Morgunblaðið - 29.11.1981, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.11.1981, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1981 23 Grænt og rautt Vilborg Dagbjartsdóttir: LJOÐ 137 bls. Mál og menning. Reykjavík, 1981. Þetta er ritsafn. Hér eru endur- prentaðar þrjár ljóðabækur skáld- konunnar: Laufið á trjánum, Dvergliljur og Kyndilmessa. Þar að auki er kaflinn Þýdd ljóð og að lokum Ljóð birt í blöðum og tímarit- um 1971 — 1981. Ljóð Vilborgar Dagbjartsdóttur eru misgóð. Vilborg hefur mikið verið á ferðinni í menningartraff- íkinni. Og rödd hennar hefur tíð- um heyrst í útvarpinu. Hún er t.d. ágætur upplesari, bæði á ljóð og laust mál. Þegar skáld lætur þannig að sér kveða, er oft erfitt að dæma um skáldskapinn, hann er þá gjarnan metinn út frá per- sónu skáldsins sjálfs — orðum þess og athöfnum á allt öðrum sviðum, eða með öðrum orðum þeim almennu áhrifum sem skáld- ið hefur haft með samtíð sinni. Tuttugu ár og einu betur eru nú liðin síðan fyrsta Ijóðabók Vil- borgar kom út. Þá voru skáldin innhverf. Þá taldist ekki heldur hnjóðsyrði að segja um skáldkonu að verk hennar væru kvenleg. En svo má einmitt segja um ýmis bestu ljóð Vilborgar, þau eru fín- leg, viðkvæm. Tek ég sem dæmi ljóðið Þú: nu'*r t illhvaó soni oni'inn voil noina |iú hvíslaúu aA mór |»ví som on^inn má hovra noma ói». Viðkvæm kalla ég ljóð af þessu tagi því lítið má út af bera til þess að raska jafnvæginu. En hér hendir ekkert þvílíkt: nógu mikið sagt, en ekki heldur meira. Þó Vilborg hafi kannski ort jafn vel síðan hefur hún ekki gert betur. Gaman hef ég af ljóðinu Vetur í Dvergliljum enda þó segja megi að skáldkonan leiki sér þar til hins ýtrasta með líkingamálið: l»t*j»ar slokknaúi á morj'unsljnrnunni ian) máninn kyrr. Sólin voifaúi skýjaslæúu lil hans yfir fjalliú st m |»lfymdi at> laka tifan nállhúfuna. Kín}»frAan rúsavff óf á rúúuna Irosliú. I Kyndilmessu eru þrjú stutt Skammdegisljóð. Hið síðasta þykir mér bæði athyglisverðast og eftir- Skélafélag MR: Meirihlutinn styður reglu- gerð um áfangaskóla MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun sem var lögð fyrir skólafund Skólafélags Mennta- skólansj Reykjavík þann 16. nóv. 1981. „Skólafélag Menntaskólans í Reykjavík lýsir yfir eindregnum stuðningi við nýtilkomna reglu- gerð menntamálaráðuneytisins hvað varðar framhaldsskóla. Lát- um vér í ljós ánægju með störf nefndarinnar er um þessi mál fjallaði og samgleðjumst um leið öðrum framhaldsskólanemum á landinu." Ályktun þessi hlaut samþykki með 155 atkvæðum gegn 142. Bókmenntir Erlendur Jónsson minnilegast; ljóðið sýnir fram á að Vilborg á til létta gamansemi: O, |»að hffur snjúað í núll og nú hlasir við allra augum í nýfallinni mjöll sporasloð frá mínum dyrum að húsi |>inu. Á Vestdalseyri er dæmi um ann- ars konar ljóðstíl Vilborgar, en það er ljóð byggt á bernskuminn- ingum að austan. Einnig ljóð sem Vilborg nefnir Á fermingardegi systur minnar blómstraði snædrottn- ingin. I hvoru tveggja ljóðinu eru hversdagslegir hlutir ummyndaðir í skáldskap, en slík upphafning einfaldra hluta er ekki öllum hent. Miður finnst mér skáldkonunni takast upp þegar hún yrkir um dægurmál og pólitík. Tek ég sem dæmi Myndir frá pressuballi 1972, prósaljóð — efni sem upplagt var Vilborg Ilagbjartsdóttir að hafa að skotspæni. En hér sannast sem Flosi mælti forðum að ekki er unnt bæði að kjósa og deila; skop blandast illa saman við beinskeytta, opinskáa ádeilu; skáld má ekki gera hvort tveggja í einu: að spotta og ávíta. Og enn sem fyrr — ljóð um stríð ísraels- manna og Egypta, finnst mér beinlínis kaldrifjað. Upplýst er að Jón Reykdal hafi séð um kápumynd og útlit. Þykir mér hvort tveggja vel heppnað: græn kápa með einni rauðri rós. Og óvanalega formhrein og skýr titilsíða. I því felst alltaf nokkur viður- kenning að ritsafn skálds skuli tekið saman og gefið út. Tel ég skáldkonuna og lesendur ljóða hennar mega vel við una þessa út- gáfu. Beocenter7002 Fjarstýrð hágæðasamstæða Með því að ýta á einn takka á fjarstýringunni úr sæti þínu getur þú fengið hljómlist frá hljóm- plötusegulbandstækinu eða útvarpstækinu. Stórir ljósastafir í stjórnborðinu sýna þér stöðugt hvað er í gangi. Hægt er að stýra tækinu með tölvunni á tækinu sjálfu eða með fjarstýringu sem fylgir. Komdu og skoðaðu — þú munt sannfærast. Verð 18.254. Greiðslukjör. Tölvuminni og tímatæki gera yður kleift að stilla tölvuna innan 24 klst. þannig að tækið fari í gang samkvæmt yðar óskum þ.e. t.d. kveikja á útvarp- inu og taka upp á segulbandið. Við álítum að viðskiptavinir okkar kunni heldur betur að meta þetta. A Bang&Olufsen VERSLIÐ I SÉRVERSLUN MEÐ LITASJÓNVÖRP OG HLJÓMTÆKI SKIPHOLTI 19 SIMI 29800

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.