Morgunblaðið - 29.11.1981, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 29.11.1981, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1981 I Umsjónarmaður Gísli Jónsson______________126. þáttur Síðasti þáttur var seint á ferðinni í bókstafleKum skilninfíi, og fyrir því hafa líklejía komist inn í hann fleiri villur en ella. Auka-ess laumaðist inn í orðið hug- smíð, en aðrar voru ekki mjöt; meinleKar, þegar slepp- ir vísunni „frá klastrara". Hún var svona frá hans hendi: Varasl skallu vídeó, vandakind er slereó. Oróin varla, gjall og vídd, veróa munu helur þvdd. Er fyrr getið stuðlagalla á vísu þessari. Næst er þess getandi að Kristinn Björnsson í Reykja- vík hringdi til mín og sagðist hafa lært afhendingu Kon- ráðs Gíslasonar, þá er ég til- færði, svolítið öðruvísi. Hann hafði fyrri línuna: Horft get ég á himin og jörð, en livor- ugt smíðað, ekki: Hugsað get ég um o.s.frv. Hefst svo skreiðarþáttur. Nafnorðið Skreið er náttúr- lega í fyrsta hljóðskipti við sögnina að skríða. Svo segir á bókum að það hafi þrenns konar merkingu: 1) hreyfing- in að skríða, og er sú merking dæmafá. 2) hópur, einkum fiskiganga, en þó er talað um skreið úlfa í gam- alli sögu. 3) hertur þorskur, harðfiskur, og er sú merking miklu algengust. Fyrst mun skrcið í hinni þriðju merkingu hafa verið notað um þorskgöngur sem komu upp undir land á vorin til þess að hrygna. Nefndu menn þá þorsk- veiðina skreiðfiski (hún skreiðfiskin). Þórólfur Kveldúlfsson hafði menn í skreiðfiski í Vogum (Lofot- en), en suma hafði hann í síldveri. Orðið skarpur merkti upp- haflega harður, sbr. skerpa og skorpinn, og talað var um skarpa skreið = harðan fisk (þorsk). Smátt og smátt týndist einkunnin skörp úr þessu orðasambandi, og eftir stóð skreið eitt sér, en í óbreyttri merkingu: harð- fiskur, og hefur þó sér- greinda merkingu núorðið. Þátíð af sögninni að skríða er í allra munni skreið, og þá er ekki að sökum að spyrja, að vitum ekki alltaf í stutt- klipptum fyrirsögnum hvort þar er á ferðinni nafnorðið eða sögnin. Vinur minn Sverrir Páll segist einu sinni hafa séð fyrirsögn á baksíðu þessa blaðs: SKREIÐ TIL NÍGERÍU, og svo liðu nokk- ur ár. Sér hann þá ekki á baksíðu Morgunblaðsins: SKREIÐ AFTUR TIL NÍG- ERÍU. Og nú leið drjúgur tími, og enn ber fyrir sjónir Sverris Páls á baksíðu títt- nefnds blaðs: SKREIÐ FYRIR ÞRJÁR MILLJÓNIR TIL NÍGERÍU. Það er ábyggilega ekki lítill flugu- fótur fyrir þessu, því að önn- ur heimild, óháð þessari, greinir frá beygingunni: skreið, um skreið, frá skreið til Nígeríu, og lýkur svo að segja frá skreið, nema hvað Skreiðar-Steinn yngri kvað: Til Nígeríu skroid mod skrcid, — skalnar sér það hafa í minni —, að ckki þótti galan grt-ið, svo gildan sjóð hann fvrir það heið, þegar hann skreið með skreið í þriðja |sinni. Hvernig beygist orðið höld- ur (karlk. eintala)? Umsvifa- mikið fyrirtæki á Akureyri hefur tekið sér þetta nafn og er það fyrir þá sök tíð- mæltara en ella mundi. Orð- ið beygist ekki eins og köttur, heldur: höldur, um höld, frá höldi, til hölds. Orðið kemur mjög oft fyrir í fornum heimiidum, og í frægum samningi, sem Islendingar gerðu við Ólaf digra (helga) Haraldsson, segir að þeir skuli hafa hölds rétt í Noregi. Hölds réttur var meiri en venjulegur bóndaréttur. Borist hefur mér frétta- tilkynning frá Ferðamála- ráði Islands, þar sem stað- hæft er að menn hneigist til þess meir en áður að láta verslanir og skemmtistaði heita erlendum nöfnum, „reka fyrirtæki undir erlend- um heitum", eins og það er orðað. Ferðamálaráð varar við þessu og telur að vonum að þetta gangi þvert gegn þeirri viðleitni að vernda tungu okkar og þjóðerni. Slík öfug- þróun myndi slæva máltil- finningu almennings og virð- ingu fyrir íslenskum heitum. Að óreyndu get ég ekki andmælt þeim staðhæfing- um sem fram koma í þessari fréttatilkynningu og tek heils hugar með ferðamála- ráði í málverndarstrenginn. Hinu er ekki að leyna, að ég hef heyrt mörg góð íslensk nýnefni á veitingastöðum og öðrum fyrirtækjum, svo fyrir norðan sem