Morgunblaðið - 04.10.1981, Side 45

Morgunblaðið - 04.10.1981, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1981 4 5 Rætt við Jón Magnússon, fyrrverandi formann SUS, sem á að baki 19 ára samfellt starf í sam- tökum ungra Sjálfstæðis- manna forystu fyrir stúdentum á Norður- löndum en ég var formaður Stú- dentaráðs Háskóla íslands 1970—1971. Ég var eini borgara- lega sinnaði maðurinn á fundum stúdenta á Norðurlöndum þá. Yf- irleitt voru þar mjög vinstri sinnaðir menn í forystu. Vinstri bylgjan var í fullum gangi úti í löndum á meðan við héldum okkar stöðu hér. Áhrifa hennar gætti þó á þessum tíma í sívaxandi mæli og svo tóku vinstri menn yfir 1972, 3—4 árum eftir að það varð í Evr- ópu. Vinstri bylgjan gekk sem sagt yfir á öðrum tíma hér en þar. Hugmyndir þeirra voru þó farnar að hafa töluverð áhrif á þessum árum og stúdentapólitíkin varð harðari en hún hafði verið. Til viðbótar við það, sem var að ger- ast í innanlandsmálum, kom óvinsælt Víetnamstríð. Unga fólk- ið sem var á mótunarskeiði á þess- um tíma var ekki eins mótað af landvinningastefnu Sovétríkjanna eins og við, sem vorum á þessu skeiði nokkrum árum áður. Unga fólkið leit á Bandaríkjamenn í Ví- etnam og Portúgala í Angóla og Mosambiq sem vonda menn, sem voru að drepa fólk úti í heimi. Á þessum tíma telur ungt fólk að allir séu að drepast úr mengun, að við lifum í risastórri öskutunnu, krafan um jafnrétti kvenna kemur fram og margt fleira. Við höfðum ekki fastmótaða stefnu í þessum efnum og töpuðum því, sem við áður höfðum. Ungir sjáifstæðis- menn börðust á þessum árum fyrir mörgum nýjum viðhorfum innan flokksins, án þess að ná þeim fram. Það var skaði fyrir flokkinn og unga sjálfstæðismenn. Ég hygg, að síðan gerist það, að vinstri menn fari að missa tökin, svona upp úr 1975, en ungt fólk lítur minna til virkra starfa i ungliðasamtökum stjórnmála- flokkanna en áður. Mér finnst verulegur munur á því hvernig stjórnmálafélög ungs fólks eru rekin í dag miðað við það sem áður var. Þetta er ekki sambærilegt starf. Stjórnmálaflokkarnir höfða ekki til æskufólks eins og þeir ger- ðu um og fyrir 1970. Ég held, að það sé afleiðing af því, að á síðasta áratug eru allir fiokkar við völd og þeim mistekst öllum. Stórir hópar fólks finna ekki samhljóm hjá sjálfum sér í starfi flokkanna. Við höfum ekki náð okkar styrk aftur, þótt vinstri menn hafi verið að tapa. Á kappræðufundum sl. vor, vorum við alls staðar í meirihluta. Það er veruleg breyting frá því sem var um skeið. Yfirleitt voru Alþýðubandalagsmenn í afgerandi meirihluta. Okkar fólk er mun ákveðnara í dag en það var fyrir nokkrum árum. Það gefur vonir um breytingu okkur í hag. Hinu er þó ekki að leyna, að fjöidi virkra þátttakenda í stjórnmálastarfi ungs fólks er mun minni en áður var í öllum flokkum. — Sumir scgja að öfgasinnuð fjrálshyggja sé orðin ráðandi hjá ungum sjálfstæðismönnum. Það er erfitt að segja hver þjóð- félagsstefna frjálshyggjumanna er. Félag frjálshyggjumanna hef- ur ekki sent frá sér neina stefnu- yfirlýsingu. Hins vegar hafa ákveðnir einstaklingar látið til sín taka. Frjálshyggjumenn berjast fyrir frjálsu markaðshagkerfi. Sjálf- stæðisflokkurinn vill frjálst mark- aðshagkerfi, en þeir hafa viljað ganga lengra en flokkurinn fram að þessu. Bæði Sjálfstæðisflokkur- inn og frjálshyggjumenn hafa lagt áherslu á samdrátt í ríkisbúskap, minni skattheimtu, frelsi einstakl- ingsins, en þetta er spurning um það, hvað menn vilja ganga langt. Út af fyrir sig þarf ekki að vera neinn ágreiningur milli okkar hinna fjrálslyndari manna í Sjálfstæðisflokknum og hinna varðandi þessi atriði í bili. Við get- um átt samleið í baráttu gegn ríkisforsjá, of mikilli skattheimtu o.s.frv. Það getur hins vegar auð- vitað komið að því, að leiðir skilji þegar ákveðnu marki er náð. En það þarf ekki að vera ágreinings- efni nú. Við getum haft samstöðu í þessari baráttu að því marki, sem báðir eru sammála um, ef menn taka ekki skólaspekina