Morgunblaðið - 29.11.1981, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 29.11.1981, Qupperneq 16
X 6 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1981 ÓSKAR GÍSLASON ERLENDUR SVEINSSON HELGI GESTSSON ÞORSTEINN JÓNSSON GÍSLI GESTSSON HRAFN GUNNLAUGSSON Kvikmyndin Útlaginn hefur verið mikið í fréttum að undanförnu og er það að vonum, því nú hafa tæplega 30 þúsund manns séð þessa dýrustu íslensku kvikmynd til þessa og hún hefur verið valin framlag Islands til keppni um Óskarsverðlaunin vest- anhafs. Hún verður sýnd á kvik- myndahátíðinni í Berlín í febrúar á næsta ári og eftir það verður hafist handa við að kynna hana er- lendum aðilum af fullum krafti. Nú um helgina verður Útlaginn sýndur á Sauðárkróki og í Keflavík og verið er að Ijúka við að texta myndina á ensku. Morgunblaðið ræddi í vik- unni við tvo leikara sem fara með stór hlutverk í Útlaganum, þau Arn- ar Jónsson og Tinnu Gunnlaugs- dóttur, og leitaði einnig álits nokk- urra kunnáttumanna á sviði kvik- myndagerðar á verkinu. „Vönduð og smekklegu • „ÚTLAGINN er vönduð og smekkleg mynd,“ var það eina sem l'orsteinn Jónsson kvikmyndaKerð- armaður vildi segja er hann var beðinn að láta álit sitt í ljós. „Listilega unnin myndu • „Það er nú orðið dálítið langt síðan é(t sá myndina," sagði Gísli Gestsson kvikmyndagerðarmaður, „en ég var ákaflega hrifinn af tæknivinnunni og mér fannst kvikmyndatakan frábær. Þetta er listilega unnin mynd og ég hvet alla til að sjá hana. Enginn Islend- ingur ætti að láta hana fram hjá sér fara.“ „Stórkostleg framkvæmd44 • Krlendur Sveinsson kvikmynda- gerðarmaður og forstöðumaður Kvikmyndasafnsins sagði: „Þetta er fyrst og fremst stórkostleg framkvæmd og ánægjulegt að þetta skyldi vera hægt. Eg held að þetta sé það besta sem gert hefur verið á þessu sviði hér á landi hingað til. Kvikmyndatakan er geysi góð og þá á ég ekki bara við útisenurnar og landslagið, heldur ekki síður inniatriðin, þar sem lýs- ingin er ekki lík neinu sem gert hefur verið hér áður. Búningarnir eru skemmtilegir í litunum, en kannski svolítið nýir eins og oft vill verða. Ef ég á að tiltaka ein- hvern veikleika, þá er hann sá að mínum dómi, að það skortir nokk- uð á dramatíska framvindu og þróun persónanna sem við sögu koma.“ „Sú besta til þessa“ • „Eg vil meina að þetta sé besta íslenska kvikmyndin til þessa," sagði Oskar Gíslason ljósmyndari og kvikmyndagerðarmaður, „bæði hvað varðar leik og að öðru leyti. Ég var mjög hrifinn þegar ég sá hana og spáði henni strax góðum dómum og þá hefur hún líka hlot- ið. Leikurinn er hreint ágætur, sérstaklega hjá atvinnuleikurun- um.“ „Heilsteypt verk“ • „Stærsti kosturinn við ÚTLAG- ANN er hve myndin er heilsteypt verk,“ sagði Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndagerðarmaður, „Agúst hefur sannað það enn einu sinni, að hann hefur gott auga fyrir samhengi og framvindu. Margar sviðsetningarnar eru stórbrotnar og heildaraðferð leikstjórnarinnar er athyglisverð. Burtséð frá ágæti myndarinnar, þá er það stórkost- legt að til skuli menn með þennan stórhug og jafnframt er sorglegt hve stjórnvöld eru sein að koma til móts við þessa stórhuga. Kvik- myndagerð á mjög á brattann að sækja, þrátt fyrir það, að þetta er sú listgrein sem getur sagt okkur mest um okkur sjálf í samtíman- um.“ „Sér-íslensk, sem betur fer“ • Helgi Gestsson framkvæmda- stjóri hjá kvikmyndafélaginu Norðan 8 hf. sagði: „Mér finnst þetta mjög góð mynd. Einkar vel unnin og Isfilm til mikils sóma. Islensku myndirnar fara stöðugt hatnandi, listrænt séð og þessi er jafn sér-íslensk og þær, sem betur fer. Ég óska aðstandendum henn- ar góðs gengis með þetta.