Morgunblaðið - 03.10.1981, Page 27

Morgunblaðið - 03.10.1981, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. OKTOBER 1981 Tillögur skólanefndar Kópavogs 27 Á myndinni má sjá forsvarsmenn brauðavikunnar ásamt Vikingabrauðinu sem bakað verður og selt á öllum Norðurlöndunum. Veggspjöldin eru prentuð erlendis og eru i grundvallaratriðum eins i öllum löndunum. Næsta vika verður brauðavika: „Æskilegur skammtur kyrrsetu- manns 6—8 brauðsneiðar á dag“ Á FUNDI skólanefndar Kópavogs í fyrrakvöld var umsögn um skip- an skólamála í ha num samþykkt af öllum nefndarmönnum. Um- sögn skólanefndar er svohljóð- andi: Það skal vera meginstefna skipu- lagsuppbyggingar skólamála í Kópavogi að þeir séu heilstæðir, tvíhliðstæðir skólar. Samanber þó 3. grein grunnskólalaga, og skal við það miðað í hönnun grunn- skólabygginga í framtíðinni. Stærð skólabygginga og skóla- hverfa miðist við, að um 550 nem- endur á forskóla- og grunnskóla- aldri séu að jafnaði í hverjum skóla og mörk skólahverfa þróist í samræmi við það. 2. Menntun á framhaldsskólastigi í Kópavogi verði í samræmdum framhaldsskóla, fjölbrautaskóla með eininga- og áfangakerfi sem taki til starfa í byrjun næsta skólaárs undir einni stjórn. Verði menntaskólinn í Kópavogi hluti ■vútmvm----------------- VfíTfl Iftítu SKtfföflFlírHWtf- OG W «0 VW WfóWfKflflRNIff: ÓL\ 1Ó Wowm FKff NfW VORK.Tð'Mflii fflf wpfi'dmm, yff/NóKiMOK KOM/IW fftf CiMMLQNQI 0£> flÓM 06r 8? lf VðKOM 11/. SOV^f- fÚOfllV/Vfl, flASWflfl ÍK -öTflfWR V flMffli'KO, ávNHffá flOtroOírV IDVQON... þess skóla og húsnæðismál skól- ans leyst til bráðabirgða í sam- ræmi við það svo viðunandi sé. 3. Undirbúningur að kennslu verk- náms og byggingu húsnæðis fyrir verknámsbrautir á framhalds- skólastigi verði hafinn nú þegar. 4. Framkvæmdir við skólabygg- ingar í Kópavogi á næstu árum verði í þessari röð. a) Byggingar við grunnskólastigið verði á grundvelli 1. töluliðar hér að framan. b) Bygging verknámsdeildar á framhaldsskólastigi. c) Bygging bóknámsdeilda á fram- haldsskólastigi. 5. Bæjarstjórn Kópavogs stofni til viðræðna við menntamálaráðu- neytið um þessi mál og annist undirbúning að uppbyggingu framhaldsskólans í Kópavogi. Jafnframt verði samið um fjár- mögnun þeirra byggingaráfanga sem að framan greinir. Bjarni Ólafsson með 1000 lestir Akranesi. 2. októhcr. TOGARINN Krossvík kom til hafnar í nótt og landar hér í dag um 120 lesta afla, sem er mestmegnis karfi. Vs Bjarni Ólafsson kom hingað af loðnumiðunum í gær, var með 1000 lestir af loðnu til löndunar í SFA og er verksmiðjan þá búin að taka á móti 6500 lestum af loðnu á yfir- standandi vertíð. Vs Víkingur fór á veiðar á loðnumiðin í nótt. JÚllUK LANDSSAMBAND bakara- meistara gengst fyrir sérstakri brauðaviku hér á landi dagana 4. til 10. október. Hugmvndin að vikunni kom fram fyrir nokkrum árum. Á norrænu hakaraþingi í Finnlandi 1980 var ákveðið að láta verða af þessu dagana 4. —10. október, og hefur undirbúningur síðan staðið yfir og brauðavikan verður með svipuðu sniði í löndunum fimm. I tilefni vikunnar kemur á markaðinn nýtt brauð, sem valið var úr samkeppni sem Danir héldu meðal bakara sinna. Brauð- ið verður bakað og selt á öllum Norðurlöndunum og ber heitið Víkingabrauð. í brauðinu eru brotnir hveitikjarnar, hveiti, hveitiklíð, vatn, malt, ger, jógúrt, salt, sojamjöl og smjörlíki. Brauð- ið er mjög bragðgott. Fengu blaða- menn að bragða á því á fundi með forráðamönnum brauðavikunnar. Öll brauð eru holl Herdís Steingrímsdóttir mat- vælafræðingur gerði grein fyrir breytingum á mataræði manna frá síðustu aldamótum. Sagði hún neyslu á kornmat hafa farið NÚ UM helgina stendur yfir I Kristalssal Ilótels Loftleiða sýn- ingin „Skrifstofa framtiðarinnar" á vegum Stjórnunarfélags Íslands og Skýrslutæknifélags íslands. Á sýningunni er til sýnis ýmis búnaður. sem ekki er enn kominn í notkun á skrifstofum og sömu- Starfsmenn fyrirta>kjanna sem sýna í Kristalssal fræða gesti um hin nýju tæki. (I.jósm. Mhl. Emiha.) minnkandi, kaupgeta hefur aukist meðal manna og menn velja frem- ur dýrara fæði nú en áður. Er tal- ið, að í meðalfæði Islendings í dag séu aðeins um 21% af kolvetnum öðrum en sykri, en samkvæmt manneldismarkmiðum þyrfti þessi tala að vera 40—50%. I framhaldi af því segja sænskir manneldisfræðingar æskilega brauðneyslu á dag vera 6—8 