Morgunblaðið - 29.11.1981, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 29.11.1981, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1981 7 Hug vekj a eftir sr. Olaf Skúlason dómprófast Ég hef verið beðinn um að skrifa sunnudagshugvekjur í Morgunblaðið. Kann ég ritstjór- um blaðsins þakkir fyrir þann áhuga, sem þeir hafa sýnt kirkj- unni og kirkjulegum málefnum með föstum þáttum og ítarlegum fréttum. Vildi ég því ekki skor- ast undan því að rita nokkrar hugvekjur á helgum dögum, enda þótt ég geri mér grein fyrir því, að vandi fylgir. Hugvekja hvetur til þess, jafnvel með heiti sínu ainu, að þar fari eitthvað, sem lengur vaki í vitund en þau andartök, sem tekur að lesa. Predikun er annars eðlis. I kirkju koma þeir, yfirleitt, sem eru fúsir til þess bæði að veita og þiggja, það gerir predikaranum auðveldara fyrir. I stuttri blaða- grein birtist hann aðeins í þeim orðum, sem blaðið fylla. Um- gjörðin, sem kirkjan veitir, er ekki til staðar, ekki heldur stuðningur kórs og biðjandi sá, sem er viss um stöðu sína í Ijósinu, líti því til baka, og skoði feril sinn þetta ár. Hversu oft hefur ljósið skinið þar í gegn, hið sanna Ijós, sem kom í heiminn okkur til frelsunar? Og hversu oft hefur verið látið undan ásókn myrkursins, í orði og í verki, með því að varna ljósinu þess að skína þar í gegn, sem gengið er? Skyldi samviskusöm skoðun ekki gera lítið úr undrun þess, sem þótti heimskulega spyrt um holl- ustu við Ijósið eða skjólið í myrkrinu? Já, lítum til baka á þessum ný- ársdegi kirkjunnar og skoðun stöðu kirkjunnar eins og við þekkjum hana. Það er sagt, að hún standi vel þessa daga og ár, gamla kirkjan okkar. Én eftir hverju fer það? Er þá miðað við almennar umræður um málefn- in, sem hún berst fyrir? Er þar miðað við það, hversu mörg frumvörp og ályktunartillögur Og aðeins þegar kirkjan nær til hans og fær hið rétta andsvar, er staða hennar góð. A hátíð eins og fyrsta sunnu- degi í aðventu er hægt að gleðj- ast, af því að þá eru þeir margir, sem hlýða kalli kirkjunnar, horfa á Ijósið og verja það með nærveru sinni, já, lyfta því upp til hæða. En staða kirkjunnar verður um leið slæm á hinum næsta sunnudegi, þeim öðrum í aðventu, ef þeir verða fáir, sem vilja muna Ijósið og láta það lýsa sér. Er ég með þessu að segja, að það sé kirkjusóknin ein, sem mælir stuðning og stöðu? Að vissu leyti er ég að því, enda þótt þar með sé ekki verið að segja, að sá einn sé kristinn, sem skip- ar sætið sitt í kirkju á sunnudög- um, heldur hitt, að með eigin augum getum við aðeins greint það, sem birtist hið ytra. Aðeins einn les hjörtun og nýrun, en dæmt eftir augum manna getur Á nýársdegi kirkjunnar - Ljós skín í myrkrinu safnaðar. En því aðeins gerist eitthvað, að reynt sé, þess vegna skal af stað haldið á þessu sviði nú um hríð. Rétt þótti mér, að fyrsta „hugvekjan" að þessu sinni kæmi í dag, fyrsta sunnudag í aðventu. Þessi sunnudagur er að verða mikil hátíð. Víðast fyllast allar kirkjur, aðventukransinn minnir með fjórum kertum sín- um, þar af aðeins einu logandi, á það, að tíminn líður. Slíkt minn- ir ekki aðeins á aukið annríki á heimilum, ótal verk, sem þarf að inna af hendi, heldur líka í tákni hins blaktandi ljóss, á það, að það er verið að búa undir komu hans, sem sjálfur sagðist vera ljós heimsins, en viðurkenndi um leið, að þótt ótrúlegt megi virð- ast, elski heimurinn myrkrið meira en ijósið. Kirkjuganga á hinum fyrsta sunnudegi aðventu vekur því til umhugsunar um það, hvoru megin við sjálf