
honum kom síðan löng greinar-
gerð með athugasemdum. Aðal-
lega var fundið að tölum um fólks-
fjölda, aldur og kynskiptingu,
nemendafjölda, aldur taina og
fleira. Þessar athugasemdir vöktu
upp mikinn ugg og stórt spurn-
ingamerki hjá þeim sem unnu að
skipulagi fyrir bæjarfélög sín á
höfuðborgarsvæðinu.
Að baki framlagningu aðal-
' skipulags er um að ræða .mjög
mikla vinnu sérfræðinga sem
kostað hefur bæjarfélögin millj-
ónir. Gagnasöfnun er gífurleg frá
alls konar stofnunum. Leikmenn
spyrja sjálfa sig oft, er þetta
nauðsynlegt? Sérstaklega þegar
fyrrgreindir sérfræðingar eru
búnir í par ára að vinna að þessu,
en síðan sest nýgræðingur hjá
skipulagsstjóra, nýkominn úr
skóla, í eina til tvær vikur og
skrifar margra síðna kritik og það
er tekið sem heilagur sannleikur.
Þá er spurningin, er þetta allt
skrípaleikur? Er þetta eingöngu
atvinnubótavinna? Eftir þessa
uppákomu varð mönnum ljóst, að
bæjarfélög verða að fá frá skipu-
lagsstjóra ríkisins nákvæmar upp-
lýsingar um hvernig leggja eigi
fram skipulag til staðfestingar.
Hvaða tölur, frá hverjum, hvað
gamlar og hvernig kort. Skipu-
lagsstofa höfuðborgarsvæðisins er
nú að vinna að því að fá þessar
línur skýrar, svo að allir aðilar
vinni eftir sömu reglum og viðhafi
sömu vinnubrögð. Hér er mikið í
húfi, miklir peningar og öll fram-
„Það sem að framan
er getið, sýnir, að eitt
sveitarfélag getur
ekki lagt sitt skipu-
lag frm til staðfest-
ingar án mjög nánar
samvinnu. Vinnu við
aðalskipulag okkar
Garðbæinga lauk ár-
ið 1975 og þá hefði
verið hægt að stað-
festa það, en í 6 ár
hefur nágranni
okkar í suðri komið í
veg fyrir, að það væri
hægt.“
tíð svæðisins komin undir hvernig
til tekst.
Að lokum. Við verðum að
gleyma öllum sveitar og bæjar-
kritum og líta á allt höfuðborg-
arsvæðið sem eina skipulagslega
heild. Fram undan eru mál sem
krefjast þess að við stondum sam-
an, t.d. stóriðjumál. Við eigum að-
eins tvö svæði sem geta tekið við
stóriðju. Gelgjutanga á norður-
jaðri svæðisins, Straumsvík á suð-
urjaðri. Skólamál krefjast þess að
við stöndum saman að uppbygg-
ingu sérskóla. Sama er að segja
um almenningsflutningskerfi. Við
verðum að koma okkur saman um
t.d. að láta hraðferðir ganga á
vestur- og austurjaðri svæðisins
til suðurs og norðurs með fáum
stoppum og dreifa síðan fólki til
austurs og vesturs. Öll þessi mál
krefjast þess að við verðum að
vinna saman. Það sem að framan
er getið, sýnir að eitt sveitarfélag
getur ekki lagt sitt skipulag fram
til staðfestingar án mjög náinnar
samvinnu.
Vinnu við aðalskipulag okkar
Garðbæinga lauk árið 1975 og þá
hefði verið hægt að staðfesta það,
en í 6 ár hefur nágranni okkar í
suðri komið í veg fyrir að það væri
hægt.
