Morgunblaðið - 29.11.1981, Page 42

Morgunblaðið - 29.11.1981, Page 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1981 Minning - Halldóra Inga Ingimarsdóttir Þann 26. október síðastliðinn lést í FjórðunKssjúkrahúsinu á Isafirði frú Halldóra Inga Ingi- marsdóttir frá Hnífsd^l, 57 ára gömul, og var útför hennar gerð frá Hnífsdalskapellu mánudaginn 2. nóvember síðastliðinn að við- stöddu miklu fjölmenni. Mig langar til að heiðra minn- ingu hinnar látnu vinkonu minn- ar, sem ég hafði þekkt allt frá frumbernsku hennar í foreldra- húsum, því að ég var nánast heimagangur á heimili foreldra hennar fyrr og síðar, því að ég og faðir Halldóru Ingu höfðum svo margt saman að sælda, eins og stundum er að orði komist, í fé- lagsmálum o.fl. Halldóra Inga Ingimarsdóttir var fædd í Hnífsdal 12. júni 1924. Foreldrar hennar voru hjónin frú Sigríður Guðmundsdóttir og Ingi- mar Finnbjörnsson, útgerðarmað- ur og formaður í Hnífsdal um langa hríð, en gerðist síðar verk- stjóri hjá Hraðfrystihúsinu hf. í Hnífsdal, sem stofnað var árið 1941 og var Ingimar, ásamt öðrum útgerðarmönnum í Hnífsdal, einn af stofnendum þess fyrirtækis, sem hann þjónaði af trúnaði á meðan hann hafði verkstjórn á hendi. K.S1485 SLiHalldór ST:G LE:798(802) LI:236(237) JU:0/0 T:4(19) Sjúkdóms þess, er varð Halldóru Ingu Ingimarsdóttur að fjörtjóni, kenndi hún fyrst í febrú- ar 1979, og átti hún við langvar- andi og óskapleg veikindi að stríða allt þar til yfir lauk, en veikindin voru þess eðlis að ekki varð við ráðið. Höfðu þó íslenskir lækna- érfræðingar reynt til hins ýtrasta og allt sem í þeirra valdi stóð, að verða hér að liði, allt kom fyrir ekki. Kallið var komið, og varð ekki umflúið. Halldóra Inga, gekk ávallt undir nafninu Inga, bæði heima og heiman meðal þeirra, er þekktu hana á annað borð, og er mér til efs, að öllu samferðafólki hennar í Hnífsdal meðal annars, hafi í raun verið kunnugt um að hún héti tveimur nöfnum, því að Halldóru- nafnið bar víst aldrei á góma, að ég held. Halldóra Inga ólst upp hjá for- eldrum sínum við gott atlæti í hópi góðra og velgefinna systkina, sem undu glöð við sitt. Af systkin- um Halldóru Ingu eru fimm á lífi, sem öll hafa fyrir löngu stofnað sín eigin heimili og eignast afkom- endur, en köll hafa börn frú Sigr- íðar og Ingimars komist vel áfram í lífinu og eru með góðir borgarar, sem syrgja nú ástfólgna og kæra systur, innilega. Frú Hallóra Inga hlaut almenna menntun í barna- og gagnfræðaskóla; engekk síðar í Húsmæðraskólann á Isafirði þar sem hún naut hagnýtrar hús- mæðramenntunar. Ég man Halldóru Ingu tápmikla unga stúlku, sem með prúðri framgöngu ávann sér traust og vináttu samborgara sinna, bæði sem barn og fullorðin kona. Snemma á árum gekk Halldóra Inga í kvenfélagið „Hvöt“ í Hnífsdal og starfaði þar með miklum ágætum og vildi viðgang kvenfélagsins sem mestan í hví- vetna. Um árabil var Halldóra Inga ritari í kvenfélaginu „Hvöt“ og fórst það vel úr hendi. Ung að árum eignaðist Halldóra Inga unnusta, hinn efnilegasta pilt, Kristján