Morgunblaðið - 06.11.1981, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 06.11.1981, Blaðsíða 27
MORGUNBLADID, FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1981 27 Olíunotkunarmælar frá Ortblvutækni sf: í flestum minni togaranna - sparnaður talinn allt að 30% HAGKVÆMNI í rekstri er hugtak sem æ oftar heyrist nefnt og þá ekki sízt í sjávarútvegi vegna hækkana á eldsneyti og takmarkana á veiðum. í skipum er áhrifaríkasta leiðin til orkusparnaðar að tryggja að gangur aðalvélar sé hinn hagkvæmasti við öll skilyrði. Flókin og dýr mælitæki hafa verið sett í stór skip svo hægt sé að fylgjast með eyðslunni og á þann hátt er mögulegt að spara olíu með breyttum stillingum. Fyrirtækið Örtölvutækni hefur frá því í byrjun árs 1980 lagt mikla áherzlu á hönnun og fram- leiðslu mælis fyrir skip og hefur þessi mælir líkað mjög vel. Fram- an af voru farnar hefðbundnar leiðir við hönnun mælisins og seldir um 40 slíkir mælar. Á þessu ári hófst síðan framleiðsla á nýrri gerð olíunotkunarmælis og er hann örtölvustýrður. Nýja gerðin hefur verið seld í rösklega 30 skip, en hefur þó aðeins verið á mark- aðnum í þrjá mánuði. Olíunotkunarmælar frá Ör- tölvutækni eru nú í flestum ís- lenskum skuttogurum af minni gerðinni. Eyðslumælar frá fyrir- tækinu eru í þeim skuttogurum sem smíðaðir hafa verið innan- lands og afhentir á þessu ári, þ.e. Kolbeinsey, sem Slippstöðin smíð- aði fyrir Húsvíkinga, Ottó N. Þor- lákssyni, sem Stálvík smíðaði fyrir Bæjarútgerð Reykjavíkur, Sigurfara II, sem Þorgeir og Ell- ert á Akranesi smíðuðu fyrir Grundfirðinga og einnig í Guð- björgu, en það skip var smíðað í Noregi fyrir ísfirðinga. Þá hefur eyðslumælir frá Ortölvutækni verið pantaður í skuttogara þá, sem verið er að smíða í Noregi fyrir Þórshafnarbúa og Seyðfirð- inga. Eyðslumælirinn frá Örtölvu- tækni sýnir olíunotkun skips í lítr- um á klukkustund og heildarnotk- un. Sé mælirinn tengdur við veg- mæli fæst út hve mörgum lítrum er brennt á sjómílu, hraði skips kemur fram og hversu langt búið er a sigla. Á siglingu er talið að hægt sé að spara allt að 30% með því að breyta skrúfuskurði og hraða skips. Örtölvutækni hannaði eyðslu- mælinn í samvinnu við Landssam- band íslenzkra útvegsmanna og er mælirinn að öllu leyti íslenzkur. Hugmyndin var sú að hann yrði fyrirferðalítill, einfaldur í notkun og uppsetningu og gangviss og að hann gæti hentað í öll skip. Verð slíks eyðslumælis er kr. 14.500. Á blaðamannafundi Örtölvutækni í vikunni voru lagðar fram tölur um olíueyðslu eftir því á hve mikilli ferð er siglt. Grindvíkingur GK (nótaskip). Á 10,5 sjómílna ferð er eyðslan 180 lítrar/klst. Á 12,0 sjómílna ferð er eyðslan 380 lítrar/klst. Á 14,0 sjó- mílna ferð er eyðslan 500 lítr- ar/klst. Kópur GK 175 (vertíðarbátur). Á 10,0 sjómílna ferð er eyðslan 108 lítrar/klst. Á 10,8 sjómílna ferð er eyðslan 146 lítrar/klst. Fyrirtækið örtölvutækni sf. var stofnaði í Reykjavík árið 1978 og fyrsta hönnun fyrirtækisins var smíði hitamæla fyrir fiskiskip. Þá var aðeins einn starfsmaður hjá fyrirtækinu og hann í hlutastarfi. Nú þremur árum síðar eru starfsmenn fyrirtækisins orðnir átta talsins og framleiðslan