Morgunblaðið - 06.11.1981, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.11.1981, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1981 Félag óháðra borgara, starfsmenn og verkalýðsfélög: Lýsa fyllsta stuðningi við framkvæmdastjóra BUH Málefni Bæjarútgerðar Hafnar- fjarðar hafa talsvert verið tii umfjöll unar í fjölmiðlum að undanförnu og hafa Morgunblaðinu m.a. borist yfir lýsingar nýstofnaðs Starfsmannafé- lags Hl'll, Félagi óháðra borgara í llafnarfirði og þriggja verkalýðsfé- laga þar í bæ. Yfirlysing Starfsmannafélags BUH er svohljóðandi: „Stofnfundur Starfsmannafélags Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar, haldinn mánudaginn 2. nóvember 1981, lýsir yfir fullu trausti við framkvæmdastjóra Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar, Björn Ólafsson. Fundurinn harmar þær ómaklegu árásir á hann í fjölmiðlum og ann- ars staðar og bendir á, að þær skaða ekki hann einan, heldur einnig fyrirtækið og atvinnuöryggi starfsfólks. Samstarf okkar við Björn hefur verið mjög gott og hef- ur rekstur bæjarútgerðarinnar gengið vel undir hans stjórn og hef- ur umfang rekstursins aukist veru- lega á starfstíma hans. Fundurinn væntir þess, að bæj- arútgerðin megi áfram njóta starfskrafta Björns Ólafssonar og sendir honum kveðjur sínar." Aðalfundur Félags óháðra borg- ara samþykkti: „Aðalfundur Félags óháðra borg- ara í Hafnarfirði 29. október 1981 lýsir yfir stuðningi sínum við þá afstöðu, sem bæjarfulltrúar félags- ins tóku á bæjarstjórnarfundi 27. október sl, við afgreiðslu á tillögum varðandi málefni Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar. Fundurinn fagnar góðri afkomu hjá Bæjarútgerðinni á árinu 1980 og þakkar framkvæmdastjóra, Birni Ólafssyni, og öðru starfsfólki góð störf í þágu fyrirtækisins. — Þá varar fundurinn við allri við- leitni, sem getur verið til þess fall- in að lama starfsemi Bæjarútgerð- arinnar." Vegna umræðna í fjölmiðlum að undanförnu um málefni Bæjarút- gerðar Hafnarfjarðar vilja eftirtal- in verkalýðsfélög taka fram: Að samstarf á milli Björns ÓJafssonar og starfsfólks bæjarút- gerðarinnar annars vegar og verkalýðsfélaganna hins vegar hef- ur verið mjög gott og hvergi borið skugga á. Að myndarleg uppbygging fyrir- tækisins hefur átt sér stað á starfstíma Björns Ólafssonar. Að atvinna hefur verið mikit og örugg hjá fyrirtækinu. Að afkoma fyrirtækisins hefur fyllilega staðist samanburð við önnur sambærileg fyrirtæki. Því teljum við árásir á forstjóra bæjarútgerðarinnar í fyllsta máta ómaklegar og virðast aðeins þjóna þeim tilgangi að níða niður fyrir- tækið og stjórnanda þess. Með tilliti til ofangreinds viljum við lýsa yfir fyllsta stuðningi við Björn Ólafsson og væntum þess að bæjarútgerðin megi njóta starfs- krafta hans áfram. Verkamannafélagið lllíf, Verkakvennafélagið Framtíðin, Sjómannafélag Hafnarfjarðar. Frá opnun sýningarinnar í anddyri Landspítalans, en þar flutti Kristjana Fenger inngangsorð og lýsti m.a. þróun iðjuþjálfa (Mynd Mbl. Emilía.) sem starfsstéttar á íslandi. Farandsýning iðjuþjálfanema stendur yf ir í anddyri Landspítalans ILVIUÞJALFAFELAG Islands gengst um þcssar mundir fyrir sýningu um iðjuþjálfun í tilefni af ári fatlaðra. Sýn ingin er kynning á iðjuþjálfun í máli og myndum og er hún gerð af iðju- þjálfanemum í Oautaborg, og hefur verið haldin víða í Svíþjóð á undan- fbrnum 2 árum. Sýningin var opnuð 30. október í anddyri Landspítalans, og verður einnig haldin í Menntaskól- anum við liamrahlíð frá 16. nóvenr ber, Norræna húsinu vikuna 23.—29. nóvember og að öllum líkindum á Ak- ureyri í desember. Við tókum iðjuþjálfana Guðrúnu Árnadóttur, Ingibjörgu Asgeirs- dóttur ok Kristjönu Fenger tali og spurðum fyrsf hvort iðjuþjálfun væri ung starfsgrein. „Já, það er óhætt að segja það," segir Kristjana, „hér á landi hefur þó einn iðjuþjálfi starfað síðan 1945. Arið '74 komu nokkrir iðjuþjálfar heim frá námi og hófst þá rekstur iðjuþjálfadeilda á almennum sjúkrahúsum, sem einn liður endur- hæfingar. I mars '76 var Iðjuþjálfa- félag Islands formlega stofnað, og voru félagsmenn þá 10 talsins, þar af 4 íslendingar. I dag eru starfandi 17 iðjuþjálfar á 7 mismunandi stofnunum, og er mikill meirihluti þeirra íslendingar. Töluvert álag er á þessu fólki, og fram hefur komið að þörf er fyrir mun fleiri eða um 90 manns árið 1985." „Hvað er þetta langt nám?" „Þetta er fjögurra ára nám og er kennt í sérskólum víðast á Norður- löndum," segir Guðrún, „og eru inn- tökuskilyrði stúdentpróf eða hlið- stæð menntun. Oft er þó erfitt að komast að i skólum erlendis og þarf fólk stundum að bíða í 2—3 ár eftir inngöngu. Því er mjög nauðsynlegt að koma á fót skóla hér sem fyrst, og hefur verið rætt um að koma á fót námsbraut í iðjuþjálfun við HÍ Þetta er reyndar annað meginmálið sem við berjumst fyrir um þessar mundir." Ingbjörg bætir við: „Að auki erum við að gera tilraun til að koma á samningum milli Iðjuþjálfafélags íslands og Tryggingastofnunar ríkisins um greiðslu vegna göngu- deildarþjónustu og meðferðar í heimahúsum. Oft er hægt að gera ýmislegt fyrir fólk án þess að leggja það inn á stofnanir. Oft getur gott hjálpartæki komið að miklum not- um, en við metum venjulega þörf sjúklings fyrir hjálpartæki fyrst og athugum síðan hvort eitthvað sé til sem henti honum. Ef það finnst ekki reynum við að búa það til sjálfar." Og Ingibjörg sýnir okkur heima- smíðaða spelku sem búin er til eftir máli sjúklingsins. „Viljið þið segja eitthvað að lok- um?" „Ja, ég vona að fólk verði eitthvað fróðara um starf okkar sem iðju- þjálfa," segir Kristjana, „það háir starfi okkar mjög að stéttin skuli ekki vera fjölmennari, en núna má segja að við sinnum svo til eingóngu miklum sjúklingum, og allir iðju- þjálfarnir eru t.d. starfandi á stofn- unum. Iðjuþjálfar þyrftu að vinna mun meira fyrirbyggjandi starf, en til að það takist þarf að fjölga í stéttinni og gera okkur kleift að vinna meira í heimahúsum, í skóla- kerfinu og víðar." Nokkrir af þeim 10 nemendum, sem útskrifuðust úr Karonskólanum, en allir nemendurnir stóðust prófið. Karon útskrifar nýtt sýningarfólk í LOK septembermánaðar útskrif- uðust 10 nemendur í sýningar- og fyrirsætustörfum frá Karonskólan- um. Námskeið sem þessi hafa verið haldin hvern vetur síðastliðin 10 ár. I enda hvers námskeiðs verða nemendur að gangast undir all- þungt próf og fyrir kemur að fólk nái ekki prófi, þó það heyri til und- antekninga. Að