Morgunblaðið - 03.10.1981, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.10.1981, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1981 HLAÐVARPINN ENDASTÖÐ Þótt ortulcKt kunni að virðast. þá verða menn sárasjaldan varir við rottur á sorphaugunum. Það eru (yrst og fremst fuKlarnir sem dafna í Gufunesi. Mávarnir að sjálfsönðu, en líka ok ekki síður starri. Þessa mynd tók ÓI.K.M. af einu starra-skýinu sem á þessum slóðum dreKur einatt fyrir SÓlu. ““s- Þjóðhátíðarmódelið er komið á haugana • A síðasta ári var ekið með u.þ.b. tvöhundruðogþrjátíuþúsund tonn af pappír, tré, járni, tómötum, grjóti, sandi og fleiru, á alls konar bílum, til þess eins að losna við það. Áfangastaðurinn var sorphaugar Reykjavíkurborgar við Gufunes, þar sem sandurinn og grjótið var notað til að hylja allt hitt. Til sam- anburðar má geta þess að í fyrra bárust á land alls rúm fjögur- hundruðþúsund tonn af þorski. Hinir svonefndu öskubílar borg- arinnar fóru alls um 5000 ferðir á haugana í fyrra með alls 29000 tonn af sorpi, en aðrir aðilar hentu þar 47000 tonnum af sama tagi. Af- gangurinn var svo grjót og ýmis jarðvegsefni. Á sorphaugunum vinna þetta fimm til sex manns á vöktum við að ýta sorpinu saman, þjappa og hylja, allt með stórvirkum tækjum og veitir ekki af. Þórður Eyjólfs- son, verkstjóri, tjáði aðstandendum Hlaðvarpans að þangað kæmu alla vega fjögur hundruð bílar á hverj- um degi og iðulega mun fleiri. Allir þessir bílar aka fram og aftur Gufunesveginn, en hann er nú reyndar í þvílíku ásigkomulagi að segja má að það sé undarlegt að einungis afleggjari af honum sé á haugunum. Þegar blm. og ljósmyndari óku þessa leið á dögunum, lagðist yfir veginn mikill rykmökkur í hvert skipti sem bíll kom á móti, svo hvörf og holur leyndust líkt og óvættir í dimmum þokum upp til fjalla. Allt fór þó vel og við rennd- um í hlað við kaffistofu starfs- manna á haugunum, heilu og höldnu. Við spurðum Þórð verkstjóra, hvort mikið væri um að fólki hirti hluti sem það kæmi auga á t sorp- inu á haugunum. Hann sagði það alls ekki vera, enda væri það harð- bannað af heilbrigðisástæðum. Hefði komið fyrir nokkrum sinnum að hann hefði þurft að hafa sam- band við lögreglu af þessum sökum. Þá sagði Þórður okkur frá því að það kæmi iðulega fyrir að ein- hverju væri hent í misgripum, en sjaldgæft væri að það fyndist aft- ur, vegna þess hve fljótt sorpið væri hulið. Þannig hefði einu sinni glatast heildarsafn af öllum ár- göngum barnablaðsins Æskunnar og aldrei fundist tangur né tetur af því síðan. Nýlega hafði hringt mað- ur og sagst hafa hent vænni kjöt- sög af misgáningi fyrir nokkrum dögum. Honum var sagt, sem rétt var, að hann gæti eins hringt í veð- urstofuna og beðið um sama veður og í fyrradag. Það kemur þó fyrir að týndir hlutir finnast í sorpinu. Þannig vildi það til fyrir ekki mjög löngu að kona nokkur glataði gerfi- tönnum sínum og komst að raun um að þær hefðu lent með rusli og væru á leið á haugana. Hún brá við skjótt og unnt reyndist að bjarga þessu, þar eð viðkomandi öskubíll var ekki búinn að losa þegar hún lét vita. Tilveran brosti við kon- unni, gebissið fannst og konan gat brosað á móti. Það var mikið af bílum á haug- unum þennan dag sem Morgun- blaðsmenn voru þar á ferð. Sumir voru tæmdir skjótlega og síðan ek- ið brott, en aðrir urðu bara eftir með brostin augu og flakandi í ryðbrúnum sárum. Margir voru greinilega mjög við aldur, aðrir nýrri af náiinni. Meira að segja Þjóðhátíðarmódelið er komið á ha- ugana. — SIB. Hús með hlutverk Listasafn í íshúsi • Eftir u.