Morgunblaðið - 06.12.1981, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1981
43
• • / \ - í m
i: • • ÆHB T i * i *
A B ! \ín \V: *
„Fullorðinsfræðsla
kostar auðvitað sitt en
það er arðbær fjárfest-
ing sem verður þó ekki
rætt frekar um hér. En
eðlilegt tel ég að samn-
ingur sé gerður við
kennara, sem tryggi öll-
um kennurum öldunga-
deilda sömu greiðslu
fyrir kennslu hvort sem
þeir kenna við öldunga-
deildir úti á landi eða í
þéttbýli, við fámennar
eða fjölmennar deildir,
verkmennt eða bók-
mennt.“
fjármálaráðuneytið samning sem
felur í sér kauplækkun fyrir stóran
hluta öldungadeildakennara, auk
þess sem þar er kveðið á um ýmsa
þætti skólastarfsins sem ekki eiga
heima í kjarasamningi kennara
heldur eru stjórnunarlegs eðlis.
Kennarar víðs vegar af landinu
höfðu á fjölmennum fundi
skömmu áður fellt samningsdrög
er voru nær samhljóða samningi
þeim er undirritaður var. Hags-
munanefnd hefur án efa talið sig
vera að bjarga öldungadeildum
landsins með því að ganga að þess-
um samningi þegar allt virtist
komið í óefni. Kennarar vilja hins
vegar ekki við una og eftirfarandi
tillaga var samþykkt einróma á
almennum félagsfundi Hins ís-
lenska kennarafélags:
„Félagsfundur í HÍK, haldinn
að Hótel Esju 21. nóv. ’81, lýsir
fullkominni andstöðu við sam-
komulag hagsmunanefndar og
fjármálaráðuneytis frá 6.11.'81.
Fundurinn mótmælir öllum
hugmyndum um launalækkun til
kennara. Fundurinn hvetur stjórn
menntamála til að tryggja að full-
orðinsfræðsla í landinu verði
byggð upp af myndarskap fram-
vegis, en ekki lagður steinn í götu
hennar með óbilgjarnri afstöðu í
samningum við kennara. Kennar-
ar sætta sig ekki við, að samning-
ar við þá séu hugsaðir sem stjórn-
tæki til að nota þegar ákveðið er,
hvort fullorðinsfræðslu verði
haldið uppi á íslandi."
Hvad er þá til ráða?
Þetta mál er eðlilega mjög póli-
tískt, þar er ekki bara um mennta-
pólitík að ræða heldur og jafnrétt-
ismál og byggðastefnu. Hér er
ekki um stórar fjárhæðir að tefla
því lítið ber á milli í þessum ný-
undirritaða samningi og þeim sem
áður gilti. Fullorðinsfræðslan
kostar auðvitað sitt, en það er
arðbær fjárfesting sem verður þó
ekki rætt frekar um hér. En eðli-
legt tel ég að samningur sé gerður
við kennara, sem tryggi öllum
kennurum öldungadeilda sömu
greiðslu fyrir kennslu hvort sem
þeir kenna við öidungadeildir úti á
landi eða í þéttbýli, við fámennar
eða fjölmennar deildir, verkmennt
eða bókmennt. Svo og að hann
tryggi þeim laun ekki lægri en
fyrri samningar hljóða upp á og
kennarar hafa sætt sig við til
þessa.
Ljós er nauðsyn samkomulags í
þessu máli hið bráðasta, því senn
líður að vorönn. Almenningur og
stjórnvöld hljóta að kjósa fremur
lifandi en dauðar öldungadeildir,
framfarir en ekki afturhvarf.
VANTAR ÞIG VINNU (n
VANTAR ÞIG FÓLK í
Þl At'GLÝSIR L'M ALLT
LAN’D ÞEGAR ÞL' AL'G-
LYSIR I MORGLNBLADINl
Fríöa Á. Sigurðardóttir:
SÓLIN OG SKUGGINN
JökullJakobsson: SKILABOÐ TIL SÖNDRU
Fyrsta bók Fríóu, smásagnasafnió
„Þetta er ekkert alvarlegt“, sem út kom
í fyrra, vakti almenna athygli og umtal
bókamanna. Sólin og skugginn er fyrsta
skáldsaga hennar og munu bókamenn
ekki síóur fagna útgáfu hennar. Sagan
er þrungin áhrifamagni, snertir og eggj-
ar og er rituð á óvenju fögru og auóugu
máli. Þetta er saga um frelsi og helsi
mannsins, lífsástina og dauóann, saga
af fólki, grímum þess, brynjum og vopn-
um, — hún er saga min og þín. Sólin og
skugginn er bókmenntaviðburóur.
SklLABOP
TILSÖNPRU
Jökull Jakobsson hafói gengió frá hand-
riti þessarar bókar aóeins fáum mánuó-
um fyrir lát sitt. Sagan speglar alla
beztu eiginleika hans sem rithöfundar,
frásögnin er lipur og iifandi, stór-
skemmtileg og bráðfyndin, en undir
nióri skynjar lesandinn aivöru lífsins,
vandamál samtímans.
Meinfyndnari og háóskari bók er ekki á
bókamarkaói í ár. Aódáendur Jökuls
Jakobssonar eru svo sannarlega ekki
sviknir af þessari síðustu bók hans. Hún
leiftrar af frásagnargleói og fjöri.
SKUGGSJÁ BÓKABÚD OUVERS STEINS SE
SKUGGSJA BÓKABÚD OUVERS STEINS SF