Morgunblaðið - 29.11.1981, Page 26

Morgunblaðið - 29.11.1981, Page 26
2 6 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1981 • ?S@0Q@MkE? Fyrrihlutinn í síðasta vísnaleik var þessi: Víxlast margt í veröld hér. Valt aö trúa oröum. Móri botnar: Bráöum krónan okkar er orðin minni en foröum. Sveinn Indriðason botnar: Þessu hrakar, því er ver. Þaö var munur foröum. Eöa: Sovétmenn þó sýnist mér sálum halda í skoröum. Guöni hefur sent mér eftirfarandi stök- ur í tilefni þess, aö svohljóöandi fyrirsögn var hér í blaðinu: „Ein lúöa mettaöi 1250 manns": Testamentis minnast þá menn, sem ekki trúöu, er tugi tylfta metta má mjög með einni lúðu. Eöa: Ef lúöa mettar tylfta tug, sem tóra hér viö norörin dimm, hver fjöldi fyllir þá vorn hug, sem fóöra má meö fiskum fimm? Síðari vísan er kannski skrýtilega stuöluö. en þaö er ef til vill ekki óviöeig- andi eftir efninu! Hinn 11. nóvember sl. voru rétt 150 ár liöin frá fæöingu islandsvinarins og Grímseyjarvinarins Daníels Willards Fisk- es. Hér skal ekki farið út í þá sálma, meö hvaöa hætti Fiske varö okkur mest að gagni, en hans er árlega minnst úti í Grímsey. Kvenfélagiö býöur til veizlu fyrir unga og aldna í Félagsheimilinu, þar sem reynt er aö gera sitthvað til skemmtunar og sögö nokkur orö um Fiske. Reynhardt Reynhardtsson, sennilega Vestur-íslend- ingur, en á honum veit ég raunar engin deili, hefur ort Ijóö, þar sem hann hugsar sér, að Grímsey ávarpi Fiske: Heill sé þeim, sem öðrum lið sitt Ijær og launa ei krefst. í slóö hans rósin grær, sem visnar ei, þótt vetrar helköld hönd hneppi í klakafjötra sæ og lönd. Eins og vorsól vinarhugur þinn vermdi mína fölu hamrakinn minning þína minnar sögu spjöld munu geyma fram á hinsta kvöld. Árni Þorkelsson í Sandvík í Grímsey, mikill stólpi þar, var auk annars einn fremsti skákmaður meöal eyjarskeggja um aldamótin, ágætt skáld og fékkst auk þess viö smásagnagerö. í tilefni af gjöfum Fiskes til Grímseyinga 1901 sendi hann honum þakkarljóð, þar sem m.a. segir: Og meöan ægir aldan skolar strönd en einkum þar um mannúö skyldi tala í Grímsey veröur tekiö tafl í hönd og talaö um hver list þá vakti af dvala og þakkir færöar göfugmenni góöu, er geymdi eins hins smáa í tímans móöu. En auk annarra gjafa haföi Fiske sent skákborö og skákmenn til hvers heimilis á eyjunni. í tímaritinu „i uppnámi", sem Fiske lét prenta á íslenzku og kom út 1901 og 1902 er margvíslegur fróðleikur um skáklistina, vísur og kvæöi. Þar á meöal er riddaraþraut, sem búin var til á isafiröi á gamlárskvöld 1899 og eru þeir Þorvald- ur læknir Jónsson og stud. mag. Björn Bjarnason höfundarnir. Sagt er, að les- endur muni hafa ánægju af aö ráöa hana: „Þegar þeir hafa fundiö fyrsta reitinn, er 1 ið ad ton an u hin um grjt ! a i óp cins ut ið staf ir a hans ar á ar skalt um avell ton gjall dag er kjól á drótt röð 1 ! a ar á ar a ÍD a júl j a hann ósk i rauð álf álf a I en góð tin j ar a varp um laf j og (iann gull ' um þar um lag ! a hefur fyrstu samstöfuna, munu vandræð- in léttast og stórt spor stigið í áttina til aö ráöa ritgátuna. En í þessari riddaraþraut er líka falin talnagáta, er gaman er aö ráöa. Slíkt er mjög tiðkaö. Þrautin er þannig: 1. Atkvæöin, lesin eftir riddaragangi í skák, mynda vísu. 2. í vísunni er ávarp; „anagramm" af því er algeng heillaósk viö áramót. 