Morgunblaðið - 03.10.1981, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 03.10.1981, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1981 37 Magnús Magnússon Og kennarasamtökin í landinu voru mikið farin að velta fyrir sér hvað hægt væri að gera fyrir börnin sem ekki gátu notið al- mennrar skólamenntunar. En því er ekki að neita að skilningurinn á vanamálunum var mismunandi. — Hvar byrjaði þitt starf í ker- finu? — Ég byrjaði sem ráðgefandi í skólunum með ýmislegt er betur mætti fara. Var mér mjög vel tekið. Jónas fræðslustjóri stóð fyrir námskeiði, um sérkennslu, fyrir kennara og fékk hingað til fyrir- lestrar í því sambandi Helmut Norman sem var mikill framfara- maður á þessu sviði hjá Svíum. Var þetta með því fyrsta sem gert var til þess að koma sérkennslu fy- rir fatlaða nemendur inn í skólana. En athyglisvert hlýtur það að tel- jast að sumir þeir kennarar er Þar fór fram merkilegt starf MAGNÚS Magnússon sérkennslu- fulltrúi er meðal þekktustu manna I fræðslu- og menntamá- lum þjóðarinnar um langa tið. Það eru fáir sem jafn sleitulaust og óhikað hafa eytt lifsstarfi sínu i að rækta andlegan þroska fatl- aðra barna samkvæmt því er grunnskólalögin kveða á um. Allt frá því er Magnús kom heim frá framhaldsnámi 1956, he- fur hann unnið þrotlaust til fram- fara og blessunar fyrir börnin sem lítils mega sin sökum hvers konar fötlunar og eiga þvi ekki samleið með öðrum börnum í skó- lakverfinu. Nokkrum árum eftir kennara- próf fór Magnús til náms í Sviss. Þar lauk hann prófi frá Heilpeda- gogische Seminar í Ziirich. Einnig nam hann uppeldis- og sálarfrseði i Miinchen i Þýska- landi. Samhliða námi starfaði Magnús um skeið við barnahei- mili fyrir vangefin og vanhirt börn i Braunschweig. Ég spyr Magnús: — Var vænlegt um 1950—’60 fy- rir ungt fólk að koma heim til starfa fyrir þroskaheft bðrn? — Já, að mörgu leyti. Þótt fle- stir íslenskir skólamenn tryðu því þá að mál slíkra barna væru í raun óleysanleg, varð samt uppeldisleg bjartsýni þeirra er heim komu frá námi — fullir áhuga og starfsgleði — ríkjandi. Dr. Matthías Jónasson var þá nýkominn heim og hafði stofnað Barnaverndarfélag Reykjavíkur. En á þessum árum komu þau ein- nig frá háskólanámi í Zúrich Pál- ina Jónsdóttir sem kom fyrr og varð skólastjóri uppeldisskólans á Jaðri og Björn Gestsson sem tók við stjórn Kópavogshælis. Með öllu þessu fólki komu nýir straumar og nýjar vonir sem höfðu mikil áhrif á unga kennara í lan- dinu. Hreyfingin á vandamálum þroskaheftra barna varð áberandi. — Hvernig þótti þér svo þegar til alvörunnar kom? — Gott — mjög gott. Jónas B. Jónsson sem þá var fræðslustjóri Reykjavíkurborgar var víðsýnn og velviljaður öllum málum til fram- fara í skólakerfinu og hann lét til sín taka mál þeirra barna er lítils máttu sín. áðurnefnt námskeið sóttu komu al- drei nálægt sérkennslu í skólum sí- num eftir það. — Nú varst þú aðalhvatamaður að stofnun Höfðaskóla? — Já, það hafði nú verið sett upp sálfræðideild í tengslum við fræðsluskrifstofuna í Reykjavík. Og með tilkomu deildarinnar varð æ ljósara að það vantaði sérskóla fyrir þau börn er verst voru á vegi stödd og áttu því ekki samleið með öðrum. Ég hafði mikinn áhuga fyrir að leysa úr brýnustu þörf með því að stofna sérskóla heima hjá mér. Leitaði ég til þess eftir styrk hjá Styrktarfélagi vangefinna, en fékk þar synjun. Samkvæmt beiðni Jónasar fræðslustjóra var komið á fót skóla fyrir börnin í litlu, ófullkomnu húsnæði við Sigtún. Þarna