Morgunblaðið - 03.10.1981, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 03.10.1981, Blaðsíða 30
HVAD ER AD GERAST UM HELGINA? 30 Barn í garðinum sýnt á ný í Iðnó Á sunnudagskvöldið verður bandaríska verðlaunaleikritið Barn í garðinum eftir Sam Shepard endursýnt hjá Leikfélagi Reykjavíkur, en verk þetta var frumsýnt í lok síðasta leikárs og vakti þá nokkra at- hygli, enda höfundurinn talinn helsta leik- ritaskáld Bandaríkjanna nú. Vegna þrengsla og annarra verkefna hjá Leikfé- laginu verður þó aðeins unnt að hafa ör- fáar sýningar á verkinu og er þeim, sem áhuga hafa á verkinu, því bent á að draga ekki að sjá það. Birgir Sigurðsson þýddi leikritið, leikmynd og búninga gerði Þór- unn S. Þorgrímsdóttir og leikstjóri er Stef- án Baldursson. Leikritið gerist á sveitabýli í Illinois í Bandaríkjunum og lýsir all furðulegri fjöl- skyldu, sem býr yfir óhugnanlegu leynd- armáli. Þangað kemur ungur piltur ásamt unnustu sinni og smám saman er flett ofan af þeim atburðum, sem þarna hafa gerst. í hlutverkunum eru Steindór Hjör- leifsson, Margrét Ólafsdóttir, Hjalti Rögnvaldsson, Hanna María Karlsdóttir, Þorsteinn Gunnarsson, Sigurður Karlsson og Guðmundur Pálsson. ALÞÝÐULEIKHÚSIÐ: Sterkari en Súpermann Á laugardag og sunnudag kl. 3 verða sjötta og sjöunda sýning á leikritinu Sterkari en Súpermann í Alþýðuleikhús- t 3 inu. Þessi sýning þykir vel fallin fyrir börn á skólaaldri og aðstandendur þeirra og reyndar alla þá sem vilja kynnast lífi og málum fatlaðra í þjóðfélaginu í formi skemmtilegrar leiksýningar. Sem sagt sannkölluð fjölskyldusýning. Sterkari en Súpermann segir frá móður með tvö börn og er annað þeirra fatlað. Þau eru nýflutt í nýtt hverfi og áhorfendur fylgjast með því hvernig þau spjara sig í nýju umhverfi innan um ókunnugt fólk. Sterkari en Súpermann er eftir Roy Kift. Leikstjórn önnuðust Thomas Ahrens og Jórunn Sigurðardóttir. Grétar Reynis- son gerði leikmynd og búninga og Ólafur Haukur Símonarson samdi lög og söng- texta. Listasafn Einars Jónssonar Frá og með 1. október er safnið opið tvo daga í viku, sunnudaga og miðvikudaga frá kl. 13.30-16. Þá vill safnið vekja athygli á, að það býður nem- endahópum að skoða safnið utan venjulegs opnun- artíma. MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1981 „Gerum jörðina mennska “ Sunnudaginn 4. október verður Sam- hygð með hátíð í Háskólabíói undir yfir- skriftinni „Gerum jörðina mennska". Gestir hátíðarinnar verða upphafsmað- ur Samhygðar rithöfundurinn Sílo ásamt öðrum Samhygðarfélögum víðs vegar að úr heiminum. Má þar nefna m.a. Pétur Guðjónsson, en hann er upphafsmaður þessa starfs á Islandi. Að auki eru með í hópnum Filippseyingur, Indverji, Itali, Kanadamaður og bandarísk kona. Upphaf Samhygðar var það að Sílo flutti f.vrstu opinberu ræðu sína um þjáninguna og möguleikana á að yfirstíga hana í Mendóza í Argentínu þann 4. maí 1969. I kjölfar ræðunnar var hún prentuð og henni dreift, og síðan var fyrsti skipulagði vinnuhópurinn myndaður. 1975 hófst síðan skipuleg útbreiðsla hugmynda og kenninga Samhygðar. Samhygð er nú í þróun í 42 löndum og hefur til umráða 200 miðstöðvar í fimm heimsálfum. Á íslandi var Samhygð form- lega stofnuð þann 18.08. 1980. Fundurinn á sunnudaginn hefst klukkan 14.00 og er öllum opinn. