Morgunblaðið - 29.11.1981, Page 24

Morgunblaðið - 29.11.1981, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1981 Útgefandi nIiXaí>tí» hf. Árvakur, Reykjavik. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 85 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 5 kr. eintakiö. Ieinu dagblaðanna í Reykjavík birtist þessi málsgrein fyrir nokkrum dög- um: „Þjóðir Evrópu frá Pól- landi til Portúgal, frá Grikk- landi til Islands eiga einum rómi að krefjast þess, að Rúss- ar dragi SS-20 eldflaugar sín- ar nú þegar burt og meðal- drægum eldflaugum á vegum NATO verði ekki komið upp í Vestur-Evrópu." Þessi máls- grein gæti orðið tilefni spenn- andi spurningaleiks, þar sem leitað væri svara við því, í hvaða dagblaði hún hafi birst. Flestum dytti líklega í hug, að hún hefði birst í einhverju þeirra blaða, sem af tillitssemi fjalla um viðhorf Bandaríkja- stjórnar í alþjóðamálum, því að í málsgreininni felst ein- rnitt hið sama og var kjarninn í boðskap Ronald Reagans, þegar hann flutti ræðu sína um utanríkismál 18. nóvember síðastliðinn. Þar lagði Banda- ríkjaforseti áherslu á það sjónarmið sitt, sem nýtur stuðnings allra ríkisstjórna í Atlantshafsbandalaginu, að hætt verði við að smíða gagn- eldflaugakerfi Atlantshafs- bandalagsins í Evrópu, ef Sov- étmenn leggja niður SS-20, SS-4 og SS-5 kjarnorkueld- flaugar sínar. Hin umrædda málsgrein birtist í forystu- grein Þjóðviljans laugardag- inn 7. nóvember, á sjálfu bylt- ingarafmæli Sovétríkjanna, daginn áður en Lúðvík Jós- epsson, fyrrum formaður Al- þýðubandalagsins, hyllti ráð- stjórnina með sovéska sendi- herranum á fundi MÍR í Þjóð- leikhúskjallaranum. í þessari forystugrein Þjóð- viljans stóð einnig eftirfar- andi setning: „Sú friðarhreyf- ing sem setur traust sitt á þá stríðsæsingamenn sem nú stjórna í Washington er and- vana fædd.“ Væri forystu- greinin skrifuð í dag, daginn áður en viðræður Sovétmanna og Bandaríkjamanna hefjast í Genf um takmörkun kjarn- orkuvopna, er ekki að efa, að sanngirni höfundarins (vara- formanns Alþýðubandalags- ins, Kjartans Ólafssonar) leiddi til útstrikunar á þessari síðustu setningu. Varaformað- ur Alþýðubandalagsins- hlýtur nú að setja allt sitt traust á það, að hugmynd Ronald Reagans um útþurrkun ákveð- inna tegunda kjarnorkueld- flauga í Evrópu nái fram að ganga. Framkvæmd þeirrar tillögu er skýrasta skrefið, sem nú er unnt að stíga, til að stemma stigu við kjarnorku- vopnavígbúnaði í Evrópu. I þeirri ákvörðun, sem utan- ríkisráðherrar Atlantshafs- bandalagslandanna tóku 12. desember 1979 um gagnað- gerðir vegna SS-20 kjarnorku- eldflauga Sovétmanna, fólst tvennt, að þeim skyldi svarað með vestrænu eldflaugakerfi og stefnt skyldi að viðræðum um takmörkun á kjarnorku- vígbúnaði í Evrópu með því fyrst, að fá Sovétmenn til að hætta við hernaðaruppbygg- ingu sína. Það felst í samþykkt Atlantshafsbandalagsins, að fáist Sovétmenn til að draga saman kjarnorkuherstyrk sinn falli NATO frá áformum sínum um eigin kjarnorku- eldflaugar að öllu eða ein- hverju leyti. Með ræðu sinni 18. nóvember setti Banda- ríkjaforseti með