Morgunblaðið - 29.11.1981, Síða 2

Morgunblaðið - 29.11.1981, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1981 Útitaflið dæmi um slaka áætlanagerð segir Sigurjón Pétursson, forseti borgarstjórnar Vigri í Reykjavíkurhöfn, en togarinn hefur nú verið lengdur um 8,40 metra. Ljósm. Mbl.: RAX „ÞEGAR vid upphaflega tókum ákvörðun um byggingu útitaflsin.s var dregin fram gömul kostnaðaráætlun, sem ekki hafði verið framreiknuð og var frá upphafi röng. Það er ekki tafl- ið sem slíkt, sem hefur kostað svona mikla peninga, heldur endurbætur á brekkunni. Nú, svo virðist sem áætl- anagerð hafi verið mikið vanreiknuð á öllum stigum. Þessi kostnaður kem- ur okkur ekki síður á óvart en öllum Ríkisstjórnin hefur ekki hafið raunhæfan undirbúning stóriðju sem grundvöll virkjana öðrum,“ sagði Sigurjón Pétursson, forseti borgarstjórnar, í samtali við Mbl., þegar hann var spurður um hinn mikla kostnað við byggingu úti- taflsins, en kostnaður nú nemur lið- lega 1,9 milljónum króna. — Má ekki segja að þetta sé lýs- andi dæmi um slaka stjórn? „Að minnsta kosti dæmi um slaka áætlanagerð. Það getur vel verið að stjórnunarákvarðanir hefðu verið teknar öðru vísi, hefði þessi áætlanagerð legið fyrir í upp- hafi.“ — Hefðir þú látið ráðast í þessar framkvæmdir ef kostnaðaráætlun upp á 1,9 milljónir króna hefði leg- ið fyrir? segir borvaldur Garðar Kristjánsson alþingismaður „ÞEGAR við sjálfstæðismenn lögðum fram frumvarp um ný orkuver í marsmánuði síðastliðnum, gagnrýndi iðnaðarráðherra aðallega, að frumvarp- ið kvað ekki á um röð virkjanaframkvæmda," sagði Þorvaldur Garðar Kristjánsson alþingismaður í samtali við Morgunblaðið í gær, er hann var spurður álits á niðurstöðum ríkisstjómarinnar á virkjanaröð. „Frumvarp okkar fjallaði um raforkuver í Fljótsdal, í Blöndu, við Sultartanga og stækk- un Hrauneyjafossvirkjunar," sagði Þorvaldur Garðar ennfremur. ,Gert var ráð fyrir heildaráætl- Röðun virkjunarframkvæmda un um þessi verkefni, sem að yrði stefnt að lokið yrði á einum ára- tug, og framkvæmdaröð réðist af hagkvæmnissjónarmiðum, eftir því sem nauðsyn krefði til að ná þessu marki. Þessi áætlun, sem fól í sér tvöföldun á uppsettu afii í vatnsvirkjunum landsmanna, var byggð á þeirri forsendu, að komið yrði á fót stóriðju til að hagnýta orkuna frá þessum virkjunum. hlaut því að verða ákveðin með hliðsjón af framvindu stóriðju- mála. Með tilliti til þessa lögðum við sjálfstæðismenn fram á síð- asta þingi tillögu til þingsályktun- ar um stefnumótun í stóriðjumál- um. Þegar ríkisstjórnin lagði fram á þingi í maímánuði sl. frumvarp sitt til laga um raforkuver, var þar ekki heldur að finna ákvæði Ingólfur Falsson endur kjörinn forseti FFSÍ INGOLFUR Falsson var endurkjör inn forseti Farmanna- og Tiski- mannasambands fslands til tveggja ára í gærmorgun og varaforseti var kjörinn Helgi Laxdal. Gengið var til kosninga á FFSÍ-þinginu um kl. 10 í gær- morgun og voru þeir Ingólfur Falsson fráfarandi forseti og Baldur Halldórsson í kjöri til for- seta. Fyrir kosninguna var talið mjög tvísýnt hvernig atkvæði myndu falla. Ingólfur Falsson fékk 40 atkvæði, en Baldur Hall- dórsson 30 atkvæði. Helgi Laxdal var síðan kjörinn varaforseti án mótframboðs. Ingólfur Falsson sagði í samtali við Morgunbiaðið í gærmorgun, að það sem framundan væri væru samningamálin og einnig væru eðlilega mörg önnur mál sem biðu nýkjörinnar stjórnar. „Eitt veiga- mesta atriðið, sem bíður okkar nú, Ingólfur Falsson er að fá leiðréttingu á fiskverðinu. Það er mál sem við setjum á oddinn nú,“ sagði Ingólfur. um röðun virkjanaframkvæmda, enda lá þá enn ekkert fyrir um fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar í stóriðjumálum. Hér var um að ræða sömu virkjanir og í frum- varpi okkar sjálfstæðismanna, og skyldi málið koma