Morgunblaðið - 03.10.1981, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1981
Minning:
Daníel Willard
Fiske Traustason
Fæddur 18. júní 1928
I)áinn 27. september 1981
í dag er jarðsettur frá Landa-
kirkju í Vestmannaeyjum Daníel
Traustason skipstjóri, sem
drukknaði í Neskaupstað aðfara-
nótt síðasta sunnudags. Daníel
var fæddur í Grímsey, sonur hjón-
anna Kristínar Vaídimarsdóttur
og Trausta Pálssonar. Kristín er
enn á lífi en Trausti féll frá þegar
Daníel var aðeins fjögurra ára.
Stóð hún þá ein uppi með stóran
barnahóp. Daníel fékk því fljótt að
kynnast hörku lífsbaráttunnar og
mun ekki hafa verið gamall þegar
hann tók að sækja sjó, fyrst á bát-
um en síðar á togurum. Hann undi
því ekki lengi að vera háseti hjá
öðrum. Innan við tvítugt sótti
hann fiskimatsnámskeið og starf-
aði síðan um hríð sem verkstjóri
við frystihús í Stykkishólmi. Leið-
in lá þó fljótt aftur á sjóinn og
Daníel fór síðan í Stýrimanna-
skólann og lauk þaðan skipstjórn-
arprófi árið 1955. Að loknu prófi
var hann eitt ár stýrimaður á bát
frá Vestmannaeyjum en tók síðan
sjálfur við skipstjórn. Var fyrst
með ísleif gamla en síðan hvorn á
eftir öðrum báta Helga Bene-
diktssonar, Fjalar og Hringver. A
þeim árum voru að hefjast veiðar
með kraftblökk, Daníel var fljótur
að ná valdi á nýrri tækni við veið-
arnar og aflaði vel. Hann stjórn-
aði síðan nýjum stálskipum Ein-
ars Sigurðssonar, Engey og Akur-
ey, en keypti um 1965 af Einari
vélbátinn Kóp og hefur gert hann
út síðan. Kópur var ekki nýr, þeg-
ar Daníel keypti hann, og líklegt
er að honum hefðu hlotnast bæði
meiri fjármunir og umfram allt
fleiri tómstundir ef hann hefði
áfram verið með skip fyrir aðra,
því að hann var eftirsóttur skip-
stjóri. Samt hygg ég að hann hafi
aldrei iðrað þess að fara sjálfur út
í útgerð. Það átti best við hann að
þurfa ekkert undir aðra að sækja.
Daníel sótti jafnan fast á vetrar-
vertíð frá Eyjum, aflaði vel, þegar
engin óhöpp urðu með tækjabún-
að, og varð eitt ár aflakóngur. A
síðustu árum var hann aftur tek-
inn til við síldveiðar og hafði ný-
hafið síldarvertíð þegar hann féll
frá.
Daníel gekk árið 1957 að eiga
Hildi Jónsdóttur kennara í Vest-
mannaeyjum og hafa þau búið þar
síðan að undanskilinni dvöl fjöl-
skyldunnar í landi um tíma eftir
gosið. Þau eignuðust þrjú börn,
Jón Hauk, Úlfar og írisi.
Daníel Traustason var hár mað-
ur, herðabreiður og kraftalegur og
hafði þá þykkustu hönd sem ég hef
tekið í. Svipmikill var hann, lá
hátt rómur þegar hann vildi það
við hafa, og sópaði að honum hvar
sem hann fór. Hann var af-
bragðssjómaður, skjótráður,
ákveðinn og skýr í fyrirskipunum
og glöggur að greina hvern vanda.
Hann var kröfuharður við menn
sína og gat látið heyrast til sín úr
brúarglugganum ef honum þótti
menn vera svifaseinir eða linir til
átaks, en kunni líka vel að meta
það þegar rösklega var unnið og
allir samtaka. Hann var góður fé-
lagi áhafnarinnar á hvíldarstund-
um. Mér er kunnugt um að fjölda-
margir, sem verið höfðu með hon-
um á sjó, mátu hann mikils og
þótti vænt um hann síðan og héldu
við hann sambandi þótt þeir hefðu
horfið að öðrum störfum.
Þótt Daníel sækti sjó fast og
djarflega var hann aðgætinn og
varkár sjómaður og vissi upp á
hár hvað hann mátti bjóða bát og
mönnum. Mér er minnisstætt
landstím með honum síðla sumars
1962 á hálfgerðri manndráps-
fleytu með alltof mikla yfirbygg-
ingu, sem hann var með í nokkur
ár. Við vorum á leið í land með
allmikla síld og eitthvað var tekið
að hvessa. Daníel lá úti í brúar-
glugganum og lét „slá af“ með
stuttu millibili þegar hann sá sjói
sem honum leist illa á. Einn af
öðrum fóru síldarbátarnir fram úr
okkur og við strákarnir bölvuðum
kallinum fyrir rólegheitin. Fyrstu
vertíðina sem Daníel var ekki með
þennan bát sökk hann niður á
sjávarbotn, og voru reyndar marg-
ir búnir að spá því.
