Morgunblaðið - 06.12.1981, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1981
Kalmar
baðinnréttingar
Baðinnréttingar í hvítu og furu fyrirliggjandi á
lager, til afgreiðslu strax. Takmarkaðar birgðir.
H
kajmar
innréttingar hf
SKEIFAN 8, REYKJAVÍK SÍMI 82645
tmmaaaaam
hfj
Páll S.B. Bjarna-
son - Minningarorð
Kæddur 10. maí, 1907.
Dáinn 13. nóvember 1981.
Við leiðarlok minnist ég Páls
Bjarnasonar, vinar míns. Svo löng
og góð voru kynni okkar, að frá
mörgu væri að segja. Mun þó fátt
eitt verða hér talið.
Pullu nafni hét hann Páll Símon
Brynjólfur eftir afa sínum og
langafa í föðurætt og móðurföður
sinum. Páll fæddist í Sauðhúsnesi
í Álftaveri. Foreldrar hans voru
Ragnhildur Brynjólfsdóttir og
Bjarni Pálsson, búandi hjón þar
1897—1907. Brynjólfur Eiríksson
afi Páls var fæddur í Holti í Mýr-
dal 1834, kona hans var Málfríður
Oddsdóttir fædd í Reynisholti
1838. Eiríkur flutti frá Holti að
Hraungerði í Álftaveri 1838.
Brynjólfur bjó svo í Hraungerði og
Þykkvabæjarklaustri til ársins
1893. Frá Brynjólfi og Málfríði er
komið margt atgerfisfólk.
Bjarni faðir Páls var Pálsson
bónda í Jórvík Símonarsonar
bónda s.st. Jónssonar bónda á
Kirkjubæjarklaustri Magnússon-
ar á Bakka í Öxnadal. Kona Jóns
Magnússonar var Guðríður
Oddsdóttir frá Þykkvabæ í Land-
broti. Þau hjón eignuðust mörg
börn og er fjölmennt ætt frá þeim
komin. Jón Magnússon andaðist á
Kirkjubæjarklaustri 1840, en Guð-
ríður kona hans dó 1860 áttatíu pg
átta ára að aldri. Móðir Bjarna
Pálssonar og kona Páls Símonar-
sonar var Kristín Bárðardóttir frá
EICENDUR
SPARID
BENSIN
LÁTID STILLA OC YHR-
EARA BÍUNN
FYRIR VETURINN
1. Vélarþvottur.
2. Ath. bensín, vatns- og olíuleka.
3. Ath. hleöslu, rafgeymi
og geymissambönd.
4. Stilla ventla.
5. Mæla loft í hjólböröum.
6. Stilla rúöusprautur.
7. Frostþol mælt.
8. Ath. þurrkublöð og vökva
á rúöusprautu.
9. Ath. loft og bensínsíur.
10. Skipta um kerti og platínur.
11. Tímastilla kveikju.
12. Stilla blöndung.
13. Ath. viftureim.
14. Ath. slag í kúplingu og bremsupedala.
15. Smyrja hurðalamir.
16. Setja silikon á þéttikanta.
17. Ljósastilling.
18. Vélarstilling meö nákvæmum
stillitækjum.
Verö meö söluskatti kr. 650,- Innifaliö í veröi: Platínur, kerti, ventlaloks-
pakkning og frostvari á rúöusprautu.
Þér fáiö vandaöa og örugga þjónustu
hjá sérþjálfuðum fagmönnum
MAZDA verkstæöisins.
Pantiö tíma í símum: 81225 og
81299.
BÍLABORG HF.
Smiöshöföa 23.
Hemru. í Skaftártungu Jónssonar
og seinni konu hans Valgerðar
Árnadóttur frá Hrífunesi. Kona
Símonar Jónssonar í Jórvík var
Guðrún Pálsdóttir frá Hörgs-
landskoti Hreiðarssonar og Val-
gerðar Jónsdóttur konu hans.
Kynni okkar Páls hófust er
hann var 16 ára, en ég 23. Áttum
við margar góðar stundir á heimili
foreldra hans í Vík. Ósjaldan
þraut kvöldið hjá okkur Páli fyrr
en umræðuefnið og var þá nóttin
iátin taka við. Engu held ég samt
að það hafi raskað friði heimilis-
ins.
Páll var enginn hávaðamaður.
Ég man hann í hópi glaðra ung-
menna, en gleði hans var ekki
ærslagjörn, heldur hljóðiát og hlý.
Páll var fastlyndur maður og
skapríkur, en kunni vel að stilla í
hóf, og víst er að hann hugsaði
jafnan, áður en hann talaði. Við
vorum ekki alltaf sammála, en
aldrei kom það að sök, og þegjandi
samkomulag var um það að fella
niður ágreiningsefnin. Páll hafði
góðar gáfur og var vel hagmæltur,
en iðkaði það lítt á efri árum.
Hann var vel á sig kominn og
hafði mikla líkamsburði, enda á
tímabili góður glímumaður. Þegar
Páll var á fyrsta ári fluttu foreldr-
ar hans frá Sauðhúsnesi að Herj-
ólfsstöðum í sömu sveit. Þar
bjuggu þau til 1919. Þegar Katla
gaus 1918 urðu svo miklar
skemmdir á jörð þeirra, að þau
sáu sér ekki fært að búa þar leng-
ur og fluttu til Víkur í Mýrdal. Á
Herjólfsstöðum sleit Páll barns-
skónum að mestu, var tólf ára er
þau fluttu. Þaðan átti hann marg-
ar minningar um land og lýð.