störfuðum við hvert skólaár til 1975. Og þótt húsnæðið væri þröngt, tel ég að þar innan veggja hafi farið fram merkilegt starf til ræktunar þroskaheftum börnum víðs vegar af landinu. Skólinn bjargaði mörgum börnum frá al- gerri einangrun og kom þeim til nokkurs þroska miðað við getu hvers og eins. 1975 varð mikil breyting á, þá flutti skólinn í nýtt og myndarlegt húsnæði í öskjuhlíðinni og nefn- dist nú öskjuhlíðarskóli. Skömmu síðar hvarf ég frá skólanum og tók að mér nýtt embætti í fræðsluker- finu sem sérkennslufulltrúi. í því starfi felst það að byggja upp og skipuleggja alla sérkennslu í lan- dinu, m.a. koma upp sérdeildum in- nan grunnskólanna. Og markmiðið var að koma öllum þroskaheftum börnum til þess þroska og þeirrar menntunar sem hvert og eitt þeirra er fært um að meðtaka. — En öskjuhlíðarskólinn? — Hann er og hefur verið hæfingarskóli, fyrir börn sem illa eru á vegi stödd. Hans hlutverk er að reyna að hæfa þau inn í hinn almenna grunnskóla, eða út í hið daglega líf. — Ertu ánægður með það sem náðst hefur í sérkennslumálum hér? — Ef ég lít til baka er ég þakk- látur því sem áunnist hefur í skólamálum fyrir þroskaheft börn. En hver er ánægður við svona kringumstæður? Perusala í Kópavogi Rex-Rotary Ijósritunarvélar NÚ í upphafi októbermánaðar byrja félagar úr Lionsklúbbn- um Muninn í Kópavogi hina árlegu fjáröflun sína með peru- sölu. Allur ágóði af þessari fjáröf- lun rennur til líknarmála nú eins og alltaf áður. I fyrra rann t.d. allur ágóði af perusölunni til Hjúkrunarheimilis Kópa- vogs. A myndinni sem hér fylgir með eru talið frá vinstri: Stefán Trjámann Tryggvason blaða- fulltrúi klúbbsins, Einar Ingi Sigurðsson forseti hans og Ás- geir Kristinsson formaður fjáröflunarnefndar. í bakgrunni myndarinnar er nýja hjúkru- narheimilið í Kópavogi, en ný- lega hafa félagar úr Lions- klúbbnum Muninn unnið þar í sjálfboðavinnu að málningu á hjúkrunarheimilinu. Ákveðið er að allur ágóðinn af perusölunni eða a.m.k. me- ginhluti hans renni að þessu sinni til Hjúkrunarheimilis Kó- pavogs. Perusala í Garðabæ FÉLAGAR i Lionsklúbbi Garða- og Bessastaðahrepps munu í dag ganga i hús í svei- tarfélögunum og bjóða ljósape- rur til sölu. Allur ágóði af sölunni rennur í líknarsjóð klúbbsins, en ver- kefni undanfarinna ára hafa verið margskonar á sviði man- núðar-, Hknar- og menningar- mála. T.d. voru á síðasta starf- sári afhentir tveir heitir pottar við sundlaugina í Garðabæ, bókagjöf til Bókasafns Bessas- taðahrepps, Skólakór Garðabæ- jar styrktur og ýmislegt fleira. Á næstunni hyggst klúbbu- rinn beina kröftum sínum í þágu aldraðra í sveitarfélögunum, segir í frétt frá klúbbnum. Perusala í Hafnarfírði LIONSKLÚBBUR Hafnarfja- rðar verður um helgina með sína árlegu perusölu. Ágóði rennur til deildar þroskaheftra barna á barnahei- milinu Víðivöllum og einstak- linga sem hafa slasast illa og þurfa aðstoðar við. Dönsk gæðaframleiðsla, verðlaunuð fyrir hönnun, viðurkennd um víða veröld. Allir Rex-Rotary Ijósritarnir skila hnífskörpum, þurrum Ijósritum strax, þ.e. án upphitunartíma. Eftir eðli og umfangi verk- efnanna velur þú þann rétta, og Rex-Rotary skaffar þér besta vélaverð, besta efnisverö og þar með ódýrustu Ijósritin. /?Qnix HÁTÚNI 6A • SÍMI 24420 Höfumopnað nýja bókabúð á besta stað. Bækur og rítföng i úrvali. Næg bilastæði. Komdu viðhjáokkuríSuðurverinu, þjónustuna getuiðu bókað! Stigahlíð 45-47 • Simi (9D-81920

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.