Pálsson, en hann var sonur Páls Pálssonar útvegsbónda og formanns í Heimabæ í Hnífs- dal, einn hinna velþekktu Heima- bæjarbræðra, er kunnir voru á sinni tíð fyrir aflasæld og dugnað í sjósókn. Þennan myndarlega og hlýja unnusta missti Halldóra Inga 1. desember 1941, en hann lést fyrir aldur fram í sjúkrahúsi. Við þessi óvæntu tíðindi var mikill harmur kveðinn að hinni ungu stúlku, sem von var til. Hinn 11. janúar 1942 ól hin harmi lostna unga stúlka hinum látna unnusta sínum dóttur, er hlaut nafnið Kristín, sem nú er gift kona í Hnífsdal. Frú Sigríður og Ingimar tóku Kristínu dótturdóttur sína í fóstur og dvaldist hún hjá þeim þar til móðir henar giftist. Halldóra Inga giftist Halldóri G. Pálssyni, bróður hins látna unnusta, 6. nóvember 1946, frá- bærum myndarmanni og góðum dreng, og var alla tíð mikið ástríki með þeim hjónum. Fyrstu hjúskaparár sín urðu Bifreiðar & Landbúnaðarvélar hi. jiiiypV SadnrianðibraHl U - Beykjatik - Slmi 38600 Verö aðeins kr. 111.600 • 4 hjóla drif • Fjórsídrif • 4. syl. 86 ha. • Hátt og lágt drif. • 16“ felgur. • ^riggja dyra. • Lituö framrúöa. • Hituð afturrúöa. • Hliöarlistar. • Vindskeið. þau hjón að sæta leiguhúsnæði, og þó að leiguhúsnæðið væri ekki alltaf að þeirra 'skapi eða þannig úr garði gert, sem þau helst hefðu kosið, þá reyndu hin samhentu hjón að gera heimilið sem best að- laðandi og hlýlegt svo sem kostur var á og efni íeyfðu, og virtist mér oft á tíðum, að mikið listfengi lægi að baki vali þeirra hjóna á hús- munum og öðrum því, er að heim- ilisprýði laut. Arið 1955 réðust þau Halldóra Inga og Halldór Pálsson í það stórræði að láta byggja sér snot- urt og myndarlegt íbúðarhús við Heiðarbraut í Hnífsdal, sem verið hefur heimili þeirra alla tíð siðan. Meðal annars var þetta nýja heimili þeirra smekklegt og fyrir flestu séð innanhúss, sem jók á hlýju hins nýja heimilis fjölskyld- unnar. Þau Halldóra Inga og Halldór Pálsson eignuðust fimm mann- vænleg börn, þrjár dætur og tvo syni, sem reynst hafa dugandi fólk og góðir borgarar. Synirnir og ein dóttirin höfðu stofnað heimili þó nokkru fyrir andlát móður sinnar. Næst yngsta dóttirin stundar skólanám, en sú yngsta, Dagmar dvelur nú með föður sínum í Hnífsdal. Eftir að Halldóra Inga og Hall- dór fluttu í sitt nýja hús, unnu þau markvisst að því, eftir því sem efni og aðrar ástæður leyfðu , að gæða þetta nýja heimili sitt þeim þokka, sem þau hjón sannarlega ólu með sér, eftir að þessum áfanga í lífi þeirra var náð, að vera komin í sitt eigið húsnæði. Þau hjón lögðust því á eitt af því listfengi, sem þau virtust bæði búa yfir, að gera hið nýja heimili sitt svo hlýlegt og aðlaðandi sem kostur var á og efni leyfðu á hverj- um tíma. Og með árunum tókst þeim sannarlega að gera heimili sitt vistlegt og mjög aðlaöandi, eins og heimiisvinum og kunningj- um er vel kunnugt. Og þá má ekki gleyma blómunum yndislegu, sem aukið hafa á þokka og fegurð heimilis þessara mætu hjóna. En hér var ekki látið staðar numið, því að ekki löngu eftir að þau hjón fluttu í sitt