sunnan, t.d. Búr- ið, Torfan, Hornið, Utsýn, Óðal, Lækjarbrekka. Mér þykir líka skylt að geta þess, að menn, sem standa fyrir veitingahúshaldi, hafa nokkrum sinnum leitað til mín um leiðbeiningar og uppástungur um góð og þjóð- leg nöfn á staði þá sem þeir standa fyrir eða ætla að stjórna. Ég er ekki sá harðlínumað- ur í þessum efnum, að ég vilji bannfáera verslunarnöfn sem hafa á sér framandi eða „al- þjóðlegan“ blæ, eins og Par- ís, London, Hamborg, Lídó og Hollywood. Sé það hins vegar rétt, að slíkar nafn- giftir séu nú tíðari en góðu hófi gegnir, skal ég leggja fram minn skerf ásamt ferðamálaráði og öðrum, sem vilja veg síns móðurmáls sem mestan, og mæli auðvit- að með íslenskum nöfnum eins og Hótel Holt, Hótel Esja, Skálafell, Mímisbar, Torgið og Smiðjan, svo að ég taki af handahófi nokkur dæmi af því sem mér hefur þótt smekklega skírt nú hin síðari ár. Hlymrekur handan kvað: l'ó að Mollywood framandi hljómi, er til högg.s ekki reiddur minn skjómi. Kn fremur skröltir mitt skar upp á Kkálafellsbar, og Luxor er mun verra en Ljómi. Kære Dirch eftir Malin Lindegren Erlendar bækur Jóhanna Kristjónsdóttir í MORG ár hef ég lesið með at- hygli margar greinar dönsku hlaðakonunnar Malin Lindegren og fundizt þær góðar. Nú hefur hún sent frá sér bók um Dirch Passer heitinn og rekur þar lífs- feril og listferil þessa sérstæða danska leikara, sem töfraði landa sína upp úr skónum svo mjög að hann mátti varla birtast á sviði, þá hljóðuðu menn af hlátri af því einu saman aö sjá hann. Sumum leikurum er gefinn þessi hæfileiki og sumir þessara manna eiga iíka til dramatíska hæfileika sem aldrei fá að njóta sín einmitt vegna þess að áhorfendur hafa sett þá á bás, — hlægilega básinn og þeir eiga sér aldrei viðreisnar von í alvarlegum hlutverkum. Þó mun Dirch Passer hafa leikið nokkur slík og a.m.k. einu sinni tekist að láta áhorfendur taka sig hátíðlega. Það var í Mýs og Menn, þar sem hann lék Lenna. Malin Lindegren segir frá því að þau Dirch hafi hitzt í fyrsta skipti í maí 1972, eftir að hann hafði slegið hressilega í gegn í Sirkus- revíunni og einn leikdómari skrif- aði að „Maður fer snöktandi heim — af hlátri yfir Dirch“. Malin Lindegren segir: „Ég hafði horft á sýninguna og nú sátum við hérna á Rosbæksvej yfir nætursnarli og ég varð stöðugt vandræðalegri. Það var ógerningur að halda uppi skynsamlegum samræðum við hann. í nauð minni lét ég kurteis- ina loks lönd og leið og sagði: Ég fer ekki, fyrr en ég hef skilið hvað þú segir. Þetta var löng ferð í átt- ina að viðtali sem hann sagði mér síðar að hann væri ánægður með, og klukkan fimm um morguninn fór ég og hafði þá fallið fyrir hon- um, eins og fleiri." Bókin Kære Dirch er um margt athyglisverð bók, segir á hlýlegan og læsilegan hátt sögu sérstæðs listamanns, sem fáa hefur átt sína líka í Danmörku, það er ekki dreg- in upp nein smeðjuleg glansmynd af honum, en öll frásögnin ber þess merki að Malin Lindegren hefur víða leitað fanga og aflað sér upplýsinga um hann í öllum áttum. Frásögn af samvinnu og vináttu Dirchs og Kjeld Pedersen varð víðfræg, um hana er farið nærfærnum orðum, þegar Peder- sen féll frá var engu líkara en Dirch týndi sjálfum sér í nokkur ár, lék í hverri ruslmyndinni eftir aðra og virtist staðnaður sem leik- ari og byggði alla list- og persónu- sköpun sína á að gapa og æpa. Á síðari árum var Iíkt og hann risi úr öskustónni og um það leyti sem hann dó snögglega fyrir rúmu ári stóð hann á hátindi frægðar sinn- ar. Segja má að það eina sem veru- „Eigum eftir að njóta góðs af samvinnu við íslendinga“ - sagði Silvano da Luz utanríkisráð- herra Cabo Verde „ÞESSI samningur á eftir að koma okkur að góðum notum og við hyggj- um gott til samvinnunnar við fslend- inga, hún hefur verið eins og bezt verður á kosið hingað til. Það er trú okkar, að við eigum eftir að njóta góðs af samvinnu við ísiendinga á sviði sjávarútvegs. Takmarkið með þessari samvinnu er að reyna að fá úr því skorið hverjir fiskveiðimöguleik- ar eru á hafsvæðinu við Cabo Verde, og að