Við verðum að læra af reynsl-
unni og starfa saman af víðsýni
með hagsmuni alls svæðisins í
huga.
w Staðfest aðalskipulag fyrir hendi? Hvener stað- fest? Er stuðst viö tillðgur að aóal- skipulagi? Fri hvaða ári? Aðalskipulagið endurskoðað og staðfest árið. Er unnið að endur- skoðun aðalskipulagsins? Hven*r lýkur þeirri vinnu eða hvenaer lauk henni. Frá hvaða árura eru þ*r tðlulegu uppl. sera stuðst er við 1 aóalskipu- lagsti1lögunum.
Kjalarnes jí/1975 (byggðakjarni) - - - -
Mosfellssveit - Ji/1978 - já/1982 1962-1978
Reykjavlk ji/1967 - að hluta til að hluta til/1981 1962-1980
Seltjarnarnes Já/1969 - já/1973 Já/i981
Kópavogur - Já/1969 - já/1981-2 1960-1966
Garóabar - já/1976 - Já/1975 1970-1975
Bessastaóahreppur - Já/1971 ■ - -
Hafnarfjördur - Já/1972 - já/1981-2 1967-1972
VFIRLIT YFIR STÖÐU ADALSKIPULAGSVINNU EINSTAKRA SVEITARFÉLAGA A HÖFUÐBORGARS'/ítÐIN'J.
Kirkjan játar
Dr. Einar Sigurbjörnsson próf-
essor:
Kirkjan játar. Játningarrit ís-
lensku þjóðkirkjunnar með inn-
gangi og skýringum.
Salt 1980.
Það er ekki hvundagsatburður að
út sé gefið guðfræðirit á íslensku.
Mér finnst því full ástæða til að
vekja athygli á ofangreindu riti,
enda þótt nær ár sé liðið frá út-
komu þess. Tilefnis útgáfunnar er
getið í formála, en það er 450 ára
afmæli Ágsborgarjátningarinnar,
sem telja verður eitt höfuðrit ev-
angelísk-lútherskrar kristni. Birtist
sú játning hér í nýrri þýðingu höf-
undar ásamt skýringum hans.
Kirkjuráð hinnar íslensku þjóð-
kirkju veitti styrk til útgáfunnar.
Hljótt hefur verið um játningar
evangelísk-lútherskrar kirkju á
undangengnum áratugum. Á fyrri
hluta þessarar aldar fór hins vegar
fram talsverð umræða um þær,
stöðu þeirra í kirkjunni og afstöðu
kennimanna til þeirra. Skiptust
menn þá í flokka svo sem vænta
mátti og leiddi það m.a. til stofnun-
ar Félags játningatrúrra presta
sem starfaði um nokkurra ára
skeið. I hugum margra hefur staða
játninganna og gildi þeirra fyrir
kirkjuna verið óljóst. A.m.k. tvö rit
um játningarnar komu þó út á fyrri
hluta þessarar aldar: Fimm höfuð-
játningar evangelísk-lútherskrar
kirkju með greinargjörð um upp-
runa þeirra eftir Sigurð P. Sivert-
sen prófessor, og Játningarit ís-
lensku kirkjunnar eftir Einar Arn-
órsson hæstaréttardómara. Bæði
þessi rit hafa verið ófáanleg um
skeið. Kirkjan játar er því kærkom-
in.
I inngangi þessarar bókar segir
höfundur svo (bls. 10):
„Hugtakið evangelísk-lúthersk
kirkja merkir kirkju, sem hefur
fagnaðarerindið (evangelium) eitt
að grundvelli. Sú er áhersla Ágs-
borgarjátningarinnar frá 1530 og
þeirra rita er hún byggir á (hinar
samkirkjulegu játningar) eða
stendur að öðru leyti í sambandi við
(Fræði Lúthers). Þessi fimm rit eru
þar með hinn ytri mælikvarði á,
hvað evangelísk-lútherskur krist-
indómsskilningur er.“
Hér er í stuttu og skýru máli gerð
grein fyrir hver staða játninganna
er. Þær eru í sjálfum sér ekki
grundvöllurinn sem byggt er á,
heldur vísa þær til hans, þ.e. til
fagnaðarerindisins sjálfs. Það
finnst mér meginstyrkur þessarar
bókar á hve Ijósan hátt höfundi
Dr. Einar Sigurbjörnsson
tekst að gera grein fyrir tenslum
játninganna, einkum hinna þriggja
samkirkjulegu játninga, við fagnað-
arerindið og predikun þess frá önd-
verðu. Mér hefur sjaldan orðið eins
ljós fjarstæða þeirrar skoðunar
sem oft hefur orðið vart við, að
játningarnar væru ekkert annað en
„kreddur" sem soðnar hafi verið
saman á kirkjuþingum til þess eins
að berja á villutrúarmönnum.