I amstri daganna týndum við
Páll hvor öðrum. Hann fluttist til
Reykjavíkur og ég fjarlægra
staða. Á efri árum fundumst við
aftur, og höfðum þá engu gleymt
að fornum kynnum.
Eins og fyrr segir fluttist Páll
til Reykjavíkur 1927. Hugðist
hann búa sig undir menntaskóla-
nám og lærði þýsku og fleiri mál.
En aldrei komst hann í mennta-
skóla og munu fjárhagsaðstæður
hafa valdið. Brá Páll þ á á það ráð
að læra efnagerð. I því skyni réð-
ist hann til Efnagerðar Reykja-
víkur og lauk þar námi og hlaut
sveinsbréf. Síðar fékk hann rétt-
indi sem meistari í greininni. Páll
starfaði í mörg ár hjá Efnagerð-
inni og síðar hjá Víkingi. Pál var
traustur og góður starfsmaður.
Árið 1929 gekk Páll að eiga
Sylvíu Brynhildi Jónsdóttur frá
Stykkishólmi. Bjuggu þau svo á
ýmsum stöðum í Reykjavík, en
lengst í Hreiðri við Breiðholtsveg.
Silla var myndar húsmóðir, mikil
hannyrðakona og listfeng og sá
þess stað á heimili þeirra. Og ekki
lét Páll sitt eftir liggja í því að
fegra heimilið. Þeim tókst það
báðum að gera heimilið fallegt og
hlýlegt úti og inni. Við heimili
þeirra var fagur trjá- og blóma-
garður, sem þau hlutu verðlaun
fyrir.
Þau hjón áttu margar yndis-
stundir í garðinum sínum. Fannst
mér að Páll fengi þar uppbót á
það, sem hann saknaði frá sveita-
lífinu. Þau hjón eignuðust fjögur
börn, þau eru, Ragnhildur Asa,
búsett hér í bæ og gift Björgvin
Magnússyni, bifreiðastjóra,
Brynhildur gift Benedikt Geirs-
syni pípulagningarmeistara, bú-
sett í Reykjavík, Bjarni Óskar nú
búsettur í Grænlandi og Þor-
steinn, dáinn fyrir nokkrum árum.
Systkini Páls voru þrjú, Magnús
andaðist 1923, Vilhjálmur for-
stjóri búsettur í Reykjavík og Pál-
ína á hjúkrunarheimili í Hátúni.
Konu sína missti Páll 1969.
Hann giftist í annað sinn 1974,
Láru Halldórsdóttur, ættaðri frá
Djúpi vestra. Þau nutu ekki lengi
samvistanna. Hún andaðist 1980
og var Páll þá á sjúkrahúsi í glímu
við þann, sem alla sigrar að lok-
um.
Eftir að við Páll fundumst aftur
og ég var fluttur til Reykjavíkur,
áttum ég og kona mín margar
ánægjustundir á heimili Páls og
Sillu, og vona ég einnig og veit að
hjá okkur gátu þau einnig glaðst.
Þessar samverustundir yfirfærð-
ust svo til Láru og Páls. Um árabil
kom Páll til okkar hjónanna á ný-
ársmorgun, til að heilsa með
okkur nýju ári og minnast liðins
tima. Var okkur mikil eftirsjá að
þeim stundum, eftir að heilsu Páls
hrakaði svo að ekki var um heim-
sóknir að ræða.
þrjú síðustu árin var Páll á
sjúkrahúsi, máttvana maður, æð-
rulaus. Við kveðjum Pál með þökk
fyrir kynnin.
Guð máttarins og ljóssins gefi
honum styrk á landi morgunroð-
ans.
Elimar Tómasson
Kveðja:
Ólafía Ólafsdóttir
Umhverfi er breytt frá því
Ólafía Ólafsdóttir hóf störf fyrir
meir en hálfri öld, á loftinu yfir
Bókaverslun Isafoldar, Austur-
stræti 8, þar sem nú er Línan.
Ólafía var í heiðurssveit ísa-
foldar-bókbindara með Gísla
Gúm, Þórði og Fríðu, sem öll
störfuðu á bókbandsstofunni í
50—70 ár, sjálfa vantaði Ólafíu
einn mánuð upp á 100 misseri, er
hún hætti þar árið 1978. Ekki fór
mikið fyrir Ólafíu í starfi, en
sviptingar voru jafnan miklar,
ekki síður en ella þegar lítið lá við.
Ólafía var fædd 15. febrúar 1901
á Efstugrund undir Eyjafjöllum.
Foreldrar hennar voru Steinunn
Sigurðardóttir og Ólafur Þórðar-
son. — Seint á ævinni starfaði
Ólafur einnig í ísafoldarprent-
smiðju meðan hún var enn í Aust-
urstræti 8.
Einatt er sjónarsviptir er gott
fólk hverfur að lokinni langri og
góðri starfsævi, en okkur sem eftir
lifum þykir gott að minnast vina,
eins og Ólafíu.
Ólafía lést fimmtudaginn 26.
nóvember. Útfararathöfnin verður
í kapellunni í Fossvogskirkju á
morgun, mánudag.
Pétur Ólafsson