Morgunblaðið - 04.10.1981, Síða 35

Morgunblaðið - 04.10.1981, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1981 35 Axel Bjömsson bryti - Minning Fæddur 10. marz 1911. Dáinn 24. september 1981. Fyrir rúmum 60 árum lék sér lítill drengur í fjörunni á Eyri við Fáskrúðsfjörð og horfði út á sjó- inn með þrá í augum. Hann horfði á öldurnar berast að landi og brotna við fjöruna, berandi með sér óm frá hinu fjarlæga og ókunna. Ekki liðu mörg ár, þar til hann lagði frá landi og hóf lífs- starf sitt. Axel Björnsson var fæddur í Víkurgerði við Fáskrúðsfjörð 10. marz 1911, sonur hjónanna Sigríð- ar Jónsdóttur og Björns Þor- steinssonar, er bjuggu þar þá og síðar m.a. á Fögrueyri og síðast í Reykjavík. Fimmtán ára gamall fór Axel að heiman til að vinna fyrir sér og gerðist sjómaður í Vestmannaeyjum. Skömmu síðar réðst hann sem léttadrengur á gamla Gullfoss. Þar vaknaði löng- un hans til að læra matreiðslu, sem varð svo hans lífsstarf. Hann hélt til Kaupmannahafn- ar til að nema þá iðn. Þar dvaldi hann um nokkurra ára skeið og lauk meistaraprófi í iðninni. A þeim árum vann hann víða í Danmörku og einnig í Austur- Asíu á vegum meistara síns. Að loknu námi og vinnu erlendis kom Axel heim og hóf aftur störf á skipum Eimskipafélagsins. Síð- an starfaði hann í ailmörg ár sem matsveinn á togurum og síðan aft- ur sem bryti á Fossunum. Öðru hverju vann hann í landi, aðallega á hótelum. Einnig var hann einn af stofnendum verzlunarinnar Kjöt og grænmeti í Reykjavík og vann við hana um skeið. Hinn 12. júní 1934 kvæntist Ax- el Katrínu Júlíusdóttur úr Reykja- vík. Foreldrar hennar voru Jó- hanna Jóhannesdóttir og Júlíus Bjarnason, trésmiður. Þau Katrín og Axel bjuggu í Reykjavík og eignuðust þau sjö börn. Elzta barnið, Júlíus Viðar, drukknaði, er togarinn Jújí fórst á Nýfundna- landsmiðum í byrjun árs 1959. ÖniHTr börn þeirra eru: Auður, Jó- hanpa, Axel, Sigrún, Edda og Björn. Barnabörnin éru 14 og 2 barnabarnabörn. Þau Katrín og Axel slitu samvistum. Axel var mjög fær og listfengur í sínu starfi. Hann var höfðingi heim að sækja og hrókur alls fagnaðar, þegar það átti við. Söng- maður var hann góður og unnandi tónlistar. Græskulaus kímni var honum eðlislæg, og skemmtileg frásagnarlist var honum sérlega lagin. Hann var traustur maður og raungóður og vildi ætíð greiða götu þeirra, sem áttu í erfiðleik- um. Mig langar til að þakka tengda- föður mínum okkar stuttu en góðu kynni, nú þegar hann er kominn að landi, og öldur lífsins hafa bor- ið hann til hins ókunna. Snorri Sigurjónsson ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Hraðlestrar- námskeið Næsta hraðlestrarnámskeiö hefst 13. okt. nk. Nám- skeiöið stendur yfir í 6 vikur og veröur kennt 2 klst. einu sinni í viku frá kl. 20—22. Heimavinna er 1 klst. á dag á meðan námskeiðið stendur yfir. Námskeiðið hentar sérstaklega vel skólafólki og öörum sem þurfa að lesa mikiö. Verð kr. 1050. Skráning í síma 10046 kl. 13.00—17.00 í dag og næstu daga. Leiðbeinandi er Ólafur H. Johnson, viðskiptafræðingur. Hraðlestrarskólinn. Gerið hagstæð innkaup muniö 10% afsláttarkortin, nýir félagsmenn fá af- sláttarkort á skrifstofu Kron, Laugavegi 91, kl. 9—12 og 12.30—16.00 mánudaga til föstudaga. Opið til kl. 22.00 á föstudag og hádegis á laugardag. Stormarkaðurinn Skemmuvegi 4A, Kópavogi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.