Morgunblaðið - 29.11.1981, Page 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1981
Kjarnorkuforðabúr Evrópu
l>etta kort, sem birtist í breska blaðinu
Times, sýnir stadsetningu tækja sem geta
flutt kjarnorkusprengur ef til átaka kemur í
Kvrópu. I>að er byggt á upplýsingum Al-
þjóðahermálastofnunarinnar í London (Int-
ernational Institute for Strategic Studies),
breska varnarmálaráðuneytisins og ann-
arra stofnanna.
Vopnakerfin ná jafnt yfir Vulcan-
sprengjuvélar breska flughersins, sem
nú eru úreltar, og sovésku Backfire-
sprengjuvéianna, sem fara hraðar en
hljóðið og hafa verið í notkun síðan 1974.
Segja má um flestar flugvélanna, að
þaer geti flutt kjarorkuvopn og einnig
borið venjuleg vopn. Stórskotaliðið nær
jafnt yfir sjálfvirkar, skammdrægar
fallbyssur og SS-20 sovésku eldflaugarn-
ar, sem ógna Vestur-Evrópu. í hverri
SS-20 eldflaug eru þrjár kjarnorku-
sprengjur, sem senda má á jafnmörg
skotmörk.
Sum tækjanna er erfitt að fella að
flóknu sundurliðunarkerfi kjarnorku-
vopna. Kafbátaeldflaugar beggja stór-
veldanna má flokka undir langdræg
vopn, og vopnatakmörkunarsamningar
Bandaríkjamanna og Sovétmanna,
SALT-samningarnir, ná til ' Poseidon-
kafbáta Bandaríkjamanna þegar þeir eru
utan herstjórnarsvæðis NATO í Evrópu.
Bandaríkjamenn reyndu árangurslaust
að fá Backfire-sprengjuvélar Sovét-
manna skilgreindar sem langdræg vopn,
þar sem þær ná allt til Bandaríkjanna, ef
þær fá eldsneyti á flugi.
Það er sérstaklega erfitt að flokka
tæki Frakka því þeir hafa dregið sig út
úr hernaðarsamstarfi í NATO. Þá hafa
forsetar Frakklands lýst því yfir að
Frakkar muni berjast við hlið vestrænu
bandalagsþjóðanna, ef til átaka kemur.
Alþjóðahermálastofninin í London
segir, að hlutföllin milli kjarnorkuher-
afla Sovétmanna og Atlantshafsbanda-
lagsins í Evrópu (miðað við fjölda
kjarnaodda) séu nú 2,27:1 NATO í óhag.
Ef taldir eru með kjarnaoddar í kafbáta-
eldflaugum, sem Bandaríkjamenn hafa
falið Evrópuherstjórn NATO til yfirráða,
verður hlutfallið 1,57:1 Vesturveldunum í
óhag.
Viðræðurnar, sem hefjast í Genf á
morgun, 30. nóvember, munu snúast um
meðaldrægu kjarnorkueldflaugarnar,
þar er SS-20, SS-4 og SS-5 eldflaugar
Sovétmanna og áform NATO-ríkjanna
um Pershing 2 og stýriflaugar. Sovét-
menn vilja, að einnig verði rætt um þær
vestrænu sprengjuvélar, sem taldar eru
á kortinu og hafa getu til að flytja kjarn-
orkuvopn, það eru þessar vélar, sem eru
kjarninn að svonefndum „framvarða-
sveitum" NATO eða á ensku „Forward
Based System" og Sovétmenn vilja að
lagðar séu að jöfnu við kjarnorkueld-
flaugar sínar, en eins og ljóst er af þeim
upplýsingum, sem fram koma á kortinu,
ráða sovétmenn einnig yfir slíkum
„framvarðasveitum". Þá sýndi strand-
kafbáturinn við Karlskrona, að dreifing
kjarnorkuvopna um sovéska herinn er
mun víðtækari, en áður var talið.
