Morgunblaðið - 06.12.1981, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.12.1981, Blaðsíða 1
96 SIÐUR 268. tbl. 68. árg. SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1981 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Það fer vel á því að minna á jólaföstuna með því að birta mynd af þessari litlu Lúciu, en í dag er annar sunnudagur í jólaföstu og Nikulás-messa, sem er messa til minningar um Nikulás biskup í Mýru í Litlu Asíu á 4. öld, en Nikulás (,,Sankti-Kláus“) var dýrlingur barna og mikið dýrkaður á IslandÍ í kaþÓlskum SÍð. Ljóxm. Mhl.: KrUtján Kinmrsson Olszowski segir hótanir Samstöðu ógna samfélaginu Varsjá, 5. desember. Al*. 213 hafa dáið af völdum olíunnar Madríd, 5. desember. AP. TÍU menn létust í vikunni úr veik- inni illræmdu sem kennd er við eitr aða matarolíu og hafa þá samtals 213 manns dáið úr þessari veiki, frá því hennar varð fyrst vart í maí síð- astliðnum. Talið er að 16 þúsund manns hafi orðið fyrir eitruninni, en nú eru 550 manns í sjúkrahúsi með misjafnlega alvarlega eitrun. Eng- in ráð hafa enn fundist er duga gegn þessum sjúkdómi. Alls hafa 25 kaupsýslumenn verið settir á bak við lás og slá í tengslum við sðlu og dreifingu olíunnar illræmdu, og er við því búist að réttarhöld yfir þeim hefj- ist árla á næsta ári. Tap á Times Lundúnum, 5. de.somber. AP. LUNDÚNABLAÐIÐ fræga, The Times, tapaði átta milljónum sterl- ingspunda frá 1. júlí til loka nóv- ember og er ekki séð fyrir endann á taprekstri blaðsins að sögn fram- kvæmdastjóra þess. Hermt var í viðtali við The Times í dag, að engin áform væru um að selja blaðið, en eigendur og stjórnendur blaðsins hefðu m.a. rætt um það á fundum sínum að hætta rekstri blaðsins ef hagræð- ingu verður ekki við komið og ef blaðið fer ekki bráðlega að standa undir sér. Sagt var að fjárhagsstaða blaðs- ins væri geigvænleg og vonast væri til að samkomulag næðist um aðgerðir til að stýra blaðinu út úr verstu ágjöfinni. Sagt var að ekk- ert væri hæft í orðrómi um að fyrirhugað væri að fækka starfs- mönnum um 50%, en þeir eru um fjögur þúsund. STEFAN Olszowski, einn af háttsettustu leiðtogum pólskra kommúnista, veittist allharka- lega að Samstöðu í viðtali sem birtist í Varsjá í dag og sagði nýjustu verkfallshótanir samtak- anna og yfirlýsingar eftir leið- togafund í Radom til þess eins að ýta undir árekstra við yfir völd og kynda undir hatri í garð réttbærra stjórnvalda. Olszowski sagði verkfalls- hótanirnar til þess eins að skapa óreiðu í landinu. Þær ógnuðu samfélaginu og sýndu betur en flest annað hverjir sæktust eftir árekstrum. Yfir- lýsingar Samstöðu síðustu daga væru liður í valdabaráttu samtakanna, baráttu sem orð- in væri augljós og opinská. Samband Samstöðu og yfir- valda stirðnaði til muna eftir lögregluárás á skóla slökkvi- liðsmanna á miðvikudag, og hefur ekki verið verra lengi. Samtökin reiddust árásinni og hótuðu að boða til allsherjar- verkfalla um allt land, ef grip- ið yrði á ný til aðgerða af þessu tagi, og ef þingið sam- þykkti neyðarlög er veittu stjórninni heimild til þess að banna og brjóta verkföll á bak aftur. Einnig reiddust yfirvöld, sem vonast höfðu eftir „þjóð- arfylkingu", gegn efnahags- vandanum, yfirlýsingum