þ.b. tvö ár er þess vænst að Listasafn íslands geti tekið í notkun nýtt húsnæði, en eins og flestum mun kunnugt, er þar um að ræða það hús er eitt sinn hét Glaumbær og var vinsæll dansstaður fyrr á árum. En saga þessa húss er mun lengri en svo að unnt sé að staðnæmast við það hlutverk, sem því var fengið af framsóknarfor- kólfum um tíma. Upphaflega var þetta hús reist sem íshús á þriðja áratugnum og var ísinn fenginn af Tjörninni. Húsið nefndist þá Herðu- breið og var þar geymdur fiskur og kjöt í kæli. íshúsið gamla verður aðeins hluti af hinu nýja húsnæði Listasafns- ins, því nýbyggingar á bak við það, munu teygja sig langleiðina upp á Fyrst var fryst, siðan dansað. þá smiðað og brátt verður listalíf þjóðar- innar skoðað á þessum stað. Dýr það sem að er vikið, i mcðfylgjandi pistli. hefur tyllt sér og virðir fyrir sér vinnuteikninKarnar. Ljósm. Ól.K.M. Laufásveg og þar verður aðalinngangur á lóð safnsins. Framkvæmdir eru nú í fullum gangi við nýbyggingar og breytingar, en það er ístak sem sér um þær. Þegar blm. og ljósmyndara bar að garði á dögunum, voru þar margir knáir menn að smíða, en dýr nokkurt þeirrar tegundar sem ekki fyrir- finnst í Reykjavík, samkvæmt kenningu og lagabókastaf, hljóp í mót gestum og fylgdi þeim um athafnasvæðið af umtalsverðri lipurð. Á fyrrverandi dansgólfi Glaumbæjar voru þeir menn önnum kafnir við trésmíðar, en uppi á efri hæð var kyrrð og friður, utan hvað Ragnheiður Ásta Pétursdóttur hafði lokast þar inni í litlu útvarpstæki á kaffistofu starfsmanna og lét nokkuð í sér heyra. Ljóst er að mikill fengur verður að hinu nýja húsi Listasafns íslands, sem nú býr við mikil þrengsli í Þjóðminjasafnsbyggingunni við Suður- götu, bæði fyrir safnið sjálft og starfsmenn þess og ekki síður fyrir aðra landsmenn alla, sem munu í framtíðinni geta laugast í eigin mynd- menningu í glæstu og rúmgóðu húsnæði. íshúsið Herðubreið getur vel leyft sér að líta töluvert hofmóðugt niður á yngri bræður sína enda er þar yfirleitt ekki um verulega listaukandi mannvirki að ræða. — SIB. Sumarið er dauður tími • Flestir hafa einhvern tíma staldrað við fyrir utan glugga forn- verslana og rýnt í gegnum glerið á margvísleg fornfáleg þing, gulnað- ar myndir, uppstoppuð kynjadýr, veikbyggðar postulínsmanneskjur eða hrörleg ritsöfn duglegra en dá- inna manna. Margir hafa látið þar við sitja, en aðrir gengið inn og andað að sér þeim sérkennilega ilmi sem þar stígur upp sem hlutir úr mörgum dánarbúum eru saraan komnir, og stutt fingri á fjallþung- ar mublur fullar af tómum skúff- um, sem einhvern tíma hafa verið hirslur fyrir alls kyns plögg og pappíra fortíðarinnar. Sjálf spjöld sögunnar. Hjónin Magnea Bergmann og Henry Clausen reka fornverslun •við Laufásveg og Henry stundar auk þess myndavélaviðgerðir. Til þeirra lá leið undirritaðs um dag- inn, er hann vildi fræðast nokkuð um það hvernig svona verslun er rekin. Magnea var ekki við, en Henry lét til leiðast að svara nokkrum spurningum um fornsölu, en lét þess getið að myndavélarnar væru hans deild. Gamlar mublur og kjörgripir. Til vinstri við skápinn stendur rússnesk- ur samóvar sem Henry sagði að væri einn merkilegastur gripur í ger- vallri búðinni. Klukkan yst til vinstri sýnir hvað tímanum leið upp úr aidamótum. (Ljósmm ói.K.M.) í ljós kom, að fornverslun er mjög lík öðrum verslunum hvað varðar rekstur. Hlutir eru keyptir inn, oft margir í senn, t.d. dánarbú, og þeir síðan seldir með nokkurri álagningu. Stundum eru gripir líka seldir í umboðssölu. Henry sagði að þau hjónin keyptu töluvert inn frá Danmörku enda hanga á veggjum í verslun þeirra margar myndir sem greinilega eru þaðan komnar. Mál- verk af skógum og seglskútum eru fáséð hérlendis. Flestir viðskipta- vinirnir eru ungt fólk og mest er að gera á haustin. Kannski vaknar með fólki sérstök þörf fyrir eitt- hvað varanlegt á haustin, þegar gulnað laufið á götunum minnir stöðugt á hringrás og hverfulleika lífsins. Sumar er dauður tími fyrir fornsala. —SIB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.