framyfir raunhæfar lausnir í þjóðfélags- málum. Ég hef lagt áherslu á, að Sjálf- stæðisflokkurinn er íslenskur flokkur, sem tekur mið af íslensk- um aðstæðum í stefnu og starfi. Ég tel, að Sjálfstæðisflokkurinn geti aldrei tekið upp á sína arma kenningar erlendra manna og gert þær að sínum, hvort sem þeir heita Friedman, Hayek, eða eitthvað annað, þó margt megi að sjálfsögðu af þeim læra. — I>ú talar um „ágreining milli okkar frjálslyndari manna og hinna“. Ilvað er til marks um, að þú sért frjálslyndari en aðrir? — Það sem ég á við er að stefna okkar frjálslyndari manna i flokknum er sveigjanlegri en hinna, sem uppgötvað hafa sinn stóra sannleik fyrir lífstíð. Við viljum meta aðstæður hverju sinni og gera það sem er hag- kvæmast miðað við þær og til þess fallið að þoka málum fram á veg- inn í anda þeirrar grundvallar- stefnu sem við aðhyllumst. Það er þess vegna hægt að kalla þetta stefnu Olafs, Bjarna og Jóhanns. Um er að ræða mannúðlega ein- staklingshyggju, þar sem áhersla er lögð á athafnafrelsið, mann- gildið og aðstoð við þá sem hafa orðið undir í lífsbaráttunni. Við bendum á, að óheftri markaðs- hyggju verði ekki fylgt í okkar þjóðfélagi. Hvað hefði gerst á Við- reisnarárunum í kjölfar erfiðleik- anna 1907—1968 e/ ekki hefði ver- ið gripið til aðgerða sem voru langt frá því að falla að kenning- um frjálshyggjumanna, ég er hræddur um að þá hefði allt farið í kalda kol. Ýmis einstök atriði mætti nefna til að benda á ákveð- inn mun, en ég læt það hjá líða á þessum vettvangi en vil benda á, að það getur verið erfitt að nota hugtök í pólitík. Á sínum tíma vildu nývinstri menn skilgreina hugtök með öðrum hætti en þeim hefðbundna. Það sama á við um frjálshyggjumenn í dag. Það al- varlcgasta sem mér finnst koma fram hjá ýmsum frjálshyggju- mönnum er skortur á umburðar- lyndi við aðrar þjóðfélagshug- myndir en þeirra og þá menn sem þær aðhyllast. Sjálfstæðisflokkur- inn sem breiður fjöldaflokkur get- ur ekki sætt sig við slíkt ef hann vill halda áfrain ap starfa í sama anda og hann hefur gert til þessa. — Viltu taka eitthvað aftur i dag, sem þú hefur harist fyrir á þeim tíma, sem þú hefur starfað í samtökum ungra sjálfstæð- ismanna? — Ég hef mínar efasemdir varðandi prófkjörin. Ég tel, að þau hafi verið til góðs í upphafi en er ekki viss um, að þau hafi orðið það, þegar til lengri tíma er litið. Ég held, að sá ferskleiki og ný viðhorf, sem koma fram á þessu tímabili, hafi styrkt flokkinn fremur en valdið honum tjóni. Margt ungt fólk hefur komið til starfa fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Ég tel, að án baráttu okkar ungra sjálfstæðismanna hefði flokkur- inn orðið þrengri en hann er í dag. Það er alltaf slæmt fyrir svona samtök að vera í stjórnarandstöðu innan eigin flokks. Ungir sjálf- stæðismenn voru búnir að gera sér grein fyrir því 1978—1979, að það væri flokksleg ástæða til að taka upp önnur vinnubrögð. Þau kom- ust ekki í gang vegna þeirrar upp- lausnar, sem varð innan flokksins og komst á nýtt stig með stjórn- armyndun Gunnars Thoroddsens, og þrásetu ákveðinna einstaklinga í valdastólum. — Er hægt að snúa til baka með prófkjörin? — Ég held, að það sé ákaflega erfitt. Spurningin er sú, hvort hægt er að breyta reglunum þann- ig, að kjósendur geri sér betur grein fyrir því um hvað er barist og hverjir séu að berjast. Ég hef alltaf haft mínar efasemdir um opin prófkjör, tel ekki óeðlilegt að takmarka prófkjörin við flokks- bundið fólk og þá sem lýsa fyrir- fram yfir stuðningi við Sjálfstæð- isfiokkinn. Ég er hræddur um, að ef við höfum sama hátt á og hingað til verði baráttan illvígari, frambjóðendur verði með stöðugt meira skipulag, meiri fjármuni og á endanum lendi þetta á flokknum sem slíkum. — I eina tíð vildu ungir sjálfstæðismenn litið eiga sam- skipti við hægri menn í öðrum löndum. Þetta hefur breyst. Hver er þín afstaða til þess? — Á SUS-þinginu 1971 var ein af þeim kröfum, sem það þing setti fram um breytingar