Morgunblaðið - 03.10.1981, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1981
33
Skólamál í Kópavogi
Eftir Stefni Helgason
Framhaldsnám
í fyrri grein minni komu fram
staðreyndir um nemendafjölda,
nýtingu skólahúsnæðis og nem-
endaspár til næstu ára.
Jafnframt gat ég um þá miklu
samstöðu sem ríkti í bæjarstjórn
Kópavogs allt fram til 1978 þegar
vinstri meirihluti komst á í Kópa-
vogi.
En án samstöðu allra viðkom-
andi aðila innan bæjarfélagsins er
útilokað að árangur náist hjá fjár-
veitingavaldinu.
í Kópavogi búa fleiri íhúar en i
þrem kjördæmum og álika marg-
ir og í því f jórða og öll þcssi kjör-
da-mi hafa a.m.k. 5 þingmenn.
Kópavogur á cngan þingmann.
ckki einu sinni varaþingmann.
Það er því augljóst að staða okkar
gagnvart fjárveitinganefnd er
veik og algerlega vonlaus svo lengi
sem barist er á heimavígstöðvum.
En eins og áður sagði var þessi
samstaða fyrir hendi allt til ársins
1978 og hefðum við aðeins borið
gæfu til að halda henni, þá væri
ástandið sennilega annað en nú er.
Það er létt fyrir fjárveitinganefnd
að segja: „Fyrst skuluð þið ná
samstöðu ykkar í milli og þá skul-
um við kanna málin.“
Það cru mikil ósannindi að
skólamcistari MK og byggingar-
ncfnd skólans hafi ckkert gcrt til
að afla fjár til nýbyggingar.
Staðreyndin er sú að á hverju
ári er leitað eftir fjármagni og var
skólinn kominn á fjárlög 1978 þeg-
ar samstaðan rofnaði í bæjar-
stjórn, fyrst vegna staðarvals
skólans og síðan vegna hringl-
andaháttar, nánast á öllum svið-
um.
Byggingarnefnd MK barðist
fyrir fjölhrautaskóla árum sam-
an, cn þeir scm hafa hæst nú,
stóðu í vcgi fyrir því að byggt
yrði.
Allt tal um áhugaleysi skóla-
meistara MK er því rangt.
Ég hefi nefnt hér borgarafund
og grein eftir Skafta Þ. Hall-
dórsson, en ég vil einnig nefna
grein eftir Árna Stefánsson kenn-
ara sem birtist í Dagblaðinu 25.9.
sl.
I grein sinni kemur hann víða
við og nefnir réttilega erfiðleika
frumbýlisáranna hér í bæ, einnig
nefnir hann þá miklu uppbygg-
ingu sem átt hefur sér stað í
skólamálum bæjarins síðustu ár,
m.a. skólabókasöfn. Rétt er að
mikið hcfur áunnist og ætti hann
að íhuga að sú upphygging á sér
staðáárunum 1970—1978, þcgar
samstaða ríkti, cnda stjórn bæj-
arins i höndum sjálfstæð-
ismanna, þcirra sömu manna og
hann kallar nú afturhaldsmcnn,
vcgna tillögu um nýtingu skóla-
húsnæðis. Einnig hann vill að
byggt sé yfir framhaldsskólann
þótt allvafasamar séu spár hans
um fólksfjölgun í Kópavogi. Hann
virðist ekki athuga að ef íbúafjöldi
bæjarins tvöfaldast á næstu 2—3
áratugum, þá yrði sú fjölgun að
mestu leyti utan fyrirhugaðrar
Reykjanesbrautar og því um nýtt
skólahverfi að ræða.
Hinsvegar eru niðurstöður hans
athyglisverðar, en þar segir:
„Það verður svo eitt fyrsta verk-
efni skólastjórnar hins nýja fram-
haldsskóla í Kópavogi að leita
lausnar á tímabundnum húsnæð-
isskorti skólans í samráði við bæj-
aryfirvöld og skólastjórnarmenn.
Þeim vanda ber Víghóla-, Kópa-
vogs- og Þinghólsskóla að jafna á
sig. Aðrir grunnskólar (og þá sér-
staklega Kársnesskóli) kunna
einnig að þurfa að taka við aukn-
um nemendafjölda um sinn.“
Það mætti halda að greinarhöf-
undur hafi alls ekki lesið „aftur-
haldstillögur íhaldsins". En lesi
hann þær, kemst hann að því að
hann er á sama máli og flutn-
ingsmenn.
Fjölbrautaskóli
Á borgarafundinum var sam-
þykkt áskorun um stofnun fjöl-
brautaskóla í Kópavogi.