3. í staö atkvæöa á aö skrifa 64 tölur í röö, eftir riddaragangi, þannig: a) aö hver röö á langs og þvers útgjöri samanlögö hiö komandi ártal, og báöar hornaraöirnar samanlagðar ártalið tvö- faldaö. b) aö ef skákboröinu er skipt í 16 jafn- stór kvaöröt, veröi summa þeirra helm- ingur ártalsins. c) aö mismunur hverra tveggja gagn- stæöra talna útgjöri 8.“ Svo mörg voru þau orö. Til frekari skýringar er kannski rétt aö bæta viö, aö meö töluliö 2 er átt viö, aö með því aö raöa bókstöfunum í ávarpi vísunnar ööru vísi myndi þeir algenga heillaósk viö ára- mót. Vitaskuld er þessi þraut þung, en lausn hennar veröur birt í næsta vísna- leik. Hér er svo létt gáta í þýöingu Sigfús- ar Blöndals: Hvaöa riddarar hlaupa í einu hendingsstökki yfir sína fjendur, halda svo til hægri eöa vinstri hingað, þangað, hvert sem langar? Hinn 8. nóvember sl. var samkoma í Grenivík í tilefni þess, aö nýtt og glæsi- legt skólahús hefur veriö tekið í notkun. Af því tilefni orti Kristján Benediktsson málari: Hér er lærdóms brotiö blaö, búiö vel aö hal og drós. Ég vona á þessum viskustað veröi tendruö gáfnaljós. Fyrri hlutinn aö þessu sinni verður svona: Skyndilega um laun var samiö. Lítiö þurftu menn aö vaka. Ekki verður meira kveöiö aö sinni. Halldór Blöndal Glerhús Til Manúelu Wiesler. Má éK Manúela mikiö þakka vel, — ha og fá þér lítið vers um flautu sem er þversum? H.BI. Fjölskrúðugt minningasafti Bókmenntir Erlendur Jónsson Magnús Bjarnfreðsson: l>Á LÆT EG SLAG STANDA. 217 bls. Örn og Örlygur. Rvík, 1981. Loftur Einarsson heitir sögu- þulur og söguhetja þessarar bók- ar. Ævintýramaður? Það kemur allt an upp á hvað maður kallar ævintýr. Víst hefur hann frá mörgu að segja, sumu æsilegu, öðru ótrúlegu. Og enn öðru bara hversdagslegu. Hvergi hefur hann orðið mosagróinn. Hann hefur reynt margt, byrjað á mörgu, stofnsett fyrirtæki, komið þeim á rekspöl, en horfið síðan til ann- arra viðfangsefna. Ungur fór hann í siglingar, sá Kaupmannahöfn fyrst erlendra stórborga, skellti sér þar á gleði- hús, fullur eftirvæntingar að sjálfsögðu, en fórst svo óhöndug- lega þegar á hólminn kom að hann varð þeirri stundu fegnastur er hann slapp þaðan út aftur. Stund- um var hann matsveinn eða bryti á skipum, en stundum líka loft- skeytamaður. Til þess hafði hann einnig réttindi. Og sem slikur sigldi hann með fisk á England á stríðsárunum. Þá mátti loft- skeytamaður ekki láta frá sér heyra nema í ýtrustu neyð. En hlusta mátti hann, og það skyldi hann raunar gera. Það sem Loftur heyrði var sjaldan gleðilegt en oftar sorglegt ef ekki beinlínis vofeiflegt: sökkvandi skip og drukknandi menn í öllum áttum. Segir Loftur að það hafi reynt svo á taugar sínar að hann hafi varla mátt hlusta á útvarp lengi síðan hvað þá meir. Loftur fór í land og settist að á Akureyri, varð þar hótelstjóri á hinu