orðin fjólbreyttari og þróaðri á sviði rafeindaiðnaðar og örtölvutækni. Stofnendur Örtölvutækni sf. og aðaleigendur eru Heimir Sigurðs- son, Arnlaugur Guðmundsson og Björgvin Guðmundsson. Auk eyðslumælisins, sem áður hefur verið fjallað um, kom fram á (Ljósm. Kristján). Stofnendur og starfsmenn Örtölvutækni sf., frá vinstri Arnlaugur Guð- mundsNon, rafmagnstæknifræðingur, Björgvin Gudmundsson, rafmagns- verkfræðingur, og Heimir Sigurðsson, rafmaganstæknifræðingur. fundinum, að Örtölvutækni fram- leiðir einnig hitamæla ýmiss kon- ar og er m.a. hægt að nota þá til að mæla sjávarhita og hita (kulda) í kæligeymslum svo dæmi séu tekin. Þá hefur fyrirtækið framleitt „fjölpunktahitamæli", sem m.a. hefur verið notaður til að mæla útblástur eða afgas véla í skipum og eru slík kerfi í nokkrum íslenskum skipum. Slíkt kerfi er einnig að finna hjá Mjólkurbúi Flóamanna á Selfossi og er þar notað til að fylgjast með hitastigi í kæligeymslum og tönkum og mælir það hita á 32 stöðum. Á ein- faldan hátt er hægt að fylgjast með hitastigi á öllum þessum stöðum samtímis, en aflestrartæki er í vaktherbergi vélstjóra. Þessir mælar eru hannaðir af Örtölvutækni og svo er einnig um sjálvirka stýringu fyrir ullar- þvottavélar, sem settar hafa verið upp í prjónastofum á Akrane Borgarnesi, Selfossi, Reykjavík víðar. Þetta tæki er hannað í sai vinnu við Iðntæknistofnun. A stýringarinnar fyrir ullarþvc hefur fyrirtækið tekið að sér si stök yerkefni fyrir ýmsa aðra a ila. í því sambandi má nefi stjórnbúnað fyrir aðflugsljós v flugvöllinn á Akureyri. Þau tæ voru sett upp í lok síðasta árs. Tveir af hverjum þremur hafa eitt eða fleiri streitueinkenni Niðurstöður úr Vinnuverndarrannsókn verkalýðsfélaga Frumsýndi Halelúja ísjifírði, 2. nóvember. SUNNUDAGINN 25. október frum- sýndi Litli leikklúbburinn ísafirði gam- anleikinn Halelúja eftir Jónas Árnason undir leikstjórn Arnhildar Jónsdóttur. Þetta verk Jónasar Árnasonar var fyrst sett á fjalirnar af Húsvíking- um sl. vor, en Jónas endurskrifaði verkið í sumar, og var það nú sýnt í þeirri mynd. Leikurinn gerist um næstu aldamót og fjallar um for- setakosningar á Islandi og sýnir kosningaskrifstofu eins frambjóð- andans. Höfundurinn sýnir með þessu verki á gamansaman hátt hvernig hægt er að yfirtaka og skrumskæla líf þeirrar persónu sem í framboði er, þegar áróður og sýndarmennska er í hávegum höfð. 18 persónur koma fram í leiknum, en alls vinna um 25 félagar leikklúbbsins að verkinu. Uppselt var á frumsýningu, og fögnuðu leikhúsgestir leikstjóra og leikendum ákaft í leikslok. Halelúja er 25. verkefni Litla leikklúbbsins til þessa. Formaður klúbbsins er Halla Sigurðardóttir. Hrafn SL. MÁNUDAG voru nidurstöður Vinnuverndarrannsóknar verka- lýðsfélaga í byggingaiðnaði og málmiðnaði kynntar blaða- mönnum. Kannsóknin var unnin af hópi íslendinga í Árósum, en há- skólinn í Árósum hefur verulega reynslu í framkvæmd slíkra rann- sókna. Rannsóknin er byggð á spurningalistum sem sendur var til 951 iiianiis og byggja niðurstöður rannsóknarinnar á 620 útfylltum spurningarlistum, en það er 65% af úrtakinu. f rannsókninni kemur í Ijós að vinnuálag, slæmur