Erfið bernska og langvinn sjó-
sókn oft við óhægar aðstæður
settu vitaskuld sitt mark á Daníel.
Hann gat verið hrjúfur á ytra
borði. En ekki þurfti mikil kynni
til að sjá í gegnum það. Barngóður
var hann með afbrigðum, hjálp-
samur og rausnarlegur. Hann
unni mikið fjölskyldu sinni, lagði
kapp á að láta hana ekkert skorta
og skapa börnum sínum þau tæki-
færi sem hann fór á mis við sjálf-
ur í æsku. Svo ráðríkur og að-
sópsmikill sem hann gat verið við
skipstjórn hygg ég að jafnrétti
milli kynja og kynslóða hafi verið
meira á heimili hans en margra
annarra.
Daníel þótti, eins og mörgum
öðrum, gott að hressa sig eftir
harða sjósókn með því að fá sér í
staupinu. En hóf er vandfundið í
samskiptum við Bakkus og fyrir
ári síðan gerði Daníel það upp við
sig að ekki væri pláss fyrir þá
báða við stýrið: annarhvor yrði að
ráða ferðinni. Þegar honum varð
þetta ljóst var valið auðvelt. Hann
vildi ráða sér sjálfur, og gekk því í
vínbindindi sem hann mun hafa
haldið vel til æviloka.
Hvað skyldu margir sjómenn
þurfa að drukkna við bryggju á
þessu landi áður en slysavarnafé-
lög, sjómannasamtök og yfirvöld
hafnarmála taka höndum saman
um að tryggja öryggi sjómanna
við ferðir til og frá borði? Mér er
sagt að aðstæður við höfnina í
Neskaupstað, þar sem Kópur lá,
séu mjög slæmar og sé Daníel
hvorki fyrsti né annar sjómaður-
inn sem þar drukknar á fáum ár-
um. Þannig hagar vafalaust til
miklu víðar. Er ekki mál að linni?
t Faðir okkar og tengdafaöir, GUDMUNDUR BJARNASON, frá Skaftafelli, Ljósvallagötu 32, lést aö Landakotsspítala 2. 10. 1981. Theódóra Guðmundsdóttir, Ragnar Ólafsson, Ragna Sigrún Guðmundsdóttir, Katrín Guðmundsdóttir, Ragnar Kjartansson.
t Eiginmaöur minn, KÁRI H. SIGURJÓNSSON, Drápuhlíð 38, lést á Landakotsspitala 2. október. Fyrir hönd ættingja, Sjöfn Jónsdóttir.
t Konan min, SIGRÚN EINARSDÓTTIR, Hofsstööum, lést 1. okt. Jaröarförin auglýst síöar. Ingvar Magnússon.
t ÞORLEIFUR BENEDIKT ÞORGRÍMSSON, fyrrverandi verzlunarmaöur, andaöist á elliheimilinu Grund hinn 23. september. Útför hans hefur farið fram. Pálína Guðmundsdóttir, Heimir Þorleifsson.
t Hjartkær eiginmaöur minn og faöir okkar, BJÖRN KR. JÓNSSON, Sólheimum 23, Reykjavík, lést 1. október í Landspítalanum. Ingileif Káradóttir, Kolbrún Björnsdóttir, Jón Björnsson, Björn Björnsson.
Afmælis- og
minningargreinar
ATHYGLI skal vakin á því, að aímælis- og
minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í
miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi
á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga.
Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi. Þess skal
einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um
hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum
Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og
með góðu línubili.
+
Viö sendum innilegar þakkir öllum þeim sem sýndu okkur samúö
og vinarhug viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur, tengda-
fööur og afa,
KÁRA PÁLSSONAR,
Völlum, Húsavík.
Laufey Vigfúsdóttir,
dætur, tengdasynir og barnabörn.
t
Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og jarö-
arför sonar okkar og bróöur,
GUNNLAUGSOTTÓSSONAR,
Asvegi 1, Dalvík.
Ottó Jakobsson, Kristín Gunnlaugsdóttir,
Ester Margrét Ottósdóttír, Svanur Bjarni Ottósson.
Ottó Biering Ottósson.
t
Þökkum auösýnda samúö viö andlát og útför eiginmanns míns,
fööur okkar og tengdafööur,
GfSLA SIGHVATSSONAR
fré Sólbakka, Garði.