Leifur D. Þorsteinsson
doktor frá Oslóarháskóla
Óðinn dró Gissur hvíta til
Þórshafnar í Færeyjum
„Höldum siglingunni áfram“ segir skipstjór-
LEIFUK D. Þorsteinsson hefur
nýlega lokið doktorsprófi frá há
skólanum í Osló. Kitgerð hans
ncfnist á ensku „Fc-receptor-bear-
ing Monocite-like Uells in Normal
Subjects and in Patients with
Some Uronic Inflammatory Dise-
ases“. Lcifur er fæddur 29/4 1949,
líffræðingur frá lláskóla Islands
1973, stundaði rannsóknir og
kennslu í Ilí 1973—75, en frá
hausti 1975 hefur hann stundað
rannsríknir og nám við Institutt
for Generall og Kevnatologisk
Immunoiogi við Kíkisspítalann í
Osló. I)r. philos. varð hann í októ-
ber sl. og hefur starfað síðan í
Blóðbankanum.
Rannsóknir læifs beindust að
ákveðnum frumum í blóði, vissri
gerð hvítra blóðkorna, sem einn-
ig er raunar að finna í öðrum
vefjum líkamans. Þessar frumur
tengjast ákveðnum mótefnum,
sem líkaminn myndar gegn
ýmsum framandi efnum, m.a.
efnum í veirum, bakteríum o.fl.
sýklum. Leifur skýrir í ritgerð
sinni frá könnun á útbreiðslu
þessara hvítu blóðkorna í „eðli-
legum" einstaklingum og í sjúkl-
ingum með liðagigt o.fl. lang-
varandi bólgusjúkdóma. Undan-
farið hefur veruleg athygli líf-
fræðinga og lækna beinst að
sambandi mótefna og ónæmis-
kerfis líkamans við þessa sjúk-
dóma og vinna Leifs rennir nýj-
um stoðum undir þekkingu
manna á þessu sviði.
Leifur D. Þorsteinsson er son-
ur Guðrúnar Sveinsdóttur og
I)r. Leifur D. Þorsteinsson
Þorsteins Ketilssonar verka-
manns í Blikksmiðjunni Gretti.
Kona hans er Sigríður G. Frið-
geirsdóttir, hjúkrunarfræðing-
ur.
inn á Gissuri hvíta
VARÐSKIPIÐ Óðinn kom á fostu-
dag til Þórshafnar í Færeyjum með
vélbátinn Gissur hvíta frá Höfn í
llornafirði, í togi, en skiptipinni í
skrúfuhaus bátsins hafði bilað er
báturinn var staddur 4 mílur austur
af Hvanney, og var Gissur hvíti þá
að leggja af stað í söluferð til
Grimsby.
Guðmundur Kr. Guðmundsson
skipstjóri á Gissuri hvíta sagði í
samtali við Morgunblaðið, að bil-
unin í skrúfuhausnum hefði valdið
því að aðeins hefði verið hægt að
bakka bátnum. Þar sem álíka
langt var að slefa bátnum til Fær-
eyja og Reykjvíkur, urðu Færeyj-
ar fyrir valinu meðal annars í
þeirri von að það yrði hægt að
gera við bilunina, þannig að hægt
yrði að halda söluferðinni áfram.
„Það var á miðvikudagskvöld,
sem Óðinn tók okkur í tog og þá
um nóttina var vonskuveður og
sóttist ferðin hægt, síðan skánaði
veðrið og dró Óðinn okkur þá á
8—9 mílna hraða, en hingað kom-
um við snemma í morgun. Það er
nú ljóst að viðgerð lýkur seint í
kvöld og áfram höldum við í nótt
og reikna ég með að við seljum
fiskinn í Grimsby á miðviku-
dagsmorgunn,“ sagði Guðmundur
Kr. Guðmundsson.
Samkvæmt fréttum frá Færeyj-
um þá mun íslenzkt varðskip ekki
hafa komið þangað síðan árið
1955.