Morgunblaðið - 04.10.1981, Side 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1981
r
Tangagata
Tangagata 22. Uti-
dyrnar á bíslaginu eru
eldgamlar að sögn
Gunnlaugar og sagö-
ist hún ekki ætla að
skipta, því þessar
væru „massívar" og
úr kjörviði, en milljón
króna nýjar hurðir
væru aldrei til friðs.
„Ekki á allra færi að byggja
nýtt hús og búa í því á meðan“
„Þið eruð ekkert að trufla
mijí. Ék var bara að prjóna. Það
fylgir þessu húsi að prjóna
leista og vettlinKa,“ sagði Gunn-
lauK Jóhanna MaKnúsdóttir
hressileKa, er við fylKjum henni
inn um fornfáleKar útidyrnar á
húsinu við TanKaKötu 22, en hús
þetta Krípur strax auKU veKÍar-
anda veKna framkvæmda sem
verið er að vinna við það.
„Það er sko ekki á allra færi
að byKKja nýtt hús ok búa í því á
meðan,“ saKði GunnlauK um
framkvæmdirnar. „Við höfum
húið hér í átta ár ok ákváðum að
Kera þetta myndarleKa, fyrst
við værum að þessu á annað
horð. Við stækkum húsið um
helminK úr 74 fermetrum i 150.
Þetta er fimm ára áætlun.“
GunnlauK sagði upprunaleKa
húsið vera 90—100 ára, en því
hefði verið breytt mikið í gegn-
um tíðina. „Hverjir bjuggu hér
spyrðu. Það yrði löng upptalning,
en lítið vitað hve lengi og hvenær
upp á ár: Faðir Jóns Sigmunds-
sonar, Marías, Bæring, Marías
Þorvaldsson og áreiðanlega
miklu, miklu fleiri."
Endurnýjun hússins felst í að
byggt er annað hús utan um hið
gamla, en þó eru sumar hliðar
þess nokkurn veginn látnar
halda sér, þar sem það er unnt.
Við spurðum hvort þetta væri
ekki miklu dýrara en að byggja
nýtt. „Það tel ég ekki. Það kostar
bara heila fimm og hálfa gamla
milljón að fá lóð, það er að grafa
grunna, sökkla og allt það. Hérna
er þó undirstaðan fyrir hendi og
margt hægt að nýta. Ég neita því
ekki að efnið er dýrt, en vinnan
er að öllu leyti unnin af okkur
sjálfum og tengdapabbi á hvað
stærstan hluta þar að,“ sagði
hún.
Þá sagði Gunnlaug að ekki
kæmi til greina að sínu mati að
flytja í nýtt steinsteypuhús.
„Þetta hús hefur sál, sem slík
hús hafa ekki,“ útskýrði hún.
— Hvað eða hvernig er sál
húss?
„Það er andrúmsloftið sem um
ræðir. Hér fann ég að ég átti að
eiga heima. Við skoðuðum mörg
gömul hús, áður en við keyptum
þetta. Ég fann strax þegar ég
kom hingað inn að hérna var
öðru vísi andrúmsloft en í öðrum
húsum, hér átti ég að eiga heima.
Síðar kom gömul kona til mín í
svefni. Hún átti heima hérna. Ég
þekkti hana ekki en var sagt síð-
ar hver hún var. Mér fannst sem
hún væri hérna á neðri hæðinni
og hún hló glaðhlakkalega upp til
mín.
Enginn draugagangur
en sérkennilegt
andrúmsloft
Nei, það er enginn drauga-
gangur í húsinu, en hingað hefur
samt komið miðill, sem segir að
það sé sérkennilegt andrúmsloft
hérna og þetta finnur fólk einnig
eftir að hafa stoppað stutta
stund."
Gunnlaug sagði að mikll vakn-
ing væri meðal eigenda flestra
húsanna í hverfinu til að halda
þeim við og lagfæra. Aðspurð
hvort þau hyggðust stofna sam-
tök í líkingu við Torfusamtökin
til varðveizlu húsanna, sagði
hún: „Nei, við erum ekki árás-
argjörn. Við viljum bara fá að
vera í friði með okkar hús og fá
að laga þau eftir okkar henti-
semi.“
Þá sagðist hún telja að gömlu
húsin yrðu friðuð. Bæjaryfirvöld
hefðu hert reglur um heimildir
til breytinga, en þó tekið mjög
vel beiðni þeirra um þær breyt-
ingar sem þau væru að fram-
kvæma, en þó krafist nákvæmra
teikninga áður en framkvæmd-
irnar voru samþykktar.
Gunnlaug sagði einnig: „Ég tel
að timburhús séu að koma aftur.
Það er til dæmis verið að byggja
nokkur timburhús í nýja hverf-
inu inni í firði í dag. Fólk finnur
muninn á að búa í steinsteypu.
