Morgunblaðið - 06.12.1981, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAEHÐ, SipNUDAGUR 6. DESEMBER 1981
fHi0íú0ú Útgefandi tn^lahih hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 100 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 6 kr. eintakiö.
Allir þekkja það úr eigin
fari, að þeim hættir til að
skjóta ýmsum vandamálum á
frest, segja sem svo: Æ, ég
geri þetta um helgina, eða:
Þetta verður að bíða fram að
jólum, og síðan er bætt við:
Auðvitað tek ég mig á í byrjun
ársins. Fæstir geta til lengdar
afgreitt þau mál með þessum
hætti, sem þeir eru beinlínis
skyldugir til að sinna. Þótt
þess megi því miður sjá alltof
■ mörg merki í íslensku þjóðlífi,
að skyldurækni og samvisku-
semi séu á undanhaldi fyrir
kæruleysi ef ekki hortug-
heitum, hefur meirihluti
manna þó enn í heiðri fornar
dyggðir. Hverjum hlut verður
þó að lýsa eins og hann er, og
eitt er víst, að sú forsjá, sem
ráðamenn þjóðarinnar veita,
hvetur hvorki unga né aldna
til ráðdeildar eða til að sýna
alúð við störf sín og vinna þau
af skipulegri festu.
Stjórnarherrarnir þræta
ekki lengur fyrir það, að fyrsta
árið, sem þeir sátu í ráðherra-
stólunum, misheppnaðist þeim
landstjórnin, þeir náðu engum
árangri á því sviði, þar sem
þeir ætluðu að vinna stærst
afrek, í orrustunni við verð-
bólguna. Fram eftir öllu ári
1980 beið þjóðin eftir því, að
stjórnin aðhefðist eitthvað.
Ráðherrarnir höfðu með sér
óskabyr, sem þeir kunnu því
miður ekki að hagnýta sér.
Þeir störfuðu eftir reglunni:
Þetta verður að bíða fram að
jólum, og svo tek ég mig á í
ársbyrjun. Síðan komu jólin
og viti menn, á sjálfan gaml-
ársdag fæddust bjargráðin og
í upphafi ársins birtist gleði-
boðskapurinn: Niðurtalningin
er hafin! Ytri skilyrði voru
þjóðarbúinu hagstæð, afli var
góður og unnt var að selja
hann fyrir prýðilegt verð.
Verkalýðsforystan féllst mögl-
unarlaust á 7% launaskerð-
ingu 1. mars og ráðherrarnir
hreyktu sér af minnkandi
verðbólgu.
Aðventan hófst fyrir viku,
jólaundirbúningurinn er haf-
inn. Ráðherrarnir virðast
telja, að þeim dugi nú eins og
áður, áð taka aðeins til hendi
við landstjórnina um hátíðis-
dagana sjálfa. Forsetar Al-
þingis kvarta undan hægum
gangi mála á þingi, störf þess
einkennast af hiki og sundur-
lyndi, sem reynt er að leyna
með því að halda málum sem
lengst í nefndum. Hjól verð-
bólgunnar snúast hins vegar
hraðar en áður, því að í bar-
áttunni við hana dugar ekki að
sópa vandamálunum undir
teppið og láta eins og ekkert
sé. Hvað er framundan? er
spurt.
Þá fyrst er unnt að bregðast
við vandamálum af skynsemi,
að þau séu skilgreind með
réttum hætti. Það er engum
vafa undirorpið, að á sama
tíma sem ráðherrar hafa barið
sér á brjóst og státað af ár-
angrinum í glímunni við verð-
bólguna, finnur allur almenn-
ingur það greinilega á eigin
afkomu, að hagur hans þreng-
ist vegna sífelldra verðhækk-
ana. Tölur segja einnig sína
sögu: Landbúnaðarvörur hafa
almennt hækkað um 60% á ár-
inu á sama tíma og taxtakaup
fiskvinnslufólks hefur hækkað
um 41,6%. Smjör hefur hækk-
að um 72% á einu ári. Áfengi
og tóbak, sem ríkið notar sér
til tekjuöflunar, hefur hækkað
um 82% á síðustu tólf mánuð-
um. Fyrstu níu mánuði ársins
voru innheimtar tekjur ríkis-
sjóðs 60% meiri en á sama
tíma 1980. — Enn hækkar
fasteignamatið hlutfallslega
meira en tekjur manna og það
kemur mér á óvart að svo skuli
vera nú annað eða þriðja árið í
röð og ég held að fasteigna-
gjöldin eigi eftir að verða
mörgum stórkostlega erfið,
sagði Davíð Oddsson hér í
blaðinu á föstudag. Ef þessar
tölur og hækkanir eru til
marks niðurtalningu á verð-
bólgunni, eru þeir, sem því
trúa, svo sannarlega ekki fær-
ir um að skilgreina þann
vanda, sem nú er við að etja.
Stjórnviska byggð á blekk-
ingu leiðir aldrei til góðs.