áhrifaríkum hætti fram svonefnda „núll- leið“ — báðir aðilar sættust á að hafa engar meðaldrægar kjarnorkueldflaugar í Evrópu. Fyrstu viðbrögð Sovétmanna einkenndust af venjubundinni tregðu þeirra, en á fundum Leonid Brezhnevs og Helmut Schmidts í Bonn nú í vikunni, kom fram, að Sovétmenn gætu fallist á einhvern samdrátt. Viðræðurnar, sem hefjast í Genf á morgun, munu snúast um þessi mál. Þar mun veru- lega á það reyna, hvort Sov- étmenn eru til viðtals um takmörkun og niðurskurð kjarnorkuvígbúnaðar í Evr- ópu. Ekki er ástæða til að ætla, að niðurstaða fáist á skömmum tíma. Sovétmenn vilja blanda saman tveimur ólíkum kjarnorkuvopnakerf- um í þessum viðræðum. Þeir segjast ekki geta skorið niður meðaldrægar eldflaugar sínar nema Vesturlönd fækki flug- vélum í svonefndum „fram- varðarsveitum" sínum, það er að segja flugvélum í Evrópu og á flugvélamóðurskipum, sem geta flutt kjarnorkuvopn. Fulltrúar Vesturlanda segja, að um það mál sé rétt að ræða, eftir að niðurstaða hafi feng- ist í viðræðum um meðal- drægu kjarnorkueldflaugarn- ar, því að Sovétmenn eigi einnig sínar „framvarðarsveit- ir“. Þótt mannshugurinn hafi framleitt öll hin háþróuðu vopnakerfi, er erfitt, jafnvel fyrir herfræðinga, að átta sig á samtengingu þeirra. Tals- menn hinna svonefndu friðar- hreyfinga, að minnsta kosti hér á landi, virðast ekki leggja áherslu á að útskýra einstaka þætti þessara flóknu mála, þeir vita sem er, að það er helst vanþekkingin, sem leiðir til hræðslu, og hræðsluáróður- inn hefur verið eina vopn þess- ara manna hingað til. Sagt hefur verið með réttu, að Atlantshafsbandalagið sé sú friðarhreyfing, sem best hafi dugað Vesturlöndum síð- an 1949. Þeirri staðreynd fær ekkert hnekkt og með hræðsluáróðri mun ekki tak- ast að grafa undan trú vest- rænna manna á því, að með því að samhæfa krafta sína stuðli þeir best að eigin öryggi. Aðdragandinn að afvopnun- arviðræðunum, sem hefjast á morgun í Genf, staðfestir einnig réttmæti þeirrar skoð- unar, að því aðeins takist vest- rænum þjóðum að leiða Kremlverja til viðræðna um takmörkun og niðurskurð vígbúnaðar, að þær sýni stað- festu og vilja til að svara víg- búnaði kommúnista í sömu mynt. Barátta svonefndra friiðarhreyfinga fyrir einhliða afvopnun á ekkert skylt við þetta, hún er barátta fyrir ör- yggisleysi, eins og málum er nú háttað, og öryggisleysið hefur oft orðið tilefni átaka. Fækkun kjarnorkuvopna j Reykjavíkurbréf *»♦♦♦♦♦♦♦♦«Laugardagur 28. nóvember>♦♦♦♦♦♦< Kjarnakafbátur - Sovétnjósnir Danmörk og Svíþjóð völdu ólík- ar leiðir til að tryggja varnarör- yggi og sjálfstæði sitt. Danmörk, sem var hernumin í síðari heimsstyrjöldinni, eins og Noregur og ísland, þrátt fyrir yf- irlýst hlutleysi, valdi aðild að varnarbandalagi Atlantshafs- ríkja. Það bandalag batt enda á útþenslu Sovétríkjanna (er lagt höfðu hramm sinn á öll ríki A-Evrópu), stuðlaði að valda- og hernaðarjafnvægi í álfunni og hefur tryggt frið í okkar heims- hluta frá stofnun sinni. Svíþjóð, sem komst hjá hernámi í heimsstyrjöldinni, valdi áfram leið hlutleysis, samhliða því að koma upp öflugum eigin