Morgunblaðið - 03.10.1981, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.10.1981, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1981 iífofgmiÞlitfclfe Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 85 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 5 kr. elntakiö. Útflutningsstarfsemi eða kauphallarbrask? Talsmenn og málgögn ríkisstjórnarinnar eru að byrja að vakna upp við þann óþaegilega veruleika, að ekki er allt með felldu í atvinnulífi þjóðarinnar. Frystiiðnaðurinn er rekinn með miklum halla og iðnaðurinn stendur frammi fyrir sívaxandi erfiðleikum. Viðbrögð talsmanna ríkisstjórnarinnar eru þau að segja sem svo, að vissulega sé um erfiðieika að ræða í einstökum atvinnugreinum, en ef litið sé á fiskvinnsluna sem heild sé um nokkurn hagnað að ræða, afkoma frystingar sé að vísu í lakara lagi, en söltun og herzla skili góðum hagnaði. Það er orðið tímabært, að kveða upp úr með það, að málflutn- ingur af þessu tagi gengur ekki öllu lengur. Það er ekki hægt að ætlast til þess af fyrirtækjum í sjávarútvegi og fiskvinnslu, að ein vinnslutegund beri aðra uppi. Til þess liggja margar ástæð- ur, en ein af þeim er sú, að þótt sum fiskvinnslufyrirtæki séu með allar tegundir vinnslu, eru önnur það ekki og hvað um afkomu þeirra? Við þurfum líka að hugsa svolítið lengra en til næstu mánaða í þessum efnum. A undanförnum áratugum höfum við byggt upp sterka markaðsstöðu fyrir fiskafurðir okkar víða um lönd. Það hefur kostað mikla vinnu að byggja þessa markaði upp og það hefur tekizt á löngum tíma, en það er tiltölulega auðvelt að missa þessa stöðu niður. A tímum eins og nú, þegar afkoma frystingar er erfið en söltunar og herzlu góð, hneigjast menn til að segja sem svo, að þá sé bezt að auka vinnsluna sem mest í þeim greinum, sem gefa mestan hagnað. Hvað þýðir það hins vegar fyrir markaðsstöðu okkar í þeim löndum, sem kaupa af okkur frystar fiskafurðir? Fyrirtæki okkar vestanhafs eiga stóran og traustan hóp við- skiptavina, sem ganga út frá því sem vísu, að þeir fái reglulegar sendingar af þeirri gæðavöru, sem við höfum upp á að bjóða. Þeirra atvinnustarfsemi byggist á því. Við getum ekki sagt við þessa viðskiptavini: nú árar vel í söltun og herzlu og þess vegna ætlum við að leggja áherzlu á þá markaði í ár. Við tölum við ykkur aftur, þegar markaðurinn hér batnar. Svona framkoma er örugg leið til þess að missa þá sterku stöðu, sem við höfum náð vestanhafs. Hið sama má segja, t.d. um þá markaði, sem við höfum verið að vinna í Bretlandi. Undanfarna mánuði hefur staða pundsins verið veik eins og annarra gjaldmiðla. Það hefur borgað sig betur að selja fiskinn til annarra en Breta. Ef við hins vegar segjum við viðskiptavini okkar þar: við viljum ekki selja ykkur núna, en gerum það, þegar markaðurinn batnar, er það vísasti vegurinn til þess að missa fótfestu á þessum markaði. Við höfum langa og dýra reynslu af því hvað það kostar þjóðina, ef markaðir lokast eða hverfa. Þess vegna getum við ekki leyft okkur að reka útflutningsstarfsemi okkar sem eins konar kauphallarbrask, þ.e. að segja: við seljum til Bandaríkj- anna í dag en Nígeríu á morgun, allt eftir því hvernig kaupin gerast á eyrinni. Við hljótum að leggja áherzlu á ákveðna stefnu í markaðsmálum, sem miðar við langtímahagsmuni. Auðvitað reynum við að ná sem beztum viðskiptum þar sem þau bjóðast hverju sinni, en útflutningur okkar verður þó að byggja á traustum grunni, við megum ekki yfirgefa gamlá viðskiptavini, sem hafa reynzt okkur vel í áratugi, fyrir skyndihagnað annars staðar, sem lítið er á að byggja. Stefna núverandi ríkisstjórnar hefur leitt til þess að frystiiðn- aðurinn er vanræktur. Það er skiljanlegt, að einstök fyrirtæki reyni að bjarga sér eins vel og þau geta á líðandi stund með því að leggja áherzlu á þá vinnslugrein, sem mest gefur á hverjum tíma. Þetta þýðir hins vegar, að markaðsstaða okkar í frystum fiski getur verið í hættu. Þetta er afleiðing af þeirri stefnu ríkisstjórnarinnar að láta sem svo, að vandi fiskvinnslunnar sé ekki mikill, af því að hún sé í heild sinni rekin með hagnaði, þótt frystingin sé rekin með bullandi tapi. Þeim mun lengur