Morgunblaðið - 06.11.1981, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 06.11.1981, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1981 Ný barnabók eftir Þóri S. Guðbergsson KÁTIR KRAKKAR nefnist ný barnabók eftir Þóri S. Guðbergsson, sem bókaútgáfan Salt hf. hefur sent frá sér. í bókinni segir frá þremur systkinum, sem eignast kettling og Litla flugan í ljóðabók SIGURÐUR Elíasson hefur gefið út vísur sínar og kvæði og ber bókin nafn- ið „Litla flugan“ eftir því þekkta kvæði Sigurðar. í bókinni eru 58 vísur og ljóð. Hún er 70 blaðsíður, fjölrituð hjá Leiftri. Ný Ijóðabók eftir Kristján frá Djúpalæk HELGAFELL hefur gefið út nýja Ijóðabók eftir Kristján frá Djúpa- læk, „Fljúgandi ntyrkur". Fyrsta ljóðabók Kristjáns, „Frá nyrztu ströndum" kom út 1943 og er þessi nýja bók sú fjórt- ánda frá hans hendi. Kristján frá Iljúpalæk I bókinni eru 45 ljóð og tveir stuttir ljóðaflokkar. „Fljúgandi myrkur" er 80 blaðsíður. Setn- ingu og prentun annaðist Vík- ingsprent hf. Erna Ragnarsdóttir gerði kápu. AIGLYSIMÍ.V SÍMINN KK: 22480 ýmsum ævintýrum þeirra í sambandi við dýrahaldið. Þórir S. Guðbergsson er kennari og félagsráðgjafi að mennt og seg- ir í frétt frá útgáfunni að mikið liggi eftir hann af efni fyrir börn og unglinga, bæði í bókum og leik- ritum í útvarpi og sjónvarpi. Búi Kristjánsson teiknaði myndir í bókina, sem er 99 bls. Prentsmiðja Hafnarfjarðar annaðist prentun bókarinnar. Rauði kross Islands: Kynning á neyðarvörnum NEYÐARVARNIR eru einn þátturinn í starfi Rauða kross íslands. Deildir RKÍ (47 að tölu) hafa lokið skipan neyðar nefndar og í samvinnu við almannavarnanefndir viðkomandi staða valið húsnæði til móttöku fólks á neyðartímum. Næsti þáttur þessarar starfsemi verður fræðslu- og þjálfunarmál, sem verður unninn í náinni samvinnu við Almannavarnir ríkisins. Þórir S. Guðbergsson Á morgun, laugardag, verður kynning á neyðarvörnum í grunn- skólanum Selfossi. Dagskráin er þannig: Brottför frá Hvolsvelli verður kl. 10.00. Kl. 11.45 kynning á RKÍ, Nóatúni 21, kl. 12.30 matur í boði Almannavarna ríkisins, kl. 13.45 brottför frá Almannavöj-n- um ríkisins og kl. 14.45 fjölda- hjálparstöð Selfoss. NM framhaldsskóla f skák hefst í dag NORÐURLANDAMÓT framhalds- skóla í skák hefst í Reykjavík í dag og verður mótið haldið í húsi Taflfé- lags Reykjavíkur við Grensásveg. Mótið verður sett kl. 9 og hefst 1. umferð þegar að lokinni setningu og 2. umferð hefst kl. 16. Sex sveitir taka þátt í mótinu, þar af tvær frá íslandi. Menntaskólinn við Hamra- hlið og Menntaskólinn í Reykjavík vcrða fulltrúar íslands. Jóhann Hjartarson mun leiða sveit MH, en auk hans verða Rób- ert Harðarson, Árni Ármann Árnason, Stefán G. Þórisson og Páll Þórhallsson. í sveit MR tefla Jóhannes Gísli Jónsson, Sveinn Sveinsson, Lárus Ársælsson, Vig- fús Vigfússon og Björn Óli Hauks- son. Norðurlandamót framhaldsskóla hefur verið haldið árlega síðan 1973, að undanskildu árinu 1974. í þeim sjö mótum sem haldin hafa verið, hafa Islendingar keppt sex sinnum, og sveit Menntaskólans við Hamrahlíð hefur fjórum sinnum borið sigur úr býtum. Danir hafa tvívegis sigrað og Svíar einu sinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.