Helga Steinsdóttir,
Guðrún Gisladóttjr,
Sighvatur Gíslason, Ingveldur Guðmundsdóttir,
Ingibjörg Gísladóttir, Bjarni Albertsson,
Hörður Gíslason, Guðrún Bjarnadóttir.
Það er hörmulegt að sjá á eftir
góðum drengjum á besta aldri í
greipar dauðans. Það er e.t.v.
nokkur huggun að hægt er að
segja með sanni að Daníel
Traustason hafði þegar skilað
dagsverki sem hver maður væri
fullsæmdur af. En hann hefði líka
átt skilið að njóta ávaxtanna af
erfiði sínu um langa hríð í sam-
vistum við eiginkonu, börn og
barnabörn, fædd og ófædd, sem
áreiðanlega hefðu orðið honum til
mikils yndis eins og hann var
gerður. Hjá þeim verður hugur
margra í dag.
Vésteinn ólason
Daníel Willard Fiske Trausta-
son var úrval af manni, allt í senn
stórbrotinn og mikilúðlegur, blíð-
lyndur og sanngjarn, hann reis
eins og eyja úr hafinu, eyja með
öllu tilheyrandi. Hann var maður
sem tók þátt í tilverunni, varð
órjúfanlegur hluti af henni og gaf
sig henni á vald, en með sínum
stíl, sinni stefnu. Hann fór ekki
um eins og sunnanblærinn, því
það var honum eiginleikið að gefa
í og stundum varð hann rokhvass
eins og suðaustanáttin þegar hún
rís hæst, en hann var umfram allt
einn af þeim mönnum sem gerði
samfélag sitt stærra og betra, því
hans fyrsta boðorð var drengskap-
ur og hreinlyndi þótt ekki væri til
að dreifa sléttlendi í skoðunum.
Daníel Traustason, í daglegu
tali sjávarplássins kallaður Villi
Fisher, var Grímseyingur og eins
og vera bar var hann stoltur af
því. Hans aðal var tónn norðurs-
ins, þrekmenni að burðum, áræð-
inn og sækinn, en athugull. Það
var sérkennilegt með Villa eins og
hann gat verið hrjúfur í fasi, hve
auðvelt hann átti með að spila upp
það fíngerða í hverjum manni.
Hann talaði djarflega eins og hans
lífsstíll bauð, en hann gaf þeim
sem hann deildi við alltaf tæki-
færi, hann hafði þannig fram-
komu að hann beinlínis hvatti
menn til að taka afstöðu og kærði
sig kollóttan um það hvort þeir
væru honum sammála eða ekki, en
rökum laut hann og það var oft
skemmtilegt að sjá hvernig hann
gerði það með ísmeygilegri gam-
ansemi. Samsinnti án þess að
samþykkja, hélt sínu striki þótt
hann þyrfti að hnika til gráðunni.
Daníel Traustason var einn af
Eyjaskipstjórunum sem við Eyja-
peyjarnir fylgdumst vel með á
hr.vggjurólinu, einmitt vegna þess
að hann var sterkur persónuleiki
sem kveikti ævintýrið í brjósti
okkar.
Hin svipmikla eyja í mannlífi
norðursins hefur lotið í lægra
haldi fyrir bylgjunni sem blæddi
lífi hans. Sundgarpurinn og þrek-
mennið sem svo oft hafði stýrt
fleyi sínu og sinna manna í gegn-
um sorta og ólgandi haf var hrifs-
aður á hinn óvænta hátt þar sem
aldan hefur kippt af leið skrefinu
milli báts og bryggju í sogakasti
og garra í Neskaupstaðarhöfn.
Þegar maður heilsaði Villa var
eins og tekið væri í hönd fjalls, en
manna best kunni hann þó að hlúa
að barninu sem varð á vegi hans,
þvi þar sá hann vegi framtíðarinn-
ar og hann var sá einstaklingur
sem lagði mikla áherzlu á að menn
stæðu fyrir sínu, skiluðu því sem
þeim bar, sjálfstæðir menn.
Þrumandi rödd hans klauf suð-
austan sautján ef svo bar undir,
en hjartalag hans gagnvart þeim
sem minna máttu sín var eins og
þeyr við brúnir.
Hann var aflakló, einn úr sér-
stæðum hópi Eyjaskipstjóra og ég
minnist þess fyrir fáum árum þeg-
ar ég vann að ákveðnu verkefni
með stórum hópi skipstjóra, hve
samstilltir þeir voru og víðsýnir,
en Villi var í forsvari fyrir hópinn,
gætinn en um leið hnarreistur
eins og Grímseyingsins var von og
vísa.
Söknuður vina siglir í kjölfar
góðs drengs. Megi góður Guð lýsa
leið.
Arni Johnsen