glæsilega Hótel Norðurlandi sem margir Norðlendingar muna eftir frá þeim árum sem fyrsta flokks skemmtistað. Var honum annt um orðstír staðarins og bægði frá þess konar gestum sem hann grunaði að koma mundu á hann óorði. Ekki kvaðst hann hafa svindlað á einum né neinum — nema hvað hann hafi áaetlað gestafjöldann í knappasta lagi þegar að því koma að greiða skemmtanaskattinn. »Ég fór eftir hverja skemmtun niður á fógetaskrifstofu og gerði upp og nefni þá lægstu tölu seldra miða, sem ég taldi unnt að komast upp með. Þar var ákaflega skemmtilegur maður af merkri norðlenskri ætt fulltrúi. Hann var einn af þessum glæsilegu herra- mönnum, sem settu svip á bæinn, en hann var haldinn þeim breysk- leika að þykja sopinn ákaflega góður. Hann varð oft uppiskroppa með vín og kom þá gjarnan til mín á hótelið og fékk hjá mér flösku og flösku. Ég rukkaði hann ekki, því mér fannst gott að geta átt hann að.« Ekki nefnir Loftur þenna glæsi- Magnús Bjarnfreðsson lega fulltrúa með nafni og telst það til undantekninga því hann nafngiæinir langflesta sem við sögu koma, hvað sem hann hefur annars um þá að segja. Tel ég það kost fremur en löst á opinskárri frásögn. Kapítulinn á Hótel Norðurland endaði skjótt og kom Loftur þá á fót hóteli austur í Vaglaskógi. Það Loftur Einarsson fór vel af stað. En þá gerði náttur- an honum þann grikk að hella yfir hann heilu rigningasumri. Og þess konar yfirhellingar þolir ekkert sumarhótel, hversu vel sem það er annars rekið. Margt átti Loftur þá eftir að fást við lífsleiðinni, t.d. barst hann eitt sinn óvart til Englands þar sem hann var kunnugur frá stríðs- árunum. Og svo sem fyrir tilviljun teygðist úr dvölinni, Loftur stofn- aði fyrirtæki, varð meðalgöngu- maður breskra kaupmanna og ís- lenskra sjómanna og hagnaðist vel. Er þá flest ótalið af því sem Loftur hefur fengist við um ævina. Hann lifði sín unglingsár í krepp- unni og komst í tölu fullorðinna á stríðsárunum. Að því leyti má hann muna tímana tvenna. Heitið á bókinni er tekið upp úr inngangi sem sögumaður nefnir Tilefni: » — Ég verð að segja hverja sögu eins og hún gekk fyrir sig frá mínum bæjardyrum séð, og það er mér kannski ekki allt til hróðurs. Sumt af því kann líka að særa ein- hvern, jafnvel þá sem mér er annt um. En úr því við förum út í þetta, þá læt ég slag standa.« Víst er Loftur hreinskilinn. Og frá ástalífi sínu hafa ekki aðrir greint öllu berlegar ef undan eru skildir þeir Casanova og Frank Harris. Á nútímamælikvarða er þó naumast hægt að segja að hann sé nokkurs staðar klúr eða það sem kallað er »djarfur«. Þarf því ekki að fela þessa bók fyrir nein- um. Reynsla sögumanns er óvíða einstök. Hins vegar má telja ein- stakt hversu margt hefur á daga hans drifið. Bókin er skemmtileg — ekki fyrir þá sök að hún sé í sjálfu sér æsandi eða spennandi heldur sakir hins að hún er vel sögð og vel skrifuð. Hún er með öðrum orðum notaleg fremur en stórbrotin. Loftur Einarsson hefur kynnst mannlífinu í þess fjölbreytilegu myndum. Og segir hressilega frá.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.