Morgunblaðið

Date
  • previous monthNovember 1981next month
    MoTuWeThFrSaSu
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    30123456

Morgunblaðið - 29.11.1981, Page 38

Morgunblaðið - 29.11.1981, Page 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1981 Kjarnorkuforðabúr Evrópu l>etta kort, sem birtist í breska blaðinu Times, sýnir stadsetningu tækja sem geta flutt kjarnorkusprengur ef til átaka kemur í Kvrópu. I>að er byggt á upplýsingum Al- þjóðahermálastofnunarinnar í London (Int- ernational Institute for Strategic Studies), breska varnarmálaráðuneytisins og ann- arra stofnanna. Vopnakerfin ná jafnt yfir Vulcan- sprengjuvélar breska flughersins, sem nú eru úreltar, og sovésku Backfire- sprengjuvéianna, sem fara hraðar en hljóðið og hafa verið í notkun síðan 1974. Segja má um flestar flugvélanna, að þaer geti flutt kjarorkuvopn og einnig borið venjuleg vopn. Stórskotaliðið nær jafnt yfir sjálfvirkar, skammdrægar fallbyssur og SS-20 sovésku eldflaugarn- ar, sem ógna Vestur-Evrópu. í hverri SS-20 eldflaug eru þrjár kjarnorku- sprengjur, sem senda má á jafnmörg skotmörk. Sum tækjanna er erfitt að fella að flóknu sundurliðunarkerfi kjarnorku- vopna. Kafbátaeldflaugar beggja stór- veldanna má flokka undir langdræg vopn, og vopnatakmörkunarsamningar Bandaríkjamanna og Sovétmanna, SALT-samningarnir, ná til ' Poseidon- kafbáta Bandaríkjamanna þegar þeir eru utan herstjórnarsvæðis NATO í Evrópu. Bandaríkjamenn reyndu árangurslaust að fá Backfire-sprengjuvélar Sovét- manna skilgreindar sem langdræg vopn, þar sem þær ná allt til Bandaríkjanna, ef þær fá eldsneyti á flugi. Það er sérstaklega erfitt að flokka tæki Frakka því þeir hafa dregið sig út úr hernaðarsamstarfi í NATO. Þá hafa forsetar Frakklands lýst því yfir að Frakkar muni berjast við hlið vestrænu bandalagsþjóðanna, ef til átaka kemur. Alþjóðahermálastofninin í London segir, að hlutföllin milli kjarnorkuher- afla Sovétmanna og Atlantshafsbanda- lagsins í Evrópu (miðað við fjölda kjarnaodda) séu nú 2,27:1 NATO í óhag. Ef taldir eru með kjarnaoddar í kafbáta- eldflaugum, sem Bandaríkjamenn hafa falið Evrópuherstjórn NATO til yfirráða, verður hlutfallið 1,57:1 Vesturveldunum í óhag. Viðræðurnar, sem hefjast í Genf á morgun, 30. nóvember, munu snúast um meðaldrægu kjarnorkueldflaugarnar, þar er SS-20, SS-4 og SS-5 eldflaugar Sovétmanna og áform NATO-ríkjanna um Pershing 2 og stýriflaugar. Sovét- menn vilja, að einnig verði rætt um þær vestrænu sprengjuvélar, sem taldar eru á kortinu og hafa getu til að flytja kjarn- orkuvopn, það eru þessar vélar, sem eru kjarninn að svonefndum „framvarða- sveitum" NATO eða á ensku „Forward Based System" og Sovétmenn vilja að lagðar séu að jöfnu við kjarnorkueld- flaugar sínar, en eins og ljóst er af þeim upplýsingum, sem fram koma á kortinu, ráða sovétmenn einnig yfir slíkum „framvarðasveitum". Þá sýndi strand- kafbáturinn við Karlskrona, að dreifing kjarnorkuvopna um sovéska herinn er mun víðtækari, en áður var