Morgunblaðið - 03.10.1981, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 03.10.1981, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1981 25 UNGIR SJALFSTÆÐISMENN SKRIFA Aukið sjálf stæði — skýrari verkaskipting hyggja nánar að stöðu og rétti minnihlutans í ljósi hinnar um- deildu tillögu ungra sjálfstæð- ismanna. í viðtali við Helgarpóst- inn 11. september sl. heldur vara- formaður Sjálfstæðisflokksins því fram, að hefði sú regla gilt, sem ungir sjálfstæðismenn vilja nú taka upp, hefðu fimm þingskörung- ar verið reknir úr flokknum, þegar Ólafur Thors myndaði nýsköpunar- stjórnina á sínum tima, þar sem þeir neituðu að hlíta flokkssam- þykkt og styðja stjórnina. Sá skilningur fær þó að mínu mati engan veginn staðizt. Það er sannast sagna, að mjög er ólíku saman að jafna, hvort minnihluti lætur til skarar skríða gegn meiri- hlutanum eða neitar aðeins að fylgja honum að málum. Enginn minnihlutamaður í lýðfrjálsum stjórnmálaflokki verður til þess neyddur með meirihlutasamþykkt- um að veita meirihlutanum beinan og virkan stuðning þvert gegn vilja sínum og sannfæringu. Slíkt bryti gegn grundvallarhugmyndum um lýðræði og mannhelgi. Þótt ekki komi annað til, er þessi túlkun Gunnars Thoroddsen því fjarri lagi, eins og raunar allur samjöfn- uður á myndun núverandi ríkis- stjórnar og nýsköpunarstjórnar- innar. Þar að auki hefur formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna vísað skilningi hans afdráttarlaust á bug sem röngum, og má ljóst vera, að tilgangur ungra sjálfstæð- ismanna með tillögunum á ísafirði hefur ekki hnigið í þá átt. Það er grundvallarregla ís- lenzkrar stjórnskipunar, að alþing- ismenn séu eingöngu bundnir við sannfæringu sína en ekki nokkrar reglur frá kjósendum. Það eru þannig þingmennirnir sjálfir en ekki flokkarnir sem slíkir, sem fara með löggjafarvaldið, þótt þing- menn séu að jafnaði kjörnir í skjóli flokka. Þingmenn bera hins vegar siðferðilega ábyrgð gagnvart kjós- endum sínum og stjórnmálaflokk- unum, ef því er að skipta. Þeir geta því tæplega vænzt brautargengis, ef þeir ganga mjög í berhögg við vilja fólksins og flokkanna. Þetta byggist í raun og veru á þeirri sömu hugsun og liggur til grund- vallar skynsamlegu umburðarlyndi í stjórnmálaflokkum. Stjórnmálaflokkar eiga ekki að vera stofnanir í þjóðfélaginu, er ríkja með harðræði og valdbeit- ingu. Þeir eru og eiga að vera frjáls Pétur Kr. Ilafstein samtök manna, er keppa að sam- eiginlegum eða svipuðum mark- miðum. Hitt verður aldrei nóg- samlega áréttað, að samstöðuaflið er forsenda alls árangurs. Einn af fyrri formönnum Sjálfstæðis- flokksins lét einhverju sinni þau orð falla, að enginn einstakur í Sjálfstæðisflokknum væri merki- legri en flokkurinn sjálfur. í þessu felst það, að enginn maður sé meira verður sem stjórnmálamaður en sú stefna, er flokksmenn vilja í sam- einingu berjast fyrir til þess að ná sameiginlegum markmiðum. Ef allir sjálfstæðismenn gerðu sér grein fyrir þessum grundvallar- sannindum sem vert væri og breyttu samkvæmt því, myndi sú staða aldrei koma upp í Sjálfstæð- isflokknum, sem raun varð á við stjórnarmyndun Gunnars Thor- oddsen. Megintilgangur ungra sjálfstæð- ismanna með tillögum sínum um breyttar skipulagsreglur Sjálf- stæðisflokksins mun vera sá, að það ástand skapist ekki að nýju í flokknum, sem þar hefur ríkt að undanförnu. Sá tilgangur er vissu- lega af hinu góða, og eitthvað kann að vera hæft í því, að með þessum hætti megi koma í veg fyrir, að framferði