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ: Hótel Paradis og Astarsaga aldarinnar Fyrir nokkru er upp- selt á sýninguna á Hótel Paradís eftir Georges Feydeau í Þjóðleikhúsinu í kvöld, en enn er hægt að fá miða á sýninguna ann- að kvöld (sunnudag). Hótel Paradís er sem kunnugt er franskur hjónabandsfarsi, eins og þeir gerast bestir og gerist leikurinn annars vegar á virðu- legu smáborgaraheimili, en hins vegar á sóðalegu og lítt þekktu fjórða flokks hóteli við fáfarna götu í París. Þetta hótel velur aðalpersónan herra Dinglet sér til þess að halda framhjá eiginkonunni. Hann kemst þó að því, að pottþétt framhjáhald verður ekki stundað þó felustaðurinn sé pottþétt- ur. Með aðalhlutverk fara Róbert Arn- finnsson, Sigríður Þorvaldsdóttir, Þóra Friðriksdóttir, Bessi Bjarnason, Randver Þorláksson, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Árni Tryggvason, Árni Blandon og Gísli Alfreðsson. — Benedikt Árnáson er leik- stjóri, leikmyndin er eftir Robin Don, Sig- urður Pálsson þýddi leikinn og Kristinn Daníelsson sér um lýsinguna. Annað kvöld verður þriðja sýningin á Ástarsögu aldarinnar eftir Márta Tikkan- en; en þessi sýning var frumsýnd sl. mið- vikudagskvöld á Litla sviði Þjóðleikhúss- ins við góðar undirtektir. í verkinu lýsir Márta Tikkanen á afar nærgöngulan hátt lífi sínu og heimilishögum í sambúðinni við áfengissjúkan eiginmann. Þess má geta, að ljóðabók sú, sem leiksýningin er byggð á, hlaut bókmenntaverðlaun þau sem kvennasamtök á Norðurlöndum veittu árið 1979 til mótvægis við einokun karla á Bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs. Kristín Bjarnadóttir fer með eina hlut- verkið í leiknum, en hún er jafnframt þýð- andi verksins. Kristbjörg Kjeld er leik- stjóri, Guðrún Svava Svavarsdóttir gerir. leikmynd og David Walters sér um lýs- ingu. Myndin er af Kristínu Bjarnadóttur leikkonu. HÚSA VÍK: Málverkasýning í Safnahúsinu 1. október opnaði Kári Sigurðsson mál- verkasýningu í safnahúsinu á Húsavík. Á sýningunni eru um 60 verk unnin með olíu, krít, pastel- og svartkrít. Sýningin stendur til sunnudagskvölds 4. okt. og er opin frá 14 til 22. Þetta er sjötta einkasýning Kára og hef- ur selst nokkuð af myndum. Fróttaritari Birgir Schiöth með fyrstu einkasýningu Birgir Schiöth teiknikennari heldur sýn- ingu á málverkum og teikningum í hús- gagnaversluninni Tréborg að Reykjavíkur- vegi 68 í Hafnarfirði. Á sýningunni eru rúmlega eitt hundrað myndir og má segja, að sýningin sé þrí- þætt. Þar eru olíumálverk, teikningar, einkum af gömlum húsum og götum í Hafnarfirði. Þá eru þar gamlir og nýir „prófílar". Sýningin verður opnuð laugardaginn 3. október og verður opin alla daga frá klukk- an 9—22 til og með 11. október. Þetta er fyrsta einkasýning hans og jafnframt sölusýning. Grethe Holmen með fyrirlestur í Norrœna húsinu Danski rithöfundurinn og blaðamaður- inn Grethe Holmen er stödd hér á landi í boði Norræna félagsins og Norræna húss- ins. Hún heldur fyrirlestur í Norræna hús- inu sunnudaginn 4. okt. kl. 16 og nefnir hann Kunstens kvinder — kvinders kunst. Grethe Hölmen hefur skrifað bókina Kvindelige kunstnere í 1500 og 1600 tallet — forfattere, malere og komponister, sem kom út 1977. Hún hélt fyrirlestur um sama efni á kvennaráðstefnunni, sem haldin var í Kaupmannahöfn 1980. Fyrirlestur henn- ar í Norræna húsinu er byggður upp á sama þema og fjallar um listakonur á Norðurlöndunum á 19. öld. Grethe Holmen hefur í 16 ár átt sæti í stjórn Dansk kvindesamfund í Kaup- mannahöfn, hin síðari ár sem formaður. Einnig hefur hún verið í stjórn Danske Kvinders Nationalrád. Grethe Holmen heldur einnig fyrirlestra á Akureyri í Amtsbókasafninu á mánu- dagskvöld og á Egilsstöðum á þriðju- dagskvöld á vegum Norrænu félaganna