Ekki kom fram hversu um-
fangsmikill slíkur skóli skyldi
vera né heldur hvar hann skyldi
staðsettur. Þá komu fram ósmekk-
legar og ósannar fullyrðingar á
skólameistara menntaskólans um
dugleysi og áhugaleysi hans varð-
andi fjölbrautaskóla og m.a. lesið
bréf frá menntamálaráðherra frá
1976, þar sem fram kemur að
menntaskólinn verði með fjöl-
brautasniði.
í grein Skafta Þ. Halldórssonar
segir m.a.:
Eimmitt í þann mund þegar ís-
lendingar voru að uppgötva það,
að menntaskólaformið á fram-
haldsmenntun væri steinrunnið
datt þeim í hug að setja á stofn
menntaskóla.
Þekkingarskortur höfundar er
ömurlegur, hann hefði a.m.k. átt
að kynna sér tillögur um framtíð-
arskipulag Menntaskólans í Kópa-
vogi, en þar segir m.a. um náms-
brautir:
1. Að menntaskólabrautir skuli
byggðar upp með hliðsjón af
núverandi starfi skólans og við-
eigandi undirbúningi háskóla-
náms.
2. Að viðskiptabraut skuli ætlað
að mennta nemendur til eðli-
legs lokastigs framhaldsskóla á
því sviði.
3. Að mynd- og handmenntabraut
skuli fyrst og fremst vera und-
irbúningur frekara náms í
Myndlista- og handíðaskóla Is-
lands (sem þar með þarf að
hafa samráð við um þetta
nám).
4. Að hússtjórnarbraut skuli
byggð upp sem sjálfstæð braut
(og haft sérstaklega samráð við
menntamálaráðuneytið í því
sambandi).
5. Að matvælaiðjubraut skuli
skipulögð sem sjálfstæð braut
(í samráði við aðila iðnaðarins,
matvælaiðjuver í Kópavogi,
hlutaðeigandi rannsóknar-
stofnanir ríkisins og Háskóla
Islands).
6. Að gert skuli ráð fyrir
nokkrum iðnaðarbrautum við
skólann og val þeirra miðað við
líklega (og síðar raunverulega)
eftirspurn nemenda, þarfir at-
vinnulífsins að dómi stjórn-
valda, ríkjandi iðngreinar í
Kópavogi og að ekki komi til
óþörf röskun eða tvíverknaður
milli skólans og annarra
menntastofnana, sem veita
iðnfræðslu á höfuðborgarsvæð-
inu. (Brýnt er að stofnuð verði
varanleg og virk samstarfs-
nefnd um þessi mál.)
7. Að frá upphafi skuli gert ráð
fyrir leiðum fyrir verkbrauta-
nema til þess að bæta við sig
námi til stúdentsprófs.
Um kennsluskipan segir m.a.:
Eftir er að ákveða kennsluskip-
an í skólanum t.d. hvort kenna
skuli samkvæmt bekkjakerfi eða
áfangakerfi (námskeiðskerfi).
Byggingarnefnd hefur þessi mál
til athugunar og þ.á.m. hugsan-
lega millileið, þannig að reynt yrði
að nýta kosti beggja kerfanna eft-
ir föngum en forðast gallana (sbr.
fyrrgreint lagafrumvarp um
framhaldsskóla, bls. 17). Þá er og
eftir að athuga margt viðvíkjandi
verknámi í skólanum, t.a.m.
hversu mikill hluti þess getur far-
ið fram í fyrirtækjum og stofnun-
um í Kópavogi.
Full samstaða var innan bygg-
ingarnefndarinnar um tillögur um
framtíðarskipulag skólans.
Þá er þáttur framhaldsskóla-
nefndar ekki síður mikilvægur, en
í þeirri nefnd var einnig full sam-
staða.
I tillögum nefndarinnar segir
m.a. í 5. grein.
Nefndin tclur brýnt að ekki
dragist að efla nám á fram-
haldsskólastigi i Kópavogi og
lcggur því til að scm fyrst verði
farið að nýta það svigrúm sem
myndast mcð fækkun grunn-
skólanemenda i cldri hverfum
bæjarins.
Og um fjölbrautanám segir:
Varðandi fjölbrautanám bendir
nefndin á eftirfarandi atriði:
a) Þegar á næsta ári verði gerð
áætlun um eflingu þess fram-
haldsnáms (framhaldsdeilda)
„Tillaga sjálfstæð-
ismanna í bæjarstjórn
um nýtingu skóla-
húsnæðis í Kópavogi
er flutt til að knýja
fram afstöðu bæjar-
stjórnar til lausnar á
miklum vanda, sem
núverandi meirihluti
hefur ekki haft kjark
til að leysa, Alþýðu-
flokkur og Alþýðu-
bandalag hafa hins
vegar brugðið á það
ráð að skapa óeiningu
innan bæjarins með
mistúlkun á stað-
reyndum.“
Annar hluti
sem þegar er vísir að í Víghóla-
skóla.