aftur til kasta Alþingis til að ákveða fram- kvæmdaröðina. Iðnaðarráðherra hefir nú upp- lýst á Alþingi, að mál þetta hafi verið á borði ríkisstjórnarinnar síðan um miðjan október sl. En ætla má, að ríkisstjórnin hafi skenkt málinu einhverja hugsun að minnsta kosti allt frá því að við sjálfstæðismenn fluttum frum- varpið um ný orkuver í mars sl., ef ekki hefir öriað á hugsun um þetta efni fyrr. En alla vega hefur ríkis- stjórnin átt að hafa ærinn tíma til að fást við þau viðfangsefni, sem sérstaka áherslu skyldi leggja á samkvæmt stjórnarsáttmálanum. Það hefði því mátt vænta full- burða niðurstöðu, þegar ríkis- stjórnin nú hefur sig loks upp í að kveða upp úr um framkvæmdaröð þeirra virkjana, sem hér um ræð- ir. En því er ekki að heilsa vegna þess að ríkisstjórnin hefur ekki sýnt raunhæfa tilburði til undir- búnings því að koma upp stóriðju til að skapa grundvöll fyrir þess- um virkjunum. Þess vegna hefði ríkisstjórnin eins getað ákveðið röðun virkjanaframkvæmda á síð- astiiðnum vetri þó að hún hefði þá ekkert aðhafst í stóriðjumálum. Sú ákvörðun hefði að vísu verið byggð á sandi, en það er einmitt það, sem nú hefur skeð. í fréttatilkynningu iðnaðar- ráðherra sl. föstudag um röðun virkjanaframkvæmda er tekið fram að hraða skuli hagkvæmnis- athugunum á hugsanlegri stór- iðju. Ekki er vanþörf á að hraða slíkum athugunum. En auðvitað hefðu einhverjir möguleikar til nýrrar stóriðju þurft að vera komnir af vettvangi frumathug- unar á hagkvæmni þeirra á um- ræðustig um eignaraðild, orku- sölu, staðsetningu iðjuvera o.fl. Það er að vísu til bóta, að ekki virðist lengur þráast við staðsetn- ingu stóriðju á Reyðarfirði, en það lögðu sjálfstæðismenn til á síð- asta þingi. Undirbúningur að stóriðju skiptir höfuðmáli, ef ætlunin væri að viðhafa álíka framkvæmda- hraða á þeim virkjunum, sem hér um ræðir, og við sjálfstæðismenn höfum reiknað með. En ekki verð- ur neitt slíkt ráðið af frétta- tilkynningunni, því að þar segir ekkert um að hvaða framkvæmda- hraða skuli stefnt. Ber það vott um tvískinnung ríkisstjórnarinn- ar við það verkefni, sem nú er öðr- um brýnna. Viðfangsefnið nú er að gera röð- un virkjanaframkvæmdanna raunhæfa. Leiðina til þess er að finna í tillögu til þingsályktunar, sem sjálfstæðismenn munu nú enn flytja um hagnýtingu orku- linda landsins til stóriðju," sagði Þorvaldur Garðar Kristjánsson að lokum. REYKJAPRENT hf. — útgáfufyrir tæki það er áður gaf út dagblaðið Vísi, hafði fyrir nokkru keypt nýja pressu til að prenta Vísi, dagblaða- pressu af gerðinni Goss, sömu teg- und og þá sem notuð er í Blaða- prenti hf., er prentar nú Alþýðublað- ið, Tímann og Þjóðviljann. Ákvörð- un hafði því verið tekin um að Vísir drægi sig út úr Blaðaprenti — eins og raunar hefur verið orðrómur um — en Hörður Einarsson fram- kvæmda- og útgáfustjóri Dagblaðs- ins og Vísis sagði í samtali við Mbl. að í Ijósi nýrra aðstæðna væri alls endis óvíst, hvort pressan nýja komi til landsins. „Nei, ég hefði ekki gert það. Ég býst við að undir þeim kringum- stæðum hefði ég reynt að meta það hvort þetta væri eina leiðin til byggingar taflsins. í öðru lagi, hvort ástæða væri til að fram- kvæma allt samtímis og í þriðja lagi endurmetið hvort yfir höfuð ætti að byggja útitaflið. En ég vek athygli á því, að taflið sjálft, skák- mennirnir, taflborðið og sjálf geymslan er lítill hluti kostnaðar. Mikill hluti kostnaðar felst í endur- byggingu brekkunnar og þeim gönguleiðum sem iagðar voru. En ennþá á eftir að ganga endanlega frá geymslunni." — Á kostnaður eftir að hækka enn? „Já, hann á eftir að hækka, en það verður eitthvað sáralítið." — Hefur bygging útitaflsins bitnað á öðrum framkvæmdum borgarinnar en fyrirhuguðum framkvæmdum við Tjörnina, sem frestað var? „Hún hefur ekki beinlínis bitnað á