Morgunblaðið - 06.12.1981, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.12.1981, Blaðsíða 20
2 0 MORGUNBLADIÐ, SUNNUD^QUR 6. DESEMBER 1981 í húsi listmálara „Sigurjón Olafsson stríðir mér alltaf með því að ég sé svo líkur Brésnef: Og veistu það ekki, segir hann, að það er Ijótasti maðurinn í Sovétríkj* unum!“ í skuggalegu húsi við Vesturgötu á Valtýr Pétursson sér vinnustofu. Kinu sinni átti ég heima hér, segir Valtýr. Kóstri minn átti þetta hús og þegar ég kem heim úr útlöndum árið 1953 setjumst við að hér, hjónin. I>ú sérð að þetta er ekki stórt og þá var nú beinlínis sofið uppá málverkum. Svo fluttum við nokkrum árum seinna og ég hafði þessa litlu íbúð fvrir vinnustofu. Það er allt öðru vísi núna, heldur en var; ég gerði nefnilega alvöru úr því að taka til. Eg var búinn að hugsa um það í mörg ár, hvort ég ætti nú ekki að hreinsa til í kringum mig; maður hafði borið hingað upp drasl í næstum þrjátíu ár og sáralítið farið út. Svo kom ég þessu í verk einn daginn og fór með allt á haugana. Það er annaðhvort að kasta öllu eða engu — og ég kastaði öllu. Meira að segja kaffibollunum mínum. Svo leigði ég mér mikla meistara og þeir stækkuðu fyrir mig íbúðina útí eitt, skiptu um glugga og fleira þesslegt. Og lifnaðirðu ekki allur í þessari tiltekt? Jú, hvað heldurðu — ég er að vona.það að minnsta kosti. En ég var hálf átta- villtur fýrst; Ekki getur þetta verið vinnu- stofan mín? spurði ég sjálfan mig. Hvað er Valtýr Pétursson að gera í þessari vinnu- stofu, þar sem allt er fínpússað og hvít- þvegið? Hér getur enginn almennilegur maður málað! Svo fór maður nú að kann- ast við sig og mér líkar þetta því betur sem ég kynnist þessum þrifnaði öllum meir. Ég VALTÝR sá líka blessaða Esjuna í fyrsta sinn í langan tíma í allri sinni dýrð. Það var tékkneskt gler í gluggunum; það var allt byggt af vanefnum í þann tíma þegar þetta hús var reist; og það gekk orðið í bylgjum þetta tékkneska gler, svo það var aldrei sama fjallið sem maður sá. Valtýr er að dedúa við mynd eina mikla, sem stingur í stúf við allar hans myndir aðrar. Svona hefði Valtýr Pétursson ekki mál- að í gamla daga? Nei, það ,er satt. En mér þykir vænt um þessa mynd og hef verið að föndra við hana í ein fjögur ár. Ég sá eitt sinn stórt málverk í Danmörku af flota skipafélags nokkurs og langaði þá til að gera svipaða mynd af Fossum Eimskipafélagsins; mað- ur er nú alinn upp með þessum skipum. Og nú er ég svo til búinn með mynd af öllum Fossunum sem Eimskip átti fram til 1939. Sjö skip — það var dálítið vandamál að koma þeim öllum fyrir. Þú ert hættur að mála abstrakt? Já, í eina tíð var maður forfallinn ab- straktsjónisti. En ég er löngu kominn ofan af því, að það sé aðalatriði að vera frum- legur og koma fram með eitthvað nýtt. Hvað er líka nýtt? Ég reyni að búa til mynd — ég segi ekki að ég geti það — en það getur enginn haft það af mér, að ég reyni. Ég held ég sé á réttri leið, en ef annað kemur svo á daginn, þá hefur maður bara ekki fæðst. Það er samt abstraktsjón í uppstilling- unum þínum? Já, en það hafa nú ekki allir sömu skoð- un á því. Þeir eru spenritir fyrir þessum I