Morgunblaðið - 03.10.1981, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.10.1981, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1981 vandi bæ jarf élagsins | Texti og myndir HG Ekkert hefur verið unnið við frystingu i rúman mánuð og þvi eyðilegt um að litast í vinnslusal frystihússins. Togarinn Rauðinúpur hefur verið hálfgert olnbogabarn i höfninni siðan honum var lagt og hann færður á milli bryggja þegar önnur skip þurfa afgreiðslu. Hér er verið að landa loðnu úr Gísla Árna og Helgu II og liggur Rauðinúpur utan á Gisla Árna. Maður er varla f járráða lengur «EG Á sennilega inni um 4 mán- aða föst laun, en hef fcngið nokkuð af yfirvinnu grcitt á þessu tímabili. Ætli þessi upp- ha>ð sé ekki um 50.000 krónur. I>etta veldur náttúrlega erfið- leikum í heimilishaldinu og maður safnar hara skuldum. sumum á vöxtum. og fáist eitt- hvað greitt fer það allt í skuld- irnar. I>að má segja. að maður sé ckki fjárráða lengur. Annars er maður orðinn svo vanur þessu, þetta hefur gengið svona undanfarin ár. að maður er nánast hættur að kippa sér upp við þetta,“ sagði Viðar Friðgeirsson, verkstjóri í frysti- húsi Jökuls. Nýtt frystihús, eða stór- hætt aðstaða eina framtíðarlausnin Hvernig lízt þér á framtíðina? „Því er ekki að neita, að ýmis- legt þarfnast lagfæringar, burt- séð frá þeim vanda sem nú steðj- ar að, eigi að vera rekstrar- grundvöllur fyrir fyrirtækið. Tækjaskortur er tilfinnanlegur í frystihúsinu og margt orðið lé- legt. Afgreiðsla og löndun úr togaranum er mjög erfið. Það vantar bretti og jafnvel fiski- kassa og aðstaðan er slæm. Þá er aðstaðan til að taka á móti afla af dagróðrarbátunum mjög lítil- fjörleg. Húsnæðið er Iélegt og vantar alveg fyrir skreiðina og saltfiskverkunaraðstaðan er slök. Það hefur komið fyrir að saltfiskurinn hefur skemmzt hjá okkur vegna hita á sumrin. Við höfum kælda geymslu fyrir kassafisk, en hún er allt i senn, fiskmóttaka, fiskgeymsla og kassaþvottahús. Geymsla fyrir kassa er engin, eða öllu heldur öll Melrakkasléttan, þar sem við stöflum þeim upp hér fyrir utan. Jafnhliða því að fyrirtækið fái rekstrarfé verður huga að fram- tíðaráætlun til að vinna eftir við uppbyggingu. Það þarf líklega að byrja á því að koma upp sóma- samlegri löndunaraðstöðu og legukanti fyrir togarann. Eins Viðar Friðgeirsson og er þurfum við að notast við hafskipabryggjuna, sem er 90 metra löng og þar erum við síð- astir í forgangsröðinni og því hefur það iðulega komið fyrir að við höfum orðið að fresta inn- komu togarans og hætta í miðri löndun vegna annarra skipa- koma. Þarna er líka landað úr smábátunum og því við sama vandann að eiga þar. Svo er frystihúsið sjálft kapítuli út af fyrir sig. Það er gamalt og þröngt, enda upphaflega byggt fyrir 1950, síðan endurbyggt eft- ir bruna 1968 og loks lítillega lagfært 1973, síðan ekkert. Þess vegna setur það rekstrinum tals- verðar skorður og litlu hægt að breyta meir. Þó teljum við okkur geta unnið 25 til 30 lestir í því daglega, sé húsið fullmannað enda er frystigeta til þess fyrir hendi. Þrátt fyrir það tel ég að það borgi sig ekki að reyna að koma húsinu í það horf, sem krafizt er í dag, það yrði ábyggi- lega jafn dýrt og nýtt og aldrei jafn gott.