einstakra sjálfstæð- ismanna við síðustu stjórnarmynd- un verði fordæmi síðar. Það er hins vegar of dýru verði keypt að taka upp slíkar flokksræðisreglur og sæmir ekki þeim stjórnmálaflokki, er ætti öðrum flokkum fremur að halda í heiðri frjálslyndi og sjálfs- ákvörðunarrétt manna. Þá er þess að gæta, að þær aðstæður, er lágu til grundvallar stjórnarmyndun Gunnars Thoroddsen voru svo margslungnar, að til þess eru lítil líkindi, að svipuð saga endurtaki sig í Sálfstæðisflokknum. Þær áttu sér í raun afar flókinn og langan aðdraganda en sköpuðust ekki í einni hendingu. Það er að vísu svo, að í þessum efnum verður ekkert fullyrt, hvorki til né frá. Hitt er þó næsta sennilegt, að styrkur Sjálf- stæðisflokksins í framtíðinni muni fremur verða byggður á samstöðu- vilja og siðferðisþreki en valdbeit- ingu og bannreglum. I einni merkustu bók síðari tíma, Spámanninum eftir Kahlii Gibran, talar spekingur til fólksins og seg- ir: „Ykkur hefur verið sagt, að þið séuð eins og festin, sem er jafnveik og veikasti hlekkur hennar. Þetta er aðeins hálfur sannleikur. Þið er- uð einnig jafnsterk og sterkasti hlekkurinn. Að dæma ykkur eftir mistökum ykkar er líkt og að dæma afl hafsins eftir froðu brotinnar öldu. Að dæma ykkur eftir mistök- um ykkar er líkt og að fordæma árstíðirnar fyrir óstöðuglyndi þeirra." — I þessum orðum er fólg- inn meiri sannleikur en stjórn- málaflokkur, sem vill taka sjálfan sig alvarlega, hefur efni á að láta sem vind um eyrun þjóta. Það er ljóst, að Sjálfstæðis- flokknum verður ekki til lengdar haldið saman með vopnaskaki. Andstæðingar flokksins bíða með óþreyju þess fagnaðar, að sá sundr- ungartónn, sem sleginn er í sam- þykkt ungra sjálfstæðismanna, muni hljóma á landsfundi nú í upp- hafi vetrar. Sjálfstæðisflokkurinn á hins vegar allt sitt undir því, að ekki bíði hans annar eins býsnavet- ur og er að baki. Von hans er í því fólgin, að sá friður, sem þessi landsfundur verður að stefna að og staðfesta, verði ekki einungis „frið- ur fimm nátta“. Af þeim sökum varðar nú mestu, að á landsfundi verði vopnin kvödd og þau sverð slíðruð, sem sárast hafa bitið sjálfstæðismenn á síð- ustu árum. Að öðrum kosti getur Sjálfstæðisflokkurinn ekki vænzt þess að verða að nýju ótvírætt for- ystuafl í íslenzku þjóðlífi. Ungir sjálfstæðismenn eiga að leggja sitt þunga lóð á vogarskálina, til þess að deilur verði settar niður. Að öðr- um kosti geta þeir ekki vænzt þess að verða forystuafl í sameinuðum Sjálfstæðisflokki. Eftir Ingibjörgu Rafnar Eins og kunnugt er fara fram sveitarstjórnarkosningar á næsta vori. A næstu mánuðum munu því væntanlega fara fram fjörlegar umræður um sveitarstjórnarmál. A 26. þingi Sambands ungra sjálfstæðismanna, sem haldið var á ísafirði 28.—30. ágúst sl. var samþykkt ítarleg ályktun um sveitarstjórnarmál. Hún hefur verið birt í heild hér í blaðinu, en mér þykir rétt að draga fram nokkur atriði hennar. SUS hefur jafnan lagt áherslu á, að auka beri sjálfstæði sveitar- félaga að mun og forræði þeirra í eigin málum. Það hefði í för með sér að ákvörðunarvald um málefni borgaranna dreifist á hendur fleiri en nú er. Einnig er til þess að líta að sveitarstjórnir eru þau stjórnvöld, sem standa næst borg- urunum, og ættu því að þekkja betur hver á sínum stað staðhætti alla og landkosti, svo og hver þau mál eða verkefni eru, sem brýnast er að leysa úr eða helst brenna á borgurunum. Ennfremur er nauðsynlegt að verkaskipting ríkis og sveitarfé- laga sé skýr og ákveðin, þannig