Steinn hefur ekki góð áhrif. Auð-
vitað er eldhætta meiri, en við
gætum vel að eldvörnum. Ég
horfi alltaf með aðdáun á hús
sem þetta. Þau eru byggð með
berum höndum. Hér er uppruna-
lega byggingin byggð af vanefn-
um, úr kassafjölum. Það var al-
veg stórkostlegt þegar við vorum
að rífa suðurhliðina. Einangrun-
in var mestmegnis mosi og hey,
en einnig fundum við fullt af
gömlum fatnaði, jakka, húfur og
allt mögulegt. Virðist sem allt
tiltækt hafi verið gripið til þess
að troða inn í milli sem einangr-
un. “
Gunnlaug sagði marga kosti
fylgja búsetu í gömlu húsi sem
þessu. „Það skapar meiri fjöl-
skyldutengsl þegar fólk býr
þröngt. Ef við værum að byggja
einhvern steinsteypukastalann
þá yrði ég að vinna úti og það tel
ég alls ekki hollt þegar börnin
eru lítil. Þá hlaupa börnin heldur
ekki inn í sérherbergin sín og
skella hurðum, þegar skerst í
odda. Þau verða að gera upp sín
mál í baðstofustemmningunni.
Ég er mest hrædd um að fá víð-
áttubrjjálæði þegar við höfum
stækkað húsið um helming,"
sagði hún i lokin.
Á móti öllum
friðunarstefnum
og kvöðum.
Eiginmann Gunnlaugar, Birgi
Ólafsson og föður hans, Ólaf
Magnússon, bar nú að garði.
Birgir sagði, að ef vinnan við
breytinguna á húsinu væri metin
væri kostnaðurinn áreiðanlega
áþekkur því og að byggja nýtt
hús. „Auðvitað hefði verið ein-
faldara að rífa gamla húsið og
byKgja nýtt, en það vildum við
ekki, enda getum við búið í gamla
húsinu á meðan, innan í því nýja.
Þau hjónin Birgir og Gunnlaug ásamt börnum sínum þremur og Ólafi
föóur Birgis. Krakkarnir heita Sigríður, Ingibjörg, sem stendur fyrir
framan föóur sinn, og ó milli Birgis og Gunnlaugar er Birgir Örn og
lengst til hægri er Ólafur Magnússon.
Þessa mynd tók Ingimundur Sveinsson arkitekt af húsinu áöur en
framkvæmdir hófust við stækkunina, en hann og Þórarinn Þórarins-
son arkitekt teiknuðu „nýja“ húsiö.
Tangagata
og lítið eitt um Félagsbakaríið:
V
„Bara daglegt líf venju-
legs fólks sem bjó og
býr í þessum húsum“
„Hér býr aðeins ein kerling göm-
ul mjög,“ sagði Guðmunda Rós-
mundsdóttir er við tókum hana tali
þar sem hún stóð á útidyratröpp-
unum á húsi sínu í Tangagötu 10.
„Húsið er oröið hundgamalt, en ég
veit ekki hversu gamalt, eða hverj-
ir byggðu þaö. Við keyptum þaö,
ég og seinni maður minn, árið 1954
á 30 þúsund krónur. Þá voru engir
ofnar og ekkert í húsinu og við
urðum að breyta heilmiklu til aö fá
fleiri herbergi. Nú þarf aö fara aö
laga húsið að utan, en ég er búin
aö skipta um þak,“ sagöi hún.
Guðmunda sýndi okkur húsa-
kynni og minntu súöarherbergin á
efri hæö um margt á gamla tiö og
viö báöum Guömundu, sem er
skemmtilega ræðin, að segja okkur
eitthvaö frá gömlu, góöu dögunum.
Félagsbakaríið, sem Guðmunda minnist veru sinnar í, enda hóf hún
búskap þar á efstu hæö árið 1927 og bjó síðan í húsinu, líklega á öllum
hæðum, allt fram til ársins 1954.
„Auövitaö er margs aö minnast úr
þessum húsum frá í gamla daga,"
sagöi hún, — „en elskurnar mínar,
óg man bara ekkert eins og er, —
já, eöa vil ekkert vera aö segja ykk-
ur blaöamönnum frá því öllu sam-
an.“
Guömunda sagöist hafa byrjaö
búskap áriö 1927 á efsta loftinu í
Félagsbakaríinu svonefnda, en þaö
er stórt hús í miöju hverfinu. Aö
sögn kunnugra liggur þetta fyrrum
glæsilega hús nú undir skemmdum
og litiö sem ekkert hefur veriö gert
fyrir þaö. „Ég bjó þar síöan — lík-
lega veriö á öllum hæðum — þar til
ég giftist í annaö sinn og viö fluttum
í þetta hús. Viö vorum hér 10 manns
í heimili þegar mest var og auövitaö
var þröngt, en þetta gekk ágætlega.
Ég er nú oröin ein, börnin komin út