öðrum framkvæmdum, en þessi umframkostnaður er hluti af þeim yfirdrætti, sem við höfum nú í bankakerfinu." Hörður kvaðst þó búast við að ákvörðun um framhald málsins yrði tekin innan tíðar. Ekki hefði verið búið að ákveða hvenær pressan kæmi til landsins, aðeins hefði átt eftir að taka ákvörðun um tíma, og enn yrði nokkur bið á ákvörðun í málinu. Hörður sagði pressuna vera af Goss-gerð, álíka stóra og þá sem nú er notuð í Blaðaprenti, aðeins nýrri og full- komnari. Að öðru leyti kvað Hörð- ur ekki tímabært að ræða hugs- anleg pressukaup, það yrði að bíða uns ákvörðun yrði tekin af hinu nýja útgáfufélagi, er nú gefur Vísi og Dagblaðið út í einu lagi. Vísir hafði keypt nýja pressu Ákvörðun bíður um framhaldið segir Hörður Einarsson Guðmundur Benediktsson fv. borgargjaldkeri látinn GUÐMUNDUR Benediktsson, fyrr verandi borgargjaldkeri, er látinn í Reykjavfk, 83 ára að aldri. Guð- mundur fæddist á Stóra Hálsi í Grafningi þann 29. janúar 1898. For eldrar hans voru Benedikt Eyvinds- son bóndi og Margrét Gottskálks- dóttir. Guðmundur lauk stúdentsprófi frá Reykjavík 1922 og lögfræði- prófi frá Háskóla íslands 1926. Hann rak málflutningsskrifstofu í Reykjavík og varð borgargjaldkeri í Reykjavík 1. júlí 1930. Guðmund- ur gegndi fjölda trúnaðarstarfa fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Var formaður Heimdallar 1932, for- maður landsmálafélagsins Varðar 1935—1940, formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík 1935—42. Guðmundur var ritstjóri vikublaðsins íslands í Reykjavík 1927—1930 og meðútgefandi 1938—39 að tímaritinu Þjóðinni í Reykjavík. Guðmundur kvæntist Þórdísi Vigfúsdóttur árið 1942 og varð þeim þriggja barna auðið. ATKVÆÐASEÐILL I PRÓFKJÖm SJÁtfSTÆDISMANNA I REYKJAVlK 29 —30 NÓVEMBER 1981 Afbert Guðmundsson, stórkaupma&jr, UufAavegi 6$ Andcrs H»o»en, bla«5am»dur Dvergtóakk* 22. Ann« K. Jónadóttir, 8ð8toði»rtyfjafr««ðingur, Lenghoitavegi 92. Aml Bwgur EMkSKXi, fr«nkv*i™if»tj0H, Gnoasrvoel 74 Davíð Oddeeon. fremkvíeoxUítjóri, Lynghage 5. Eliwr HSkowson, li«!mi!*-l, Voa*»«ll t. Ern* R.gnsrxkittlr, lniiSnl»J»««rklt»kt, Osr4ulr«»tl 15. Guðmundur Ar«»n. for«tj<Srl. f|«rS«rá«l t. GuArouodur i. óakereson. kjuipmeður, 8jerm*f«ndi 12. Hlimer Guðiaug**on. múrart, Háaieíttabraut 16. Huida Vaftýacióttir, bfadamaður, Sdiheimum 5. ingibjðrg Rafnar, hðraðsdónisiðgmaður, Brúnaiandi S. Jöna Gróe Sígurðafdóttir. akrffatcfumaður. Búlandi 28 iúHua Hafatein, framkvaemdaatjóri, Engjaaeii 23. Kcibeinn H. Paiaacn. sðiufulítrúí, Eyjabakke 24. Magmía L. Sveinaeon, formaður V. R . Geltaatakk 8 Mtihlidur Ang«ntý«d0ttir. «Júkr.liaf, 8ú«t»ðm»9l 55. Mkrgrft S. Eliw»dðttlr, .Júkndldl, G.r«»»tr*tí 47. Marfcua Örn Antonaaon. rttatjórl. Krummahóium 6. óiafur Haukur ólaieaon. I»knlr, Auaturgerði 1. Pill GI»l4«on, l»knir, Huldul«ndl *. Regnai Júliuaaon. akólaatjófl. Héaleitiabraut 91. Slgrfður A.9.ir«16nir, h*r»í«d4m.lð*n«ður. Fldlnl.vosl 16 Sígurður Sígurðaraon. rltatjóri, Æaulelll 4. Siourlðo A. .kðlwtjdrf. 8r.kku..ll t. 8k«hl lf«rð»r«un. *.r»km«rm«ður. 8oð«gnmda 5. Sveinn BJörnaaon, verkfr*ðif>gur, Gfundarlandt 5. Sveinn Bjómaaon, kaupmaður, Laifagötu 27. "vHhjélntur 1» Vithjáimaaon. framkvremdaatjóri, Auaturbergi \2. Pórir t.érusaon. rafverktakl, Mlíðargerði \. ATHUGIO: Kjóta *kal fan 8 frambjðOendur og flest 12 Skal þa« gert með þvl a» setja kross* f reitíne fyrir framan nöfn trambjóSenda, sem ósk*8 er að skípi endanlegan framboðslista FÆST 8 FLEST 12. Prófkjör um skipan framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík við borgarstjórnarkosningarnar á komandi vori fer fram í dag og á morgun. Hér ad ofan er sýnishorn af atkvædasedli en allar upplýsingar um reg ur og tilhögun eru á baksídu blaðsins í dag.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.