Morgunblaðið - 03.10.1981, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.10.1981, Blaðsíða 18
í Brlfast eru húsveggir víða skreyttir málverkum þeirra, sem berjast fyrir meira réttlæti og mannúð, sérstaklega í H-blokkum Maze-fangelsisins. — Myndirnar tók Anna Torfadóttir. Á útfarardegi 9. hungurverkfallsmannsins. Likkistur sveipaðar irska fánanum standa á gangstéttum og við þær stendur fólk heiðursvörð með svarta fána. Hvað mundum við gera í sporum Ira? Greinarhöfundur og irskur vinur hans skoða leiði hungurverkfallsmanna í kirkjugarðinum i Belfast. „Saga írlands er eitt opið, flakandi sár, sem ekki læknast fyrr en ofbeldinu linnir“ Eftir Torfa Ólafsson I Morgunblaðinu 30. september birtist stutt frétt frá Norður- írlandi, sem ber yfirskriftina „IRA myrðir hermann". Fréttin fjallar síðan um það að skæruliðar írska lýðveldishersins hafi skotið hermann úr Varnarbandalagi Ulster til bana og sært annan, þar sem hermennirnir hafi verið að horfa á félaga sína leika knatt- spyrnu. I þessari frétt er þannig greint frá málum, eins og svo oft í frétt- um frá Norður-írlandi, að lesend- um hættir til að mynda sér rangar skoðanir, ef þeir eru fákunnandi um sögu íra fyrr og nú. Einnig virðist þekkingarskortur stundum hamla þeim, sem fréttirnar þýða á íslensku. Sannleikurinn um „Varnar- bandalag Ulster" er nefnilega sá, að þetta er alls ekki her, í þeirri merkingu sem við leggjum í það orð, heldur samtök óbreyttra borgara, sern nefnast Ulster Def- ense Association (UDA), og líðst félögum í þeim að ganga vopnaðir, þótt almenningi í Norður-Irlandi sé bannað að bera vopn og 10—15 ára fangelsisvist Iiggi við broti á þeim lögum, ef um andstæðinga breskra yfirráða í Ulster er að ræða. Þannig var t.d. Bobby Sands, fyrsti hungurverkfallsmað- urinn, dæmdur í 14 ára fangelsi fyrir að sitja í bíl sem skotfæri voru geymd í. Hann var ekki stað- inn að neinum glæp og ekkert saknæmt sannaðist á hann, en þó var honum fleygt í hið illræmda Maze-fangelsi og farið með hann sem ótíndan ' glæpahund. UDA- samtökin eru einskonar baráttu- sveit ofstækisklerksins Ian Pais- leys. Um morð á hermanni var því ekki að ræða í þetta sinn, en mannvíg er jafn sorglegt fyrir því. Irski lýðveldisherinn er ekki heldur her í þess orðs fyilstu merkingu, heldur samtök manna sem krefjast þess að breskur her verði á brott úr írlandi og landið verði sameinað undir einni lýð- veldisstjórn. í þessari baráttu hafa oft verið unnin hin skelfi- legustu verk, fjarri skal það mér að neita því, en það er bara ekki aðeins annar aðilinn í þeirri bar- áttu sem hermdarverk fremur, þótt breskar heimildir fjalli minna um grimmdarverk sinna manna. Til dæmis um það má minna á það ódæði sem skeði fyrir 8 árum, að Bretavinir sprengdu í loft upp í Dublin strætisvagn full- an af skólabörnum. IRA-menn hafa sannarlega margan Ijótan glæpinn á samviskunni, en það er ! þó ekki nema dropi í hafið, borið I saman við þann hafsjó grimmdar- verka sem valdastreita Breta á írlandi hefur leitt af sér, og tók þó j fyrst steininn úr er Cromwell atti | villidýrum sínum á íra á 17. öld.( Þá rændu Bretar, brenndu og slátruðu svo grandgæfilega að í sumum þorpum var ekkert eftir lifandi sem til manna gat talist, hvorki ungbörnum né öldungum var hlíft, en Bretar fengu lönd og eigur íra að launum. Ulster var lengi háborg írskrar sjálfstæðis- baráttu, og þvi lömdu Bretar án afláts á því fólki, þangað til mót- spyrnuna þraut og þeir gátu skip- að sínum mönnum í hvert rúm, og þannig hefur verið þar upp frá því. En það er nú svo langt síðan, kynnu menn að segja, en árið 1916 er ekki svo ýkja fjarlægt í sög- unni, né heldur styrjaldarárin sem þar á eftir