uppstillingum úti í löndum, en hér heima vilja þeir ekki sjá þetta. Það er unglinga- vandamálið í krítíkinni. Hilton nokkur Kramer, víðfrægur gagnrýnandi í Banda- ríkjunum, skrifaði nýlega í New York Tim- es, að málaralistin sé að ná sér aftur á strik núna, eftir að hafa villst út í gern- inga og þess konar dótarí. Og hann bætir við, að það sé mikill léttir. En abstraktið á allan rétt á sér og ég get aldrei talað illa um það. Allt sem ég kann, hef ég lært úr abstraktinu. Valtýr á orðið mikið af myndum. Já, þetta er orðið dágott safn, segir Vai- týr. Ætli það séu ekki ein sjö ár síðan ég hélt stóra einkasýningu? En ég hef jafnan sýnt í Þrastalundi síðustu sumur og það hentar mér vel. Það er sumarbústaðaland á þeim slóðum og hálf Reykjavík alltaf á ferðinni þar, svo þær hafa gengið ágætlega þessar sýningar mínar í Þrastalundi. Mig langar til að halda stóra sýningu og ætli maður láti ekki verða af því innan tveggja ára eða svo. Nei, við látum okkur ekkert með það að halda hópinn í Septem. Við förum ekkert út í neitt hænsnadráp — ekki til í dæminu að við förum í hænsna- dráp. Nú fer Valtýr að tala um Haydn og hans kvartetta. Kvartett númer 4 er eitthvert mesta listaverk sem samið hefur verið. Ég skal leyfa þér að hlusta, segir hann og spilar Haydn af segulbandi. En Valtýr, hvert sóttirðu helst þína listmenntun? Ja, einu sinni var maður nú á kafi í því sem var að gerast hér og þar í Evrópu — en einn góðan veðurdag gerði ég mér grein fyrir því, að ég var orðinn hundleiður á þessum kúltúr. Ég var svo heppinn að komast í sambapd við grænlenska list og eftir að ég hafði kynni af grænlenskum tréskurðarköllum, hef ég ekki haft áhuga fyrir neinu nema íslenskri menningu. Það sem fólk gerir, á að koma frá því sjálfu og spretta uppúr þeim aðstæðum sem það heyr lífsbaráttuna í. Vitaskuld verður menning aldrei einangruð — menn mega ekki skilja það svo, að ég sé á móti öllu sem erlent er og éti bara slátur ... Og raunar er slátur alls ekki séríslenskt, ég man ekki betur en ég hafi einhvern tíma étið lifrar- pylsu suður á Ítalíu. Hvenær var það sem þú sást veröldina allt í einu í nýju ljósi? Það hefur verið snemma á sjöunda ára- tugnum. Annars má vel vera, að þessi breyting sé aðeins venjulegur aldursþroski að koma til skjalanna, ég veit það ekki. En uppúr þessu tek ég að tengja verk mín umhverfinu meira en ég hafði áður gert og nota abstraktsjónina til að búa til hús í Vesturbænum og hleypa lífi í dauðar upp- stillingar. Svo þegir Valtýr. Mér er meinilla við að tala gáfulega um list, segir hann loks: Það verður aldrei nema upphafin vitleysa. En mér hefur alltaf fundist einkennilegt, að mynd verð- ur til á einu augnabliki. Þó maður hamist á léreftinu árum saman, þá verður myndin skyndilega til í einni andrá, og maður veit aldrei hvenær það augnablik kemur. Ég held ég geri ekkert betra en halda mér að málverkinu og bíða eftir augnablikum. Hann fer aftur að tala um þennan Haydn og kantötur hans . En af því við- mælandinn hefur ekki hundsvit á tónlist, leiðist spjallið brátt í aðrar áttir og við förum að tala um þennan skyndilega áhuga íslendinga á öllu sem kallast