— Friður um vora daga, sagði
Neville Chamberlain og veif-
aði blaði með undirskrift
Adolf Hitlers orðum sínum til
staðfestingar. Skömmu síðar
hófust grimmilegustu hernað-
arátök mannkynssögunnar.
— Niðurtalningin er hafin,
sögðu stjórnarherrarnir í upp-
hafi ársins. Skömmu síðar
stendur almenningur verr að
vígi en oftast áður andspænis
verðbólgueldinum, sem brenn-
ir upp verðmæti hans, án þess
að nokkrum vörnum verði við
komið. Varla hefði nokkurt
tryggingafélag þorað að taka
áhættuna af því, að selja
tryggingu, sem byggðist á
spám ráðherranna um síðustu
áramót. Þó var meiri von til
þess þá en nú, að menn þyrðu
að veðja á getu ráðherranna.
Þeir, sem slíka tryggingu
hefðu selt og síðan miðað
bótagreiðslur við sigurorð ráð-
herranna fram til þessa, hefðu
vafalaust verið kærðir fyrir
tryggingasvik. Hvað er fram-
undan? er enn spurt.
í desember 1958 viðurkenndi
þáverandi forsætisráðherra,
Hermann Jónasson, leiðtogi
Framsóknarflokksins, að
vinstri stjórn hans hefði mis-
tekist efnahagsstjórnin. Þjóð-
in væri komin fram á gjár-
barminn, ekki væri samstaða
um nein úrræði innan ríkis-
stjórnarinnar, hún segði því af
sér. Þessi ummæli verða lengi
í minnum höfð, ekki aðeins
vegna þess, að þau voru stað-
festing á því, að vinstri stjórn-
ir gefast jafnan upp, þegar
mest á reynir, heldur vegna
hins, að þau þykja sýna póli-
tískt hugrekki, sem sækir
styrk sinn í annað en blekk-
inguna. Aflvaki þeirrar
stjórnar, sem nú situr, var
vonin um að koma slíku höggi
á Sjálfstæðisflokkinn, að hann
riðlaðist. Sú von reyndist
blekking. Helsta baráttumál
þessarar ríkisstjórnar er að
sigrast á verðbólgunni með því
að beita niðurtalningu. Sú
barátta er blekking. Það dugar
ekki í landstjórninni að segja:
Þetta verður að bíða fram að
jólum og svo tek ég mig á í
byrjun næsta árs. Á meðan
það viðhorf ríkir fæst ekkert
viðhlítandi svar við spurning-
unni: Hvað er framundan? Því
það er ekkert framundan ann-
að en skæklatog og pólitísk
hrossakaup án tillits til þjóð-
arhags.
Hvað er
framundan?
Rey kj aví kurbréf
Laugardagur 5. desember
Lítil þjód
minnir á sig
íslendingar virðast gangast
mjög upp í því, sem sagt er um þá
erlendis, ekki síst ef það er já-
kvætt og kitlar þjóðarstolt þeirra.
Enginn vafi er á því, að þeir sem
hafa átt undir högg að sækja á
íslandi, en fengið vinsamleg um-
mæli erlendis, komast á græna
grein, enda þótt það ætti ekki að
skipta neinu meginmáli í raun og
veru. Þetta þekkja ýmsir lista-
menn, til að mynda rithöfundar
sem hafa fengið verk sín þýdd á
erlendar tungur. E’n verk þeirra
skipta þó fyrst og fremst máli hér
á landi og frægð að utan er fall-
völt og dugar lítt. En áhugi út-
lendinga á Islandi og hlýja í okkar
garð getur verið uppörvandi svo
lítil sem þjóðin er og svo mikið
sem hún á undir góðum samskipt-
um við aðrar þjóðir.
í ár hafa Svíar haldið upp á
minningu þess rithöfundar, sem
náð hefur einna mestri frægð
sænskra höfunda, Strindbergs.
Hér á landi hefur hans einnig ver-
ið getið af því tilefni og því ekki út
í hött að minna á, að hann sótti
efnivið í sögulegt leikrit sitt, Út-
laginn, sem hann skrifaði vorið
1871, í íslenzkt umhverfi. Olof
Lagercrants fjallar m.a. um þetta
í ævisögu August Strindbergs.
Þetta leikverk Strindbergs ætti að
vekja nokkurn áhuga-hér á landi,
því að það gerist á Islandi á sögu-
öld og fjallar um kristna dóttur
mikils höfðingja, Þorfinns jarls.
Lagercrants segir að Kongunglega
leikhúsið hafi tekið þetta verk til
sýningar í október 1871, en hefur
það eftir Aftonbladet, að enginn
hafi klappað þegar tjaldið féll.
Strindberg var ekki óvanur hörð-
um og óvægum dómum og gat tek-
ið það nærri sér. En nú brá svo
við, að Karl konungur XV, sem var
sérstakur unnandi norrænnar
fornaldar, fór að sjá leikritið og
gaf skáldinu 200 kr. sem var tals-
verður peningur í þá daga.