leið- toga Samstöðu í Radom, og sagði Olszowski margt í yfir- lýsingunum „meðvitaða lygi“. Samþykktar hafa verið áætlanir um verkföll í skipa- smíðastöðvum í Stettin og var það tilefni harðrar gagnrýni PAP-fréttastofunnar í garð Samstöðu í morgun. Sagði PAP samþykktina ögra pólsku efnahagslífi. Samkvæmt skoðanakönnun sem gerð var meðal almenn- ings á vegum pólska kommún- istaflokksins, og birt var í dag, lýsa stöðugt fleiri Pólverjar stuðningi við stjórnvöld og til- trú á Samstöðu fer minnkandi. Salim enn í framboði Sameinudu þjóðunum, 5. desember. AP. SALIM Ahmed Salim, utanríkis- rádherra Tanzaníu, er enn í rramboði til framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna og vonar að Bandaríkin muni að lokum sætta sig við hann í embættið samkvæmt upplýsingum diplóm- ata frá Afríku. Bandaríkjastjórn hefur ekki sýnt nein merki þess að hún muni sætta sig við Salim, og ákvörðun hans að halda bar- áttunni áfram kann að áuka andstöðuna gegn honum. Bandaríkjastjórn hefur ekki sagt hvað hún hefur á móti Salim en talið er að hann þyki of frjálslyndur. Kurt Waldheim, sem hefur verið framkvæmdastjóri stofn- unarinnar í 10 ár eða tvö kjör- tímabil, hefur dregið framboð sitt til baka. Kosningar um næsta framkvæmdastjóra stofnunarinnar hófust 27. október, en Kína hefur beitt neitunarvaldi sínu í öryggis- ráðinu gegn Waldheim. Reagan áhyggjufullur yfir heilsu Sakharovs Mo.skvu 5. dewmber. AP. KONALD Keagan liandarikjafor.seti hefur skorað á sovésk stjórnvöld að gefa Lizu Alexeyeva, tengdadóttur Andrei Sakharovs nóbelsvcrðlauna- hafa og konu hans, leyfi til að flytjast úr landi. „llngu hjónin hafa verið aðskilin í langan tíma,“ sagði í yfirlýsingu forsetans. „Eg hef áhyggjur af heilsu Sakharov-hjónanna og legg hart að sovésku stjórninni að leyfa Alexeyeva að fara til eiginmanns síns.“ Sovésk yfirvöld hafa flutt gift í Montana í Bandaríkjunum Sakharov hjónin á sjúkrahús til að koma í veg fyrir erfiðleika í sambandi við heilsu þeirra vegna mótmælasveltis sem þau hófu fyrir tveimur vikum síðan. Þau krefjast brottfararleyfis fyrir tengdadóttur sína en mað- ur hennar, Alexei Semyonov, býr í Bandaríkjunum. Hann er sonur konu Sakharovs frá fyrra hjóna- bandi. Alexeyeva og Semyonov voru í júní en hún var ekki viðstödd athöfnina. Sovésk yfirvöld segja að slíkar giftingar séu ekki lög- legar í Sovétríkjunum og henni beri skylda til að vera í Sovét- ríkjunum og annast aldraða for- eldra sína. Alexeyeva sagði að Anatoly Alexandrov forseti vísindaaka- demíunnar hefði beðið sig um að fara til Gorky þar sem Sakharov býr og hvetja hjónin til að hætta mótmælasveltinu. Hún sagðist ætla að reyna að komast til Gorky seinna í dag. Fulltrúar frönsku vísindaakademíunnar heimsóttu Alexeyeva í Moskvu í dag og buðu henni og Sakharov hjónunum til fundar akademí- unnar í París 14. desember nk. Stjórnmálanefnd Evrópu- þingsins sem kom saman í Lon- don á föstudag lagði til að aðild- arlönd Efnahagsbandalags Evr- ópu mótmæltu meðferð sovéskra yfirvalda á Sakharov. Nefndin kallaði meðferðina „óþolandi brot á mannréttindum" og minnti á Helsinki-sáttmálann sem Sovétríkin eru aðili að.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.