Morgunblaðið - 06.11.1981, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.11.1981, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1981 Danir vísa ffkni- efnamáli hingað Unnid að löndun úr skipi í Straumsvík í gær með hinum nýja útbúnaði, en hann kemur alveg í veg fyrir ad ryk þyrlist upp, en slíkt vildi brenna við áður, einkum ef vindasamt var. Myndina iók Kmiiía nj. Björnsdiuir. Nýr löndunarbúnaður ísals: Kemur í veg fyrir rykmengun NÝR löndunarútbúnaður hefur verið tekinn í notk- un við Álverið í Straumsvík, og að sögn Rangars Halldórssonar forstjóra ísals kemur hinn nýji búnaður alveg í veg fyrir allt ryk við losun súráls. Áður hefði ryk oft þyrlast upp við löndun úr skip- um, einkum ef vindur var, en nú er það úr sögunni sagði Rangar. Auk þess sagði Ragnar afköst með nýja út- búnaðinum verða mun betri þegar frágangi yrði endanlega lokið, og tæki því skemmri tíma að landa úr skipunum er þau koma með hráefni til verksmiðjunnar. Kostnaður við tækjabúnaðinn sagði hann vera um 7 milljónir króna, en mann- afli sparast ekki, nema að því leyti að starfs- menn vinna nú skemmri tíma við uppskipun vegna aukinna afkasta nýju löndunartækjanna. Norsku íyrirtæki falin hag- kvæmnisathugun áliðju Niðurstöður á miðju næsta ári, segir iðnaðarráðherra DÖNSK yfirvöld hafa vísað málum á hendur Sigurði l»ór Sigurðssyni til íslenzkra yfirvalda. Sigurður i»ór var á sínum tíma ákærður ásamt Frank- lin Steiner vegna allumfangsmikils fíkniefnamisferlis í Danmörku, „kókaínmálinu" svokallaða og féll dómur yfir þeim í borgarrétti Kaup- mannahafnar árið 1979, en þeir hlutu hvor um sig þriggja ára fang- elsisdóm. Þeir skutu málinu til eystri Bændur fá endurgreidda 12 aura á hvern mjólkurlítra ÁKVEÐIÐ hefur verið að greiða bændum 12 aura á hvern framleidd- an lítra af mjólk í vetur, þ.e. októ- bcr, nóvember, desember, janúar og febrúar. Reiknað er með að í heild nemi þessi greiðsla um 5 milljónum króna, en féð er endurgreiðsla á kjarnfóðurgjaldi og er greitt úr kjarnfóðursjóði. Framleiðsluráð landbúnaðarins tók ákvörðun um þessa endurgreiðslu til að örva bændur til mjólkurframleiðslu þá mánuði, sem framleiðslan er minnst. Að sögn Guðmundar Stefáns- sonar hjá Framleiðsluráðinu, er ekki útlit fyrir mjólkurskort í vet- ur. Hann sagði, að útlit væri fyrir að í október hefði mjólkurfram- leiðsla aukist frá því í sama mán- uði í fyrra. Þá voru innvigtaðar 7,8 milljónir lítra, en endanlegar töl- ur liggja ekki fyrir um síðasta mánuð. I júlímánuði í sumar var framleiðslan svipuð og í júlí í fyrra, aukning varð í ágústmán- uði, en í september varð fram-' leiðslan heldur minni en sama mánuð í fyrra og var það fyrst og fremst vegna þess hve erfitt haustið var. - segir Höskuldur f fjárlögum yfirstandandi árs og í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár er gert ráð fyrir nokkrum fjárhæðum til svonefnds Víðishúss við Laugaveg 166. Að sögn Höskuldar Jónssonar ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytis- ins er ætlunin með þessum fjárveit- ingum að forða húsinu frá frekari skemmdum og brýnast hvað það varðar væri að gera húsið vatns- og vindþétt, þar á meðal að setja á það nýtt þak. Tvær fyrstu hæðir hússins eru taldar eign Námsgagnastofnun- ar ríkisins en ekki hefur verið ákvarðað um nýtingu þriggja efstu hæðanna. landsréttar og reyndist það snúið og naut ekki við fullkominna játn- inga í öllum sakargiftum. Þegar málið var fyrir eystri landsrétti, strauk Sigurður Þór úr fangelsi í Kaupmannahöfn og fór huldu höfði þar til hann gaf sig fram á íslandi í sumar. Franklin Steiner hlaut 18 mánaða fangelsisdóm. Sigurður Þór var flæktur í um- fangsmikil fíkniefnakaup í Hol- landi og víðar og dreifingu efnis- ins í Danmörku og Svíþjóð. Nemur magn fíkniefna, sem hann ásamt fleirum smyglaði og dreifði, alls um 20 kílóum. Hér er einkum um að ræða hass en einnig amfetamín og sterkari efni. Þá var Sigurður Þór ákærður fyrir að bera byssu, en þegar til kom reyndist hún ónýt og snérist ákæran þá upp í ólög- lögmæta vörzlu skotfæra. Þá er minni háttar ákærum vísað hingað, svo sem kaup á þjófstoln- um munum, sem hann mun hafa tekið upp í sölu á fíkniefnum. Þegar Sigurður Þór gaf sig fram við íslenzk yfirvöld, vísuðu Danir málum hans hingað. Sigurður Þór afplánar nú refsidóm hér og