Morgunblaðið - 29.11.1981, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.11.1981, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1981 Ólafur og kona hans ásamt foreldrum sínum. Dansflokkur Sóleyjar sýndi nýjan dans, sem tileinkaður var Broadway. Ljósm. Kmilía. Baldvin Jónsson var kynnir kvölds- ins. Sérstakir búningar voru hannaðir fyrir starfsfólkið af IVlaríu Lovísu og eru laufblöóin á búningunum tileinkud eiganda staðarins. Ljósm Kmíif*. BROADWAY OPNAR: stjömubjörtum glerhimni UNDIK stjörnubjörtum glerhimni og á ít- ölsku marmaragólfi dönsuðu Olafur Laufdal og kona hans Kristín Ketilsdóttir fyrsta dansinn í hinum glæsilega skemmtistaó sínum Broadway, sem opnaður var í fyrsta sinn síðastliðið fimmtudagskvöld. Lagið sem þau döns- uðu við var „THIS WAS A VERY GOOD YEAR“, sem Frank Sinatra gerði frægt á sínum tíma. Uau ár, sem Ólafur Laufdal hefur rekið diskótekið Hollywood, hafa verið honum afar góð, þannig að nú getur hann opnað einn stærsta og fullkomnasta skemmtistað sinnar tegundar hérlendis og þó víðar væri leitað. Það var margt um manninn, líklega urri 800 manns þetta fyrsta kvöld á Broadway. Allir sem þangað komu voru fullir forvitni og eftirvaentingar og ég held að ég megi fullyrða að enginn hafi orðið fyrir vonbrigðum. Staðnum, sem hannaður er af Jóni Robert hjá teikni- stofu Arko, er þannig fyrirkomið að stórt dansgólf er í miðju hans en við enda þess er aðstaða fyrir hljómsveitir. í kringum dansgólfið eru svo stólar og borð og þægilegir sófar þar sem hægt er að hreiðra um sig. Hvar sem setið er í sölum Broadway má sjá á dansgólfið, þar sem hinir margvíslegustu skemmti- kraftar eiga eftir að troða upp, bæði innlendir og erlendir. Að sögn forráðamanna Broadway, þá verður nii mun ódýrara að flytja inn erlenda skemmtikrafta en verið hefur hingað til vegna þess að á Broadway er mjög fullkomið hljómburðarkerfi, þannig að skemmtikraftarnir þurfa ekki að flytja slíkt kerfi hingað til lands eða fá það leigt hérlendis. Fyrstu erlendu skemmtikraftarnir koma í janúar, en enn er ekki ákveðið hverjir þeir verða. Það voru tveir Bandaríkjamenn, sem settu hljómburðarkerfið upp ásamt ljósakerfinu, þeir heita David Coats og Steve Tuttle og eru færir menn á sínu sviði. Þeir hafa meðal annars sett upp svipað kerfi á einum stærsta skemmti- stað veraldar, sem heitir Billy Bobs og er í Texas í Bandaríkjunum og í fræg- um klúbbi á Bermudaeyjum, sem er í eigu Robert Stigwoods, en í þeim klúbbi samdi John Lennon mörg af lögum sín- um, sem voru á síðustu plötu hans og Yoko Ono. Hljómburðarkerfið á Broadway er þríþætt. I fyrsta lagi er það fyrir tón- list spilaða af plötum, í öðru lagi fyrir lifandi tónlist og skemmtiatriði og í þriðja lagi er hægt að hljóðrita tónlist á staðnum. Þetta fyrsta kvöld á Broadway, bað kynnir kvöldsins, Baldvin Jónsson, um að gestum Broadway yrði sýnt hvaða möguleika Ijósakerfið gæfi. Þá upp- hófst hin skemmtilegasta ljósasýning í takt við tónlistina. Ljósin gefa líka þann möguleika að breyta algjörlega öllum litum í salnum eða ákveðnum hlutum hans með því að breyta um lit- filmu. Broadway er því hálfgert undra- land tækninnar. Fyrst við erum að tala um tæknina í þessu húsi þá má geta þess að þar eru líka eitt stærsta loft- ræstikerfi og rafmagnskerfi, sem sett hafa verið upp í einu húsi hér á landi auk þess sem þar má finna stærstu gostækjasamstæðu í Evrópu en 5 kíló- metrar af gosleiðslum eru innbyggðir í veggi hússins. Jakob Jónsson: FRÁ SÓLARUPPRÁS TIL SÓLARLAGS Bók, sem þú lest í einni lotu! Þessi bók sameinar á sérstæöan hátt skemmtun og alvöru. Sá lesandi er vandfundinn, sem ekki les hana í einni lotu, ýmist hugsi og veltandi vöngum, eöa meö bros á vör, — jafnvel kunna sumir aö hlæja dátt yfir hinum stór- fyndnu sögum af samferöamönnum séra Jakobs. Stutt lýsing hans á atburði eöa smámynd af persónu gefur oft betri hugmynd um lífsferil en langar lýsingar. Jón Auðuns: TIL HÆRRI HEIMA Fögur bók og heillandi. Bókin hefur aó geyma 42 hugvekjur, úr- val úr sunnudagshugvekjum séra Jóns, sem birtust í Morgunblaðinu. Þaó voru ekki allir sammála honum í túlkun hans á sannindum kristindómsins, en flestir voru sammála um snilld hans í fram- setningu sjónarmióa sinna, ritleikni hans og fagurt mál. Þaó er mannbætandi að lesa þessar fögru hugvekjur og hugleiða í ró efni þeirra og nióurstöður höfundarins. SKUGGSJÁ BÓKABÚÐ OUVERS STEINS SE SKUGGSJÁ BÓKABÚO OUVERS STEINS SF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.