Morgunblaðið - 29.11.1981, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 29.11.1981, Qupperneq 1
9*6 SIÐUR 262. tbl. 68. árg. SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1981 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Reidi í Póllandi út af hækkun á vodka Yarsjá, 2H. nóv. AP. LKÍ'II WALESA, leiðtogi Samstöðu, hvatti í dag til stillingar vegna mik- illar hækkunar sem er fyrirhuguð á vodkaverði og kallaði hækkunina „grimmilega ögrun", til þess ætlaða að kalla fram verkioll „og gera okkur að athlægi í augum heims- Walesa sagði að mótmæli út af vodkaverði gætu riðið verka- lýðshreyfingunni að fullu. „Nú mun umheimurinn segja: þannig endar þetta — ef þeir fara verkföll út af vodka ... Síðasta hækkunin er grimmileg ögrun. Hún þjónar þeim tilgangi að gera okkur að athlægi í augum heims- Mjótt á munum á Nýja-Sjálandi Wcllington, 2H. nóvember. Al*. UINGKOSNINGAR fóru fram á Nýja-Sjálandi í dag, laugardag, en vegna tímamismunar hófust þær á föstudegi að ísl. tíma. Talningu er að mestu lokið og gefa þær til kynna, að stjórnarflokkurinn, Þjóðlegi flokkur inn undir forsæti Roherts Muldoons, hafi fengið 46 þingsæti af 92, Verka- mannaflokkurinn 44 og Sósíalkredit- flokkurinn tvö. 250.000 Nýsjálend- ingar greiddu atkvæði erlendis, í öll- um heimshornum, og því kunna end- anleg úrslit ekki að verða Ijós fyrr en að nokkrum viknum liðnum. Á kjörskrá voru tvær milljónir manna og með tilliti til þess geta atkvæði greidd erlendis vegið þungt. Forystumenn Verkamanna- flokksins spá öðrum kosningum innan tíðar en Muldoon er bjart- sýnn á áframhaldandi setu sinnar stjórnar. Nýsjálendingar eiga við efnahagserfiðleika að etja, verð- bólgan er 15%, greiðslujöfnuður óhagstæður og atvinnuleysið nem- ur 5% meðal þriggja milljóna manna, sem eyjarnar byggja. Brjálaði Mike handtekinn eftir Seychelleseyjaárásina Jóhannt'sarborg, 28. nóvember. Al’. „BRJÁLAÐI MIKE“, Michael Hoare ofursti, málaliðaforinginn frægi frá Kongó fyrr á árum, var í hópi 43 ann- arra málaliða sem voru teknir hönd- um í Suður Afríku fyrir að ræna flugvél indverska flugfélagsins eftir byltingartilraunina á Seychelles-eyj- um á Indlandshafi á dögunum og særðist ekki, samkvæmt staðfestingu heimildar í suður afrísku ríkisstjórn- inni á frétt blaðsins „Beeld“ í dag. Samkvæmt heimildinni er talið að Hoare, sem er 62 ára og býr í Durban, hafi aðeins tekið þátt í byltingartilrauninni, en ekki skipu- lagt hana. Á sínum tíma stjórnaði Hoare málaliðum, sem björguðu 2.000 hvítum gíslum í Kongó, nú Zaire, og komu Mobutu forseta til valda, í 18 mánaða herferð á árun- um 1964—65. Pik Botha, utanríkisráðherra Suður-Afríku, sagði í dag að full- trúar andófshópa hefðu nokkrum sinnum beðið um aðstoð. Botha sagði að þessum hópum hefði alltaf verið tjáð að það væri ekki stefna Suður-Afríkustjórnar „að skipta sér af slíkum ævintýrum“. Ævintýri Hoares í Kongó voru kveikja kvikmyndarinnar „Villi- gæsirnar", með Richard Burton og Richard Harris í aðalhlutverkum. Hoare samdi einnig bókina „Kongó-málaliðar". Menn Hoares sóttu 1.120 km gegnum frumskóga Kongó, nú Zaire, í herferðinni gegn „Simba“-uppreisnarmönnum. Upphaflegu „villigæsirnar" voru frægustu málaliðar sögunnar, 19.000 írar sem vildu ekki lúta er- lendum yfirráðum á 18. öld, leituðu hælis í Frakklandi og urðu kjarni hers málaliða, sem börðust í Evr- ópu í áratugi, einkum í þágu aust- urrísku krúnunnar. Hoare sagði í viðtali 1966 að upp væri runnin ný „gullöld" málaliða. Hann sagði að 30 til 40 velvopnaðir og harðsnúnir menn gætu steypt hvaða ríkisstjórn sem væri og smá- ríkjum stafaði