á starfsháttum ungra sjálfstæð- ismanna sú, að taka upp meira samband við okkur lík samtök í öðrum löndum. Við höfum gengið til slíks samstarfs bæði á Norður- löndum og í Evrópu. Við erum að- ilar að nýstofnuðum samtökum lýðræðissinna, sem eiga að vera heimssamtök. Þetta held ég, að hafi orðið til góðs fyrir unga sjálfstæðismenn. Við höfum kom- ist í samband við hugmyndir, sem voru til umræðu þar en ekki hér. Ef þetta hefði verið gert fyrr, hefði okkur gengið betur að fást við vinstri bylgjuna. Við vorum óviðbúnir þá. — Tillaga, sem samþykkt var á siðasta SUS-þingi og sumir telja tillögu um brottrekstur en aðrir ekki. hefur vakið nokkrar deilur. Ilver er þín afstaða til þessarar samþykktar SUS-þings? — Ég mælti ekki á móti fyrri lið tillögunnar þó mér þætti hann óheppilegur. Það er Ijóst, að það verður að vera ákveðið skipulag og því verður að hlíta í stjórnmála- flokki. Hitt er svo annað mál, hvort það getur talist eðlilegt að setja stík ákvæði inn í reglur flokksins nú, ef menn vilja, að hann komist óklofinn í gegnum þetta tímabil. Seinni hluta tillög- unnar er ég algerlega andvígur. Ég tel, að sjálfstæðismenn eigi að gefa kost á sér á framboðslista sjálfstæðismanna. Ef þessum lið tillögunnar hefði verið fylgt fyrir síðustu kosningar hefði stórum hluta sjálfstæðismanna í Suður- landskjördæmi, Eggert Haukdal og fleirum, verið vísað úr flokkn- um. Ég tel einsýnt, að hér verði að vera meiri sveigjanleiki. Á endan- um eru það kjósendur Sjálfstæðis- flokksins, sem gera upp dæmið. Ef sjálfstæðismenn telja sig ekki eiga samleið og kjósa þá leið að bjóða fram lista sjálfstæðismanna verð- ur það að vera mál kjósenda Sjálfstæðisflokksins, hverjum þeir veita brautargengi, kjördæmisráð eða miðstjórn eiga ekki að hafa alræðisvald í því efni. Slíkt er flokksræði. Ýmsir af bestu mönnum Sjálfstæðisflokksins lögðu á sínum tíma á það sérstaka áherslu, að flokksmenn hefðu þau réttindi að fá að bjóða fram sér- lista ég nefni sem dæmi þingskör- unginn Pétur Ottesen. Þær að- stæður geta alltaf komið upp að kröfur flokksmanna hafi önnur viðhorf til einstakra mála sem hugsanlega koma grundvallar- stefnu flokksins ekki við. Þau mál geta verið það mikilvæg fyrir þá, sem þau aðhyllast, að réttlætan- legt sé að þeir leiti til almennra kjósenda flokksins um stuðning við þau, á sérstökum framboðslist- um, ég nefni sem dæmi kjördæma- málið. Mér þótti það slæmt að stefna okkar Ármanns heitins Sveinssonar í þessu máli skyldi verða undir í síðasta þinginu sem ég sæki sem ungur sjálfstæðis- maður. — Ilvernig eru horfur í starfi ungra sjálfsta-ðismanna á kom- andi árum að þínum dómi? — Ungir sjálfstæðismenn eiga mikla möguleika í dag. Meiri en á síðustu árum. Tímabil endurnýj- unar er að renna upp. Meginvið- fangsefnið hlýtur að vera að berj- ast fyrir þeirri endurnýjun jafn- framt því sem framsækin stjórn- málastefna er mörkuð. Stárf ungra sjálfstæðismanna hlýtur þó alltaf að draga dám af stöðu og störfum Sjálfstæðisflokksins. Ég sé því miður ekki fram á það að eyðimerkurgöngu flokksins hvað varðar innanflokkserjur sé lokið. Eini möguleikinn til sátta í Sjálfstæðisflokknum er að nýir menn taki við, leiði flokkinn til þess vegs sem honum ber í íslensk- um stjórnmálum og flokkurinn standi sameinaður í stjórn eða stjórnarandstöðu. í augnablikinu sé ég ekki fram á að þetta verði í náinni framtíð og það mun óhjákvæmilega koma niður á starfi ungra sjálfstæðismanna sem og annarra samtaka flokks- ins. Það skiptir því máli að ungir sjálfstæðismenn sem og aðrir flokksmenn geri sér grein fyrir því að það er fleira sem sameinar þá en sundrar. Starfi ungir sjálf- stæðismenn samkvæmt því er ég óhræddur um framtíð Sjálfstæðis- flokksjns. Stg. Traust og hlý timburhús Otrúlegir möguleikar Setjum upp allt árið Pantið tímanlega fyrir veturinn á einni hæð Hafið samband á tveimur hæðum EININGAHÚS SELFOSSI - SIMI 99-1876 OG 99-1376 1

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.