brauðsneiðar. Herdís lagði einnig áherslu á, að öll brauð væru holl, hveitibrauð sem grófkornabrauð, og þau væru alls ekki fitandi, þar sem jafnmikið fitumagn væri í einni brauðsneið og í einu epli. leiðis ýmis þekkt skrifstofutæki, sem hér eru sýnd leysa af hendi önnur störf en vant er. Sem dæmi um tæki, sem sýnd eru á þessari sýningu, má nefna elektrónískar ritvélar, sem m.a. eru hljóðlátari en eldri gerðir ritvéla, tölvur með litskjám, fjarljósritun- arvél, sem getur tekið afrit af skjölum í öðrum löndum á 20 sek- úndum. Sýningin er opin frá kl. 14.00—20.00 og lýkur á sunnu- dagskvöld. W Skrifstofa framtíðarinnar“: Ljósritað milli landa 75 ára í dag: Bjarni Halldórsson stórkaupmaður Hann Bjarni er 75 ára í dag, 3. október. Þessa langar mig að minnast í nokkrum orðum. Bjarni er fæddur í Reykjavík 1906. Þá var Friðrik konungur 8. konungur ís- lands. Foreldrar Bjarna voru hjónin Sigríður Bjarnadóttir og Halldór Þórðarson. Æskuárin hverfa fljótt og alvara lífsins frá leik og vernd foreldra tekur fljótt við. Ekki er þetta síst svo hjá þeim sem ungir að árum þurfa að fara að vinna fyrir sér sjálfir. Lífsbaráttan var á sinni tíð hörð hjá börnum þessa lands. Þannig var það með Bjarna. Aðstæður gerðu það að verkum, að strax á unga aldri fór hann að vinna. Fékk aðeins lágmarks menntun sem í boði var á þeim árum. Bjarni stundaði hverja þá vinnu sem bauðst af kostgæfni og alúð og hlaut aðdáun og traust vinnuveitenda sinna fyrir. Hann hefur alla tíð átt auðvelt með að umgangast fólk og hefur það kom- ið sér vel í því starfi sem verið hefur hans aðal ævistarf. Einnig má segja að fólk hafi laðast að honum eins og járn að segli. I Bjarna hefur hver og einn kynnst traustum vini. Bjarni á þann eig- inleika sem of fáum er gefið, það er glaðlyndi og að geta hlustað á aðra tala. Bjarni hefur alla tíð unnið myrkranna á milli og ekki unnt sér hvíldar. Margir sem á skrifstofu hans hafa komið minn- ast hans með uppbrettar skyrtu- ermar eins og sá sem er tilbúinn í allt. Bjarna er ljóst að vinnan göfgar manninn. Eins og fyrr seg- ir vann Bjarni öll þau störf sem til féllu en hugur hans snerist til söiumennsku og vann hann fyrst við slíkt hjá Jóhanni Karlssyni og síðar hjá Davíð S. Jónssyni. Árið 1954 stofnaði hann sitt eigið fyrir- tæki. Nú starfa með honum þar sonur hans og tengdasonur. Óhætt er að segja að Bjarni unir sér vel í þessum hópi og telur fyrirtæki sitt nú í góðum höndum þar sem tengdasonur hans er annarsvegar. Vert er að geta þess að Bjarni hef- ur notið gæfu í fjölskyldulífi sínu og hefur þar ríkt traust og ástríki. Eitt er það i fari Bjarna sem hefur vakið athygli mína, en það er hversu mikið hann notar sím- ann í samskiptum sínum við við- skiptavini fyrirtækisins. En þeir eru margir vítt og breitt um land- ið. Hann hefur áunnið trúnað viðskiptavina sinna og sýnir það best að hann er ábyggilegur í viðskiptum. Hans fyrsta og síð- asta boðorð er að í sölumennsku er best að segja satt og rétt frá öllu og leiðbeina ef þess er þörf. Enda eru margir viðskiptavinir hans ekki aðeins viðskiptavinir heldur líka persónulegir vinir hans. Þetta er ein af ástæðum þess að fyrir- tæki Bjarna hefur gengið vel í gegnum árin. Bjarni er félags- lyndur og hefur um langan tíma tekið þátt í félagsmálum, bæði í stúkunni Andvara og innan Reglu musterisriddara, og er þar virkur og góður félagi. Bjarni hefur yndi af söng og söng sjálfur töluvert á sínum yngri árum. Bjarni Halldórsson er léttur í lund og léttur á fæti þrátt fyrir að hann hafi fyllt 75 árin. Víst er að hann sýnist yngri á velli en kirkjubækur segja til um. Hans góða skaplyndi á efalaust mikinn þátt í þessu. I góðum hópi á gleðistund er hann hrókur alls fagnaðar, en er alvara lífsins er annarsvegar þá er ábyrgðin og ör- yggið, sem hann sækir í trúna og í bæn til almættisins í fyrirrúmi. Árið 1937 giftist Bjarni konu sinni, Rúnu Halldórsdóttur frá Norðfirði. Eiga þau þrjú börn, Rögnu Guðríði, sem er gift Guð- mari Magnússyni verzlunarmanni, Sigurþór, verzlunarmaður, og Halldór Gísli, þroskaþjálfi. Að lokum viljum við hjónin senda Bjarna og fjölskyldu hans bestu árnaðaróskir á þessum tímamótum. Þökkum vináttu og samstarf. Megi þau bæði, Bjarni og Rúna, eiga bjart og heillaríkt ævikvöld. Bjarni er að heiman. Kristján Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.