mikil hætta frá slík- um mönnum. > Einn þeirra, sem þekktust í hópi Verdens Gang stærsta blaðið Oslo, 2H. nóv. Al\ NORSKA daghlaðið Verdens Gang hefur nú skotið Aftenposten ref fyrir rass sem stærsta hlaðinu í landinu og er því spáð, að upplagið verði komið í 235.000 eintök á dag í lok ársins. Uppgangur Verdens Gang hófst árið 1964 þegar sniði þess var breytt og það gert líkara því, sem stundum er kennt við gula pressu. Þá var upplagið aðeins 38.000 en síðan hefur það rúmlega sjöfaldast og kemst um helgar vel yfir 350.000 eintök. Að sögn framkvæmdastjóra blaðsins eru ýmsar ástæður fyrir velgengninni en þó einkum tvær: Með markvissu starfi hefur blaðið ins og sýna að við séum þjóð drykkjurúta." Samstaða þakkar árangurinn í verkfallinu í ágúst 1980 banni sem þá gilti við áfengissölu, bæði að tillögu stjórnvalda og verklýðsfé- laga. Walesa kvað það enga tilviljun að verð á vodka og bjór yrði hækk- að um 70% og benti á að jólin væru í nánd. En hann sagði að Samstaða ætti ekki að láta teyma sig út í átök. „Vodka mun ekki ráða örlögum þjóðarinnar og þjóð- félagsins," sagði hann. Hann sagði að vodkahækkunin yrði rædd á fundi leiðtoga Sam- stöðu á þriðjudaginn og bætti við: „Við eigum sjálfir að velja okkur tilefni til árekstra og baráttuleiðir og ástæðan ætti sízt af öllu að vera áfengi." Jafnframt er miðstjórn komm- únistaflokksins komin saman til fundar til að ræða efnahagsvand- ann og ólgu á landsbyggðinni. Flokksleiðtogar hafa greinilega ákveðið að leggja fram frumvarp á þingi um bann við verkföllum. Verkföll slökkviliðsmanna, bænda, olíuverkamanna og námsmanna halda áfram. málaliðanna á Seychelles-eyjum á dögunum, var Peter Duffy höfuðs- maður, félagi Hoares ofursta frá Kongó-árunum. Annar félagi Hoares, Georg Schröder majór, sagði í útvarpsvið- tali í gær að hann og Hoare hefðu verið beðnir að stjórna aðgerðinni. Schröder kvaðst hafa hafnað boð- inu. Hoare settist í helgan stein fyrir nokkrum árum. Hann barðist í brezku skriðdrekaherdeildinni í Burma í síðari heimsstyrjöldinni. verið gert aðgengilegra til lestrar og dreifingarkerfi þess stórbætt. Starfsmenn Aftenposten eru sagðir dálítið stúrnir yfir því að hafa misst forystuna á blaðamark- aðnum en útgefendunum er það hins vegar mikil huggun harmi gegn að þeir eiga bæði blöðin. Elsta hof í sögu manna Washinglon. 2H. nóv. Al\ VÍSINDAMENN segjast hafa fundið elsta hof eða helgistað í sögu mannkynsins í helli nokkr um á NorðurSpáni. Þar hefur ver ið komið fyrir einhverju, sem lik- ist altari, og einnig fannst mjög sérkennilegt steinhöfuð, sem talið er 14.000 ára gamalt. Við uppgröft komu líka í Ijós vopn, búsmunir og dýraleifar. Það voru tveir mannfræð- ingar við Chicago-háskóla, sem hofið fundu og segja þeir, að ekki sé vitað um annan eldri helgistað, sem því nafni geti nefnst. Elstu menjar um ein- hvers konar trúariðkun eru allt að því 50.000 ára gamlar, t.d. hellaristurnar og fórnargjafir í gröfum Neanderthalsmanna, en þær „snúast allar um dauðann, sem er aðeins einn þáttur trú- arlífsins", sagði annar mann- fræðinganna. „Þessi staður er almennara eðlis og er til marks um aðrar hliðar á trúarhug- myndum steinaldarmanna," sagði hann. Steinhöfuðið þykir merki- legur fundur því að það er að hálfu með mannsmynd og að hálfu í kattarlíki og á engan sinn líka frá þessum tíma. Ann- að vakti líka athygli þeirra. Vopnum og búsmunum, t.d. saumnálum, var haldið aðskild- um í hellinum og þykir það benda til, að verkaskipting kynj- anna hafi þá þegar verið farin að endurspeglast í trúarlífinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.