Morgunblaðið - 29.11.1981, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 29.11.1981, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1981 Liósm. Emiha. „Ég vona að þetta sé minn stíll" Rætt við Hlíf Svavarsdóttur, sem þjálfað hefur íslenska dansflokkinn og jafnframt voru sýndir tveir ballettar eftir hana á fjölum Þjóðleik- hússins við góðar undirtektir. Ég man fyrst eftir Hlíf Svavarsdóttur í balletttímum hjá Snjólaugu Eiríksdóttur, þá var hún 9 ára gömul. K>rátt fyrir ungan aldur og hún nýbyrjud að æfa baliett þá minnist ég þess að hún bar af öðrum nemendum. Há og spengileg æfði hún pliés og tendues og aðrar æfingar af Við spurðum Hlíf að því, hvað hefði komið til að hún væri nú komin til gamla landsins aftur? „Það hafði lengi staðið til að ég kæmi og dansaði hér eða starfaði með dansflokknum og loks varð úr þessu og er ég hér í boði íslenska dansflokksins." Hvernig hefur þér fundist að vinna með ísienska dansflokkn- um? „Það hefur verið bæði gott og skemmtilegt. Flokkurinn vinnur frábærlega vel og það er mikill efniviður í honum. Það mættu þó vera fleiri dansarar í flokknum og það vantar fleiri karldansara." Hvaða dansar voru það sem sýndir voru á fjölum Þjóðleikhúss- ins?- „Það voru tveir dansar, annar heitir Fimm söngvar og sjö dans- öryggi og fínleik. Seinna fór Hlíf í ballett- skóla I’jóðleikhússins og loks lá leiðin til útlanda, fyrst til London þar sem hún dvaldi 5 ár við nám í dans- skóla konunglega ballettsins og sótti tíma hjá hinum ýmsu ballettkennurum.Hún starf- aði nokkra mánuði í Frakk- arar og er við tónlist franska tónskáldsins Olivier Messiaen. Tónverkið byggist á fimm ástar- Ijóðum, þar sem fjallað er um per- sónur úr þekktum ástarsögum bókmenntanna. Tólf söngvarar syngja verkið en það er engin hljóðfæraleikur, einnig byggist verkið á ákveðnum hljóðum eins og gagga, tagga tagga ... en þessi hljóð mynda söngvararnir, hér er um nokkuð sérkennilegt verk að ræða.“ Afhverju valdir þú þetta tón- verk? „Ég hef verið ákaflega hrifin af þessu verki lengi og hafði hugsað mér að það gæti orðið gott að semja dans við það.“ Er þetta fyrsti ballettinn, sem þú semur? „Já, hér er því um algjört byrj- landi með litlum danshóp og eftir það fór hún til Hollands og var strax ráðin við þjóðar ballettinn þar sem hún dans- aði í 10 ár. Fyrir tveimur ár- um síðan venti hún sínu kvæði í kross og hætti með þjóðarballettinum og fór að vinna með hollensku til- raunaleikhúsi. Nú er Hlíf endaverk að ræða.“ Samdir þú þennan ballett af einhverju ákveðnu tilefni? „Þannig var að ég og önnur stelpa, við vorum báðar í þjóðar- ballettinum, stofnuðum svokallað „Workshop" fyrir 3—4 árum síð- an. Þegar ég ákvað að hætta að dansa, þá hugsaði ég sem svo að það væri best að nota tækifærið og semja einu sinni sjálf. Ég fékk lít- ið stúdíó í Borgarleikhúsinu til af- nota og reyndi svo bara að gleyma sjálfri mér. Ég var síðan beðin að semja dans fyrir þjóðarballettinn og samdi þá fimm söngva og sjö dansa fyrir dansara sem ég þekkti vel og ég hafði dansað með í þjóð- arballettinum. Verkið var síðan frumsýnt árið 1980. Hvernig ballett er þetta? „Það er voðalega erfitt að út- komin aftur á gamlar slóðir, því síðan í september hefur hún kennt íslenska dans- flokknum og er jafnframt að æfa tvo balletta eftir sjálfa sig með flokknum, sem voru sýndir í I’jóðleikhúsinu dag- ana 22., 24. og 25. nóvember síðastliðinn. skýra einhvern ákveðinn ballett- stíl, en ég vona að þetta sé minn stíll. Ég vann danssporin þannig, að ég hlsutaði mikið á tónlistina og reyndi að láta hana gefa mér hugmyndir að því, sem ég var að gera. Það er enginn ákveðinn þráðurí söngtexta Messiaen, þetta er „abstract" verk og hægt að finna út úr því hvað sem er. Þessi ballett grundvallast þó á klassísk- um ballett, því ég er eingöngu þjálfuð í klassískum dansi, en ég er þó viss um að