er verið að vinna í þessum málum ásamt málum, sem eru í rannsókn hjá fíkniefnadómstólnum. Á fjárlögum yfirstandandi árs er sérstök heimild til Námsgagna- stofnunar um að taka 1 millj. kr. lán til að bæta húsnæði hennar. Þá er gert ráð fyrir því í fjár- lagafrumvarpinu fyrir árið 1982 að selja Brautarholt 6 og Tjarn- argötu 10 í stað fyrrnefndrar lán- töku. Þá er í fjárlagafrumvarpinu, undir liðnum óviss útgjöld fjár- málaráðuneytis, gert ráð fyrir 1,5 millj. kr. til viðgerða á Víðishús- inu. Höskuldur sagði húsið illa farið, svo og. svo margar rúður væru ónýtar og brotnar og ekki Iðnaðarráðuneytið hefur ákveðið að scmja við norska ríkisfyrirtækið Ardal og Sunndal Verk um gerð hag- kvæmnisathugunar í samvinnu við íslendinga um nýtt álver hérlendis gefið mál að gluggakarmar þyldu verksmiðjugler, — hvort ekki þyrfti einnig að skipta um alla gluggakarma. Brýnasta verkefni sagði hann vera að koma í veg fyrir frekari skemmdir, síðar kæmi heilmikiI arkitektavinna, ef nýta ætti húsið til venjulegs skrifstofuhalds. Hæðirnar í hús- inu væru hlutaðar niður í stóra sali og þyrftu því að koma til veru- legar breytingar. Þó mætti geta þess að ýmsar stofnanir gætu not- að stóra sali. og möguleika á úrvinnslu úr áli. Að sögn iðnaðarráðherra, Hjörleifs Guttormssonar, geta niðurstöður þessarar athugunar legið fyrir á miðju næsta ári. Aðspurður um hvernig þrjár efstu hæðir hússins yrðu nýttar sagði Höskuldur að engar ákvarð- anir hefðu verið teknar þar um, en margar hugmyndir komið fram. Nefndi hann sem dæmi að sú saga hefði gengið að stofnun eins og Myndlista- og handíðaskólinn sem væri núna í óhentugu leiguhús- næði gæti nýtt sali eins og þarna væru. Einnig mætti nefna stofnun eins og Landmælingar ríkisins, sem starfað gæti í slíku húsnæði. Höskuldur sagði í lokin að eflaust væri hægt að nefna fleiri stofnan- ir, þetta væru aðeins dæmi. í ávarpi sem iðnaðarráðherra flutti á vetrarfundi Sambands ís- lenzkra rafveita kom fram, að tveir möguleikar koma til að hans mati hvað varðar hugsanlega ís- lenzka áliðju. Annars vegar áliðja tengd álverinu í Straumsvík og hins vegar nýtt álver. Ennfremur er nauðsynlegt að sögn Hjörleifs að athuga möuleika á úrvinnslu úr áli hérlendis. Hjörleifur sagði í samtali við Mbl., að viðræður við norska fyrir- tækið Árdal og Sunndal Verk hefðu átt sér stað oftar en einu sinni og fulltrúar þess lýst sig reiðubúna til samvinnu um hag- kvæmnisathugun og í framhaldi af því gert tilboð þar að lútandi í septembermánuði sl. Hjörleifur sagði tilboð þetta síðan hafa verið til athugunar í ráðuneytinu og í orkustefnunefnd, sem starfar á vegum ríkisstjórnarinnar, og niðurstaðan orðið sú að taka til- boði norska fyrirtækisins. Þá sagði ráðherra að samningur sá sem gerður yrði við Árdal og Sunndal Verk fæli í sér kaup á tækniþekkingu og upplýsingum frá Norðmönnum, þannig að hægt yrði að átta sig á forsendum og arðgjöf af slíkum rekstri. Hann sagði einnig að þessi athugun tæki að minnsta kosti hálft ár, þannig að það yrði ekki fyrr en á miðju næsta ári, sem niðurstöður myndu liggja fyrir. Basar Styrkt- arfélags heyrnardaufra Foreldra- og styrktarfélag heyrnardaufra heldur basar í Heyrnleysingjaskólanum við Öskjuhlíð kl. 14.00 sunnudaginn 8. nóv. Á mynd þessari sem Ólafur K. Magnússon tók nú nýverið má sjá að verið er að reisa vinnupalla utan á húsið. Lagfæringar á Víðishúsinu: Brýnast að gera það vatns- og vindþétt Jónsson ráðuneytisstjóri Saltpétursýruverksmiðjan: Þegar búið að taka grunn verksmiðjunnar - Áætlaður kostnaður um 50 milljónir króna FRAMKVÆMDIR að nýrri saltpét- urssýruverksmiðju við Áburðarverk- smiðjuna í Gufunesi eru hafnar og er búið að taka grunn verksmiðjunn- ar. Samningar hafa verið undirritað- ir við franska fyrirtækið Grand l’aroisse um tæknihlið verksmiðj- unnar og tæki. Kostnaður við hina nýju vcrksmiðju er áætlaður um 50 milljónir krónur, eða sem nemur 5 milljörðum gkróna. Núverandi saltsýruverksmiðja Áburðarverksmiðjunnar mun verða lögð niður og munu starfs- menn hennar vinna við hina nýju verksmiðju, þannig að ekki verða ráðnir fleiri starfsmenn. Hin nýja verksmiðja mun verða tvöfalt af- kastameiri en núverandi verk- smiðja og er reiknað með, að áburðarframleiðsla muni aukast um 50%.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.