að jafnan sé ljóst, hver skuli hafa frumkvæði að tiltekinni fram- kvæmd, taka ákvörðun um hana, ráða framkvæmdahraða og bera fjárhagslega ábyrgð á henni. Æskilegast er að allt sé þetta á hendi sama aðilans. Nú er því svo háttað um ýmis mál, að ríkinu ber að standa undir kostnaði ákveðins hluta verks, t.d. 85% stofnkostn- aðar heilsugæslustöðva, 50% stofnkostnaðar dagvistunarstofn- ana, o.s.frv. Telji sveitarfélag þörf á að reisa heilsugæslustöð eða barnaheimili, þá nægir ekki að taka um það ákvörðun í héraði og setja slíka framkvæmd inn á fjárhagsáætlun. Fara þarf bónarveg til ríkisins og bíða þess að framkvæmdin komist inn á fjárlög og fáist samþykki á Alþingi. Fari svo, að framkvæmd- in sé samþykkt, þá getur tekið langan tíma að fá framlag ríkis- sjóðs innt af hendi, sbr. drátt á framkvæmdum við langlegudeild Borgarspítalans í Reykjavík. Það er ljóst, að stefnumörkun um slíka uppbyggingu í sveitarfé- lögum til lengri tíma er því erfið, auk þess sem stjórnun verður öll dýrari á fé og tíma, en vera þyrfti. Sveitarfélögum hafa verið falin með lögum aukin verkefni, án þess að þeim væru tryggðir tekjustofn- ar sem skyldi til að standa undir þeim. Sjálfstæðismenn hafa jafn- an lagt áherslu á, og gera enn, að gæta beri hófs í skattlagningu, þannig að ekki verði gengið um of á ráðstöfunarfé borgaranna. Þeir hafa því bent á þá leið að tekju- sköttum verði einungis beitt í þágu sveitarfélaga en ekki af rík- inu, enda mun ríkið á síðustu ára- tugum hafa þrengt æ meir að þessari tekjuöflunarleið sveitarfé- laganna, með því að nýta sér hana sjálft í æ ríkari mæli. Útsvör, sem eru lögð á íbúa sveitarfélaga sem flöt prósenta á tekjur manna, munu nema 58—60% af tekjuöfl- un sveitarfélaga, en tekjuskattur til ríkisins nemur ca. 15% af tekjuhlið fjárlaga. Ljóst er því, hve miklu meir þessi tekjustofn varðar sveitarfélögin en ríkið. Annað atriði, sem ungir sjálf- stæðismenn hafa bent á til að standa straum af framkvæmdum sveitarfélaga er, að þau fái aukið sjálfdæmi um meðferð gjaldskrár- mála, þ.e. fái að verðleggja þjón- ustu sína eftir því sem tilefni gef- ur til. Nú þurfa sveitarfélögin að sækja um hækkun á gjaldskrám, t.d. rafveitna, hitaveitna og dag- vistunarstofnana, til gjaldskrár- nefndar ríkisstjórnarinnar. Þar virðast við afgreiðslu erinda sveit- arfélaga oft á tíðum ráða önnur sjónarmið en eðlilegt má teljast, þ.e. ekki er tekið mið af þörf við- komandi aðila. Miklu frekar virð- ist tekið mið af misvitrum aðgerð- um ríkisstjórna í vísitöluleiknum, eins og dæmin sanna á þessu ári. Það er alveg ljóst að borgararnir tapa mest á þessu, þar sem upp safnast skuldir, sem að sjálfsögðu þarf að greiða og kosta sitt í vöxt- um og fleiru, og gera þjónustuna dýrari, þegar til lengri tíma er lit- ið eða verri að mun. Svo að vikið sé að sveitarstjórn- arkosningum þeim, sem fram eiga að fara á næsta vori, taldi þing SUS mikilvægt, að hlutur ungs fólks í sveitarstjórnarmálum fyrir „Svo vikið sé að sveitar- stjórnarkosninguin þeim, sem fram eiga að fara á næsta vori. taldi þing SUS mikilvægt, að hlutur ungs fólks í sveitarstjórnarmál- um fyrir Sjálfstæðisflokk- inn yrði mikill, ungt fólk yrði áberandi og virkir þátttakendur í þeim. Að því verður ungt fólk fyrst og fremst að vinna sjálft og sýna að það er trausts- ins vert.