talið. Leifur D. Þorsteinsson doktor frá Oslóarháskóla Óðinn dró Gissur hvíta til Þórshafnar í Færeyjum „Höldum siglingunni áfram“ segir skipstjór- LEIFUK D. Þorsteinsson hefur nýlega lokið doktorsprófi frá há skólanum í Osló. Kitgerð hans ncfnist á ensku „Fc-receptor-bear- ing Monocite-like Uells in Normal Subjects and in Patients with Some Uronic Inflammatory Dise- ases“. Lcifur er fæddur 29/4 1949, líffræðingur frá lláskóla Islands 1973, stundaði rannsóknir og kennslu í Ilí 1973—75, en frá hausti 1975 hefur hann stundað rannsríknir og nám við Institutt for Generall og Kevnatologisk Immunoiogi við Kíkisspítalann í Osló. I)r. philos. varð hann í októ- ber sl. og hefur starfað síðan í Blóðbankanum. Rannsóknir læifs beindust að ákveðnum frumum í blóði, vissri gerð hvítra blóðkorna, sem einn- ig er raunar að finna í öðrum vefjum líkamans. Þessar frumur tengjast ákveðnum mótefnum, sem líkaminn myndar gegn ýmsum framandi efnum, m.a. efnum í veirum, bakteríum o.fl. sýklum. Leifur skýrir í ritgerð sinni frá könnun á útbreiðslu þessara hvítu blóðkorna í „eðli- legum" einstaklingum og í sjúkl- ingum með liðagigt o.fl. lang- varandi bólgusjúkdóma. Undan- farið hefur veruleg athygli líf- fræðinga og lækna beinst að sambandi mótefna og ónæmis- kerfis líkamans við þessa sjúk- dóma og vinna Leifs rennir nýj- um stoðum undir þekkingu manna á þessu sviði. Leifur D. Þorsteinsson er son- ur Guðrúnar Sveinsdóttur og I)r. Leifur D. Þorsteinsson Þorsteins Ketilssonar verka- manns í Blikksmiðjunni Gretti. Kona hans er Sigríður G. Frið- geirsdóttir, hjúkrunarfræðing- ur. inn á Gissuri hvíta VARÐSKIPIÐ Óðinn kom á fostu- dag til Þórshafnar í Færeyjum með vélbátinn Gissur hvíta frá Höfn í llornafirði, í togi, en skiptipinni í skrúfuhaus bátsins hafði bilað er báturinn var staddur 4 mílur austur af Hvanney, og var Gissur hvíti þá að leggja af stað í söluferð til Grimsby. Guðmundur Kr. Guðmundsson skipstjóri á Gissuri hvíta sagði í samtali við Morgunblaðið, að bil- unin í skrúfuhausnum hefði valdið því að aðeins hefði verið hægt að bakka bátnum. Þar sem álíka langt var að slefa bátnum til Fær- eyja og Reykjvíkur, urðu Færeyj- ar fyrir valinu meðal annars í þeirri von að það yrði hægt að gera við bilunina, þannig að hægt yrði að halda söluferðinni áfram. „Það var á miðvikudagskvöld, sem Óðinn tók okkur í tog og þá um nóttina var vonskuveður og sóttist ferðin hægt, síðan skánaði veðrið og dró Óðinn okkur þá á 8—9 mílna hraða, en hingað kom- um við snemma í morgun. Það er nú ljóst að viðgerð lýkur seint í kvöld og áfram höldum við í nótt og reikna ég með að við seljum fiskinn í Grimsby á miðviku- dagsmorgunn,“ sagði Guðmundur Kr. Guðmundsson. Samkvæmt fréttum frá Færeyj- um þá mun íslenzkt varðskip ekki hafa komið þangað síðan árið 1955.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue: 262. tölublað (29.11.1981)
https://timarit.is/issue/118440

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

262. tölublað (29.11.1981)

Actions: