Morgunblaðið - 29.11.1981, Síða 17

Morgunblaðið - 29.11.1981, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1981 17 - —— „Skrýtid sjálfan sig — Þetta eru önnur vinnubrögð. Öll vinnu- brögð við kvikmyndagerð eru með öðrum hætti en tíðkast í leiksýningum. Hvorki erfiðari né auðveldari í sjálfu sér — og heldur ekkert skemmtilegri eða leiðinlegri. Bara öðru vísi, enda eru þetta tveir ólíkir miðlar, segir Arnar Jónsson, sem leikur Gísla Súrsson í Útlaganum, þegar hann er spurður um muninn á því að leika í kvikmynd og að leika á sviði. — Kannski má taka vinnslu á sjónvarpsleikriti til viðmiðunar. Það er líklega mitt á milli, — hefur sumt úr leikhúsi og annað úr kvikmyndinni. Viðtal: Áslaug Ragnars Ljósm. OI.K. Mag. — Nú er IJtlaganum hælt á hvert reipi og gagnrýnendur virðast á einu máli um ágsti kvikmyndarinnar. Ef marka má umsagnir þeirra tekur Út- laginn fram öðru því sem gert hefur verið á þessu sviði á nýliðnum árum og aldrci þessu vant er eins og þeir cigi varla til aðfinnsluorð. Hvað finnst þér? — Eg veit um eitt og annað sem finna mætti að í sambandi við þessa mynd, en ég treysti mér ekki til þess að dæma um það hvort hún er góð, slæm eða bara þokkaleg miðað við aðstæður. Auk þess get ég varla sagt að ég sé búinn að sjá Útlagann. Ég var auðvitað viðstaddur frumsýningu, en það er ekkert að marka. Þú veizt hvernig andrúmsloftið er á frumsýningum — þrungið spennu og óvissu, og maður veit ekkert hvernig maður á að vera. And- rúmsloftið á þessari frumsýningu var ekki öðru vísi en á öðrum frumsýningum, en hvað sjáifan mig snertir þá var það náttúrlega ný reynsla — ímyndaðu þér að sitja frammi í sal og sjá þetta til- sýndar. Það er skrýtin tilfinning — einhvern veginn eins og að vera genginn út úr sjálfum sér. — Þú átt sem sé eftir að fara í bíú? — Já. Ég er að vísu búinn að sjá öll þessi atriði og sum oftar en einu sinni, en ég er ekki búinn að virða það fyrir mér í heild sinni. Það er nefnilega það sérstaka við kvikmyndagerð að hún fer ekki fram í venjulegu samhengi. Það er einfaldlega ekki framkvæman- legt öðru vísi en að kostnaðurinn færi langt fram úr því sem væri viðráðanlegt. Fyrir bragðið hefur maður ekki yfirsýn, nema þá kannski mjög óljósa. Það er stokkið fram og til baka. Fyrst er kannski tekið atriði sem kemur í lok myndarinnar og síðan er allt í einu skipt yfir í upphafið. — Er þetta ekki dálítið erntt við- ureignar? — Það getur verið það á meðan maður er ekki búinn að stilla sig inn á svona vinnuaðferð, en það venst. Mér fannst það skemmtileg tilbreyting. Og reyndar get ég nú sagt það að hlutverk Gísla Súrs- sonar og starfið við kvikmyndina var mjög skemmtileg og áreiðan- lega holl tilbreyting. Það er hverj- um manni hollt að skoða hlutina frá nýju sjónarhorni og þakkar- vert að hafa átt þess kost. — Sumir eru að segja að þú sért betri kvikmyndaleikari en sviðsleik- ari. — Er það? Annars held ég að það þýði varla að bera það saman. I kvikmynd eru allt aðrir mögu- leikar en á sviðinu. Þar af leiðandi er beitt allt annarri aðferð við að koma því á framfæri sem maður ætlar að túlka. A sviðinu er leik- arinn í nánum tengslum við þá sem sitja frammi í sal. Áhorfand- inn verður beinn þátttakandi í sýningunni. Leikarinn skynjar salinn sem eina heild. Og þessi heild er síbreytileg. Stundum er hún alltumfaðmandi, hlý og ynd- isleg, stundum ógnvekjandi, stundum fráhrindandi og jafnvel kuldaleg. Maður getur lamazt af skelfingu. Stundum er það af því að allt í einu stendur maður þarna og er búinn að missa þráðinn. Skilur bara ekki hvað maður er að gera þarna. Eða hreinlega verður eins og glópur og er búinn að missa minnið. Þetta er hryllileg tilfinning sem kemur sem betur fer ekki oft yfir mann á leiksvið- inu. En einu sinni fékk ég þetta inn á mig þegar ég var að leika í leikriti sem ég hafði frá öndverðu verið mótfallinn að færi á fjalirn- ar. Samt hafði ég látið til leiðast og tók þátt í sýningunni. En það að þurfa að svara til saka fyrir sjálfum sér á leiksviðinu — það var skelfilegt. En það kemur nefnilega alltaf að því fyrr eða síðar að maður þarf að mæta sjálfum sér. Getur ekki lengur haldið í þá blekkingu að það sé forsvaranlegt að gera eitthvað sem maður trúir ekki á. En svona upplifun kennir manni að hlusta á samvizkuna og forðast að þagga niður í henni þegar hún er ekki nógu mjúkmál. Oftar er sambandið milli leik- arans á sviðinu og áhorfendanna í salnum þó sem betur fer mjög jákvætt. Það er örvandi og maður er umvafinn hlýju og skilningi og það er alveg ómetanlegt. Samt veit maður að á sviði er sumt sem ekki er hægt að koma á framfæri, einfaldlega af því að áhorfandinn er of langt í burtu, til dæmis til að geta skynjað fíngerðasta lát- bragð. I kvikmyndinni er þessari fjarlægð ekki fyrir að fara, en heldur ekki þessu sterka sam- bandi leikara og áhorfenda. í kvikmyndinni er hægt að fara með áhorfandann eins nálægt og maður vill. Þetta gefur möguleika á alls konar ótrúlegustu galdra- brögðum. Með þessu móti er hægt að ýkja endalaust, magna upp, breyta hlutföllum að vild, dempa, — með öðrum orðum „stílísera" nánast takmarkalaust. Og þessir ævintýralegu möguleikar eru auð- vitað ekki fyrir hendi á leiksvið- inu. Sem sagt — filman hefur suma kosti sem sviðið hefur ekki og öfugt. — Langar þig til að halda áfram að leika í kvikmyndum? — Já, svo sannarlega langar mig til þess. En ég gæti ekki hugs- að mér að segja skilið við leiksvið- ið. Það ákjósanlegasta væri að geta gert hvort tveggja. Sitt lítið af hvoru. En ég ætla að fara að minnka við mig vinnu. Ég er bú- inn að atast allt of mikið alltof lengi. Ég vil hafa tíma fyrir fleira en leiklist. Tíma til að vera með fjölskyldunni og sinna heimilinu. Við Þórhildur [Þorleifsdóttir leik- stjóri] tókum upp á því hér um árið að fara aftur að eignast börn. Fyrir áttum við tvær dætur, sem nú eru 17 ára og 8 ára. — Veiztu, segir hann svo. — Það er allt annað að eignast börn þegar maður á að heita að vera kominn til vits og ára en þeg- ar maður er um tvítugt. Fólki á þeim aldri liggur svo mikið á að það má varla vera að því að njóta lífsins. Þá tekur maður varla eftir mestu unaðssemdunum af því að maður er svo upptekinn af sjálf- um sér, því sem er að gerast í kringum mann og öllu sem á að koma í verk. Það er stórkostleg reynsla að vera með þessum litlu börnum. Þau eru eins og hálfs og þriggja ára og þurfa mikið á manni að halda. Og ég ætla svo sannarlega ekki að neita mér um að vera sem mest með þeim. fremst fólginn í einbeitingu“ háskólanum. Þann vetur var mikið um það rætt að markaðurinn væri ofmettaður af líffræðingum. Þetta hafði þá um skeið verið tízkufag og mér leizt satt að segja ekkert á það að leggja fyrir mig margra ára nám þar sem ég mætti fast- lega búast við atvinnuleysi að því loknu. í rælni lét ég innrit'a mig í leikskóla SÁL — ætlaði svona að- eins að tékka á málinu. En það leið ekki á löngu áður en ég var komin á kaf í þetta og lagði líffræðina á hilluna. Síðan hef ég verið í leik- list. — Og hvernig gengur þér að sam- ræma þetta starf barnauppeldi og heimilishaldi? — Yfirleitt gengur það furðu vel. Við hjálpumst að með þetta, hjónin, og það vill svo til að vinnu- tími beggja er óreglulegur. Við vinnum bæði í skorpum og ein- hvern veginn hefur það viljað svo til að þessar skorpur okkar hafa ekki rekizt alvarlega á, segir Tinna Gunnlaugsdóttir, en maður hennar er Egill Ólafsson tónlist- armaður og börnin þeirra eru tvö — Ólafur og Gunnlaugur sem eru tveggja og þriggja ára.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.