Morgunblaðið - 03.10.1981, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 03.10.1981, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1981 V vVI “ *1981 Univarad Pr«« Syndicot* •r ^ V betta h.er Qerir fúar/örvA. ofo ötufcmjúkum þfðeLurH.w ... að halda í hendina á henni vid flugtak. TM Fteg U.S. Pat Oft. —all rights reserved e 1961 Los Angeles Tims Syndicate 8S1 fiu l>að eru alltaf einhverjir, sem láta peningana stína sér til hof- uðs! Nú verður þú framveKÍs að halda taktinn ... María! HÖGNI HREKKVISI /( AfTTA MUA/ H&MAT/T*r</A/0 C/& 3/?JAl(/qi/ 8/a/c/ .. " Umgengni í sameigmim húsa - stórt vandamál hér víða N^,rdi"US ,yrirN“ Elsa skrifar: „Ágæti, gamli Velvakandi: Það hefur mikið verið skrifað og skrafað um húsnæðisvandamál undanfarið, um rétt leigjenda og húseigenda o.s.frv. Eitt er það sem ég er hissa á hve lítið er fjallað um og það er umgengni í sameignum húsa, og á ég þar sérstaklega við svokölluð tví- eða þríbýlishús. Ég held, að þetta sé stórt vandamál hér víða, og er reyndar viss um það. Ilvílík sjón Nú skal ég segja ykkur sögu. Ég frétti á dögunum, að íbúð í tveggja hæða húsi, sem ég tilgreini ekki nánar, væri til sölu. Fékk ég leyfi til að berja hana augum. Ibúðin var mjög falleg, vel um gengin, eins og best verður á kosið, og ég fékk sannarlega áhuga á henni. Nú bað ég frúna um að fá að sjá þvottahúsið og geymslu, sem hvort tveggja var í kjallaranum. Drottinn minn, hvílík sjón! Fyrst var nú stiginn yfirfullur af skó- drasli og öllu sem nöfnum tjáir að nefna. Það var ekki á færi annarra en línudansara að komast þarna um. Og ekki tók betra við þegar komið var niður í ganginn. Rúm- dýnur, ekki í sem geðslegustu ástandi, trónuðu uppi við vegg og þar ofan á lágu fatadruslur í hrúg- um, og höfðu sýnilega legið þarna lengi sumar hverjar. Mér varð orðfall, en aumingja konan varð til að rjúfa þögnina: „Já, þetta er ekki gott, við höfum reynt með góðu og beðið fólkið um að fjar- lægja þetta, en án árangurs, eins og sjá má. Kannski myndi þetta breytast, ef hingað kæmi nýtt Illýtur að vera eitthvað brenglað En ég var ekki á því að taka áhættuna. Samt datt mér í hug, þar sem ég veit að margir eiga við þennan vanda að stríða í sambýli sem þessu, að þetta fólk gæti stofnað samtök sín á milli og reynt að uppræta svona yfirgang og frekju. Það eru áreiðanlega stofnuð samtök af minna tilefni, því að þetta er ekki lítið mál fyrir þann sem lendir í hremmingunni. Það hlýtur að vera eitthvað brenglað fólk, sem leggur svona- lagað á sambýlinga sína. Það get- ur jafnvel verið fínt í stofunum hjá því, en það sýnir okkur aðeins yfirborðið. Á þessu þyrfti endilega að verða breyting, en hvernig hún getur orðið, það veit ég ekki. Veist þú það, Velvakandi?" Verður að vera „fútt44 í þessu Menn ta.sk ólahnsar- Bjóðið þá velkomna með kaffi og kökum Ibúi í Veaturhae skrifar k.