séum í raun og veru: Ljóssins eða myrkursins. Þyki heimskulega spurt, skyldi hver og einn skoða sjálfan sig. Um leið og nýju kirkjuári er fagnað, er hið gamla kvatt. Og þingmennirnir okkar bera fram og snerta hana, eða hvort hlutur hennar fer vaxandi eða minnk- andi í fjárlagagerð? Er þar mið- að við myndir af fulltrúum hennar á stórum stundum? Eða er miðað við kirkjubekkina á venjulegum sunnudögum? Staða kirkjunnar er aldrei betri eða verri en það, hvernig henni er komið hjá þeim einstaklingi, sem hún er að kalla til hverju sinni. Hún verður aldrei metin eftir neinu öðru en því, hver hollusta hvers og eins er, hvort heldur ljósið lýsir honum til frelsis eða myrkrið skýlir frá því. Staða kirkjunnar verður aldrei metin út frá neinu öðru en þeim einstaklingi, sem er að gera upp hug sinn hverju sinni, hvort heldur hann trúir eða skellir skollaeyrum við boðskap herra hennar, og kirkjan er þess vegna því aðeins sönn, trú og vel sett, ef hún boðar þennan Drottin, höfðar til þjónustu við hann, og gerir trúariðkunina og þjónust- una auðveldari. Kirkjan kallar einstaklinginn, hver svo sem hann er, og hversu mikill eða smár, sem hann kann að virðast. dagur kirkjunnar því aðeins ver- ið bjartur, að þeir séu margir, sem láta litla kertið sitt þiggja ljósið frá hinum, sem enn er að berjast við myrkrið. En fyrst og fremst er ég að benda á það, að „staða kirkjunnar" er hugtak, sem erfitt mun að rökstyðja eftir öðrum viðmiðunarþáttum, enda þótt hægt sé að höfða til þess, að kirkjan njóti meðbyrs á vissum tímum, en þurfi að hafa sig alla 'við til þess að láta ekki undan síga á öðrum. Bænarefni hins fyrsta sunnu- dags á nýju kirkjuári er því það, að ljósið lýsi, að myrkrið verði undan að láta, að hollustan við herra kirkjunnar komi fram í því, að náðarmeðul kirkjunnar séu vel rækt. Þá skín ljósið, og þá er ekki aðeins kirkjan á réttri leið og í góðri stöðu, þá lýsir af voninni eins og skærri stjörnu, einmitt þeirri, sem kertin fjögur á aðventukransinum minna á. Það er kveikt á þeim einu af öðru, en þau endast fæst lengi. Er því ekki líka þannig farið með okkur sjálf? Verðum við þess vegna ekki ætíð að halda vöku okkar með fullri aðgæslu? TT OL Nýtt aðsetur: Háaleitisbraut 11, 3. hæö. Nýtt símanúmer: (91) 83711. Pósthólf: 5196, 125 Reykjavík. Samband ísl. sveitarfélaga. Lánasjóður sveitarfélaga. Bjargráöasjóöur. Prófkjör Sjálfstæðismanna 29. og 30. nóv. 1981 Hulda Valtýsdóttir Vid minnum á að Hulda Valtýsdóttir er frambjóð- andi í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík vegna borgarstjórnarkosninganna vorið 1982. Við vekjum athygli á störfum Huldu Valtýsdóttur • Hefur um árabil starfaö aö blaöa- mennsku • Hefur lagt liö verndun lands og gróöurs. • Var framkvæmdastjóri „Árs trés- ins 1980“ og er nú formaöur Skógræktarfélags íslands. • Hefur unniö þætti í ríkisútvarpiö um menningarmál og annaöist um langt skeið barnatíma þess. • Sat tvö kjörtímabil, frá 1970—’78 í barnaverndarnefnd Reykjavík- urborgar og frá 1978 í félagsmála- ráöi og leikvallanefnd. • Hefur um fjölda ára starfaö viö kvikmyndaeftirlit ríkisins. • Hefur látiö til sín taka í starfi Sjálf- stæöisflokksins og m.a. átt sæti í stjórn Hvatar félags sjálfstæðis- kvenna í Reykjavík og veriö vara- formaöur þess félags síöastliöin tvö ár. AUKUM HLUT KVENNA I BORGARMALUM KJÓSUM HÆFAR KONUR í BORGARSTJÓRN HULDA VALTÝSDÓTTIR STIJÐNINGSMENN Upplvsingar og akstur, ef med þarf, í síma 38820

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.