heima- vörnum, til að tryggja öryggi landsins. Fyrir stuttu bárust háskalegar en lærdómsríkar fréttir af þessum frændum okkar og grönnum, sem varða varnaröryggi þeirra — og okkar — og stefnumótun á þeim vettvangi: • 1) Sovézkur kafbátur rauf hlutleysi Svíþjóðar og strandaði í Gæsafirði við Karlskrona í Sví- þjóð. Þessi atburður var enn al- varlegri fyrir þá sök, að hinn rússneski kafbátur var inni á bannsvæði sænska hersins, hugs- anlega að njósnum um sænskan varnarviðbúnað. Allra alvarlegust var þó sú staðreynd, að þessi 30 ára gamli kafbátur var búinn kjarnorkuvopnum. Þykir það benda til, að tugir rússneskra kafbáta á Eystrasalti, „hafi frið- arins", eins og Sovétmenn kalla það, séu búnir hliðstæðum voða- vopnum, rétt við bæjardyr Finn- lands, Svíþjóðar, Danmerkur og Noregs. Þegar kjarnaveldið virðir ekki yfirlýst hlutleysi smáþjóðar á friðartímum, hvers er þá að vænta ef ófriður brýzt út? • 2) Uppvíst varð um alvarlegar sovétnjósnir í Danmörku og rúss- neskt fjárstreymi til danskrar „friðarhreyfingar", væntanlega til að kosta baráttu fyrir einhliða af- vopnun Vesturveldanna, meðan Sovétríkin hervæðast sem ákafast, m.a. með meðaldrægum SS-20- kjarnaeldflaugum á vesturmörk- um sínum. Það var því að gefnu ríkulegu tilefni, að Ragnhildur Helgadóttir vakti máls á því utan dagskrár á Alþingi, hvort kannað hafi verið til hlítar hvern veg viðleitni Sov- étríkjanna til að grafa undan varnarsamstarfi vestrænna ríkja innan frá væri útfærð á íslandi. Hér verður sú umræða ekki rakin, enda hafa henni verið gerð nokkur skil hér í Mbl., en hinsvegar drepið á örfá mikilvæg atriði, sem m.a. varða voðavopn í veröldinni. Ákvöröun NATOí desember 1979 Samþykkt Atlantshafsbanda- lagsins í desember 1979, án form- legra mótmæla nokkurrar aðildar- ríkisstjórnar þá eða síðar, um mótvægisaðgerðir gegn uppsetn- ingu meðaldrægra sovézkra kjarnaeldflauga á mörkum A-Evr- ópu og V-Evrópu, var tvíþætt. „Annars vegar að hefja smíði á umræddum vopnum, sem þó yrðu ekki sett upp fyrr en á árinu 1983,“ eins og Ólafur Jóhannesson, utan- ríkisráðherra, komst að orði í svari um þetta efni á Alþingi ís- lendinga, „en hinsvegar að bjóða Sovétmönnum upp á viðræður um takmörkun á Evrópukjarnavopn- um, sein með beztu niðurstöðu gæti leitt til þess að ekki þyrfti að koma neinum þeirra fyrir í ríkjum V-Evrópu.“ Þessar viðræður hafa ekki enn hafizt, þrátt fyrir tilmæli þar um til Sovétríkjanna þá þegar, en verður loks hleypt af stokkunum nú um mánaðamótin. „En það er því miður svo,“ sagði utanríkis- ráðherra, „að frá því að ákvörðun NATO um smíði nýrra vopna var tekin og samhliða sett fram tilboð um afvopnunarviðræður hefur ný- tízku SS-20-eldflaugum Sovét- manna með þrjá kjarnaodda (hver), sem senda má á mismun- andi skotmörk, fjölgað úr rúmlega 100 í 250, sem að langmestu leyti er beint að V-Evrópu. Þessar eld- flaugar eru allar komnar á sína skotpalla og tilbúnar til að hæfa sín skotmörk hvar i V-Evrópu, sem Sovétmenn kjósa. Og ný eld- flaug bætist við á 5—7 daga fresti.