sem það ástand varir þeim mun líklegra er, að það komi niður á mark- aðsstöðu okkar. Frystihúsin eru að tölvuvæðast. Starfsskilyrði starfsfólks frystihúsanna eru betri en áður. Frystihúsin eru í dag fremur rekin sem háþróuð iðnfyrirtæki en vinnslustöðvar, þar sem unn- ið er í löngum lotum við að vinna mikinn afla, sem á land berst. Stór hópur fólks hefur hlotið verðmæta þjálfun í störfum í frystihúsunum. Haldi frystiiðnaðurinn áfram að drabbast niður, kemur að því, að þetta fólk missir vinnuna. í næstu sveiflu upp á við í frystiiðnaði koma svo frystihúsin og vilja fá þetta fólk í vinnu aftur. Verður það þá til staðar? Það er sama út frá hvaða sjónarmiði er litið á málefni fiskvinnslunnar. Vanda hennar er ekki hægt að leysa með því að „færa á milli" greina, sem er uppáhaldsstefna núverandi ríkisstjórnar. Vopnin kvödd Sjálfstæðisflokkurinn stendur nú á vegamótum, ef til vill hinum örlagaríkustu í gjörvallri sögu sinni. Landsfundur flokksins er á næsta leyti, og til hans er horft bæði með áhuga og eftirvæntingu. Áhugi manna beinist að því, hver verði stefnumótun sjálfstæð- ismanna hin næstu misseri og hvers megi af þeim vænta við úr- lausnir þeirra margháttuðu vanda- mála, sem við er að etja í þjóðfélag- inu. Eftirvæntingin á hins vegar ekki síður rætur að rekja til þess, að á þessum landsfundi kann það í raun að ráðast, hver verði styrkur og staða Sjálfstæðisflokksins í ís- lenzkum stjórnmálum í framtíð- inni. Ég hef séð ástæðu til þess að vara við frekari sundrungu í Sjálfstæðisflokknum en orðin er og hvetja til umburðarlyndis og sátt- fýsi. Tilefni þeirra orða minna, sem birtust í Morgunblaðinu 19. sept- ember sl., voru einkum samþykktir ungra sjálfstæðismanna á þingi þeirra á ísafirði fyir skömmu um breytingar á skipulagsreglum flokksins. Annars vegar lögðu ung- ir sjálfstæðismenn til, að það yrði gert ótvírætt, að þingmenn flokks- ins væru bundnir af samþykktum þingflokksins og flokksráðs um samstarf við aðra flokka um mynd- un eða setu í ríkisstjórn og litið yrði á brot á þessum reglum sem úrsögn viðkomandi þingmanns úr Sjálfstæðisflokknum. Á hinn bóg- inn var ráð fyrir því gert í tillögum ungra sjálfstæðismanna, að þeir sjálfstæðismenn, sem í almennum kosningum tækju sæti á fram- boðslistum, sem réttkjörnar stofn- anir flokksins stæðu ekki að og þar sem flokkurinn byði sjálfur fram, hefðu þar með sagt sig úr Sjálf- stæðisflokknum. Þótt tilgangur þessara hugmynda ungra sjálf- stæðismanna sé í sjálfu sér góðra gjalda verður, taldi ég þær ótví- ræða ávísun á sundrungu og svo órafjarri grundvallarhugsjón sjálfstæðisstefnunnar, umburðar- lyndi og virðingu fyrir skoðunum og rétti annarra, að við þeim yrði að vara. Formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, Geir H. Haarde, Eftir Pétur Kr. Hafstein „Stjórnmálaflokkar eiga ekki að vera stofnanir í þjóðfé- laginu, er ríkja með harðræði og vald- beitingu. Þeir eru og eiga að vera frjáls samtök manna, er keppa að sameiginlegum eða svipuðum markmið- um. Hitt verður aldrei nógsamlega áréttað, að sam- stöðuaflið er for- senda alls árang- u bjóst til nokkurra andsvara á þess- um vettvangi hinn 26. september sl. Hann ítrekar það, sem vitað var og fram kom á Isafjarðarþinginu, að stjórnarandstaða ungra sjálfstæð- ismanna er afdráttarlaus. Það er vel, og þess er að vænta, að ekki verði lát á málefnalegri andstöðu þeirra og Sjálfstæðisflokksins við ríkisstjórnina. I þessum punkti er hins vegar ekki að finna kjarna þess vanda, sem við Sjálfstæðis- flokknum blasir. Um það þarf ekki að fara í graf- götur, að fjölmörgum sjálfstæðis- mönnum mislíkaði stórum fram- ferði varaformanns Sjálfstæðis- flokksins og nokkurra annarra þingmanna hans við myndun nú- verandi ríkisstjórnar á öndverðu ári 1980. Ég hef enga dul á það dregið, að ég fyllti þann flokk. Hins vegar tel ég nú styrk og einingu Sjálfstæðisflokksins meiru varða en væringar vegna þess, sem miður hefur farið. Það er tími til þess kominn, að sjálfstæðismenn grafi stríðsaxirnar og snúi sér að því all- ir sem einn að byggja upp að nýju öflugan Sjálfstæðisflokk, er and- stæðingum hans standi slík ógn af, að þeir láti sér ekki