fylgdu. Því miður verð- ur að segja það eins og það var, að saga Breta á írlandi minnir átak- anlega á aðfarir nasista gegn því fólki sem ekki vildi lúta valdi þeirra í auðmýkt. Saga írlands er eitt opið, flakandi sár, sem ekki læknast fyrr en ofbeldinu linnir. Hinir gætnari írar eru fylgjandi þeirri lausn á málinu að Norður- Irland verði gert að sjálfstæðu ríki og Bretar verði á brott þaðan. I Englandi hafa einnig heyrst sterkar raddir sem beinast í sömu átt, en hvorutveggja þjóðin veit að úr viðleitni til friðsamlegrar og skynsamlegrar lausnar verður ekkert meðan Bretar sitja uppi með þann ólukku-forsætisráð- herra, sem þeir álpuðust til að kjósa yfir sig og er að ganga af þeim hálfdauðunt. írskur prestur, sem ég talaði við í sumar, sagði: „Margaret Thatcher hefði verið ágæt kona handa Hitler." Þá hefur því verið haldið fram að breski herinn sé eins til varnar kaþólska minnihlutanum í Ulster og mótmælendum. Ef herinn færi, mundi taka við blóðbað og borg- arastyrjöld. Þar er því til að svara að í Norður-Irlandi er þegar blóðbað og það bendir ekkert til að því linni meðan núverandi ástand helst. IRA-menn eru tíðum nefndir „hryðjuverkamenn" eða „hermd- arverkamenn" í fréttum blaða hér á landi. Sú nafngift á þó ekki við nema tiltölulega fámennan hóp þeirra manna, sem telja látlausa baráttu einu leiðina til samein- ingar írlands. En náist í einhvern félaga úr samtökum þessum með vopn eða í námunda við vopn, og þarf ekki einu sinni það til, er hann hnepptur í langvarandi fangelsisvist, þar sem hann er sviptur frumstæðustu mannrétt- indum. Stúlka ein írsk var tekin í Englandi fyrir að vera meðsek í sprengjutilræði, sem mistókst, þótt ekkert sannaðist á hana, og var dæmd í 20 ára fangelsi. Systir hennar kom með næstu flugvél frá Irlandi, er hún frétti þetta, til þess að reyna að verða systur sinni að liði. Hún var umsvifalaust tekin og dæmd í 14 ára fangelsi, fyrir það eitt að vera systir hinnar stúlkunnar. Hún hafði aldrei sést í námunda við vopn. Fyrir um það bil tveim árum fór vinsæl unglingahljómsveit frá Dublin til Belfast að skemmta fólki. Hljómsveit þessi nefndist „Miami Show Band“. Þegar þeir félagar óku heimleiðis um nóttina, stöðvaði bíl þeirra óaldarflokkur úr hópi mótmælenda í Belfast, slátraði allri hljómsveitinni á staðnum og fleygði líkunum út í vegarskurðinn. Einn piltanna slapp þó lifandi, mikið særður. Árásarmennirnir héldu að þeir hefðu unnið á honum líka. Jafnvel UDA-menn, sem kalla þó ekki allt ömmu sína, lýstu því yfir að þá hryllti við þessum verknaði og sóru og sárt við lögðu að þeir ættu ekki sök á honum. Svona dæmi sýna, að þótt hermdarverkamenn vinni illvirki, er ekki alltaf hægt að kenna þeim trúflokki eða þeirri þjóð, sem þeir tilheyra, um þau. Irum er ekki illa við Breta og ekki heldur við mótmælendur, en þeir þrá þann dag að land þeirra verði sameinað á ný og leyst undan er- lendum yfirráðum, a nation once again. eins og þeir syngja við raust. Og þeir segjast halda áfram baráttunni þangað til þeir vinni sigur. Bretar hafa ekki lengur neitt nema tapið af Norður- írlandi, það kostar þá stórfé ár- lega að halda því, mörg mannslíf og rýrnandi álit. írar leggja líka áhcrslu á þróun sögunnar í þeim löndum, sem áður voru undir bresku krúnunni. Þau börðust öll til freisis — og sigruðu. Ég átti eitt sinn tal við Eng- lending um írlandsmálið og leitaði álits hans. Hann sagði: „Hvað heldurðu að hefði skeð hér á landi, ef Danir hefðu haldið eftir handa sér skika af íslandi, þegar íslend- ingar kröfðust skilnaðar, og hefðu síðan ríkt þar með hroka í krafti vopnavalds?" Já, hvað haldið þið að hefði skeð?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.