“ Vantar stijðuKleika í atvinnukraftinn „ Þá hefur það valdið okkur erfiðleikum að fá starfsfólk, það hefur verið nóg framboð á ungl- ingum hér á sumrin, sem eru mesti annatíminn, en þá hafa húsmæður frekar fengið sér frí. Mikið af þessum unglingum eru ágætir starfskraftar, en það er ljóst að húsið verður ekki rekið með þeim í meirihluta. Þess vegna hefur nokkuð verið gert af því að „flytja inn“ starfsfólk og af því hefur verið góð reynsla. Hér eru ágætar verbúðir og að- komufólk því yfirleitt ánægt hér, en það vantar fyrst og fremst Ólafur II. Kjartansson sem stunda fiskverkun, að þeir eigi að verka í skreið og salt, það verð- ur að vera rekstrargrundvöllur fyrir hverri grein fyrir sig, því möguleikar hinna ýmsu fisk- vinnslufyrirtækja eru mjög mis- munandi eftir landshlutum. „Ég er sem sagt þeirrar skoðun- ar, að þetta sé afmarkaður vandi Jökuls. Okkur er ekki kunnugt um að fleiri frystihús hafi orðið að stöðva rekstur sinn og því hljótum við að álykta að vandi Jökuls verði stöðugleika í atvinnukraftinn. Ég minntist áðan á það, að hús vantaði fyrir skreiðarverkun, en það er meira, sem þar kemur inn í. Þar til í sumar hefur verið lítið um skreiðarverkun hér, en í sumar var hún stóraukin, vegna þess hve hagkvæm verkunarað- ferð þetta er talin. Hún hefur hins vegar ekki reynzt vel hér. I fyrra haust misstum við skreið- ina undir snjó þegar í nóvember, rétt áður en hún varð nægilega þurr og undir snjónum var hún þar til í vor. I sumar voru settir upp miklir skreiðarhjallar hér norðan við bæinn og mikið hengt upp. Nú er svipaða sögu af því ævintýri að segja, þegar hún var að verða pökkunarhæf í ágúst byrjuðu rigningar, sem hafa ver- ið samfelldar síðan og nú er byrjað að snjóa, svo það er alveg óvíst hvenær hún næst inn. Það er augljóst að skreiðarverkunin gengur ekki við þessar aðstæður svo ástandið lítur ekki vel út. Það er sem sagt margt, sem þarf að taka tillit til við lausn vandamála Jökuls, það er ekki nóg að fá bráðabirgðalausn, heldur verður að hyggja að framtíðinni og leysa bæði fram- tíðarvanda Jökuls og fiskvinnsl- unnar í heild, eigi ekki að verða hér atvinnuleysi eins og eftir að síldin hvarf," sagði Viðar. leystur einn og sér. Verði rekstr- argrundvöllur frystingarinnar síð- an eðlilegur, er vandinn leystur með 4 milljóna króna láninu." BirKðasöfnun fyrirtækis ins ekki óeðlileg Hefur ekki birgðasöfnun fyrir- tækisins aukið á vandann? „Við teljum birgðasöfnunina ekki óeðlilega. Við höfum ekki vilj- að selja fisk til Englands í sumar vegna lágs verð. Við höfum beðið eftir hækkun, sem er að koma í ljós nú. Því hefði það ekki verið skyn- samlegt að selja í sumar. Ef veður hefði verið skaplegt, væri skreiðar- verkuninni nú lokið og hún á leið á markað, en eins og er, hrósum við happi, losnum við við hana fyrir áramót. Saltfiskbirgðirnar eru mjög eðlilegar og pökkun á þeim að hefjast, svo ekki verður langt að bíða þess að við losnum við þær. Það er því af og frá að þessi birgðasöfnun stafi af því að við hættum að selja í gegn um SH. Það skýra orð mín hér á undan og auk þess er það mjög eðlilegt að birgðir séu miklar að hausti, vegna þess að mest berst hingað af fiski um sumarmánuðina. Það er sem sagt margvíslegur vandinn, sem að okkur steðjar, en hann er hægt að leysa á þann ein- falda hátt að leyfa okkur að taka lán með veði í hluta eigna okkar,” sagði Ólafur. 