b) Bætt verði við nýjum verkleg-
um námsbrautum í Víghóla-
skóla. Að dómi nefndarinnar er
álitlegt forgangsverkefni að
koma upp nýrri námsbraut í
matvælaiðju er þjóni öllu land-
inu. Því næst verði skipulögð
námsbraut í rafeindaiðju. Þá
verði komið upp grunnnámi í
fjölmennustu iðngreinum á
sviði málm-, tré- og rafiðnaðar
í samræmi við þarfir, en því
námi verði síðan lokið í
Reykjavík eða Hafnarfirði. All-
ar nýstofnaðar brautir verði
eins eða tveggja ára brautir
meðan verið er að þróa þær.
c) Frá og með skólaárinu
1981—1982 verði gerð sú breyt-
ing á námi í menntaskólanum,
í því augnamiði að gera hann
smám saman að fjölbrauta-
skóla, að koma upp viðeigandi
framhaldsbrautum fyrir nem-
endur sem lokið hafa námi skv.
a- og b-lið. Fyrsti áfanginn af
þessu tagi verði stofnun við-
skiptabrautar til stúdentsprófs
frá og með hausti 1981. Jafn-
framt gæti menntaskólinn
stofnað til námsbrauta í fjöl-
miðlun, mynd- og handmennt
og hússtjórn á árunum
1981—86. Verði þetta gert í til-
raunaskyni fyrst í stað og var-
anleiki látinn ráðast af feng-
inni reynslu.
(Við umljöllun um þcnnan sið-
asta þátt álitsins, fjölbrauta-
námið. hafði ncfndin það i
huga að þegar lá fyrir ítarlcgt
álit mcnntaskólancfndarinnar
þar scm gerðar cru tillögur
um framtíðaruppbyggingu
núvcrandi MK scm fjölhrauta-
skóla og sá ncfndin þvi ckki
ásta-ðu til að cndurvinna það
verk.)
Framhaldsskólanefnd skilaði
áliti í desember 1979,- en bæjar-
stjórn Kópavogs hefur ekki enn
séð ástæðu til að taka afstöðu til
málsins.
Það cr því eins og áður segir
alfarið sök ba'jarfulltrúa Alþýðu-
flokks og Alþýðubandalags að
ckkcrt hefur vcrið gcrt. Enn ein
sönnun um skort þeirra á fram-
sýni. samstöðu og framkvæmda-
vilja.
Lokaorð
Allir þeir sem tjáðu sig á borg-
arafundinum, svo og þeir sem
skrifað hafa greinar um þessi mál
nú undanfarið, eru sammála um
að leysa verði þann mikla vanda
sem Menntaskólinn í Kópavogi
býr við.
Allir eru sammála um að auka
þurfi framhaldsnám í Kópavogi.
Ágreiningur er um á hvern hátt
skuli að málum staðið.
Tillaga sjálfstæðismanna í bæj-
arstjórn um nýtingu skólahús-
næðis í Kópavogi er flutt til að
knýja fram afstöðu bæjarstjórnar
til lausnar á miklum vanda sem
núverandi meirihluti hefur ekki
haft kjark til að leysa. Alþýðu-
flokkur og Alþýðubandalag hafa
hinsvegar brugðið á það ráð að
skapa óeiningu innan bæjarins
með mistúlkun á staðreyndum.
Tillögur sjálfstæðismanna eru
í bcinu framhaldi af tillögum
framhaldsskólancfndar. cn i
þcirri ncfnd voru fulltrúar frá
öllum flokkum og cins og áður
scgir var full samstaða um þær
tillögur innan nefndarinnar.
Bæjarstjórn Kópavogs getur
ekki lengur setið aðgerðarlaus,
henni ber að taka málið til um-
fjöllunar og afgreiðslu.
Og þó að ég væri ekki sammála
mörgu af því sem formaður For-
eldrafélags Þinghólsskóla sagöi á
borgarafundinum, þá er ég sam-
mála honum um að lausn málsins
væri auðveld. Það scm þyrfti væri
áhugi. samstarf, skipulag.
Sönn orð cn þvi miður hefur
núvcrandi mcirihluti vinstri-
manna i Kópavogi ckki borið
gæfu til að starfa á þann veg.
Þeirra samvinna hefur byggst á
áhugaleysi, sundrungu og skipu-
lagsleysi á öllum sviðum.
Stjórn Nemendafélags Menntaskólans í Kópavogi ásamt skólamcistara og formanni Kennarafélags MK. F.v. Eyjólfur Á. Kristjánsson, Ingólfur
A. Þorkelsson, Ýr Gunnlaugsdóttir, Þór Steinarsson og Arinbjörn V. Clausen.