“ í Umræðu Sameinaðs þings um vopnabúnað og friðarviðleitni upplýsti Eiður Guðnason, alþing- ismaöur, og kvaðst hafa fyrir því áreiðanlegar heimildir, að tveir sovézkir kafbátar, búnir kjarn- orkuvopnum, væru staðsettir að staðaldri austur af Islandi, innan 200 mílna fiskveiðilögsögu okkar. En fyrrnefndar kjarnaeldflaugar, sem staðsettar eru við Eystrasalt, „haf friðarins", ná til V-Evrópu- ríkja, þ.á m. Norðurlanda og að vesturmörkum Grænlands. Hins- vegar verður þessum meðaldrægu SS-20-eldflaugum ekki skotið til N-Ameríku. Þeim eru eingöngu fyrirhuguð skotmörk í ríkjum Vestur- og Norður-Evrópu. Ronald Reagan, Bandaríkjafor- seti, hefur í samráði við Atlants- hafsbandalagið, sett fram hug- myndir um gagnkvæman niður- skurð á helztu tegundum vígbún- aðar í veröldinni. Samkvæmt þeim mun NATO hverfa frá mótvægis- aðgerðum (uppsetningu kjarna- flauga) í V-Evrópu, ef Sovétmenn fallast á að taka niður SS-20-eld- flaugar sínar, sem nú er beint gegn V-Evrópu og kalla þykja á áformuð viðbrögð. Afstaða til þessa friðartilboðs mun færa heim sanninn um raunverulegan friðar- vilja, ekki einvörðungu Sovétríkj- anna, heldur og allra annarra, þjóða og hreyfinga, sem láta sig varða friðsamlega sambúð mann- kyns. Þetta friðartilboð og viðræð- ur austurs og vesturs, sem hefjast í dag, spanna þær friðarvonir, sem þorri fólks um víða veröld elur í brjósti á tímum voðavopna, er ráðið geta ragnarökum. Kjarnorku- vopnalaus Noröurlönd Ólafur Jóhannesson, utanríkis- ráðherra, sagði á Alþingi íslend- inga á dögunum, „að Danir, ís- lendingar, Norðmenn og Svíar hafi mjög svipaða afstöðu til til- lagna um kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum. Raunar virtist mér að Finnar hefðu og svipaða skoðun," sagði ráðherra. „Sú afstaða er í stuttu máli, að hugmyndina megi athuga nánar, að uppfylltum vissum skilyrðum. Meðal þeirra er, að slíkur samn- ingur verði hluti af umfangsmeiri aðgerðum á sviði afvopnunar í Evrópu, enda Norðurlöndin öll kjarnavopnalaus hvort eð er. Á móti verði að koma samdráttur í kjarnavopnahúnaði í helztu víg- hreiðrum í nágrenni Norðurlanda, svo sem á Kolaskaga og við Eystra- salt. Norðurlöndin í NATO áskilja sér að sjálfsögðu samráð við banda- menn sína og Svíar undirstrika að þeir séu ekki til viðræðna um neina samninga nema þeir sannanlega auki á öryggi Svíþjóðar. Einnig sýn- ist nokkuð Ijóst, að Norðurlönd ein gera ekki slíkan samning við Sovét- ríkin, þegar af þeirri ástæðu, að samningur milli kjarnavopnaveldis og ríkis eða rfkja, sem ekki hafa kjarnavopn, er lítils virði.“ Segja má að talsmenn lýðræðis- flokkanna þriggja, Alþýðuflokks, Framsóknarflokks og Sjálfstæðis- flokks, hafi haft hina sömu af- stöðu til leiða að marktækri tak- mörkun vígbúnaðar og síðar af- vopnunar. Allir tóku þeir undir þá staðhæfingu, þó einhver blæ- brigðamunur kunni að hafa verið á málflutningi, að einhliða af- vopnun og aukið misvægi í hern- aðarstyrk stórveldanna efldi ekki frið, heldur yki á ófriðarhættu. Raunhæfar afvopnunarviðræður hljóti að fara fram með aðild þeirra stórvelda, er ráði yfir bróð- urparti vopnabúnaðar í veröld-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.