nýja hús, hófu þau að vinna af fullum krafti, eftir því sem tími gafst til, við að koma sér upp blóma- og trjágarði sunnanvert við hús sitt, sem ber þeim fagurt vitni um dugnað við að fegra umhverfi heimilisins, en blóma- og trjágarður þeirra hjóna er að sumri til mjög unaðslegur og ber sannarlega vitni dugnaði þeirra og fegurðarsmekk. Mér er það ennþá minnisstætt og ég gleymi þvíaldrei, hversu mér var innanbrjósts, er ég varð, í embættisnafni sem hreppsnefnd- aroddviti á sínum tíma, að skrifa Halldóri vini mínum, og fara þess á leit við hann að vegna bygg- ingarskipulagsins væri óhjá- kvæmilegt, að hann léti af hendi dálitla sneið af sínum fagra trjá- og blómagarði til þess að full- nægja mætti byggingarskipulag- inu með tilliti til þess að lóðaút- hlutun færi fram skammt fyrir sunnan íbúðarhús hans. Eins og fyrri daginn reyndist hér við góðan drengskaparmann að skipta, því að ekki leið á löngu þar til Halldór vinur minn kom á minn fund og tjáði mér að hann- yrði við bón hreppsnefndar Eyr- arhrepps svo ekki kæmi til árekstra, eins og hann komst að orði, og hefir hann vísast rætt þetta við konu sína, en því óskaði ég eftir í bréfi mínu. Þannig hefi ég í áranna rás reynt drengskap Halldórs Pálssonar í öllum við- skiptum okkar á milli fyrr og síð- ar. Þegar nú húsmóðirin að Heið- arbraut 14 er öll, er mikill harmur kveðinn að eftirlifandi eiginmanni hennar, sem misst hefir kæran og ástríkan lífsförunaut, sem alla hjúskapartíð þeirra var Halldóri félagi hans og góður vinur, sem skildi hann best þegar á reyndi. Börnum Halldóru Ingu sálugu, öldruðum foreldrum, systkinum og þeirra mökum, sem og öllum öðrum aðstandendum, sem hér eiga um sárt að binda, færi ég mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Að leiðarlokum þakka ég hinni iátnu vinkonu minni löng og góð kynni og bið henni guðsblessunar. Einar Steindórsson Ofvitinn sýndur í 175. sinnið OFVITINN eftir Þórberg Þórðarson og Kjartan Ragnarsson verður sýnd- ur í 175. sinn 1. des. nk. en um þessar mundir hafa 39 þúsund manns séð Ofvitann. Kjartan Ragnarsson sá um leik- gerð og leikstjórn, tónlist er eftir Atla Heimi Sveinsson, leikmynd og búningar eftir Steinþór Sigurðsson en aðalhlutverkin eru í höndum Jóns Hjartarsonar og Emils Gunn- ars Guðmundssonar, sem leika meistarann á gamals og unga aldri. Vegna mikilla þrengsla í húsa- kynnum Leikfélags Reykjavíkur og sökum þess að nauðsynlegt er að koma að nýjum verkefnum, verður ekki unnt að hafa nema örfáar sýn- ingar í viðbót á Ofvitanum. Kvenfélagið Framtíðin á Akureyri: Útgáfa jólamerkjanna hafin Kvcníélagiö Framúöin AÐ VENJU gefur kvenfélagið Framtíðin á Ak- ureyri út jólamerki, sem nú er komið á markað- inn. Jólamerkið er teiknað af Guðmundi Björnssyni myndlistarnema og prentað í Prent- verki Odds Björnssonar. Merkin eru til sölu í Frímerkjamiðstöðinni og Frímerkjahúsinu í Reykjavík og á Póststofunni á Akureyri. Allur ágóði af sölu merkisins rennur í Elliheimilis- sjóð félagsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.