sögn Hönnu Frímannsdótt- ur, skólastjóra, aðalkennara og formanns Karonsamtakanna, þá er ekki nóg að hafa fallegt útlit, þótt það sé óneitanlega akkur í því, fleira verður að koma til eins og fallegar hreyfingar, „mynd- hæfni" og fleira. Prófnefnd er skipuð 5 dómur- um það er að segja ljósmyndara, eiganda eða verslunarstjóra kven- og herrafataverslunar, tískusýningarstúlku eða -manni og snyrtisérfræðingi. Á umræddu námskeiði eru venjulega viðstaddir gestir nem- enda ásamt stjórn og félögum úr Karon. Að sögn Hönnu Frímannsdótt- ur er ætlunin að herða kröfurnar þegar próf sem þessi fara fram og kalla til ýmsa sérfræðinga á öðr- um sviðum. Framtíðarstefna Karonsam- takanna er að hafa fáar en sér- stæðar og vandaðar sýningar í samvinnu við viðkomandi fyrir- tæki eða verslanir og reyna þann- ig að koma tískusýningum á það stig að um viðburð verði að ræða en ekki skemmtiatriði á almenn- um dansleikjum vínveitingahús- anna um helgar. Eins og áður segir er Hanna Frímannsdóttir skólastjóri og að- alkennari skólans. Aðrir kennar- ar eru Heiðar Jónsson og Rúna Guðmundsdóttir snyrtifræðingar og Sigurður Benonýsson hár- greiðslumeistari. Dómnefndina skipuðu að þessu sinni talið frá vinstri: Kristjón Haralds- son, Sverrir Bergmann, Heiðar Jónsson, Steinunn Friðriksdóttir, Ásdís Höskuldsdóttir, en fyrir aftan má sjá einn nemandann færa Hönnu Frímannsdóttur, skólastjóra, rósir. Stóra bomban „Bók um söguleg og hatröm stjórnmálaátök á íslandi V.:.- BÓKAUTGAFAN Örn og Örlygur hf. hefur nú sent frá sér bókina STÓRA BOMBAN, eftir Jón heit- inn Helgason ritstjóra, en hann hafði nýlega lokið við frágang bók- arinnar er hann lést. I frétt frá út- gáfunni segir: „Bókin ber sama heiti og einhver frægasta blaða- grein sem birst hefur á íslandi, en hana skrifaði Jónas Jónsson frá llril'lii í upphafi einhverra hatröm- ustu átaka sem átt hafa sér stað í íslenskum stjórnmálum — átaka er skiptu íslensku þjóðinni í tvær stríðandi fylkingar, sem vógust með bitrustu vopnum sem (il urðu feng in. Má segja að allt ísland hafi skolfíð í kjölfar Stóru bombunnar, og áhrifanna gætir jafnvel enn. Átök þau er bókin fjallar um gerðust kringum 1930, en þá var Jónas Jónsson lýstur geðveikur af Helga Tómassyni, þá nýskipuðum yfirlækni á Nýja-KIeppi og tóku fleiri læknar undir með honum. Jónas brá við hart og hóf gagn- sókn. Vék hann Helga frá störf- um og skipaði annan lækni í hans stað. Gífurlega mikil og stóryrt blaðaskrif áttu sér stað í kjölfar þessara atburða og má segja að í þeim hafi „tíðkast breiðu spjót- Jón Helgason rekur þessa bar- áttu í bók sinni STÓRA BOMB- AN og dregur þar fram í dags- ljósið ýmislegt sem ekki hefur áð- ur komið fram í málinu, fjallar um orsakir og afleiðingar þessar- ar miklu deilu, svo og áhrif henn- ar á íslensk stjórnmál fyrr og síð- ar. í bókinni eru fjölmargar ljósmyndir af mönnum sem við söguna koma, svo og teikningar úr Speglinum frá þessum tíma, Jón Helgason en vitanlega hafði hann sitthvað til málanna að leggja." STÓRA BOMBAN er sett, um- brotin og prentuð hjá Prentstofu G. Benediktssonar, en bundin hjá Arnarfelli hf. Káputeikning er eftir Sigurþór Jakobsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.