- rkki orða bundist yfir þeim skrilslátum og villimennsku •em virðist sllsráðsndi í busa- vigslum framhaldsskólann* Oaéa rikjandi yfir þessum málure. Mér fyndist ekki mikið. þótt sumir nemendur hefðu hsett við að láta SSffSr^ me4 ** ^ .J2Í h*!'r «kki menntaskólum landsins að taka svona á móti nýj- um nemendum. sem síðar eit íWia ábyrgðarstöðum &> fram á það við h«.tv menntamálaráðherra að hanr máJi þessu gaum og fylgist viðkvæmum sálum (með } !S^m'kkik*r* T*kií Verslunarskólann ,| VI fynrmynrtn, og bjóöifl „ýj, l*K» velkomna í kaffi og koku ekemmtiatriði. Heð emlmgn t fynr birttnguna o* einltegri umej þemi .triðamenn.k, ej ™v ekki njeeta hauat' 0724-922.r> skrifar: „Kæri Velvakandi: „Ibúi í Vesturbæ" skrifar í dálka þína á þriðjudag, 29. sept- ember, og er hneykslaður á busa- vígslum menntaskólanna. Þegar ég las þessa grein, langaði mig allt í einu til að láta álit mitt í Ijós. Nemendur 1.—4. bekkjar menntaskólanna eru frá 16—20 ára gamlir, sem sagt ungt fólk með húmor. Busavígsla er ógleym- anlegur atburður, endurminning frá skólaárunum. Við höfum öll einhvern tíma verið ung. Þetta er aðeins saklaus skemmtun. Mikið hlýtur unga stúlkan eða pilturinn að vera viðkvæm sál, ef þau þola ekki að vera dýft ofan í vatn, jafn- vel þó að það sé fúlt. Það er of hversdagslegt að fá bara kaffi og meðlæti, það verður að vera svolít- ið „fútt“ í þessu. Ég hef átt þrjú börn, sem hafa stundað nám í menntaskóla. Öll eru þau sam- mála um, að busavígslan sé ógleymanleg reynsla. Eg vona bara, að menntamálaráðherrann fari nú ekki að skipta sér af þessu; hann hefur líklega nóg á sinni könnu. Enginn verður óbarinn biskup." Þessir hringdu . . Eftir hvern er kvæðið? St. Þ. hringdi og sagði: — Það eru u.þ.b. 50 ár síðan ég heyrði eftirmælakvæði nokkurt og fjal- laði það um konu, sem ég veit ekki hver var. Ég man aðeins eitt erindi úr upphafi kvæðisins og það seinasta held ég. Byrj- unin er svona: Þú vildir alla jfleðja en engan græta, þín glefti var að líkna, friða og kæta. Þó ættir þú ei auð af nægtasafni, þú ððrum veittir hjálp í Drottins nafni. Og lokaerindið er: Nú er þín sál um sólar gullnu hliðin í sælustaöinn hugur þreyja liðinn. Kg blessa þig og mun þín ætíð minnast, við munum þar hjá Drottni um síðir finnast. Velvakandi góður, getur ekki verið að einhver lesenda þinna kunni betur en ég og muni það sem á vantar, svo og nafn höfun- dar og þess sem um er ort? Meira af harmonikku- músík Björn Sigtryggsson hafði samband við Velvakanda og hafði eftirfarandi að segja: — Mér líkar óhemjuilla við músí- kina sem þeir spila á útvarpinu. Hún var miklu betri fyrir stríð. Ég vil fá meira af harmonikku- músík, nikkan er það sem lífgar fólk upp. Það er t.d. alltaf gaman að heyra í honum Örvari Krist- jánssyni, og hvað mætti ekki gera fyrir alla þá peninga sem fara í þessar sinfóníur. Það er hart að hafa útvarp og borga af því og geta helst aldrei hlustað á það. Meira að segja í harmon- ikkuþættinum eru eintómir útlendingar, eða svo gott sem, a.m.k. allt of lítið af íslenskum harmonikkuleikurum. Leiðrétting Á fimmtudaginn fengu þær Ragnheiður Ásta Pétursdóttir og Gerður G. (Guðmundsdóttir) Bjarklind hlýjar kveðjur og þakkir hér í þættinum frá „hlustanda". Svo óheppilega vildi til að rangt var þá farið með skammstöfun á föðurnafni Gerðar og biður Velvakandi hana afsökunar á því.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.