4 milljónir í lán er framtíðarlausn, en 2 leysa aðeins launavandann „ÞAÐ eina sem við vitum hér er að málinu hefur verið visað til Framkvæmdastofnunar og hvaða lausn er væntanleg vitum við því síður. Það er þó ljóst að við þurf- um 4 milljónir, með 2 milljónum verður ekkert gert nema að greiða launaskuldir. Fáist þessar 4 milljónir teljum við vandann leystan.“ sagði Ólafur H. Kjart- ansson. framkva'mdastjóri Jök- uls. Staðan er þannig nú að togarinn landaði síðast hér 21. ágúst og um 25. ágúst var hætt að taka við afla af litlu bátunum og frystingu var hætt rétt á eftir. Nú eru líklega 10 til 15 manns í vinnu hérna, fast- ráðið mánaðarkaupsfólk aðallega. Og fólkið á inni 6 til 7 vikur í laun- um. Þann 23. sptember nam upp- hæðin til sjós og lands um 1.390.000 krónum og hefur hækkað lítið síðan. Birgðir hjá fyrirtækinu eru um 15.500 kassar af freðfiski, 80 lestir af saltfiski og 80 lestir af skreið, heildarverðmæti um 9 til 10 milljónir. Þá höfum við talið að heildareignir fyrirtækisins séu það miklar að þær réttlæti 4 milljóna lántöku. I útistandandi lánum skuldum við um 6,5 milljónir og um síðastliðin áramót voru skammtímaskuldir um 4 milljónir umfram veltufé. Það er til að greiða þær, sem lánsins er óskað. Tryggingaverðmæti togarans er 20 milljónir svo með þessum aðgerð- um myndu langtímaskuldir vera 11,5 milljónir en eignir 20 milljón- ir, ef undan eru skildar aðrar eign- ir en togarinn." VoðurfarslcK skilyrði koma í veg fyrir skreiðarverkun Hvað hefur valdið ykkur mest- um erfiðleikum? „Til þess, að það verði ljóst, þarf að taka það fram að frystingin hef- ur verið vafasöm að undanförnu og því hefur fiskverkendum verið bent á það að verka meira í skreið og saltfisk til að vega upp á móti tapinu, sem fyrirsjáanlegt hefur verið á frystingunni. Við höfum því í nokkrum mæli aukið skreiðar- verkun hér frá því sem verið hefur. í fyrra vorum við með nokkra skreiðarverkun, en endirinn varð sá að í nóvember misstum við skreið og hausa undir snjó og náð- ist það ekki upp fyrr en í juní í ár. Síðan var ákveðið að auka verulega skreiðarverkun í ár og því settir upp umfangsmiklir hjallar og þetta leit nokkuð vel út seinni hluta sumars, en stöðug vætutíð undanfarnar 7 vikur hefur breytt málinu verulega og nú er óvíst hvenær skreiðin næst inn. Þó skreiðarverkun hafi fjárhagslega verið arðbærasti þáttur fiskvinnsl- unnar, þá virðast veðurskilyrði hér á Raufarhöfn vera þannig, að þetta sé engan veginn auðveld verkunar- aðferð. Saltfiskverkun hefur verið stunduð hér sem hliðargrein með heldur lélegum árangri. Það sem veldur því er samsetning aflans. Stærð togarafisksins, sem er uppi- staðan í þeim fisk, sem verkaður er hér, hentar ekki til þessarar verk- unar, til þess er hann of smár. Þess vegna hefur frystingin verið aðal- verkunaraðferðin og reynzt okkur happadrýgst, en eins og alþjóð veit, hafa þeir erfiðleikar, sem steðja að frystingunni, ekki látið standa á sér. Enjrin lausn að vinna upp tap einnar greinar með hagnaði annarrar Það er því mín skoðun, að það sé engin lausn að segja þeim aðilum,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.