aðbún- aður og langur vinnutími helst í hendur við útbreiðslu vinnuslysa, sjúkdóma og streitu. Niðurstöður þessarar rannsóknar virðast allar verri en þær sem áður hafa fengist í samsvarandi rannsóknum á Norð- urlöndum. Helstu niðurstöður eru m.a. þær að um helmingur iðnaðar- manna segir að öryggi sé ábóta- vant á vinnustað þeirra, enda hefur einn af hverjum 5 sem spurður var orðið fyrir vinnuslysi síðastliðna 12 mánuði. Vinnutími flestra er 50 tímar á viku að með- altali og kvarta flestir á einhvern hátt yfir vinnuálagi. Langalgeng- asta aðbúnaðarvandamálið er hávaði, og einnig eru ryk, kuldi og uppgufun efna algeng vanda- mál, og nefna þau tveir af hverj- um þrem. Þá voru þátttakendur spurðir hvort þeir hefðu leitað lækninga vegna 25 nafngreindra sjúkdóma. Meira en þrír af hverjum fjórum hafa leitað lækninga vegna eins eða fleiri þessara sjúkdóma, og tilgreina flestir bakverki eða 38%. Næstflestir tilgreina vöðva- bólgu eða 23%, 17% hafa leitað lækninga vegna heyrnarskaða, 15% vegna augnskaða, 13% vegna exems og útbrota og um 12% vegna gigtar, höfuðverks, brjóskloss og magaverks. Athygl- isvert er að 41% þátttakenda segja að læknir hafi bent þeim á að þeir hafi sjúkdóm sem rekja má til vinnunnar, en um 77% þátttakenda sjálfra telja að svo sé. Utbreiðsla streitu var einnig könnuð í rannsókninni. Tveir af hverjum þremur segjast hafa eitt eða fleiri streitueinkenni. Helm- ingur þátttakenda svarar spurr ingunni „ertu stressaður'" jál andi. Fjórðungur segist oft eig erfitt með að sýna umhverfi sín þolinmæði og þeir eru ámót margir sem segjast hafa áhyggj ur af framtíðinni og eiga erfil með að slappa af. Ein mikilvægasta niðurstaða er sú að fjöldi sjúkdómseinkenn helst í hendur við fjölda aðhúnac arvandamála á vinnustað. Þei sem ekki nefna neitt aðhúnaðai vandamál, hafa að meðalta fimm sjúkdómseinkenni. Þe: sem nefna flest aðbúnaðarvandí mál hafa hins vegar 13 sjúkdóni! einkenni. Fjöldi streitueinkenn helst að sama skapi í hendur vi fjölgun aðbúnaðarvandamála. Niðurstöður þessar styðja þa sem áður hefur komið fram könnun öryggiseftirlits og Hei brigðiseftirlits ríkisins. Konur úr Kjós ineð bazar á Lækjartorgi Kvenfélag Kjósarhrepps heldt basar á Lækjartorgi í dag og hefs hann fyrir hádegi. Á boðstólui verða ýmiss konar prjónles c kökur og er eflaust hægt að gei góð kaup á bazarnum. Ágóðinn f< til menningar- og góðgerðarmá efna. í samvinnu við Verk- og Kerfis- fræðistofuna sf. er Örtölvutækni að vinna að stóru verki fyrir Hita- veitu Suðurnesja. Til að fylgjast með hinum ýmsu rekstrarþáttum, eins og hita, rennsli, þrýstingi o.fl. eru fyrirtækin að hanna áerstakan búnað sem sendir upplýsingar um þessa þætti til tölvu, sem vinnur úr þeim og sýnir niðurstöður á skjám og prentara. Þessu verki á að yera lokið næsta vor. Ymis önnur verkefni á sviði ör- tölvutækni og rafeindabúnaðar hefur fyrirtækið tekið að sér fyrir opinberar stofnanir og einkafyrir- tæki. Verkefni á þessu sviði eru mýmörg og augu manna beinast sífell*. meira að þeim miklu mögu- leikum, sem þessar gíeinar bjóða upp á. teWh L<\UGAVEGI 47 SIMI175 75

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.