list. Það hefur aldrei verið annað eins að ske í listum og í dag, segir Valtýr. Maður hélt nú í kringum 1960, að áhugi manna á list- um gæti varla orðið meiri — en núorðið finnst manni jafnvel nóg um. Það eru allir svo uppteknir í listum, að það má enginn orðið vera að því að stunda framleiðslu- störf! Annar hver maður í landinu orðinn rithöfundur; þessi litla eyþjóð heldur uppi sinfóníuhljómsveit; leikfélög blómstra í hverri skoruvík... og svo nænsnadráp! Einu sinni man ég eftir laugardegi, þegar opnaðar voru 12 málverkasýningar í Reykjavík einni. Ekki hundrað þúsund manna bæ! Jafnvel þeir í New York með sínar 10 milljónir mættu vera hreyknir af slíku. Þessi eyþjóð, íslendingar, er alveg í sérflokki að þessu ieyti og ég held það sé að rísa upp aftur nokkuð sem geti kallast íslensk menning. Þessi áhugi er ekki allur til að sýnast — hann er ekta hjá mörgu fólki. Það er betri almenningur, held ég, en áður. Árni Pálsson skrifaði nú eitt sinn, að það væri að rísa upp með þjóðinni „andleg- ur almúgi"? Jú, hann er líka til. Nýlega varð mér gengið inná sjoppu, þar sem eru seld frí- merki, og spurði hvað kostaði undir bréf til Skandinavíu. — Ja, það fer nú eftir því, hvar hún er, ansaði stúlkan. En þó það sé ekki nema 2% af listáhuganum sannur, þá er það stórkostlegt. Ég er bjartsýnn á ís- lenskan kúltúr. Bjartsýnn á þessum „síðustu og verstu tímum"? Ja, það hefur nú farið tvennum sögum af minni bjartsýni, en ég held samt ég hafi alltaf verið mikill bjartsýnis veraldaraf- glapi. Það hefur auðvitað hrokkið einstöku sinnum í baklás — en slíkt er ekki nema náttúrulegt. Ég vil halda því fram, að ég sé bjartsýnismaður. Ég trúi ekki að mann- kynið sé svo vitlaust, að drepa sig með atómsprengju; það er óþarfi, held ég, að ergja sig með svoleiðis hugarórum. Maður er búinn að lifa svo marga „síðustu og verstu tírna", að maður er hættur að trúa á þá. Nei, ég er ekki bölsýnn, 62 ára gamall maður: Ég hef lifað bæði heriega tíma og ómögulega og við því er ekkert að segja annað en taka ofan og hrópa húrra. J.F.Á. Helgi (iuðmundsson úrsmiður hefur flutt verslun sína um set við Laugaveginn og hefur nú opnað hana í húsinu nr. 82. Inn- réttingar teiknaði Albína Thord- arson. Þar annast hann verslun og viðgerðarþjónustu með úr og klukkur, en einnig er hægt að fá gjafavörur í verslun hans. Helgi hóf að starfa sjálfstætt sem úr smiður árið 1954. Verslunin er opin á venjulegum verslunar tíma og með honum þar vinnur kona hans, Nína Björg Krist- insdóttir. Ljó.Mm. Kmilía. Launþegafélag á Suðumesjum: Ofurvald Alþýðubanda- lagsins verkalýðshreyf- ingunni fjötur um fót AÐALFUNDUR Launþegafélags sjálfstæðismanna á Suðurnesjum var haldinn í Samkomuhúsinu í Garði 3. desember sl. Sendi fundurinn frá sér eftir- farandi ályktun: Fundurinn lýsir undrun sinni á gerð síðustu kjarasamninga og telur að þeir sanni enn á ný þau gamalkunnu sannindi að ofur- vald Alþýðubandalagsins á verkalýðshreyfingunni er henni verulegur fjötur um fót í barátt- unni fyrir bættum kjörum laun- þega. Ályktunin var samþykkt sam- hljóða. i________

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.