Mér finnst ástæða til að tilgreina
hér lokaorð höfundar í inngangi
bókarinnar: „Vér drögum saman
efni vort með því að segja: Kristin
trú er afstaða til Jesú Krists sem
Guðs sonar og Drottins. Hún er
andsvar við kalii fagnaðarerindis-
ins, er birtir að Guð játast oss. Því
á hún sér tjáningu í lofgjörð, sem
vér játumst Guði með og minnumst
um leið velgjörða hans við oss.
Fullkomin lofgjörð einblínir ekki
á tiltekna sögulega texta, heldur
tjáir sig á mismunandi hátt. En
ákveðnir sögulegir textar standa
upp úr sem leiðbeinandi varðandi
mót og innihald lofgjörðar kirkj-
unnar sem samfélags sem og hvers
einstaks innan þess og af þeim við-
urkennir íslenska kirkjan þessi:
Postullegu trúarjátninguna,
Níkeujátninguna, Aþanasíusarjátn-
inguna, Ágsborgarjátninguna frá
1530 og Fræði Lúthers hin minni.
Öll þessi rit tengjast upphafi trú-
arinnar og tjá þar með samhengi
hennar á öllum öldum og meðal
mismunandi þjóða. Sérstöðu mynda
þrjár hinar fyrstnefndu játningar
vegna tengsla sinna við hina upp-
runalegu predikun postulanna og
lofgjörð hinna fyrstu safnaða. Hin-
ar tvær síðarnefndu setja fram
áhersluatriði til áminningar, að
kristin trú svari fagnaðarerindinu
einu, en engu lögmáli og sem af-
staða taki hún til allra þátta lífsins
sem er gjöf hins eina Guðs, föður og
sonar og heilags anda, og hann því
á að móta.“
Ágsborgarjátningin og skýringar
höfundar við hana taka yfir megin-
hluta bókarinnar. Er það að vonum,
þar sem hún er lengst þessara játn-
inga og ítarlegust. Þessi hluti er
einkar áhugaverður sökum þeirra
viðræðna sem fram hafa farið milli
evangelísk-lútherskra guðfræðinga
annars vegar og rómversk-kaþ-
ólskra hins vegar um inntak játn-
ingarinnar og með hverjum hætti
þessar kirkjudeildir geti nálgast
hvor aðra. I bókinni kemur einkar
skýrt fram, það sem er sameigin-
legt þessum tveim kirkjudeildum og
hvað greinir þær að.
Fengur er að bættri þýðingu á
fræðum Lúthers hinum minni í
bókarlok.
Bók þessi er fjársjóður öllum
þeim sem fást við kristna predikun
og fræðslu. Hún er ómissandi á
skrifborði presta og í handbóka-
safni kennara og gagnleg hverjum
þeim sem fræðast vill á aðgengi-
legan hátt um inntak trúarinnar.
Skulu höfundi færðar þakkir fyrir
framtakið.
Bókaútgáfan Salt hefur vandáð
mjög til þessarar útgáfu, útlit er
smekklegt, band gott og prófarka-
lestur með ágætum. í bókarlok er
ítarleg skrá yfir athugasemdir og
tilvitnanir, ásamt bókaskrá sem
eykur gildi ritsins sem heimildar-
its.
Sigurður Pálsson. námstjóri.