Olof Lagercránts segir, að Út-
laginn sé ekki sérstaklega sterkt
leikrit, en þó finnist í því góðir
sprettir, þar sem árangurinn sé í
samræmi við sköpunargleðina.
Hetjan, Þorfinnur jarl, fulltrúi
heiðni sem var að syngja sitt síð-
asta í þessu norðlæga landi, verð-
ur að gera upp á milli þess, hvort
hann kýs heldur landflótta eða
falla að öðrum kosti fyrir óvina-
hendi. Hann mætir þannig sömu
örlögum og Gunnar á Hlíðarenda
og þarf eins og hann að velja á
milli lífs og dauða. Danski heim-
spekingurinn Kirkegaard hafði
mikil áhrif á kynslóð Strindbergs
og það er eins og talað út úr sið-
fræði heimspekingsins, þegar
Þorfinnur kýs dauðann.
íslendingar þekkja ekki al-
mennt þetta leikrit Strindbergs,
en ekki er úr vegi að minna á það,
nú þegar verk hans eiga öðrum
fremur upp á háborðið og þeirra
er sérstaklega minnzt bæði í
heimalandi skáldsins og annars
staðar á Norðurlöndum. Það er al-
kunna að íslenzkt efni hefur leitað
á mikil skáld erlend og það er heil-
brigður metnaður lítillar þjóðar
að gleðjast yfir því, þegar landa-
mæri hennar eru víkkuð út með
þeim hætti. Bæði þau leikrita-
skáld norræn, sem náð hafa
heimsfrægð, Ibsen og Strindberg,
hafa ausið af þessum ísienska
brunni og á það má minna í þessu
samhengi, að sænska ljóðskáldið
Verner von Heidenstam hefur ort
magnað ljóð um Gunnar á Hlíðar-
enda, útlegð hans og tengsl við
Hlíðina og má raunar fullyrða, að
um það efni hefur enginn ort af
jafnmiklum innblæstri að Jónasi
Hallgrímssyni undanskildum.
Það er með þessum hætti sem
íslenzk menning verður öðrum
þjóðum næring. Skáldskapur leit-
ar sér farvegar eins og vatnið og
ieiðir hans eru óvarðaðar. Við eig-
um að fagna, þegar menning
okkar og arfur nær til annarra
þjóða og verður til þess, að funi
kveikist af funa. Þannig eigum við
einnig að taka á móti frjóvgandi
afli annarra þjóða. Og þó að leik-
verk Strindbergs um hinn frið-
lausa íslenska höfðingja sé ekki
talið með meistaraverkum hans,
væri ekki úr vegi að við kynntum
okkur, hvernig hann vinnur úr
þessum íslenska efnivið og legðum
þannig rækt við það, sem á rætur í
íslenskum jarðvegi og minnir á
það erindi sem lítil þjóð getur átt
við aðrar stærri þjóðir. Menning-
arleg tengsl geta einnig selt ís-
lenskar afurðir. Það skilja þeir,
sem hafa lítinn áhuga á menningu
að öðru leyti.
Á hverfanda
hveli
Gamall tími kemur sífelldlega
til okkar með reynslu sína og
áminningar. Við lifum í heimi,
sem getur lært margt af reynslu
fyrri kynslóða. Sumir eru að vísu
svo miklir örlagatrúarmenn að
þeir gangast upp i því, að maður-
inn geti litlu sem engu breytt. Allt
gangi upp í þeim eina kapli, sem
þeirra eigin forsjón hefur lagt,
enda séu þeir hennar vegna með
allan sannleik heimsins í sínum
höndum og nóg sé að líta í gamlar
bækur til að finna þau lögmál,
sem við skulum lifa eftir. Það er
að vísu ekki hægt að segja, að
kommúnistar í landi eins og Sov-
étríkjunum séu örlagatrúarmenn
með sama hætti og múhameðstrú-
armenn í íran. En margt er þó
harla líkt með þeim og þá ekki síst
forsjónartrú gamalla rita, sem
farið skal eftir, hvað sem tautar
og raular. Væri því ekki út í hött
að telja þessar fylkingar forlaga-
trúar, enda styðjast þær við þær
kenningar, að það eitt sé rétt og
geti raunar gerzt í mannlegu sam-
félagi, sem fyrirbúið er í ritum
spámanna þeirra, hvort sem þeir
heita Karl Marx eða Múhameð.
Margir Vesturlandabúar eru einn-
ig haldnir slíkri örlagatrú með
ýmsum hætti og hafa fest sig í
fyrirfram ákveðnum skoðunum á
Reynisdrangar
því, hvað hljóti að gerast, og skella
þannig skollaeyrum við aðsteðj-
andi hættum og gefast raunar upp
í þeim heimi, sem þeir vilja lifa í,
en er sízt af öllu sá veruleiki, sem
við blasir. Þeir hafa litla löngun
til að læra af reynslu sögunnar og
trúa því mátulega, að þeir geti
haft áhrif á sögulega þróun. Marx-
istar hafa það þó fram yfir þetta
fólk, að þeir trúa því þrátt fyrir