Morgunblaðið - 06.11.1981, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 06.11.1981, Blaðsíða 21
MORGUNBLADID, FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1981 21 smáauglýslngar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Flóamarkaöur — Kökusala í Iðnskolanum í Reykjavík, Vita- stígsmegin, sunnudaginn 8. nóv. kl. 14.00. Ótrúlega lágt verö. Söngskólinn í Reykjavik Innheimta Vil taka aö mér innheimtu tyrir gott fyrirtæki, er á bil. Tilboö merkt: „Innheimta — 7958". Innflytjendur Get tekið aö mér aö leysa út vörur. Tilboð sendist Mbl. merkt: „Traust — 7807". Ullarkápur nr. 36—50, sumt í aukavíddum. Ódýrt. Skinnkragar. Pelsjakkar á ungu dömurnar. Stytti kápur og skipti um fóður. Kápusaumastofan Diana. Miðtuni 78. Sími 18481. húsnæöi í boöi Keflavík Til sölu vel með farin 3ja herb. risibúö við Hátún. Raöhús við Greiniteig. skipti á 2ja—3ja herb. íbúð koma til greina. Einbýlishús viö Sólvallagötu, Vatnsnesveg og Túngötu. Höfum kaupanda aö nýlegu raöhúsi eöa sérhæö. Fasteignasalan Hafnargötu 27, Keflavik, sími 1420. I.O.O.F. 1 = 1631168V2 = 9.1. I.O.O.F. 12 = 1631168'/* = Fíladelfía bænavikan heldur áfram, meö bænum hvern dag kl. 16.00 og 20.30. FEROAFELAC ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR11798 og 19533. 1. Kl. 10.30 Hengill (767m). Þar sem má gera ráð fyrir ein- hverri hálku á fjallinu er nauösynlegt aö vera í góðum skóm. Fararstjóri: Tryggvi Halldórs- son og Guðmundur Péturs- son. Verð kr. 50.00. 2. Kl. 13. Gengiö meö Hólmsá. Fariö úr bílnum viö Laekjar- botna og gengiö i áttina aö Elliöavatni. Fararstjóri: Siguröur Krist- insson. Verð kr. 40.00. Farið frá Umferðarmiöstöðinni, austanmegin. Farmiöar viö bíl. Börn í fylgd fullorðinna fá frítt í ferðirnar. Feröafélag islands. Samhjálp Samkoma verður i kvöld kl. 20.30 í sal Söngskólans að Hverfisgötu 44 Ræöumaður Jó- hann Pálsson. AIHr velkomnir. Samhjálp. Heimatrúboðið Óöinsgötu 6A Vakningarsamkoma i kvöld kl. 20.30 Allir velkomnir. raðauglýsingar — raöauglýsingar — raóauglýsingar Aðalfundur Eyverja, félags ungra sjálstæðismanna, Vestmannaeyjum verður haldinn í samkomuhúsi Vestmanna- eyja (nyja salnum) laugardaginn 7. nóv. kl. 16.00 (kl. 4). Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Jón Magnússon fyrrv. formaöur 3US mætir á fundinn. Mætiö vel og stundvislega. Jón Magnússon Auglýst eftir framboðum til prófkjörs Prófkjör um val frambjóðenda á lista Sjálfstæöisflokksins við næstu borgarstjórnarkosningar í Reykjavik. fer fram dagana 29. og 30. nóv. Val frambjóöenda fer fram meö tvennum hætti: 1. Framboö. sem minnst 25 flokksbundnir einstaklingar (þ.e. meö- limir Sjalfstæöisfélaganna i Reykjavík), standa aö. 2. Kjörnefnd getur að auki bætt við frambjóöendum, eftir því sem þurfa þykir, enda skal þess gætt, aö ekki veröi tilnefndir fleiri en þarf til að frambjóöendur veröi 40. Hér með er auglýst eftir framboðum til prófkjörs, sbr. 1. liö aö ofan. Skal framboö vera bundið við flokksbundinn einstakling, sem kjör- gengur veröur í Reykjavík og skulu minnst 25 flokksbundnir sjálf- stæðismenn og mest 40 standa að hverju framboöi. Enginn flokks- maður getur staöið að fleiri en 3 framboðum. Framboðum þessum ber að skila til yfirkjörstjórnar í skrifstofu Full- trúaráös Sjálfstæöisfélaganna i Reykjavík, í Valhöll, Háaleitisbraut 1. Eigi seinna en kl. 17.00 föstudaginn 6. nóvember. Yfirkjörstjórn Sjáttstæöisflokksins i Reykjavik. Selfoss Sjálfstæðisfélagið óöinn heldur félagsfund sunnudaginn 8. nóv. kl. 16.00. Fundarefni: Ákvöröun um tilhögun prófkjörs. Félagar fjölmenniö. Stjórnin. Félagsmálanámskeið Heimdallar eru að hefjast Boöiö er upp á eftirfarandi námskeið: 1. Ræöumennska fyrir byrjendur. 