þar. Bakteríur, veirur og gersveppir Laugardaginn 3. október nk. efnir Líf- fræðifélag Islands til ráðstefnu um rann- sóknir á sviði örverufræði. Ráðstefnan verður haldin í Norræna húsinu og er öll- um opin. Dagskrá hefst kl. 09.50. Fyrir- lestrar eru 18 talsins og fjalla um margs konar rannsóknir á bakteríum, veirum og gersveppum. Allflestar stofnanir hérlend- is, þar sem stundaðar eru rannsóknir af þessu tagi, eiga fulltrúa meðal fyrirlesara og mun fást gott yfirlit yfir örverurann- sóknir hérlendis á ráðstefnunni. Þetta er önnur ráðstefnan sem Líffræði- félagið gengst fyrir um afmörkuð fræða- svið innan líffræði, en fyrir ári var haldin ráðstefna um vistfræðirannsóknir hér- lendis. Árlegur fundur Norrœna full- orðinsfræðslu- sambandsins Norræna fullorðinsfræðslusambandið heldur árlegan fund sinn hér á landi dag- ana 2.-4. okt. Norræna fullorðinsfræðslusambandið var stofnað 1970. Innan þess eru 9 fræðslu- stofnanir í Danmörku, Finnlandi, íslandi, Noregi og Svíþjóð. Hlutverk þess er að stuðla að auknu samstarfi Norðurlanda- þjóða á sviði fullorðinsfræðslu almennt, en með áherslu á menningarsviðið. Tveir þeirra, er fundinn sitja, þeir Allan Sundqvist, rektor Studieförbundet Vux- enskolan í Svíþjóð, og Ragnar Mannil, skrifstofustjóri í Svenska folkskolans vánner, halda fyrirlestra í Norræna hús- inu, föstudagskvöldið 2. okt. kl. 20.30. Allan Sundqvist mun kynna þær um- ræður, sem hafa verið í Svíþjóð vegna skýrslu um fullorðinsfræðslu, sem var lögð fram sl. haust og Ragnar Mannil talar um reynslu Finna af þeim samtökum sem standa að fullorðinsfræðslu og eru ekki ríkisstýrð og segir frá hlutverkum þeirra og skipulagi. Allan Sundqvist hefur starfað mikið að skipulagningu fullorðinsfræðslu og er þaulkunnugur þeim málum. Hann var ráð- inn á sl. ári til sænska menntamálaráðu- neytisins til að vinna að gerð áætlunar um fullorðinsfræðslu fyrir árið 1981. Ragnar Mannil er, sem fyrr segir, skrifstofustjóri í Svenska folkskolans vánner, en þau eru elstu menningarsamtök sænskumælandi Finna. Hann er einnig formaður Svenska studieförbunder. Saila Ekström, lektor, er einnig stödd hér á landi vegna fundar Norræna fullorð- insfræðslusambandsins. Hún heldur fyrir- lestur í Norræna húsinu, sunnudagskvöld- ið 4. okt. kl. 20.30 og talar um finnskar nútímabókmenntir. Saila Ekström er um þessar mundir að ljúka doktorsprófi í finnskum bókmennt- um frá háskólanum í Stokkhólmi, og er sérgrein hennar finnskar bókmenntir 1880—90. Hún hefur verið lektor við finnskudeild Stokkhólmsháskóla í mörg ár og hefur ferðast mikið um Svíþjóð og talað um finnska tungu og menningu og hvernig það er að vera innflytjandi. Kristján Stein- grímur með sýningu í Nýlistasafninu í gær opnaði Kristján Steingrímur sýn- ingu í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3b. Á sýn- ingunni eru ljósmyndir, málverk, skúlptúr og bækur. Kristján lauk námi frá Nýlistadeild Myndlista- og handíðaskóla íslands síð- astliðið vor eftir fjögurra ára nám. Sýn- ingin stendur til 12. okt. og er opið daglega frá 16 til 22. Spœnskur orgelleikari Hér á landi er staddur orgelleikarinn Antonio Corveiras frá Spáni og mun hann halda orgeltónleika í Hallgrímskirkju í dag kl. 17. Mun hann og halda tónleika tvo næstu laugardaga. Jói og Skornir skammtar Jói, eftir Kjartan Ragnarsson, verður sýndur í Iðnó í kvöld klukkan 8.30, en á eftir þeirri sýningu verður sýnd revía þeirra Þórarins Eldjárns og Jóns Hjart- arsonar, Skornir skammtar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.