aftur til hugar koma að reyna að sundra þar sam- herjum. Af þessum sökum þarf engan að undra, þótt hvatt sé til umburðar- lyndis og sátta í Sjálfstæðisflokkn- um. Það umburðarlyndi, sem um- fram allt hefur gert Sjálfstæðis- flokkinn stóran og haldið honum saman um áratugi, er vitaskuld ekki þeirrar gerðar, að það eigi sér engin takmörk og leið til þess „að gera flokkinn að áhrifalausu rek- aldi, sem enginn ber virðingu fyrir eða tekur mark á“, eins og Geir H. Haarde virðist telja hættu á. Það- an af síður ætti slíkt styrkleika- merki og skynsamlegt umburðar- lyndi í frjálsu samstarfi manna að verða til þess, að Sjálfstæðisflokk- urinn verði „falur á pólitísku bögglauppboði". Skynsamlegt umburðarlyndi í stjórnmálaflokki er að minni hyggju í því fólgið fyrst og fremst, að hver og einn hafi til þess rétt og ráðrúm að fylgja sannfæringu sinni í hvívetna. Að sjálfsögðu á meirihlutinn að ráða stefnumörkun og starfsháttum, ef í odda skerst. Minnihlutinn hefur hins vegar til þess ótvíræðan rétt að fara sínu fram, en hann gerir það þá ekki í nafni stjórnmálasamtakanna sem slíkra. Hitt er annað, að minni- hlutamenn kunna með framferði sínu að baka sér þá ábyrgð sam- herja sinna og kjósenda, að endi verði bundinn á störf þeirra fyrir stjórnmálaflokkinn. Sú ábyrgð er hins vegar af öðrum toga en brott- rekstur eða sjálfvirk úrsögn úr flokki. Hún byggist á því, að stjórnmálamenn verði jafnan að vinna til þess trausts, sem þeir þykjast vera verðir og sækjast eft- ir. Umburðarlyndi af þessu tagi leiðir að mínu áliti síður en svo til þess, að Sjálfstæðisflokkurinn verði „áhrifalaust rekald" eða „fal- ur á pólitísku bögglauppboði“. I þessu sambandi er rétt að Erlendur Einarsson: Matthíasi Bjamasyni í Mbl. 30. sept. sl. leggur Matthías Bjarnason, alþm. og fyrrverandi sjávarútvegsráð- herra, fyrir mig nokkrar spurn- ingar er flestar varða rekstr- argrundvöll sjávarútvegsins, kaup Sambandsins á hluta Fisk- iðjunnar Freyju á Súgandafirði og erfiðleika hraðfrystihúsanna. Þegar að er hugað eru spurn- ingar þessar sjö talsins, sem ég mun nú leitast við að svara. Tvær spurninganna lúta að því sama, þ.e. hvort við rekstrar- grundvöll sjávarútvegsins og hraðfrystiiðnaðarins verði unað. Mitt svar við þeirri spurningu er að grundvöll þessara greina þurfi að lagfæra eins og svo oft áður, eftir að þær hafa komist í vandræði vegna sjálfvirkra kostnaðarhækkana. Þriðju spurningunni um hvort ekki sé hörmulega búið að iðn- rekstrinum í landinu, höfum við í Sambandinu svarað á þann veg að grundvöllur helstu útflutn- ingsgreina sé ekki fyrir hendi, fyrst og fremst vegna misvægis í gengisþróun. Því sjónarmiði okkar hefur þegar verið gerð rækileg skil, m.a. í Mbl. þótt reynt hafi verið að rangtúlka þann málflutning okkar. í fjórðu spurningunni er leitað álits á þeim ummælum Stein- Erlendur Einarsson. gríms Hermannssonar, að um ástæðulausan barlóm frystihús- anna sé að ræða. Þar sem ég hef ekki séð tilvitnuð ummæli í sam- hengi get ég ekki tjáð mig um þau, enda fæ ég ekki séð að skoð- un mín á þeim skipti máli. Fimmta spurningin er hvort ekki sé ástæða til að breyta um stefnu. Einfalt svar við svo víð- tækri spurningu er ekki til. Það sem hver ríkisstjórn hlýtur að verða að hafa efst á blaði, er að trygRja rekstrargrundvöll at- vinnulífsins svo einhver verð- mætasköpun geti átt sér stað, og tryKRja þar með lífskjör og at- vinnu fólksins i landinu.' Síðustu tvær spurningarnar eru að hluta til samhljóða og má því svara þeim saman. Þær fjalla um það hvort ekki hefði verið eðlilegra að því fjármagni sem sjávarafurðadeild hefur komist yfir af afrakstri hrað- frystihúsa og vinnslustöðva, sem skipt hafa við deildina, hefði verið varið til að styrkja fyrir- tæki innan Sambandsins sem mörg hver eiga í erfiðleikum, í stað þess að kaupa nýtt frysti- hús. I fyrsta lagi vildi ég leyfa mér að gera lítilvæga athugasemd við orðalag spúrningarinnar, sem sé „fjármagn sem deildin hefur komist yfir af afrakstri hraðfrystihúsa og vinnslu- stöðva". Þetta orðalag hefði ég frekar búist við a sjá í öðru málgagni og hjá þingmanni ann-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.