2. Framhaldsnámskeið í ræöumennsku. 3. Fundarsköp og fundarstjórn. 4. Greinaskrif. Uppl. og skráning í síma 82900. HeimdaMur. Málfundafélagið Óðinn heldur aðalfund sunnudaginn 8. nóv- ember 1981 kl. 14.00 i Valhöll, Háaleitis- braut 1. Fundarefni: 1. Venjuleg aöalfundarstörf. 2. Friörik Sophusson alþíngismaöur, nýkjörinn varaformaður Sjálfstæöis- flokksins, ræðir um stjórnmálaviö- horfið. Stjórnin. Sigrún V. Gestsdóttir Jónas Ingimundarson Ljóðatónleikar í Hveragerðiskirkju NK. SUNNUDAG, 8. nóvember, verða haldnir Ijóðatónleikar í Hveragerdiskirkju. Þar munu þau Sigrún V. Gestsdóttir og Jónas Ingimund- arson flytja íslenska og erlenda ljóðasöngva. Meðal höfunda má nefna Ingunni Bjarnadóttur, Robert Schumann, Gabriel Fauré, Árna Thorsteinsson og Sigursvein D. Kristinsson. Tónleikarnir hefjast kl. 16.00. Klúbbur NEFS: Bodies heldur tónleika HUÓMSVEITIN Bodies heldur hljómleika í klúbbi NEFS ( dag, föstudag. Meðlimir Bodies eru fjórir; bræð- urnir Mike og Danny Pollock, Magnús Stefánsson og Rúnar Erl- ingsson. Ofantaldir menn skipuðu Utangarðsmenn ásamt Bubba Morthens. Bodies hefur einu sinni spilað opinberlega og var það með „The Fall" á tónleikum á Hótel Borg um miðjan september. Hljóm- leikarnir í NEFS eru núna í kvöld og byrja kl. 21.30. Staðurinn er op- inn frá kl. 20.00 til 23.30. Aldurs- takmark er 18 ár vegna vínveit- ingaleyfis. Afhentu nýtt orgel til kapellu Háskóla Islands FIMMTUDAGINN 15. okt. sl. var afhent formlega nýtt orgel í kapellu Háskóla fslands. Orgel þetta keypti háskólinn af danska fyrirtækinu Frobenius í Lyngby og unnu tveir fulltrúar fyrirtækisins við uppsetningu orgelsins, þeir Elo H«st og Mog- ens Pedersen. Afhentu þeir orgelið fyrir hönd fyrirtækisins en há- skólarektor, dr. Guðmundur Magnússon prófessor, tók við því fyrir hönd háskólans. Flutti hann ávarp að þessu til- efni, þar sem hann rakti að- draganda kaupanna. Einnig flutti ávarp dr. Hallgrímur Helgason dósent og flutti tón- verk á nýja orgelið. Gamla orgelið í kapellunni var komið mjög til ára sinna og orðið lé- legt á margan hátt. Var því orðið löngu timabært að skipta um orgel í kapellunni. Nýja orgelið er þriggja radda og af sams konar gerð og orgelin í Dómkirkjunni, Kristskirkju og Skálholts- kirkju. Orgel frá fyrirtækinu Frobenius njóta mikillar al- þjóðlegrar viðurkenningar. Eru þau að öllu leyti smíðuð í Danmörku nema „mótorinn", sem er framleiddur í Þýska- landi. Nýja orgelið er staðsett í sal kapellunnar við kórinn vinstra megin þegar inn er komið. Fer það mjög vel í kapellunni og verður mikil lyftistöng tón- listarkennslu við guðfræði- deild háskólans. Gamla orgel- ið var staðsett í herbergi á næstu hæð fyrir ofan kapell- una. Verður það pláss nú tekið til annarra nota.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.