stuðla að sem árangursríkastri og hagkvæmastri nýtingu þeirra möguleika í þágu íbúa Cabo Verde, en við vonum að sjálfsögðu að báðir aðilar hafi gagn af þessari samvinnu, þótt augljóst sé að gagn okkar verði meira og ef til vill varanlegra," sagði Silvano da Luz utanríkisráðherra Cabo Verde í samtali við Morgun- blaðið á fóstudag en skömmu áður höfðu hann og Olafur Jóhannesson utanríkisráðherra undirritað samning milli íslands og Cabo Verde um þróun fiskveiða. Ráðherrann hefur verið hér á landi í opinberri heim- sókn, en í fylgdarliði hans er m.a. fiskimálastjóri landsins, sem er þing- maður, og ráðuneytisstjóri hans. „Hér er um framhaldssamkomu- lag að ræða, ef svo má að orði kom- ast, og gildir það til ársloka 1985. Og þetta er mikilvægt samkomulag fyrir okkur sem byggjum svo mikið á fiskveiðum sem raun ber vitni,“ sagði ráðherrann, en eyverjar eru um 300 þúsund talsins og eru fisk- afurðir um 70% alls útflutnings þeirra. Stunda þeir fábrotnar fisk- veiðar sem fullnægja þeirra neyzluþörf, en eyverjar hyggja á stórtækari fiskveiðar til að skjóta styrkari stoðum undir efnahagslíf sitt, en Cabo Verde er með fátæk- ari löndum. „I samvinnusamkomulaginu er gert ráð fyrir ýtarlegum rannsókn- um á fiskistofnunum kringum eyj- arnar og annarri tækniaðstoð á sviði sjávarútvegs. Gert er ráð fyrir því að íslendingar þjálfi og kenni okkar mönnum þau hand- brögð og þá verkmenningu sem nútíma fiskveiðar krefjast. Okkar þjóð og ykkar eru óháðar smáþjóðir og gæti samvinna land- anna orðið til eftirbre.vtni. íslend- ingar setja til dæmis engin pólitísk skilyrði fyrir aðstoð við okkur og er það grundvallaratriði. Ég held að Goðasteinn Bókmenntir Erlendur Jónsson KOMIÐ er út nýtt hefti af Goða- steini, tímariti um menningarmál eins og stendur á titilsíðu, 18.—19. árgangur. Ritstjórar eru eins og áður Jón R. Hjálmarsson og Þórð- ur Tómasson. En útgáfustaður er sem fyrr Skógar undir Eyjafjöll- um. Prentað er ritið á Selfossi þannig að það er að öllu leyti sunnlenskt. Fyrst og fremst hefur það þó hingað til verið helgað lega skortir í myndina af Dirch, og það er auðvitað ekki svo lítið, er að lýsa honum ítarlegar sem mann- eskju. Hann var hlýr, hann var góður, hugulsamur móður sinni. Öllum þótti vænt um hann. En hvernig var hann, þessi kæri Dirch sem var öllum svona kær. Merkur kúnstner um það er ekki að tvíla. En ég hefði viljað vita meira um hann sjálfan. Rangárþingi — rangæskum fræð- um ýmiss konar og ritsmíðum Rangæinga, og svo er enn. Þessi Goðasteinn hefst á alllangri ferða- sögu eftir Þórð Tómasson. Þætti úr Færeyjaför 1978 kallar Þórður sögu sína. »Hvar heyrði ég fyrst getið Færeyja og Færeyinga?« spyr Þórður. »Auðvitað á æskuheimili mínu.« Má því segja að æsku- draumur hans hafi ræst með þess- ari ferð. Þórður er stórsnjall safnamaður. Leið hans lá því að sjálfsögðu á Fornminnissafnið fær- eyska. »1 stórum dráttum sagt,« segir Þórður, »þá speglar safnið í Þórshöfn sömu atvinnumenningu og íslensk söfn.« Þórður kveður velvild í garð Islendinga áberandi mikla í Færeyjum. »Ég ætla að sama máli gegni hjá okkur í garð Færeyja og Færeyinga. Hvorugur aðilinn hefur efni á að glata þeirri vináttu. Látum hana því lifa og dafna til komandi tíma,« segir Þórður að lokum. Kristín Skúladóttir frá Keldum skrifar Minningar um Kötlugosið 1918. Margir Sunnlendingar hafa minnst þess eftirminnilega at- burðar. Nú tekur að fækka þeim sem kunna að segja þá sögu. Þátt- ur Kristínar er því allrar athygli verður. Þá kemur alllangur þáttur skráður af Þórði Tómassyni: Úr minningum Hafliða í Búð. Hafliði lést á síðastliðnu ári, háaldraður. I stuttum eftirmála segir að hann hafi verið »einn mesti öndvegis- maður, rangæskur, á þessari öld, búhöldur ágætur og forystumaður í málum sveitunga sinna um lang- an aldur«. Upplýsir Þórður að þjóðháttafróðleikur í þættinum sé að mestu skráður eftir segul- bandsupptökum. Þar lýsir Hafliði ýmsu sem sérkennandi gat talist fyrir byggð hans, eða hérað. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.