fólk myndi ekki segja að hér væri eingöngu um klassíska tækni að ræða." Hvernig er með búninga og leikmynd í þessu verki? „Ég fékk tvær stúlkur, til að hjálpa mér við gerð búninga og leikmyndar. Önnur var við nám í hollensku listaakademíunni og hjálpaði hún mér við gerð sviðs- myndarinnar en hin aðstoðaði mig við búningagerðina." Hver er hinn ballettinn eftir þig? „Hann heitir Eða og er við tón- list eftir Anton Webern. Tón- verkin eru tvö, annað opus 7 fyrir fiðlu og píanó og hitt er opus 5 fyrir kvartett og verða þessi verk flutt af Snorra Sigfúsi Birgissyni og 5 hljóðfæraleikurum úr Sin- fóníuhljómsveit Islands." Þessi ballett varð til hér á landi, er ekki svo? „Jú, en ég var búin að hugsa hann að ákveðnu marki en var ekki búin að ákveða nein spor, þau urðu ekki til fyrr en ég byrjaði að æfa með íslenska dansflokknum." Tóku dansararnir einhvern þátt í að semja ballettinn? „Nei, ég hef verð algjör einræð- isherra hvað þetta varðar nema ef það var spurning um áttir og svo framvegis, þá voru slík vandamál leyst í sameiningu. Ég hef líka gert búningana sjálf og leikmynd- ina, ef leikmynd skyldi kalla, segir Hlíf og hlær. Annars hjálpaði Guðrún systir (Guðrún Svava Svavarsdóttir) mér við litina á búningunum." Hvernig gengu svo sýningarn- ar? „Vonum framar og ég var mjög ánægð með það hve vel dansararn- ir stóöu sig. Það var lika gaman að sjá endanlega útfærslu á verkun- um eftir að hafa æft lengi upp á sal“. Hefurðu samið fleiri balletta? „I sumar samdi ég verk fyrir lít- inn hóp í Arnheim í Hollandi við músik eftir Xeanikis, sem er grískt tónskáld af yngri kynslóð- inni og var því verki vel tekið.“ Hvernig gengu æfingarnar? „Þær gengu vel og hver mínúta var notuð til hins ýtrasta. Það er þó mjög þröngt í leikhúsinu og starfsemi ballettflokksins stang- ast á við aðra starfsemi sem fyrir er í húsinu. Auðvitað væri betra ef rýmra væri um flokkinn og æski- legast væri að flokkurinn og önnur ballettstarfsemi gæti komist í eig- ið húsnæði þannig að hægt væri að endurskipuleggja skólann frá grunni, því hann er grundvöllur ballettstarfseminnar í landinu. Hins vegar má segja, að það sé stórkostlegt að svona fámennt land skuli geta haldið uppi starf- semi sem þessari." Meðan við töluðum við Hlíf voru stelpurnar í íslenska dansflokkn- um að tínast inn á æfingu og sumar voru byrjaðar að hita sig upp við tvíslána. Þær settu annan fótinn virðulega upp á slána og beygðu sig varlega fram yfir fót- inn svo teygðist rækilega á fóta- og hryggvöðvum, eða héldu í slána með annarri hendinni og beygðu sig í hnjánum um leið og skrjáfaði í skrítnum buxum, sem margar þeirra voru í og líktust einna helst fallhlífarbúningabuxum, en svona ballettbúninga höfðum við ljós- myndarinn aldrei séð áður. Þær sátu líka á gólfinu og beygðu og sveigðu agaðan líkamann á takt- bundinn hátt. Aðrar höfðu nóg að gera við að bera út stóla og borð, sem staðið höfðu á miðju æf- ingargólfinu, því leikarar Þjóð- leikhússins höfðu verið við sam- lestur þarna skömmu áður. Loks var allt tilbúið fyrir æfingu og Carl Billich sestur við píanóið. Hlíf hafði því ekki lengur tíma til að tala við okkur. Við náðum þó tali af Hlíf aftur í æfingarhléi og héldum þá samtalinu áfram. Við spurðum hana fyrst af hverju hún hefði ákveðið að hætta að dansa? „Ég hafði hugsað um það í nokk- urn tíma að hætta, því mér fannst líf mitt komið í of ákveðnar skorð- ur og þegar svo er komið er alltaf hætta á stöðnun. Ég varð líka fyrir slysi og slitnuðu bæði ökla- böndin á vinstra fæti en það var þó ekki þess vegna að ég hætti, ég hefði vel getað haldið áfram þess vegna. Mig langaði einfaldlega til að kynnast öðrum hliðum á leik- húsi og byrjaði að starfa með hreyfileikhúsi, sem er tilrauna- leikhús." Hvernig leikhús er þetta? „Starfsemin byggist á því að við

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.