“ „Allur leikur er fyrst og — Nei, ég fann ekki fyrir því að það væri svo mjög frábrugðið að leika í kvikmynd og að leika á sviði, segir Tinna Gunnlaugsdóttir, sem fer með hlutverk bórdísar Súrsdóttur í Útlaganum. — Ein- beitingin er nákvæmlega hin sama. Maður þarf á allri einbeitingu sinni að halda, og leikur, hvar sem hann fer fram, er fyrst og fremst fólginn í einbeit- ingu. — Hvernig samdi ykkur Þórdísi Súrsdóttur? — Það var ekki erfitt að setja sig inn í hugarheim hennar þegar búið var að átta sig á þeim lög- málum sem líf hennar og þjóðfé- lag þessa tíma snerust um. Að vísu er sú leið farin í myndinni að draga saman tímann, þannig að átján ára útlegð Gísla Súrssonar í sögunni verður að tveggja ára tímabili. Þetta raskar að sumu leyti því sem er verið að lýsa og óneitanlega er mikill munur á átján árum og tveimur í ævi manns. Það kemur heldur ekki fram í myndinni hvað þeim syst- kinum, Gísla og Þórdísi, hefur far- ið á milli þegar söguþráður mynd- arinnar hefst. I Gísla sögu Súrs- sonar hefur bróðir Þórdísar gert henni ýmsa skráveifu áður en það verður drifkraftur númer eitt í lífi hennar að koma því til leiðar að hann verði drepinn. Meðal annars var hann búinn að láta drepa fyrir henni vonbiðil og ýmislegt fleira hefur hann gert henni til miska, svo hún hefur haft ærna ástæðu til að hefna harma sinna þótt ekki kæmi fleira til en það sem áður er orðið. Þegar þetta var lagt til grundvallar var ekki ýkja flókið að setja sig í spor hennar og skilja ástæðurnar sem lágu að baki gerð- um hennar. Þórdís var barn síns tíma og fór þær leiðir sem færar voru og jafnvel sjálfsagðar á þeim tíma. — Kn hvað gerir Þórdís þegar hún hefur fengið því framgegnt sem hún stefnir að allt frá því maður hennar er veginn við hlið hennar í rekkjunni? Hvar stendur hún sem manneskja þegar hún í heyranda hljóði segir skilið við Börk, fyrrum mág sinn, sem hún tekur sér fyrir mann eftir að Gísli hefur myrt Þorgrím bónda hennar? Þegar hún hefur haft þau not af Berki sem hún ætlar sér og stikar á brott í þeim töluðum orðum? Heldurðu að hefnd- in hafi verið sæt? — Ég býst við að sú tilfinning hafi sótt að Þórdísi og ég sé ekki fyrir mér hvað hún hefur getað tekið sér fyrir hendur þegar þráð- urinn slitnar í lok myndarinnar. Kannski hefur henni fundizt að nú væri hún búin að gera skyldu sína. Að nú hefði henni loks tekizt að kasta af sér þeirri skömm að bónda hennar hefði ekki verið hefnt, en á þessum tíma var það einhver mesta lágkúra sem hugs- azt gat. En tilfinningar hennar hafa verið blendnar, eins og til dæmis má sjá af því að hún leggur til Eyjólfs gráa í lokin. Það hefur verið sárt fyrir þau systkini bæði, að allt hefur lagzt á eitt að gera þau að þessum svörnu andstæð- ingum sem ekki geta útkljáð sín mál með öðru en vígi á víg ofan. — Hvernig tilfinning er það að sjá sjálfan sig á kvikmyndatjaldinu? — Skrýtin. Nokkuð óraunveru- leg. — Ilvernig bar það til að þú lagð- ir fyrir þig leiklist? — Það var nú eiginlega tilvilj- un. Skrýtin tilviljun af því að fram eftir aldri — á meðan ég vissi alls ekki hvað ég vildi verða þegar ég væri orðin stór — var ég þó alltaf klár á einu. Ég ætlaði sko ekki að verða leikkona. Ætlaði ekki að verða leikkona eins og mamma. Áreiðanlega hefur það verið fyrir áhrif frá móður minni, Herdísi Þorvaldsdóttur, að leik- arastarfið freistaði mín ekki þá. Frá því að ég mundi eftir voru alltaf einhverjir að segja: Og þú ætlar náttúrulega að verða leik- kona, þú sem ert svo lík mömmu þinni. — Mín viðbrögð við þessu voru þau að ég vildi fyrir alla muni verða eitthvað annað. Fyrir mér hefur mamma alltaf verið fyrst og fremst mamma mín. Líka þegar ég var að fara niður í leik- hús þegar ég var lítil og hún stóð kannski á sviðinu í miðri æfingu. Þá sá ég aldrei persónuna sem hún var að túlka. Ég sá bara mömmu. Ég held líka að mamma hafi — kannski ómeðvitað — viljað hlífa okkur börnunum við þessu. Leik- arastarfið gerir til manns óhemju miklar kröfur. Vinnutíminn sam- ræmist illa venjulegu fjölskyldu- lífi. Starfið er illa launað, afkom- an er óörugg og svo tekur þetta mjög á taugarnar. Ekki svo að skilja að þetta sé allt svona voða- lega neikvætt. Langt í frá. Bjarta hliðin á málinu er yfirsterkari. Auðvitað. Annars stæði enginn í þessu. En þegar ég var búin í mennta- skóla vissi ég ekkert að hverju ég ætti að snúa mér. Ég byrjaði á því að leggjast í ferðalög. Axlaði mín skinn og flakkaði um heiminn heilan vetur. Svo lá leiðin heim aftur og þá byrjaði ég í líffræði í

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.