“ Sjálfstæðisflokkinn yrði mikill, ungt fólk yrðu áberandi og virkir þátttakendur í þeim. Að því verð- ur ungt fólk fyrst og fremst að vinna að sjálft og sýna að það er traustsins vert. Eins og áður er getið um, eru sveitarstjórnir þau stjórnvöld, sem standa næst borgurunum. Þær taka ákvarðanir um málefni, sem varða borgarana miklu, að- stæður þeirra allar og umhverfi. Miklu varðar að sjónarmið ungs fólks fái þar einhverju ráðið. Auðsætt er, að engir þættir sveitarstjórnarmála eru ungu fólki óviðkomandi. Þannig skiptir auðvitað miklu máli fyrir ungt fólk, sem og aðra, að fyllsta að- halds og sparnaðar sé gætt í stjórnun sveitarstjórnarmála. Einnig að þannig sé búið að at- vinnufyrirtækjum, hvað varðar uppbyggingu og rekstur þeirra, að atvinnuástand sé tryggt. Engu að síður brenna tiltekin mál frekar á ungu fólki en önnur, eðli málsins samkvæmt. Nefna má skólamál, æskulýðsmál, húsnæðismál og dagvistunarmál. Um ofangreind mál og önnur, verður fjallað nánar í dálki þess- um síðar. Gísli Rúnar Jónsson og Gísli Halldórsson í hlutverkum sínum i Skorn- um skömmtum, revíu Leikféiagsins. Leikfélag Reykjavíkur: Revían á miðnætursýning- um í Austurbæjarbíói svarað ars flokks en þess sem telur sig styðja einkarekstur í landinu. Sjávarafurðadeildin hefur tekju- afgang. Það er eðlilegur tekju- afgangur til kominn samkvæmt sérstökum samningi við frysti- hús innan Sambandsins. Samn- ingsbundnum hluta af þessum tekjuafgangi ráðstafar Sam- bandið sjálft eftir því sem það telur skynsamlegt á hverjum tíma. Það veit ég að Matthías Bjarnason skilur. Ef hann er því ekki sammála verður það að vera hans mál. Varðandi spurninguna sjálfa vil ég hins vegar taka sérstak- lega fram, að Sambandið hefur þegar veitt mörgum frystihúsum innan SAFF fyrirgreiðslu vegna erfiðleika. Það mun Sambandið halda áfram að gera. Að gefa í skyn að það muni bitna á ein- hverju Sambandsfrystihúsanna, þótt Sambandið muni á næstu þremur árum greiða sem svarar 1,0 m.kr. á ári vegna kaupa á hlut í eldra frystihúsi til að styrkja atvinnulíf í kjördæmi Matthíasar Bjarnasonar, á ekki við rök að styðjast. Slíkur mál- flutningur verður að flokkast undir pólitískt moldviðri af hvaða ástæðu sem því er þyrlað upp. Er ekki komið nóg af slíku? Reykjavik, 1. október 1981. Á LAUGARDAGSKVÖLD verður hin vinsæla revía þeirra Jóns Hjartarsonar og Þórarins Eldjárns, Skornir skammtar, tekin til sýningar að nýju hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Verkið verður nú sýnt á mið- nætursýningum í Austurbæjar- bíói kl. 23.30. Revían var sýnd 30 sinnum á síðasta leikári við gífur- lega aðsókn, en hefur nú verið breytt og endurbætt með tilliti til ýmissa þjóðlífsatburða, alvarlegra og spaugilegra. Leikstjóri reví- unnar er Guðrún Ásmundsdóttir, en í haust hefur annar höfunda, Jón Hjartarson, annast leikstjórn vegna fjarveru Guðrúnar, sem er í leyfi erlendis. Þá hafa einnig orðið þær breytingar á hlutverkaskipan, að Gísli Rúnar Jónsson tekur við hlutverki Kjartans Ragnarssonar, en Gísli er nýkominn frá fram- haldsnámi í London. Er þetta í fyrsta skipti sem hann leikur með Leikfélaginu. í öðrum hlutverkum revíunnar eru ýmsir helstu leikar- ar Leikfélagsins: Gísli Halldórs- son, Guðmundur Pálsson, Sigríður Hagalín, Karl Guðmundsson, Soffía Jakobsdóttir, Valgerður Dan, Harald G. Haralds, Aðal- steinn Bergdal, Helga Þ. Steph- ensen og Jón Júlíusson auk Jó- hanns G. Jóhannssonar, sem ann- ast undirleik og hefur útsett og æft söngvana, en mikill fjöldi söngva er í sýningunni og töldu gagnrýnendur á sínum tíma þann þátt sérlega vel heppnaðan. Leikmynd er eftir Ivan Török. (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.