Morgunblaðið - 06.12.1981, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 06.12.1981, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1981 „Abbie Putnam í „Undir álminum" er eitthvað það besta sem hefur komið fyrir mig í leikhúsinu." Ragnheiður í hlutverki Abbie á sviðinu í Iðnó. 19 Það er óskaplega mikils virði að fara út á land til að setja verk á svið. Þá öðlast maður tækifæri til að kynnast fólki úr öllum stétt- um. Það er svo annað mál, að það er hreint ótrúlegt hvað áhugamannaleikfélögin eru öflug og hvað þetta fólk leggur mikið á sig. Hvað margir fórna miklum tima til að geta verið með í leiksýningu. Fólk vinnur fulla vinnu og æfir svo á kvöldin og um helgar, iðulega fram á nótt. Og það eru ekki bara þeir sem taka þátt í sýningunni, sem verða að færa fórnir fyrir þetta, heldur aðstand- endur þeirra líka. Það er sjálfsagt ekkert sældarlíf að búa með atvinnuleikara sé maður ekki í þessum bransa sjálfur. Vinnutíminn stangast þá á og þegar frumsýning nálgast kemst fátt annað að. Maður hugsar hvorki né talar um annað. En þetta er nú reyndar ekki sérstakt vandamál leikara, því eins og í pottinn er búið núna, þá hefur fólk almennt ósköp lít- inn tíma til að vera saman. Allir eru alltaf að vinna og keppa við tímann til að hafa upp í skattana og allir eru meira eða minna stressaðir." Ládauðir dagar „Þú meinar svona venjulegur dagur? Það er sko óvenju rólegt hjá mér núna, því ég er ekkert að æfa í svipinn. En venjulegur dag- ur. Ja, mér finnst gott að vakna svona um áttaleytið og fara í sund, þá er ég hress og endurnærð þegar ég kem á æfingu klukkan tíu. Æfingin er svo til tvö eða fjögur eftir því hvar við erum stödd með verkefnið. Ef ég er að vinna uppi í útvarpi, er ég þar frá hálffimm til sjö og oft er sýning um kvöldið, frá klukkan hálfníu til ellefu. Eftir sumar sýningar er ég lengi að vinda ofan af mér þegar ég loks kem heim. Ég fæ mér kaffi- bolla og eitthvað að borða, því það er ekki gott að borða mjög mikið fyrir sýningu. En svo koma líka svona dagar eins og núna, þegar ekkert er að gera nema ein sýn- ing á kvöldin. Þeir dagar fara iðulega í pen- ingaáhyggjur. Þetta kemur í gusum. Geysi- legar tarnir en svo ládautt á milli. Núna er ládautt." Krakkar hvíslast á „Yfirleitt verð ég ekki vör við að fólk bregðist öðruvísi við mér en öðrum, sem bet- ur fer. Ég held að þetta sé mun erfiðara fyrir popparana til dæmis. Þó fer ekki hjá því, þegar um hluti eins og Útlagann eða Öt í óvissuna er að ræða, að fólk horfir svolítið á mig og finnst það þekkja mig. Krakkar hvíslast á þegar maður gengur framhjá. Ég held að flestir geri sér fullkomlega grein fyrir því að þetta er okkar lifibrauð og þótt starfið sé á margan hátt spennandi og fram- andlegt, þá er það svo sem ekkert merki- legra en hvað annað sem fólk vinnur við. Það fylgir þessu lífi enginn „glamúr" hér eins og vestur í Hollywood. Ef fólk þekkir mig á götu getur það í raun allt eins verið vegna þess að við höfum verið á sama tíma í laugunum eða eitthvað. Oþægilegt? Nei, nei. Ekki nema þá þegar ég hleyp út í búð alveg eins og drusla og kannski bólgin um augun eftir grátinn í Undir álminum kvöldið áður. Þá vil ég nátt- úrulega heist að það sjái mig ekki nokkur maður. En hitt er svo auðvitað gaman þegar ókunnugt fólk lýsir ánægju sinni með eitthvað sem maður hefur gert. Það er ekkert ákveðið á dagskránni á næstunni, nema hvað ég verð líklega með í öðru verkefni hjá Leikfélaginu eftir áramót. Að undanförnu hef ég haft svolítið að gera við auglýsingalestur í jólasúpunni. Dautt tímabil er fyrirsjáanlegt. En það er svo sem nóg annað að gera. Hér þarf að fara að mála og svo þarf að kaupa jólagjafir og skrifa á kort og allt það.“ Það er orðið dimmt úti. Við búin að vera að tala saman næstum þvi myrkranna á milli. Ragnheiður þarf að komast í búðir. Ég niður á blað að kaldhamra fréttir úr veru- leikhúsinu. SIB Erlendar bækur tílgjafa - hagstætt verð! Bókabúð Steinars Bergstaðastræti 7 sími 16070 NÝR LITMYNDALISTI ÓKEYPIS Komiö, hringiö eóa skrifiö og fáiö nýja MICROMA litmyndalistann ókeypis. FRANCH MICHELSEN ÚRSMÍÐAMEISTARI LAUGAVEGI 39 REYKJAVÍK SÍM113462

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.